Frjáls verslun - 01.10.1999, Blaðsíða 52
Tímanna tákn á nmrkadi tískuverslana;
glæsileikinn rædur ferðinni. Þetta er
verslun Jack&Jones í Kringlunni.
úmlega 200 fata- og tískuversl-
anir eru á íslandi! Flestar þeirra
eru smáar og velta á bilinu 25 til
30 milljónum á ári. En líkt og erlendis
hefur verslunin færst á æ færri hendur
sem um leið eiga þá stærri hlut hver um
sig. Á höfuðborgarsvæðinu hafa mynd-
ast ijórar keðjur, með yfir 30 verslanir,
sem velta yfir 4 milljörðum ári. Það er
um helmingur veltunnar í fatnaði hér-
lendis sem er yfir 8 milljarðar - sam-
kvæmt áætlun Frjálsrar verslunar. Þess
utan kaupa íslendingar fatnað fyrir um
5 milljarða erlendis. Samkeppnin er því
hörð og því skiptir máli að einingarnar
séu hagkvæmar. En því stærri sem
stóru verslanirnar verða, því erfiðara
uppdráttar eiga þær minni! Tískuversl-
anir hérlendis eru orðnar mun sam-
keppnisfærari í verði en áður. Annars
einkennir það þennan markað líka að
tiltölulega auðvelt er að komast inn á
hann. Næstu tvö árin verða augljóslega
hatrömm í sölu tískufatnaðar því Baug-
Fjórnr keðjur eru orðnar
ábemndi stœrstar á mark-
aði tískuverslana! Þetta er
markaður sem veltiryfir 8
milljörðum á ári. Þess
/
utan eyða Islendingar 5
milljörðum ytra í fatnað!
ur, sem m.a. rekur Hagkaup, hyggst
blása til frekari sóknar inn á þennan
markað!
Byltingin hófst með Karnabæ Það eru
ekki nema tæplega fjörutíu ár síðan
tískuvöruverslanir, í þeirri mynd sem
TEXTI: Vigdís Sefánsdóttir
MYNDIR: Geir Ólafsson
þær eru núna, komu fram á sjónarsviðið
hér á landi. Karlmennirnir létu áður
sauma á sig jakkaföt með nokkurra ára
millibili og konur ýmist saumuðu sjálfar
eða reyndu á annan hátt að útvega það
sem í tísku var hverju sinni samkvæmt
erlendum „móðinsblöðum". Einstaka
verslun reyndi að eiga til eitthvað af því
sem helst vakti athygli í útlöndum. Ung-
lingarnir voru ekki komnir inn á
mælistiku fataverslunarinnar, enda voru
þau bara unglingar - en ekki hópur sem
hafði yfir umtalsverðu fé að ráða eins og
nú er. Með tilkomu Karnabæjar varð
bylting á markaðnum. Á örfáum árum
breyttust unglingar úr börnum í neyslu-
hóp - risaneysluhóp - sem svo sannar-
lega var hægt að nota til að byggja upp
verslunarveldi; tískuverslanir fyrir ung-
linga. Hópsálin lætur nefnilega ekki að
sér hæða og vilji unglingur A (foringi í
hópnum) endilega vera í skáröndóttri
peysu úr gæru, sem aðeins fæst í einni
verslun, verður sú verslun óhjákvæmi-
52