Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 34
Sastapi—i er Sigurður Atli Jbnsson, forstjúri Landsbréfa Alþjóðavæðing hefur gjörbreytt viðskiptaháttum og ýms- um efnahagslegum forsendum. Milliríkjaviðskipti hafa vaxið mikið, fjölþjóðafyrirtækjum ijölgar ört og bæði ijárfestar og lántakendur hafa betri aðgang að alþjóðlegum ijármálamörkuðum en nokkru sinni fyrr. Síðasta áratuginn eða svo jukust milliríkjaviðskipti um það bil tvöfalt hraðar en heimsframleiðsla, bein fjárfesting erlendra aðila þrisvar sinn- um hraðar og bæði gjaldeyris- og hlutabréfaviðskipti um það bil tífalt hraðar. Aukið frelsi í ijármagnsflutningum er snar þáttur í aukinni alþjóðavæðingu. Hér á landi var síðustu hindrunum í vegi frjálsra ijármagnsflutninga rutt úr vegi árið 1995. A því eru •reyndar tvær mikilvægar undantekningar, en látum það liggja á milli hluta hér. Rannsóknir benda til að opnun fjármagns- markaða geti meðal annars fylgt hærri verðlagning hluta- bréfa og lægri fjármagnskostnaður. Það er því áhugavert að skoða hver þróunin hefur orðið í verðbréfaviðskiptum Islend- inga við útlönd. Eru íslensk verðbréf „Púkú“? í stuttu máli er það alveg ljóst að áhugi Islendinga á ijárfestingum í erlendum verðbréfum hefur reynst mun meiri en áhugi útlendinga, jafnvel helstu frændþjóða okkar, á íslenskum hluta- og skuldabréfum. Otti manna við gegndarlaus uppkaup óprúttinna verðbréfabrask- ara frá útlöndum á helstu perlum íslensks atvinnulífs hefur svo sannarlega reynst ástæðulaus. A meðan íslenskir ijárfest- ar hafa safnað sér upp um 160 milljarða króna auðlegð í út- lendum verðbréfum, eða um 24% af landsframleiðslu okkar, eiga erlendir fjárfestar ekki nema tæpa sjö milljarða króna í íslenskum verðbréfum. Rétt er að taka það fram að hér er ein- ungis átt við ijárfestingar sem hafa átt sér stað á eftirmarkaði. A síðustu dögum og vikum hefur mönnum verið tíðrætt um háa vexti hér á landi, sem til dæmis endurspeglast í miklum af- föllum húsbréfa. Vaxtamunur við útlönd hefur farið stigvaxandi og gengi krónunnar verið stöðugt eða jafnvel styrkst. Avöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið góð undanfarin ár og í fyrra voru það fáir markaðir í Evrópu sem gátu státað af við- líka hækkunum. Fylgni verðþróunar á íslenskum hlutabréfa- markaði við helstu erlendu markaði er nánast engin og þvi ættu íslensk hlutabréf að vera áhugaverð í eignasöfn erlendra Ijár- fesia. A yiirborðinu ættu því bæði íslensk skuldabréf og hluta- bréf að vera áhugaverður fjárfestingarkostur iyrir útlendinga. Þar sem reyndin hefur orðið önnur hafa menn meðal ann- ars leitað skýringa í smæð íslenska markaðarins, litlum selj- anleika bréfa, ýmsum séreinkennum á skuldabréfamarkaði og því að hér á landi eiga menn enn viðskipti með pappírs- verðbréf en ekki rafrænt skráð verðbréf - þótt á því sé nú orðin breyting. Þessar lýsingar á íslenskum verðbréfum mætti í raun draga saman í það sem einhverjir af yngri kyn- slóðinni myndu kalla „púkó“. Slíka hluti hefur landsmönnum aldrei þótt við hæfi að bera á borð fyrir útlendinga. Breytingar í aðsigi og tækífæri í nánd Um allan heim hafa kauphallir tekið upp aukið samstarf, með það að markmiði að para saman fleiri ólíka kaupendur og seljendur verðbréfa. Fyrirhugað samstarf Verðbréfaþings íslands við aðrar nor- rænar kauphallir (NOREX) skapar tækifæri fyrir útgefendur verðbréfa hér á landi til að ná til stærri og fjölbreyttari hóps fjárfesta. Rafræn skráning verðbréfa hófst fýrir rúmri viku og þar með munu viðskipti með verðbréf smám saman víkja úr Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa, segir mikilvægt að búa til tvístefnubraut erlendra verðbréfaviðskipta í stað þeirrar einstefnu sem ríkt hefur. „Því eins og menn vita þá kemur upphefðin að utan." FV-mynd: Geir Ólafsson. Sigurdur Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa, ergesta- penni aó pessu sinni. Hann fjallar um alþjóóavœð- ingu á fjármálamarkaói og mikilvægi þess ab Verð- bréfaþing tengist norrænu kauphöllunum (NOREX) svo íslenski markaðurinn stœkki og / erlendir fjárfestar sœki til Islands bœði við kaup á hlutabréfum og skuldabréfum. 32 Eftir Sigurð Atla Jónsson Myndin Geir Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.