Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.10.1999, Qupperneq 66
GSM síminn sér um gæsluna Nú er ekki lengur nauðsynlegt að koma að köldum sumarbú- staðnum, sé í honum rafmagn. Og það sem meira er, við getum átt von á að fá SMS skilaboð á gemsann okkar ef óboðnir gestir eru komnir í bústaðinn, ef raka- eða hitastig er komið upp fyrir eðlileg mörk eða ef reykur hefur myndast í bú- staðnum. Eina skilyrðið er að eiga GSM síma, fá sér Haukka 3000 fjarstjórnunarkerfi og að bústaðurinn, eða hvað annað sem ætl- unin er að vakta, sé innan GSM þjónustusvæðisins. Haukka bún- aðurinn verður seldur í öllum verslunum Landssímans. „Hugbúnaðarfyrirtækið Stefja ehf. er að setja á markað viðvörun- arbúnað sem nefnist Haukka 3000. Búnaðurinn er byggður á grunn- tæki sem þróað hefur verið af PKD í Noregi, GSM-síma frá Ericsson og tveimur innrauðum hreyfiskynjurum og hafa starfsmenn Stefju unnið að því að útfæra tæknilegar lausnir hér á landi í samvinnu við Landssímann," segir Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Stefju. Þráðlaus skilaboð „Þessi viðvörunarbúnaður er nýjung að því leyti að hann notar sér GSM farsímakerfið og þar með fara þráðlaus skilaboð á milli grunn- tækisins sem hefur verið komið fyrir, til dæmis í sumarbústað eða í bát sem við viljum fylgjast með. Til skamms tfma var eingöngu hægt að setja upp viðvörunarkerfi sem tengdist fastlínukerfi Símans sem hafði það í för með sér að einungis var hægt að koma því fyrir þar sem lagðar höfðu verið símalínur. Þar af leiðandi höfðu aðeins örfá- ir tækifæri til að notfæra sér þá öryggisþjónustu sem er tengd með þessum hætti. Við teljum að með tilkomu þessa búnaðar hafi marg- ir sumarbústaðaeigendur fundið lausn sem gerir þeim kleift að haft eftirlit með bústöðum sínum. Einnig má hugsa sér að þessi búnaður verði settur upp í smábátum en auðvitað getur viðvörunarkerfið hentað mörgum öðrum," segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum Landssímans eru um 85-90% af öllum sumarbústöðum í landinu innan GSM þjónustusvæðisins. í landinu munu vera um 10 þúsund sumarbústaðir svo fjöldi fólks getur not- fært sér viðvörunarkerfið. GSM símakort er sett í grunntækið sem komið er fyrir í bústaðnum og fylgja tækinu 2 innrauðir hreyfiskynjar- ar. Þeir senda frá sér SMS skilaboð í GSM síma eigandans ef þeir skynja hreyfingu í bústaðnum. Fyrir kemur að óboðnir, fjórfættir smá- gestir komist inn í sumarbústaði en tækin nema ekki hreyfingu þeirra svo enginn þarf að óttast að verða kallaður í bústaðinn að ástæðulausu. .... .... mmmmm 66 Fulltrúar Landssímans og Stefju, f.v.Guðjón Jónsson, forstöðumaður GSM-þjónustu Landssímans, Ágúst Einarsson, framkvœmdastjóri Stefju, og Magnús Salberg Óskarsson, markaðsfulltrúi GSM-þjónustu Landssímans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.