Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 9

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 9
$ ■>' fz Ajd) Koníaksstofan er við hliðina á Betri stofunni. sjálfsögðu sjónvarp. Á hótelinu er gervihnatta- sjónvarp í hverju herbergi, míníbar og baðher- bergi. Gestir Hótel Selfoss eiga sér margar óskir og starfsmenn hótelsins leggja sig fram um að uppfylla þær. Sumir óska eftir að fara í spenn- andi jeppaferðir upp á jökul eða upp á Ingólfs- fjall og hafa slíkar ferðir verið skipulagðar í samvinnu við fyrirtækið lcecool sem fer með fólk í alls konar ævintýraferðir. Aðrirvilja fara i útreiðartúra og er þá farið á hestum frá Eldhest- um. Einnig er hægt að fara í stuttar skoðunar- ferðir og koma við og skoða skemmtileg söfn í nágrenninu. Loks má nefna að eftir langar fundasetur vilja menn gjarnan fara út að ganga. I þeim tilfellum eru leiðsögumenn, sem þekkja vel til staðhátta í nágrenninu, fengnir til að ganga með gestum. Auk ráðstefna og fundahalda er mikið um að smærri fyrirtæki á Reykjavfkursvæðinu fari austur á Selfoss og haldi þar árshátíðir. Sé dansleikur á hótelinu árshátíðarkvöldið er hægt að opna inn á hann þegar fólk vill en óski menn frekar eftir því að vera út af fyrir sig allan tím- ann eru fengnir skemmtikraftar fyrir gestina og dans stiginn við hljóma frá diskóteki. Vaxandi rekstur Mikil aukning hefur verið í rekstri Hótel Sel- foss frá því KÁ tók við rekstrinum í febrúarbyrj- un fyrir tveimur árum. Fjölbreyttur matseðill, góð þjónusta og notaleg gistiaðstaða auk mark- aðssetningarog kynningará hótelinu hefurskil- að verulegum árangri eins og best sést á því að nýting er langt yfir það sem er að meðaltali hjá landsbyggðarhótelun- um. Hún er nú tæp 60% á ársgrundvelli. í undirbúningi er að stækka hótelið um 60-70 herbergi og ennfremur að taka í notkun 400 manna fullkominn ráðstefnu- sal í ófullgerðum kvikmyndasal sem er í byggingunni. Við það skapast enn frekari tækifæri til þess að taka á móti fjölmenn- um ráðstefnum. KÁ hefur opnað heimasíðu, www.ka.is, þar sem hægt er að kynna sér alla ferðaþjónustu sem fyrirtækið býður upp á: Hótel Selfoss, Hótel Vík í Mýrdal, Fossnesti, Gesthús, Essóskálann á Hvolsvelli, Víkurskála, Skaftárskála og Þóristún. Þar má skoða myndir frá til dæmis Hótel Selfossi og hægt er að sjá hvaða kostaboð eru í gildi hverju sinni. Sem dæmi má nefna „rómatíska helgi" á hótel- inu sem hefur notið mikilla vinsælda. „Framtíðin er björt og við reynum að upp- fylla óskir allra þeirra sem til okkar koma og segjum aldrei nei," segir Stefán Örn Þórisson hótelstjóri að lokum. STÖFAN <5* hóPe/ SELFOSS Eyrarvegi 2 ■ 800 Selfoss ■ Sími: 482 2500 • Fax: 482 2524 ■ E-mail: hotel@ka.is aestum ífallegum her- AUGLÝSINGAKYNNING 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.