Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.05.2000, Qupperneq 46
Höskuldur Jónsson, forstjóri Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins. hreinlæti og aðbúnaður vöru sé ávallt eins og best verður á kosið. Gerðar eru reglulegar kannanir í verslunum ÁTVR þar sem hreinlæti og þrif eru skoðuð auk þess sem þjónusta starfsfólks við viðskiptavini er mæld. Fyrst með strikamerkingu ÁTVR varð fyrst íslenskra fyrirtækja til þess að taka upp rafræna tengingu sölu og bókhalds á Islandi árið 1987 þegar verslun ÁTVR var opnuð í Kringlunni en þar voru allar vörur strikamerktar. Þessi tækni var stórt skref á þeim tíma. Hún endurspeglaðist í birgðabókhaldi verslunarinnar og gerði starfsmönnum kleift að segja til um hvað til væri á lager hverju sinni. Notkun strikamerkinga var aðeins fyrsta skrefið (tækniþróuninni. í dag er tæknin stór þáttur í starfsemi stofn- unarinnar á öllum sviðum, bæði á lager og í verslununum sjálfum, til dæmis hvað varðar staðsetningu vöru í hillum, skipulag og eftirlit. Starfsemi sinnar vegna þarf ÁTVR að miðla upplýsingum til fjöl- margra aðila, m.a. birgja. Innlendu áfengisbirgjarnir eru um 40 og er- lendu tóbaksbirgjarnir um 20. Verslanir ÁTVR eru í dag 34 talsins og verða 36 í lok ársins. Mikið og gott samband þarf að vera við starfs- menn í öllum verslunum því að miðla þarf ákveðnum upplýsingum til þeirra. Til þess að koma þessum upplýsingum áleiðis nýtir verslunin innri vefinn og tölvupóst. Vefirnir þrír - www.atvr.is er vefur fyrir almenning þar sem meðal annars má sjá upplýsingar um afgreiðslutíma verslana, fjölda vörutegunda og ATVR í takt við tímann r TVR hefur opnað öflugan vef með fréttum, vöru- og verðlista auk upplýsinga um verslanir, afgreiðslutíma og áfengi. Vefurinn er þrefaldur þar sem fyrir utan vef fyrir almenning er sérstakur vefur fyrir birgja og einnig starf- rækir stofnunin innri vef fyrir starfsmenn. ÁTVR stefnir að því að opna vefverslun í júlí. Á rúmum áratug hefur ÁTVR breyst úr gamaldags stofnun í fram- sækið verslunarfyrirtæki. í stað þriggja verslana á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem öll afgreiðsla fór fram yfir afgreiðsluborðið með tilheyr- andi biðröðum, eru komnar stórar sjálfsafgreiðsluverslanir þar sem viðskiptavinir geta handleikið vöruna og borið saman tegundir. ÁTVR hefur verið í fararbroddi í uppsetningu slíkra verslana meðal áfengis- einkasala á Norðurlöndum. Fyrirtækið beitir nútímalegum stjórnunarháttum þar sem þarfir viðskiptavina og góð samskipti við birgja eru höfð í fyrirrúmi. ÁTVR gerir sér Ijóst að vel menntað og ánægt starfsfólk er lykilatriði að góðum rekstri. Mikil áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel á vinnustað og að það sé ánægt í starfi. Endurmenntun og fræðsla eru sívaxandí liðir í starfsmannahaldi ÁTVR. Á síðustu tveimur árum hafa starfs- menn ÁTVR að meðaltali aflað sér endur- menntunar í þrjár vikur á ári. Áfengi er skilgreint sem matvara og ÁTVR notar Gámes kerfi til þess að fylgjast með að staðsetningu verslana. Einnig er þar að finna verðskrá fyrirtækisins og lista yfir vörur í fastri sölu og reynslusölu auk þess sem sérlisti sýnir vín sem eru á boðstólum án þess að þau séu komin í fasta sölu. ÁTVR hefur ríflega 2.000 víntegundir á lista, þar af um 630 í kjarna og reynslusölu. Yfir 1.400 víntegundir eru á sérlistanum. Á vefnum birtist einnig ýmis fróðleikur um áfengi, t.d. koníak og vodka, auk þess sem birtar eru fréttir af fyrirtækinu. Margar myndir eru einnig á vefnum. ÁTVR hefur komið sér upp Ijósmyndastúdíói og taka starfsmenn allar myndir sem fara á vefinn. Stefnt er að því að myndir verði af öllum vörum, þ.m.t. sérlistavörum, þannig að kaupendur geti skoðað og kynnst útliti vörunnar áður en þeir festa kaup á henni. Hægt er að ganga að því vísu að verðið á vefnum sé rétt því vefurinn er beintengdur við vörugrunn ÁTVR. - Birgjavefur: Þar getur birgirinn séð upplýs- ingar um vörur sínar, hvernig þær seljast og samkeppnisstöðu gagnvart öðrum vörum. Á vefnum getur birgir gert samning við ÁTVR á rafrænan hátt. „Ef heildsalinn er með vöru sem hann vill koma í reynslusölu þá getur hann skoðað biðlista á vefnum og séð hvar hann er í röð- inni og hugsanlega dagsetningu á því hvenær varan muni fara í sölu. Að meðaltali ætti hann að hafa minnst fjögurra mánaða svig- rúm til að hafa vöruna tiltæka á þeim degi i www.atvr.is er vöru- og verdlisti sem þar er hægt að finna aðrar ubblvsingar, til dæmis um af- 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.