Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 38
STJORNUN
Fjármál ogbókhald
Öilun Aðianga
Stjórnun iramleiöslu
Stjórnuna;
rstörf innan fyrirtœkja
Ökönnun sem
Aflvaki hf.
kynnti nýlega
kemur fram að fjármál
og bókhald eru tíma-
frekasti þátturinn í
starfi ' stjórnenda
smárra og meðalstórra
fyrirtækja á Islandi. Um
64% forsvarsmanna fyrir-
tækjanna, sem þátt tóku
í könnuninni, eru þeirrar
skoðunar. Næstmestan
tíma tekur vinna við öflun
aðfanga og þar á eftir
kemur markaðssetning
og sala.
Þessi könnun fjallar al-
mennt um viðhorf for-
svarsmanna smárra og
meðalstórra fyrirtækja til
fyrirtækjareksturs og fs-
lensks starfsumhverfis.
Margt fróðlegt má lesa út úr
niðurstöðum hennar og þær koma verulega á óvart enda
stangast þær margar hverjar á við ríkjandi viðhorf.
Könnunin var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Is-
lands og tók hún til áranna 1995 til 1997. Iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið, Þjóðhagsstofnun og Viðskiptafræðistofnun
Háskóla Islands stóðu að þessari könnun með Aflvaka.
Stefnumótun ekki tírnafrek Þegar litið er nánar á svör við
spurningunni um hvaða stjórnunarstörf séu tímafrekusl
kemur meðal annars í ljós að gæða-
stjórnun er tímafrekasti þátturinn hjá
aðeins 5% stjórnenda og svipaður fjöldi
nefnir opinber samskipti, eða 6% þátt-
takenda.
Skýr stefnumótun, öflug áætlana-
gerð og vandaður undirbúningur eru
almennt talin vera forsenda árangurs í
rekstri fyrirtækja. Engu að síður telja
aðeins um 3% stjórnenda stefnumótun
vera tímafrekasta þáttinn í starfi sínu.
í hvað fer tíminn?
64%
ii—i.- ]t\Ol
V > 7
5% 1 1 co/ 1
r 6/0
n n n 3% aðl 6°/”
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
sem
forsvarsmönnum þyktr
tímafrekast að sinna.
Svipaður fjöldi starfsmanna og í Evrópu
Við samanburð á niðurstöðum könnun-
arinnar við niðurstöður evrópskra
Stjórnendur smárra og
meóalstórra fyrirtækja
verja mestum tíma sínum
í jjármál og bókhald.
Minni tími fer í sölu og
markaössetningu - og lítill
sem enginn í stefnumótun.
rannsókna kemur í ljós að starfs-
mannafjöldi smárra og meðalstórra lyrirtækja hér á landi er
svipaður og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Smáfyrirtæki
eru því ekki séríslenskt fýrirbæri eins og svo oft er haldið
fram.
I könnuninni kemur fram að meðalfjöldi stöðugilda
smárra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi var 8,9-9,2 á ár-
unum 1995-1997. Til samanburðar má geta þess að meðal-
fjöldi starfsmanna í smáum og meðalstórum fyrirtækjum í
ríkjum innan ESB var 6 manns árið 1996.
Minni velta Það sem greinir ísland
frá öðrum löndum er hins vegar það að
hér á landi eru engin risafyrirtæki á
evrópskan mælikvarða. Nær öll íslensk
fyrirtæki, með fáum undantekningum,
teljast smá eða meðalstór.
Ennfremur vekur athygli að velta ís-
lenskra fyrirtækja er lítil samanborið
við evrópsk fyrirtæki. Um 77% smárra
og meðalstórra fyrirtækja á Islandi,
sem þátt tóku í könnuninni, náðu ekki
50 milljóna króna veltu árið 1996. Til
samanburðar má geta þess að ársvelta
smárra og meðalstórra fyrirtækja í
Evrópu var að meðaltali 62 milljónir
38