Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 36

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 36
UM ÁRflMÓT au um Finnur Geirsson, framkvœmdastjóri Nóa-Síríusar og formaður Samtaka atvinnulíjsins: Vonandi næst „mjúk lending" að sem hefur fyrst og fremst ein- kennt árið '99 er þensla á vinnu- markaði. Það hefur reynst erfitt að halda í fólk og þá sérstaklega frá því í sumar. Það fylgir þessu ástandi að launakostnaður hefur vaxið, sem gerir samkeppni við innflutning erfiðari en ella. Að öllu samanlögðu hefur sam- keppnisstaðan gagnvart innflutningi versnað frá því sem áður var,“ segir Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar og formaður Samtaka at- vinnulífsins. - Horfurnar árið 2000? „Það eru óneitanlega blikur á lofti og ýmis hættumerki. Við vitum ekki ennþá hvernig tekst til við að draga úr þenslu og svo eru komandi kjarasamningar spurn- ingamerki. Vonandi næst margumrædd „mjúk lending" þannig að áfram verði hægt að byggja upp á traustum grunni stöðugleika í starfsumhverfinu. Það stelhir hins vegar í hærra hráefnisverð, þannig að sælgætisframleiðendur verða að hafa sig alla við ef þeir eiga að halda sínum hlut í þeirri hörðu samkeppni sem hér ríkir á markaðinum." HO Frosti Bergsson, stjórnarformaður Oþinna kerfa: Frosti Bergsson Mikill vöxtur tölvufyrirtækja Sá vöxtur sem verið hefur undanfarin ár hjá tölvufyrirtækjunum hélt áfram á árinu 1999 og var um 25-30%. Skortur á tæknimenntuðu fólki, sérstaklega á hugbúnað- arsviði, hamlar nú verulega íslenskum tölvufyrirtækjum. Þessi skortur takmark- ar getu íslenskra fyrirtækja til að láta að sér kveða á erlendri grund en vaxandi áhugi er á útrás íslensku fyrirtækjanna,“ segir Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa en fyrirtækið er meirihlutaeigandi í Skýrr og umsvifamill eigandi í tölvufyrir- tækjunum Tæknivali, Aco og Teymi. „Þær miklu breytingar sem eru að verða á fjarskiptamarkaðnum, Netið og farsímatæknin, eru að breyta verulega umhverfinu sem við störfum í. Endurskoðun tölvukerfa með tilliti til ársins 2000 einkenndi einnig árið 1999. Þetta var viðburðaríkt ár í okkar atvinnugrein.“ -Horfurnar á árinu 2000? „Eg tel horfurnar góðar fyrir árið 2000, það er að segja ég sé fram á áframhaldandi 20-25% vöxt. Breytingar, sem eru að verða í upplýsingatækninni, munu hafa veruleg áhrif á til dæmis alla trygginga- og bankastarfsemi þannig að mikil þörf verður á þjónustu þeirra fyrirtækja sem starfa á sviði upplýsingatækn- innar. íslensk tölvufyrirtæki búa yfir mikilli þekkingu og ég tel að við eigum fullt erindi inn á erlenda markaði. Við munum, að mínu mati, sjá ýmis dæmi um sigra íslenskra fyrirtækja á mörkuðum erlendis árið 2000.“ ffl

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.