Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 64

Frjáls verslun - 01.09.2000, Page 64
Fimm íslensk símafyrirtæki eru nú í mikilli samkeþpni. Á hvað leggja þau áherslu í starfsemi sinni? Keppni þeirra er hörð og spennandi. Liv Bergþórsdóttir segir þráðlausa framtíd í augsýn og ad með til- komu GPRS tækninnar muni fólk geta verið nánast með skrifstofuna í símanum sínum. Tal: Tal hóf samkeppnina Símafyrirtœkið TALeríeigu Western Wireless (57,7%) ogNorður- Ijóss (41%). Western Wireless International býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í fjarskiþtum og hefur Tal notið góðs afþví. Tal var fyrsta fyrirtækið sem kom inn á símamarkað hér á landi í samkeppni við Landssímann eftir að leyfi til fjarskipta voru gefin gefin ftjáls. Það urðu því talsverðar breylingar á ís- lenska símamarkaðnum þegar fyrirtækið tók til starfa með GSM þjónustu í maí 1998. „Tal reið á vaðið með lækkun gjaldskrár og hóf jafnframt að bjóða GSM símtæki á lægra verði en áður hafði þekkst," segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs. „Fram að því höfðu GSM símar verið irekar dýrir og notendur nánast eingöngu fólk úr viðskiptalífinu. Með því að höfða til almenn- ings með GSM tilboðum á lægra verði gerði Tal öllum fært að taka þátt í þessari nýju tækni. Jafnframt tók til starfa þjónustu- ver Tals sem var opið allan sólarhringinn. Þar gátu viðskipta- vinir fyrirtækisins fengið leiðbeiningar um notkun símanna. Ekki veitti af því vanþekking á þessari nýju tækni hafði fælt Myndir: Geir Ólafsson. marga frá því að fá sér GSM síma. Það má því segja að koma Tals á markaðinn hafi gert GSM símann að almenningseign. Þörfin var til staðar og það var Tal sem mætti henni, en varan hafði ekki áður verið markaðssett sem slík.“ Millilandasímtöl á sama verði Það hefur alltaf verið mark- mið Tals að leggja áherslu á notagildi nýrrar tækni fremur en tæknina sjálfa. Þess vegna voru t.d. talhólf og SMS textaskila- boð innifalin í þjónustunni frá fyrsta degi á meðan fólk þurfti að greiða sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá keppinautnum. Tal var einnig brautryðjandi hvað það varðar að bjóða símakostnað innan GSM kerfisins á lægra verði. „Fyrstu mánuðina hafði Tal aðeins leyfi til að bjóða GSM þjónustu en í nóvember 1998 fékk fyrirtækið alhliða fjarskipta- leyfi. Nú býður Tal millilandasímtöl og Internetþjónustu auk GSM þjónustu. Tal var jafnframt eitt fyrsta GSM fyrirtækið í heiminum til að bjóða símtöl til útlanda á sama verði úr GSM síma og úr venjulegum fastlínusíma." A þeim stutta tíma sem liðinn er frá því Tal tók til starfa eru viðskiptavinir í GSM þjónustu orðnir rúmlega 50 þúsund og rúm- iega 10 þúsund í Internetþjónustu fyrirtækisins. Tal hefur um 29% GSM markaðarins og hefur átt dijúgan þátt í því að engin önnurþjóð notar hlutfallslegajafh marga GSM síma. Starfsmönn- um Tals hefur fjöigað úr 40 í 130 á þessu tímabili, sem segir kannski mest um það hversu vel fyrirtækinu hefur verið tekið. Uppbyggingu að mestu lokið „Tal steíhir að því að verða leið- andi í þeirri þráðlausu framtíð sem við blasir í samskiptum fólks,“ segir Liv. „Við leggjum rika áherslu á að vera þjónustu- fyrirtæki og að auðvelda almenningi að taka hina nýju tækni í notkun. Með nýrri tækni og auknum samskiptahraða verða þráðlausir tal- og gagnaflutningar mögulegir. Með þráðlausu Interneti skiptír staðsetning fólks ekki lengur máli, hvort sem það er að starfi eða í leik.“ „Mikilvægur þáttur í þróun fyrirtækisins er uppbygging þjón- ustusvæðisins, þ.e. að sem ílestir Islendingar geti átt viðskipti viðTal. GSM þjónustaTals býðst nú á öllu Suðvesturlandi, í Vest- mannaeyjum, á ísafirði og Sauðárkróki, í Eyjafirði, á Húsavík, Egilsstöðum og Hornafirði. Um 90% landsmanna búa á þessum svæðum og verður uppbyggingu kerfisins að mestu lokið á fyrri hluta næsta árs, bæði með eigin sendum og með reikisamning- um við Landssímann. Þjónustusvæði Tals mun því standa jaíh- fætis helsta keppinautnum, innan lands og utan, á næsta ári.“ Þráðlaust Internet í Sjönmáli Tal býður nú þegar hraðvirka tengingu við Internetið í gegnum fartölvur sem sfyðja Windows og Windows CE stýrikerfin. Hér er á ferðinni hugbúnaðurinn 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.