Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 23
völlinn myndi kosta um 22 milljónir sterlingspunda á núver-
andi verðlagi, eða um 2,5 milljarða ísl. króna!!! Bygging vall-
arins kostaði hins vegar um 15 milljónir sterlingspunda og
var hann tekinn í notkun fyrir tveimur árum. Stoke City
Football Club á 49% í Brittania leikvanginum á móti 51%
Stoke-borgarinnar. Félagið er með völlinn á leigu til ársins
2032 og þá verður leigan endurnýjanleg til 90 ára. Völlurinn
er því félagsins!! Raunar væri möguleiki á að selja 49% hlut-
inn í vellinum og ná þannig í ráðstöfunarfé en hæpið er að
kaupendur að þeim minnihluta fmnist þar sem bæjarfélagið
hefur litlar tekjur af ijárfestingu sinni í leikvanginum.
„Hægri fóturinn 3 Hemma“ Það sýnist skynsamlegt af hálfu
fjárfestanna að taka þann pólinn í hæðina að láta helming
pakkans, um 450 milljónir króna, vera í formi lána tíl félagsins
og sem breytt verður í hlutafé ef áætlanir ganga eftír. Með því
hefur félagið fengið aukið ráðstöfunarfé tíl að greiða niður
óhagstæð lán, tíl að kaupa leikmenn og til að bæta æfingað-
stöðu félagsins sem þykir frekar bágborin. Eftír því sem næst
verður komist mun félagið verja um 250 milljónum tíl að greiða
niður yfirdrátt og óhagstæð lán, um 150 milljónum króna tíl
leikmannakaupa og um 50 milljónum tíl endurbóta á æfingaað-
stöðunni. Með þessu styrkir félagið t.d. stöðu sína mjög gagn-
vart lánastofnunum ytra - sem sjá að nýtt blóð er komið í félag-
ið, að nýir eigendur komi með handbært fé inn tíl framfara og
uppbyggingar. Það verður samt að líta gagnrýnum augum á
fjárhæðina sem á að verja tíl leikmannakaupa, en hún er aðeins
um 150 milljónir króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi
má benda á að Wimbledon, sem er í úrvalsdeildinni, greiddi
um 300 milljónir króna nýlega fýrir Hermann Hreiðarsson!!
Það er að vísu metupphæð íyrir íslenskan leikmann í Englandi.
Af þessu sést hins vegar hve þær 150 milljónir sem Stoke ætl-
ar að veija tíl leikmannakaupa er lág upphæð, hún er eins og
„hægri fóturinn á Hemma“. Færa má rök fýrir því að þetta sé
of lág upphæð og að hún dugi vart tíl stórræða Guðjóns með
liðið. Þessi fjárhæð er örugglega það sem helst er hægt að
gagnrýna við kaupin á Stoke. Rökin á móti eru þau að hægt sé
að auka þetta ráðstöfunarfé með því selja einhveija af leik-
mönnum Stoke núna og skipta inn á ódýrari leikmönnum sem
ná sama ef ekki betri árangri.
Hvað kostar KR-Iiðið? Sé horft til ís-
lenskra leikmanna þá væri hægt að
kaupa stóran hluta af leikmönnum KR
fyrir 150 milljónir - ef ekki allt liðið.
Sumir telja raunar að allt KR-liðið feng-
ist á vel innan við 100 milljónir. Þess má
geta að Rúnar Kristínsson, leikmaður
Lilleström í Noregi, er verðlagður á um
50 milljónir. Stoke hefur þegar boðið 40
milljónir í hann en því var hafnað af Lil-
leström og raunar Rúnari líka sem vildi
fá talsvert hærri laun hjá Stoke en hann
er núna með hjá Lilleström. Rúnar á eitt
ár eftír af samningi sínum hjá félaginu
og getur því farið þaðan frítt eftir eitt ár.
Það gefur honum aukið svigrúm tíl að
semja aftur við Lilleström í Noregi eða
við mörg önnur lið. A hinn bóginn
Rekstur breskra
knattspyrnufélaga
Bresk knattspyrna er ekki aðeins
skemmtun, hún er stór atvinnugrein!
resk knattspyrna er ekki aðeins skemmtun, hún
er stór atvinnugrein. Heildartekjur hinna 92
bresku liða sem spila í deildunum fjórum hefur
aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Leiktiðina ‘97 til ‘98
jukust tekjurnar um 23% og námu 823 milljónum sterl-
ingspunda sem samsvarar um 95 milljörðum íslenskra
króna. Mikill munur er á milli 5 stærstu félaganna og
hinna 87.
A síðustu fimm árum hafa tekjur meðalfélags aukist að
jafnaði um 21% á ári og fjöldi áhorfenda hefur einnig farið
vaxandi og jókst um 8% leiktíðina ‘97-’98. Bilið milli deilda
eykst jafnt og þétt. 20 úrvalsdeildarlið högnuðust samtals
um 100 milljónir punda ‘97-’98 sem er mesti hagnaður frá
upphafi. Hins vegar töpuðu 72 lið í 1. til 3. deildar um 52
milljónum sterlingspunda umrædda leiktíð.
Laun leikmanna í 1. og 2. deild hafa aukist verulega
umfram tekjur á undanförnum árum. Um 80% úrvalds-
deildarliða skiluðu hagnaði leiktíðina ‘97 til ‘98 - en 80%
neðri deildarliða skiluðu tapi. Þeirra á meðal er Stoke. Á
brattann hefur verið að sækja í rekstri hjá félaginu, ekki
síst vegna þátttöku þess í uppbyggingu leikvangsins, Britt-
ania vallarins. Félagið á 49% í leikvellinum en Stoke-borg-
in 51%.
Breska úrvalsdeildin er sú stærsta í Evrópu. í henni
spila 20 lið en í 24 lið í 1., 2. og 3. deild. Tekjur úrvalsdeild-
arinnar námu 569 milljónum sterlingspunda leiktíðina ‘97
tíl ‘98. Á sama tíma voru tekjur ítölsku deildarinnar 400
milljónir punda og spænsku deildarinnar 345 milljónir
punda. Meðalúrvalsdeildarlið í Bretlandi var með 28,5
milljónir punda í tekjur en samsvarandi tölur
eru um 22,2 milljónir punda á Ítalíu, 19,2 millj-
ónir punda í Þýskalandi og um 17,1 milljón
punda á Spáni. Stoke er næst elsta knatt-
spyrnufélag Englands. Það var stofnað 1863.
Það var síðast í úrvalsdeildinni árið 1984.
Nokkrar stórstjörnur hafa leikið með félag-
inu. Þeirra á meðal eru Sir Stanely Matthews,
Gordon Banks, Peter Shilton og Neil Frank-
lin, fyrsti Bretinn sem spilaði knattspyrnu
utan Bretlands. S5
Einn kunnasti leikmaður Stoke fyrr og síðar, mark-
vörðurinn Gordon Banks. Hann varð heimsmeistari
í knattspyrnu með Englendingum árið 1966, fyrir
rúmum 33 árum. Sir Stanely Matthews var önnur
stórstjarna sem spilaði með Stoke. Banks var á
blaðamannafúndi fjárfestanna og var umsetinn af
fjölmiðlamönnum.
23