Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 52

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 52
Mánuður GSII (100) Á júl.94 100 des. 94 186,65 jún. 95 305,74 des. 95 555.18 jún.96 781,21 des. 96 744,21 jún. 97 752,27 des. 97 805.82 jún.98 1189,34 des. 98 2526,03 jún.99 1802,22 ág. 99 1499,09 sep. 99 1569,03 Ávöxtun milli tímabila 86,65% 63,80% 81,59% 40,71% -4,74% 1,08% 7,12% 47.59% 112,39% -28,65% -16,82% 4,67% S&P500-P (100) 100 100,22 118,87 134,41 146,34 164,5 193,15 211,85 247,42 268,83 300,10 288,77 268,71 Ávöxtun milli tímabila 0,22% 18,61% 13,07% 8,88% 12,41% 17,42% 9,68% 16,79% 8,65% 11,63% -3,78% -6,95% 100 dollara Jjarfestmg i zsltow ■ $m jjárfesttng a sama nmu . FJÁRMÁL spilafíkn. Þeir viti að hlutar þeirra í íyrirtækjunum hafi einhverjar líkur á því að margfaldast að verðmætum, en þeir séu jafnframt reiðubúnir að taka þá áhættu að hlutar þeirra verði að engu. Enn um eftirspurnarhliðina Til þess að ýta enn frekar undir erfiðleika við að koma mælistikunni á gengi bréfa í inter- net-fyrirtækjum þá eru viðskipti ör og með mjög fáa hluta. Til að mynda í nóv- ember 1998 var meðalfjöldi hluta í hverj- um viðskiptum í eBay 310 hlutar. Um- fang viðskipta í Yahoo voru 438 hlutar, 453 í Amazon og 580 í Lycos. Það má ljóst vera að urmull smárra ijárfesta sem bregðast við hveijum orðrómi á spjall- rásunum eykur á áhættu hlutabréfa þessara fyrirtækja. Til að auka enn frekar á alla óvissu þá er velta hlutabréfa í internet-fyrir- tækjum mjög hröð, sem styður enn frekar þá kenningu að þessi markaður sé markaður spákaupmennsku fremur en langtímaljárfesta. Til að mynda skipta öll hlutabréf í CNET um hendur fjárfesta á tveggja vikna fresti. Hér er því ekki beinlínis um langtímafjárfest- ingar að ræða. Matsaðferðir Ef ijárfestar internet- bréfa leggjast ekki í mikla rannsóknar- vinnu til þess að finna „rétta“ kaupverðið er sjaldnast hægt að hallmæla þeim. Þegar kemur að hlutabréfum internet- fyrirtækja virðast allar venjulegar mats- aðferðir ónothæfar. Hér á eftir er skýrt út hvers vegna. Verðmætara en Coca-Cola í apríl 1999, þegar verð hlutabréfa internet-fyrirtækja var sem hæst, var markaðsverðmæti AOL (America On Line) um það bil $151 milljarður sem gerði það að 12. verðmætasta fyrirtæki Bandaríkjanna; verðmætara en Coca- Cola, $150 milljarðar, og næstum þrisvar sinnum verðmætara en GM, $56 milljarðar. Núvirt fjármagnsstreymi Þessi aðferð, sem felst í því að núvirða framtíðar íjár- magnsstreymi fyrirtækis og er mjög al- geng fyrir flestar tegundir fyrirtækja, er nánast aldrei notuð fyrir internet-fyrir- tæki. Astæðan er einfaldlega sú að flest þeirra hafa hvorki jákvætt fjármagns- streymi né er gert ráð fyrir að þau hafi já- kvætt íjármagnsstreymi í fyrirsjáanlegri framtíð. V/H hlUttall V/H hlutfallið er gjarnan notað sem matsaðferð. Hugmyndin er sú að margfalda hagnað á hlut með „réttu“ V/H hlutfalli, til þess að fá „rétta“ verðið á hvert hlutabréf. Spurningin hér snýst vitanlega um hvernig fara megi að því að finna „rétt“ V/H hlutfall? Hér koma í það minnsta þrir mögu- leikar tíl greina; sögulegt meðaltal, með- altal atvinnugreinarinnar og fræðilegt mat. Sögulegt meðaltal kemur undir öll- um venjulegum kringumstæðum ekki til greina. Flest internet-fyrirtæki eiga sér mjög stutta sögu á opnum markaði og þar af leiðandi ekkert V/H gildi í ,jafn- vægi“. V/H hlutfall atvinugreinarinnar gæti komið að notum, en undir þessum kringumstæðum er það „skýjum ofar“. Getur fræðilegt mat komið hér að gagni? í raun ekki og það fyrir tvær ástæður. Annars vegar er ekki til líkan arkerfi Hugar-forritaþróunar: jtir yfirsýn yfir viðveru og fjarýéru starfsmanna, s.s. orlof og veikindi. Sýnir hverjir eru mættir og er með innbyggt skilaboðakerfi. 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.