Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 49
BÆKUR
auki tapað milljónum dollara sem hann átti í hlutabréfaíviln-
unum í Wang-fyrirtækinu.
Þarna stóð Chambers á tímamótum, 42 ára gamall. Mikið
umrót var á tölvumarkaðnum á þessum tíma og atvinnutæki-
færi ekki á hverju strái. Chambers sendi út fjölda bréfa til ým-
issa fyrirtækja en fékk lítil viðbrögð í heilan mánuð. Þá frétti
hann af stöðu hjá Cisco og sótti um. Það eru margir hamingju-
samir milljónamæringar og ánægðir viðskiptavinir í dag sem
þakka fyrir að stjórn Cisco ákvað að ráða John Chambers.
Þrennt sem hann leggur áherslu á Chambers telur það hins
vegar gæfu sína að hafa gengið í gegnum þessa erfiðleika.
Hann hafi lært mun meira á þessum þrengingartímum en af
þeim verkum sem hafa gengið vel. Það er því þrennt sem hann
leggur áherslu á hjá Cisco. I fyrsta lagi að viðskiptavinurinn
verði alltaf að vera í fyrirrúmi. I öðru lagi að komast hjá því eft-
ir ffemsta megni að segja upp fólki. Og í þriðja lagi að fylgjast
vel með tæknibreytingum og aðlagast þeim en ekki að berjast
gegn þeim eins og IBM og Wang gerðu.
Ekki voru þó allir sem fögnuðu komu Chambers í fyrirtæk-
ið. Cisco var á þessum tíma mjög tæknilega rekið fyrirtæki og
töldu margir yfirmenn fyrirtækisins að í forsvari yrði að vera
tæknimenntaður maður. Chambers var þó fljótur að yfirstíga
þessa erfiðleika enda eru mannleg samskipti, hvort sem er við
tækni- eða markaðsfólk, ein af hans sterkustu hliðum. Nú lítur
fyrirtækið fyrst og fremst á sig sem sölu- og markaðsfyrirtæki
með tækniþekkingu í fararbroddi.
Chambers er mikill keppnismaður og segir kinnroðalaust
án nokkurrar hæðni eða drambs að Cisco ætli sér að verða
besta fyrirtæki í heimi og að það ætli sér að breyta heiminum.
Chambers vekur hjá öllum starfsmönnum þetta keppnis-
skap og þegar hann mætir í vinnuna á morgnana segir hann:
„Er ekki gaman hjá okkur í vinnunni? Við ætlum að ná ár-
angri í dag enda skiptir það máli hvað við erum að gera.“
Fyrirtæki heypt fyrír ClSCO-dOllara Starfsmannaveltan hjá
Cisco er mjög lítil, enda er það stefna fyrirtækisins að umbuna
starfsmönnum fyrir árangur og það hefur gert marga starfs-
menn fyrirtækisins að margmilljónamæringum. Mikið er lagt
upp úr hópvinnu en þegar kemur að stórum ákvörðunum er
það þó alltaf Chambers sem á síðasta orðið.
Það er einkum tvennt sem hefur fleytt Cisco á toppinn:
Hinn mikli vöxtur í Internetnotkun á undanförnum árum
og svo mjög grimm kaup fyrirtækisins á samkeppnis- og
samstarfsaðilum. Á undanförnum árum hefur Cham-
bers keypt hvorki fleiri né færri en 55 fyrirtæki sem
hann hefur talið að bætt gæti við samkeppnisforskot
fyrirtækisins. í maí í fyrra keypti hann meðal annars
tveggja ára gamalt fyrirtæki, Cerent, á hvorki meira
Andrés Pétursson, sem
starfar sem alþjóðaráð-
gjafi hjá IMG-Ráðgarði,
skrifar hér um bókina
Making the CISCO conn-
ection. The story behind
the real Internet Super-
power. Hann segir bókina
auðlesna og pví upplagt
að taka hana með sér í
sumarfríið.
FV-myndir: Geir Olajsson
hverjum „tölvunörðum“ í litlu bílskúrsfyrirtæki sem eru að
hanna nýjan hugbúnað fyrir Netið.
Samt sem áður hefur ferill Chambers ekki alltaf verið dans
á rósum. Á yngri stigum barnaskóla gekk honum ekki vel að
læra og síðar kom í ljós að hann var með lesblindu. Með mik-
illi einbeitingu og kappi tókst honum að læra að lifa með þess-
ari fötlun. Enn þann dag í dag er Chambers þó illa við að lesa
mikið og vill miklu fremur fá munnlega en skriflega skýrslu frá
undirmönnum sínum. Hann hefur stálminni og man nánast allt
sem honum er sagt.
HÓf ferilinn hjá IBW Chambers hóf störf hjá IBM sem
sölumaður eftir að hann lauk MBA-námi árið 1977. Þar
starfaði hann í átta ár og segist hafa lært mikið á því. Þó
mislíkaði honum hið stirða kerfi fyrirtækisins þar sem all-
ar ákvarðanir voru mjög mið-
stýrðar. Hann söðlaði því um
og gerðist sölustjóri hjá
Wang, tölvufyrirtæki. Þar
gekk hann í gegnum erf-
iðasta skóla lífs síns þeg-
ar hann þurfti árið 1990
að skera niður sölu-
deild fyrirtækisins og
segja upp fjölda
manns. í byrjun árs
1991 var Chambers
búinn að fá nóg, sagði
upp, stóð uppi atvinnu-
laus og hafði
þar að
Cisco