Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 6

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 6
RITSTJÓRNARGREIN Nú er öldin önnur! Heimurinn er orðinn eitt markaðssvæði. Það er það sem stendur upp úr á þessari öld! Núna situr fólk fyrir framan tölvu heima hjá sér og stundar viðskipti á Netínu hvar sem er í heim- inum, t.d. í Tókýó, London eða New York. I byrjun aldarinnar þóttí það hins vegar tíltöku- mál að bregða sér á milli bæja, hvað þá að fara út fyrir landsteinana. Markaðurinn var ekki stærri en svo að hann náði aðeins tíl sveitar- innar eða þorpsins. Island var þá ekki einu sinni eitt markaðssvæði. Fyrstí bíllinn kom tíl íslands árið 1904 og um sama leyti lögðu bændur á sig langa göngu tíl höfuðborgarinn- ar tíl að mótmæla komu símans tíl landsins. Atvinnulífið var þá í átthagafjötrum, núna teyg- ir það sig út um allan heim. Hreyfanleiki vinnuafls og fjármagns er staðreynd. Fólk flyst milli landa og ræð- ur sig tíl starfa líki því ekki kjörin eða störfin í heimahögunum. Fjármagn flæðir léttílega á milli landa; einstaklingar fjárfesta og kaupa inn á Netinu hjá fyrirtækjum vítt og breitt um heiminn, jafn- vel rétt áður en þeir taka á sig náðir á kvöldin og bæta kannski bók- um á innkaupalistann ef þeim verður litíð á náttborðið. Nelið er tæki aldarinnar! Netíð er tæki aldarinnar! Það er sam- göngumátí. Sími, bílar og flugvélar brutu vissulega blað og auð- velduðu frjálsa verslun á milli landa en Netíð er fákurinn sem brýt- ur endanlega niður öll landamæri í viðskiptum og verslun. Þessi reiðskjóti dagsins í dag kom samt ekki tíl sögunnar fyrr en árið 1991 og hann komst ekki á fullan sprett fyrr en árið 1994 þegar fýr- irtækið Netscape kom fram á sjónarsviðið. Hver trúir þvf að sá sprettur hafi ekki staðið nema í rúm sex ár?! Enda þótt Netsins verði minnst sem tæki tuttugustu aldarinnar lifir fólk hvorki á brauði né fjarskiptum einu saman. Verslunarsaga Islendinga, allt frá þvf að Jón Sigurðsson hóf viðskiptafrelsismerkið hátt á loft árið 1843, sýnir að nokkrir áfangar hafa öðrum fremur orðið tíl að auð- velda þjóðinni brauðstritíð og lyfta henni á stall með tekjuhæstu þjóðum í heimi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, sagði í 60 ára afmælisblaði Frjálsrar verslunar í upphafi þessa árs að þessar vörður væru eftirfarandi: tæknibyltingin í stríðinu, millilandaflugið, við- reisnarstjórnin, stóriðja, inngangan í EFTA, fiskveiðilögsagan og kvótakerfið, menntabylt- ingin, vaxtafrelsið og fjármálabyltingin, EES- samningurinn og tölvubyltingin. Fiskveiðilögsagan í 200 mílur Ekki er nokkur vafi á að ein mikilvægustu sporin sem stígin hafa verið á útgerðareyjunni Islandi á þessari öld voru árið 1976 þegar fiskveiðilög- sagan var færð í 200 sjómílur til að vernda fiskimiðin fýrir ágangi útlendinga - vernda lífsviðurværi okkar eyj- arskeggja. Sem betur fer höfðu menn vit á því að bæta um betur síðar og koma á kvótakerfi til að vernda fiskimiðin fýrir rányrkju okkar sjálfra. Hvað sem um réttlæti kvótakerfisins verður sagt þá hefur það verndað fiskistofhana, annars væri ördeyða á fiskimið- unum. Þannig hefur kvótakerfið stuðlað að almannahag og skilað arði tíl þjóðarinnar. Næsta brýna verkefnið í sjávarútvegi er að slípa helstu agnúa kvótakerfisins af, taka upp sölu veiðileyfa, og gefa markaðsöflunum lausan tauminn sem víðast, lfka við að veiða fisk. Raunar taka útgerðarmenn sjálfir beislið af þessum öflum þegar þeir þurfa á því að halda. NÚ er Öldin önnur Þótt menn deili um það hvort öldinni sé lok- ið, hvort Netíð sé tæki aldarinnar og kannski hvaða atburðir í verslunarsögu Islendinga á öldinni séu markverðastír þá stendur sú breyting einfaldlega upp úr á þessari öld að heimurinn er orð- inn eitt markaðssvæði. Það getur heldur enginn borið á mótí því að núna er öldin önnur í viðskiptum og daglegu lífi. Gleðilegt ár! Jón G. Hauksson. ■■■■■■■■■ jpv i am m m i j/ J- TTTTÍ W"i i IhTí 'ILlÍ Stofiiuð 1939 Sérrit urn viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 61. ár Sjöfit Geir Ólafison Sigurgeirsdóttir Ijósmyndari auglýsingastjóri llallgrímur Egilsson útlitsteiknari RJTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson UÓSMYNDARI: Geir Ófafsson UMBROT: Haligrímur Egilsson UTGEFANDI: Talnakönnun hf. RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AIGREIDSIA: ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. UTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 6

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.