Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Síða 72

Frjáls verslun - 01.05.2000, Síða 72
ÓLAFSFJÚRÐUR Hvernig er siaðan Fyrir gjaldþrot Sæunnar Axels var atvinnuleysi á Ólafsfirði mjög lít- ið en í desember sl. fór það í 9%. Núna er atvinnuleysi 4 til 5%. Asgeir Logi Asgeirsson er bæjarstjóri á Ólafsfirði. Fyrstu orð hans eru þau að misdjúpt sé á bjartsýnina hjá fólki en hún sé þó til staðar. „Það er á brattann að sækja fyrir þau byggðar- lög sem hafa einbeitt sér að upp- byggingu þess sem einu sinni hét undirstöðuatvinnugreinin," segir hann. „Það er hins vegar ekki rétt af mér að segja að við höfum ekki þekkt atvinnuleysi fyrir gjaldþrotið en það var yfirleitt aðeins tímabund- ið. Nú er það með öðrum hætti, orðið varanlegt, og það er hættulegt að missa fólk inn í atvinnuleysisdróma, - það má ekki gerast einstaklinganna vegna. Sem betur fer hefur fólks- flutningur héðan verið lítill og fólk viljað bíða og sjá til hvort ekki fari eitthvað að gerast. Ég er ánægður með mitt fólk og stoltur af því hvernig það hefur tekið á erfiðleikunum en ég vildi gjarnan hafa horfur í atvinnumálum aðrar og betri en þær eru núna.“ Sigríður Jónsdóttir Sigríður Jónsdóttir er Ólafsfirðingur sem býr í heimabænum. Hún er starfsmaður á Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra. Hún segir, eins og Ásgeir Logi, að hljóðið sé misjafnt í fólki en allir geri sér grein fyrir því að gefa þurfi bænum tíma og tækifæri til að rétta úr kútnum. „Skellurinn var stór við gjaldþrotið en þótt margir hafi misst vinn- una þá hafa fáir flutt í burtu. Fólk vill frekar búa áfram á Ólafsfirði og sækja vinnu annað eins og eiginmaður minn gerir. Hér hefur fólk ákveðið að búa þar sem því líður vel en fyrir utan það má / Utgerðarfyrirtœkið Sæunn Axels á / Olafyfirði, einn stærsti atvinnurek- andinn þar í bæ, var tekið til gjald- þrotaskipta í desember á síðasta ári. Gjaldþrotið var mikið áfallfyrir bæjar- félagið því fiöldi fólks missti vinnuna. / Atvinnuleysi á Olajsfirði hefur minnk- að verulega frá gjaldþrotinu - en er samt enn í kringum 4 til 5%. Eftir Höllu Báru Gestsdóttur. Myndir: Gunnar Sverrisson. nefna að erfitt er að selja eða leigja eignir sem gæti hafa hamlað ein- hverjum flutningum. Aukin atvinnu- tækifæri að undanförnu hafi þó gert fólk bjartsýnna." Nálægðin við Háskólann á Akureyri Ásgeir Logi talar um að mikilvægt sé fyrir bæjarfélagið að ná að byggja upp atvinnutækifæri fyrir konur og þá sérstaklega þær sem eiga eigin- menn sem stunda sjóinn. Það sé skilj- anlegt að þær hugsi alvarlega sinn gang, atvinnulausar og án eigin- mannsins í langan tíma, og því þurfi að finna góð störf fyrir þær í bænum. Hann neitar því ekki að nálægðin við Háskólann á Akureyri hafi hjálpað í þeim efnum því nokkrar konur hafi sótt þangað nám og ekið á milli. Einnig sé eitthvað um það að fólk sæki vinnu til Dalvíkur og jafnvel til Akureyrar. „Það er ekkert mál að sækja vinnu og skóla utan Ólafsijarðar á þessum árstíma en Múlinn getur þó ennþá verið brellinn á veturna." „Með hækkandi sól höfum við af auknum þunga reynt að bæta ástandið í atvinnumálunum og hluti af því er að koma á fót átaksverkefni í samstarfi við Svæðismiðlun Norðurlands. Þetta er verkefni sem liggur á mörkum almennra sveitar- stjórnaverka en er samt sem áður þjóðþrifamál. Þar er leitast við að auka þekkingu og starfskunnáttu manna og gera fólk hæfara á vinnumarkaðnum, t.d. varðandi tölvuþekkingu, en mjög er falast eftir fólki í vinnu með þá þekkingu. Það virðist vera góður skilningur á þessu og fólk er eindregið hvatt til að taka þátt svo það standi betur að vígi.“ Ágætir hlutir eru að gerast í kringum Ólafsfirðinga að sögn Ásgeirs Loga en hann viðurkennir að hann vildi gjarnan sjá meira. ,Auðvitað vill maður trúa því að eitthvað af þessu góðæri fyrir sunnan fari að berast hingað norður eftir þannig að það geti skapað ný störf. Mér þykir skrýtið hvað fyrirtæki eru treg til að skoða það að færa sig um set og kanna nýja möguleika og hér í Ólafsfirði höfum við nánast ekki fengið neinar fyrirspurnir frá fyrirtækjum um að koma upp starf- semi í skjóli lægra fasteignaverðs og vinnuafls." Extra.ÍS og Risi Undantekningarnar eru þó til staðar og lengi voru menn bjartsýnir fyrir hönd margmiðlunarfyrirtæk- isins íslensk miðlun Ólafsijörður ehf., sem stefndi að því að koma upp starfsemi á Ólafsfirði með 7 til 8 stöðugildum. Þrátt fyrir að öllum framkvæmdum og uppsetningu tækja sé Sigrídur Jónsdóttir, starfsmadur á dvalarheimili aldraðra, með systurson sinn, Sigurjón Ola, í fanginu. „Skellurinn var stór við gjaldþrotið en þótt margir hafi misst vinnuna þá hafa fáir flutt í burtu. Fólk vill frekar búa áfram á Ólafifirði og sækja vinnu annað eins og eiginmaður minn gerir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.