Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 33
viðtal
anlega athygli að konur skyldu loks
taka þar sæti.
„Við trúum því að kynferði okkar
hafi ekki haft úrslitavald um það að við
vorum ráðnar í þessi störf þótt vissu-
lega hafi ráðningin vakið athygli," segja
þær stöllur. Ragnheiður bætir við að
þær hafi orðið varar við þessa athygli á
margvíslegan hátt og nefnir sem dæmi
að eitt sinn þegar hún var að versla og í
tal barst að hún ynni hjá KEA þá sagði
afgreiðslumaðurinn: ,Já, svo þú ert önn-
ur kvennana hjá KEA“. Þær hlæja að
þessu og benda á að það vinni auðvitað
fjöldi góðra kvenna hjá KEA og margar
þeirra í ábyrgðarstöðum.
Konurnar hjá KEfl Ragnheiður Björk
er 41 árs og ólst upp á Suðureyri við
Súgandaijörð. Eins og margir sem al-
ast upp í litlum bæjarfélögum fór hún
ung í skóla til Reykjavíkur en fríunum
eyddi hún heima við vinnu í verslun
föður síns. Ragnheiður Björk tók stúd-
entspróf frá Verslunarskóla Islands
árið 1978 og vann að því loknu að
mestu leyti við bókhald og endurskoð-
un. Tíu árum síðar tók hún sig upp og
fór í rekstrarfræðinám við Samvinnu-
háskólann að Bifröst. „Eg var í miklu
talnaflóði áður fyrr,“ segir Ragnheiður,
„og sá grunnur hefur reynst mér mjög
vel í starfi mínu sem markaðsstjóri.
Það er nefnilega gjarnan sagt um
markaðsfólk að það hafi ekki tilfinn-
ingu fyrir því að standast áætlanir en
ég tel mjög mikilvægt að vinna mitt
starf í samvinnu við fjármálaöflin í fyr-
irtækinu."
Heiðrún, sem er þrítug, kemur frá
Húsavík, en 16 ára fór hún í Samvinnu-
skólann að Bifröst þaðan sem hún lauk
verslunarprófi. Að loknu stúdentsprófi
frá Verslunarskóla íslands hélt
Heiðrún til vetrardvalar í Þýskalandi
en þá hafði hún gert upp hug sinn um
að fara í lagadeild Háskóla Islands.
Heiðrún er héraðsdómslögmaður og
starfaði sem slíkur í þrjú ár hjá Lög-
mannsstofu Akureyrar áður en hún tók
við starfi starfsmannastjóra KEA.
„Framundan voru spennandi tímar
og miklar breytingar hjá KEA og þess
vegna var ég áhugasöm um að hefja
hér störf," eru orð Heiðrúnar þegar
þær stöllur eru spurðar að því hvers
vegna KEA hafi orðið fyrir valinu sem
vinnustaður. „Þetta er gamalt fyrir-
tæki. Innan þess hefur orðið mikil
stefnubreyting og uppstokkun á síð-
asta ári. Meiri breytingar hafa átt sér
stað nú en ansi mörg ár þar á undan.
Eg hafði trú á því sem stóð til og sé
ekki eftir því að hafa gripið tækifærið
enda hefur verið mjög gaman að taka
þátt í þessu verkefni sem þó er alls ekki
lokið.“
Það hafði ekki hvarflað að Ragnheiði
Björk á sínum tíma að hún ætti eftir að
flytja til Akureyrar og því síður að fara
að vinna hjá KEA. „Þegar ég lauk námi
að Bifröst bauðst mér starf hjá Olís en
ég hafði skrifað lokaritgerð um fyrir-
tækið ásamt félögum mínum í Sam-
VIÐTAL: Halla Bára Gestsdóttir
MYNDIR: Gunnar Sverrisson
vinnuháskólanum. Hjá Olís
var ég í átta ár og stjórnaði rekstri þjón-
ustustöðva en áhuginn beindist í aukn-
um mæli að markaðsmálum. Þegar mér
bauðst svo staða markaðsstjóra hjá
KEA þurfti því ekki miklar fortölur til
að sýna mér fram á að þetta starf væri
mjög áhugavert auk þess sem það var
spennandi að fá að taka þátt í þeim
miklu breytingum sem framundan
voru,“ segir Ragnheiður Björk.
Deildir verða að hlutafélögum „Félag-
ið mun halda ótrautt áfram inn í nýja
öld,“ voru orð Eiríks S. Jóhannssonar
kaupfélagsstjóra í KEA-fregnum fyrir
skömmu en þar ræddi hann þær breyt-
ingar sem KEA er að ganga í gegnum til
að standast þær skyldur sem aukin
samkeppni og auknar arðsemiskröfur
leggja á herðar íslenskra fyrirtækja.
Ragnheiður Björk og Heiðrún segja að
breytingarnar felist í því að verið sé að
breyta helstu deildum félagsins í hluta-
KEA konurnar
Ragnheiður segir að þær hafi orðið varar við þessa athygli á margvíslegan hátt og nefnir sem dæmi að eitt sinn þegar hún
var að versla og í tal barst að hún ynni hjá KEA þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Já, svo þú ert önnur kvennana hjá KEA“. Þær
hlæja að þessu og benda á að það vinni auðvitað fjöldi góðra kvenna hjá KEA og margar þeirra í ábyrgðarstöðum.
33