Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 62

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 62
Verð á fasteignum á höfuðborgarsvœðinu hefur hœkkað um 20 til 25% á rúmu ári. Mikill skriður hefur verið á sölu fasteigna undanfarin tvö ár og hafa fasteignirfyrir tugi milljarða skiþt um eigendur. Samhliða þessu hefur deilum um ástand seldra eignajjölgað. En hver er uþþlýsinga- skylda seljenda í fasteignakauþum? FV- myndir Geir Ólafsson gengt er að sjá í kaupsamning almennt iyrirvaraákvæði líkt og eftirfarandi: „Eignin er seld í því ástandi sem kaupandi hef- ur kynnt sér við skoðun og sættir sig við að öllu leyti“. Af dómaframkvæmd má þó álykta, að almennur fyrirvari af þessu tagi sé sjaldnast látinn hafa réttaráhrif. Slíkur fyrirvari hefur því að meginreglu til engin áhrif á upplýsingaskyldu seljanda. Fyrirvari getur einungis fyrrt seljanda ábyrgð þegar hann er sérstakur, þ.e. í kaupsamningi eru tilgreindir sérstaklega þeir gallar sem seljandi ber ekki ábyrgð á. Kaupandi getur þá valið að taka eigendaskiptatryggingu sem tryggir hann gegn göllum sem hafa verið leyndir hinum sér- fróða aðila og seljandi ábyrgist ekki eða tryggingafélagið hef- ur haft fyrirvara um. Hagsmunir kaupanda eru þar með tryggðir. Seljandi er þannig laus ábyrgðar nema hann haíi hegðað sér sviksamlega eða sýnt af sér gróft gáleysi. Hvernig er dönsk réttar- vernd á þessu sviði? Danir hafa um fasteigna- kaup ákveðna löggjöf, Lov om forbrugerbeskyttelse ved erhvervelse af fast ejendom, nr. 391/1995, þar sem gert er ráð fyrir því að við kaup húss sé það yfir- farið af sérffóðum aðila og skýrsla þar um gerð á staðl- að form frá dómsmálaráðu- neytinu. Það er seljandi sem lætur gera nefnda skýrslu. Kaupandi fær þannig yfirsýn yfir galla, sem eru sjáanlegir sérfróðum aðila á húsinu, að undanteknum smámunum og að teknu tilliti til eðlilegs slits. í ’ sr 1 aWð^ nheSeðaáaðþekkjaog Semh ÍLfvnrkaupandaeða kaupandi hafði ástæðu til að 'eikna með. 2. hennar. 3. upplýsingarnarhefðuhaftáhrifá samninginn. ‘ S’SSSSSS eiga við um framtið. Niðurstöður Brýnt er að viðskipti með fasteignir hvíli á traustum grunni. Lögjöfnun frá lausaíjárkaupalögum, ólögfestar meginreglur og dómafordæmi eru ekki full- nægjandi grundvöllur og rammi um svo veigamikil við- skipti. Þörf er á að tryggja neytendum sanngjarna réttarvernd í tengslum við samninga um kaup eða sölu fasteigna. A öðrum Norðurlöndum hafa menn lögfest réttarstöðu aðila á þessu sviði í fasteignakaupalögum. Slík löggjöf hefur ) haft það að markmiði að reyna að finna sanngjarnt jafn- / vægi milli andstæðra hagsmuna seljanda og kaupanda. [ Því ber að fagna að löggjafar sé að vænta á þessu réttar- sviði þar sem þörf er á því að kveða skýrt á um hvernig slík kaup gerast og hver séu réttindi og skyldur aðila. Löggjöf að danskri fyrirmynd yrði skref í rétta átt að mati höfundar. umatriðisemhannma kaupandi þekki. 1 Sjá skilgreiningu Daviðs Þórs Björgvinssonar, Lögskýringar, bls. 96: „Lögjötnun (analogia) er fólgin í því að beita settri lagareglu með ákveðnum hætti. Nánar tiltekið er lagareglu beitt um ólögákveðið tilfelli sem samsvarar efhislega til þeirra sem rúmast innan lagareglunnar. Þetta má einnig orða svo að tilvikið sem lögjafnað er til, sé í eðli sínu svo líkt tilvik, sem lagareglan nær yfir, að talið er rétt að láta það Iúta sams konar reglu". Hversu rík er uppiýsingaskyldan? Spurningin er hversu rík skylda hvíli á seljanda að láta kaupanda upplýsingar í té. Að því er varðar fasteignakaup er hins vegar eðli máls samkvæmt um ríkari skyldu að ræða af tveimur ástæðum; verðmæti eru mun meiri og fasteign er mun flókn- ari en lausafé. Skoðunarskylda kaupanda Skoðunarskylda kaupanda takmarkar sem fyrr sagði upplýsingaskyldu seljanda, og snertir jafnframt mat á því hvort fyrir liggi galli. Réttarframkvæmd hefur staðfest að fyrir hendi sé ákveðin skoðunarskylda, en hversu víðtæk hún er verður að meta í hverju tilfelii fyrir sig. Óhætt er þó að segja að ef kaupandi fasteignar hefur ekki skoðað eignina fyrir kaupin missi hann formlega heimild sína til gallakröfu vegna galla sem hann hefði uppgötvað við skoðun eignarinnar. 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.