Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 9
irtæki í Borgarnesi: Kaupfélag Borgfirðinga, Vírnet,
Borgarnes-Kjötvörur, Sláturfélag Vesturlands,
Loftorka, Borgarverk og Borgarbyggð eru í viðskipt-
um við SM. Þar við bætist að gert hefur verið sam-
komulag við Ferðamálasjóð íslands um að Sparisjóð-
ur Mýrasýslu annist framvegis vörslu Ferðamála-
sjóðs, bókhald, útborganir, innheimtu lána og aðra
fyrirgreiðslu. Eignir Ferðamálasjóðs eru metnar á
rúman milljarð króna og eru að mestu leyti ávaxtaðar
í erlendum skuldabréfum. Með samningnum koma já-
kvæð áhrif byggðastefnu skýrt fram því verið er að
flytja viðskiptin frá Reykjavík, en það er samgöngu-
ráðherra sem tók þessa ákvörðun um flutninginn."
Aðalbækistöðvar SM eru að Borgarbraut 14 og er
húsnæðið í eigu Sparisjóðsins sjálfs. Þá er Sparisjóð-
urinn með útibú í Hyrnunni, þjónustumiðstöð sem allir
þekkja sem lagt hafa leið sína um Borgarnes. í ráði er
að setja upp snertibanka í Reykholti og verið er að
kanna möguleika á að veita einhverja álíka þjónustu á
Hvanneyri.
[fgreiðslusalurinn að Borgarbraut. Parstanaayjiru,„»,
pví að fœra starfsmenn nœr viðskiptavinum efsvo mœtti að orðxkomast
rúarfá betri aðstöðu og með Pví geta viðskiptavmn auðveldlega leitað til Peirra p g
... , . , ■-..........
Gott starfsfólk frá upphafi
Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri kom að rekstri Sparisjóðsins í vor
þegar Sigfús Sumarliðason, sem hafði starfað við sparisjóðinn í rúm 30
ár, lét af störfum sökum aldurs. Gísli hafði undanfarin 15 ár rekið lög-
fræðiskrifstofu og fasteignasölu í Borgarnesi. Hann þekkti vel til starf-
semi Sparisjóðsins þar eð hann hafði lengi setið í stjórn hans. Núver-
andi stjórn SM skipa Magnús Sigurðsson formaður, Jóhannes M. Þórð-
arson varaformaður, Bjarni Helgason, Sigurður M. Einarsson, og Run-
ólfur Ágústsson. Skrifstofutjóri er Steinunn Ásta Guðmundsdóttir.
Aðalstöðvar Sparisjóðs Mýrasýslu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Gísli segir að Sparisjóðurinn hafi notið þess að hafa alla tíð haft úr-
valsstarfsfólk. í upphafi, þegar sjóðurinn var stofnaður árið 1913,
nægði einn starfsmaður sem rak sjóðinn í hjáverkum. Það er liðin tíð
og það sem meira er, kynjahlutföll eru að breytast. Til skamms tíma
störfuðu aðeins tveir karlar hjá Sparisjóðnum en nú eru þeir orðnir
fjórir. S3
Sparisjóður Mýrasýslu styður dyggilega við æskulýðs- og
íþróttastarfsemi í héraðinu. Á þessu ári hefur sparisjóðurinn
veitt um 5 milljónum króna til starfseminnar.
Sparisjóður Mýrasýslu hefur umsjón með öflugum menning-
arsjóði sem úthlutað hefur verið úr 24 milljónum króna á
síðustu átta árum. Þeir peningar hafa farið til ýmiss konar
menningarstarfsemi í hérðaðinu. Sjóðurinn var stofnaður í
minningu Friðjóns Sveinbjörnssonar, fyrrum sparisjóðs-
stjóra.
Ný heimasíða SM hefur verið tekin í notun. Þar er að finna
gagnlegar upplýsingar um þjónustu sjóðsins, starfsfólk og
vaxtakjör. Heimabanki veitir fjölþættar upplýsingar og við-
skiptavinir geta skoðað þjóðskrá allra íslendinga á vefnum í
boði Sparisjóðsins. Sióðin er www.spm.is
SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU
- Hornsteinn í héraði
Borgarbraut 14-310 Borgarnes ■ Sími 437 1208 • Fax 437 1960
Afgreiðsla Hyrnunni • Brúartorgi 1 ■ Sími 437 2108
sparisjodur@myrasysla.spar.is
9