Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Erindi um ávana- og fíkniefni
Úttekt á stefnu
Hollendinga
Í DAG klukkan 15 held-ur Björn Hjálmarssonbarnalæknir erindi á
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur sem hann
nefnir: Á ávana- og fíkni-
efnastefna Hollendinga er-
indi við Íslendinga? Hann
var spurður hvert hans álit
væri á því máli. „Ég skrif-
aði skýrslu um þetta efni
fyrir landlæknisembættið
og var það að beiðni Ólafs
Ólafssonar, fyrrverandi
landlæknis. Ég vann að
þessari skýrslu á árabilinu
1998 til 2000. Mín megin-
niðurstaða er sú að ávana-
og fíkniefnalöggjöf og
framfylgni hennar hefur
lítil sem engin áhrif á um-
fang ávanaefnaneyslu. Hér
á ég bæði við lögleg og
ólögleg ávanaefni.“
– Hafa Hollendingar ekki tals-
vert aðra stefnu í þessum málum
en öll nágrannalöndin og Ísland?
„Jú, þeir eru talsvert frjálslynd-
ari en yfirleitt gerist, helst að Dan-
ir jafnist á við þá.“
– Hefur þetta leitt til minni
fíkniefnaneyslu í Hollandi en ann-
ars staðar?
„Eftir því sem mér virðist af
rannsóknum sem ég hef undir
höndum þá er umfang neyslunnar
álíka mikið í Hollandi og annars
staðar þar sem strangari ávana-
og fíkniefnalöggjöf er framfylgt.“
– Hefur þessi stefna Hollend-
inga leitt til minni glæpa?
„Nei, þeir settu sér ný ávana- og
fíkniefnalög 1976, þar sem hass og
maríjúana er ólöglegt eins og áður
var, en yfirvöld sjá í gegnum fing-
ur sér vegna neyslu og sölu þess-
ara efna. Þessi efni voru bönnuð
allt frá 1918 en í kjölfar blóma-
tímabilsins, uppúr 1960, jókst
gríðarlega notkun á kannabisefn-
um í Hollandi eins og víðar í Evr-
ópu. Hollendingum fannst óheppi-
legt að leggja neyslu þessara efna
að jöfnu við neyslu hættulegri
ávanaefna og þess vegna urðu þeir
umburðarlyndari gagnvart
kannabisneytendum og sölumönn-
um kannabisefna heldur en neyt-
endum og sölumönnum harðari
efna. Á síðustu árum áttunda ára-
tugarins urðu í kjölfar þessa til
svokallaðar „coffieshops“, þar sem
kannabisefni eru seld. Það er eitt
af stærstu hlutverkum lögregl-
unnar í Hollandi að sjá til þess að
engin viðskipti með hörð efni fari
fram í þessum knæpum.“
– Hvernig gengur að framfylgja
því?
„Árangur er enn ófullnægjandi,
einkum í hverfum innflytjenda
sem gera lítinn greinarmun á
kannabisefnum og sterkari efnum.
Árið 1969 sendi Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin frá sér ályktun sem
varðaði einkum áfengi og tóbak,
þar sem hvatt var til að menn not-
uðu ekki orðið fíkn (addiction) um
það að temja sér notkun þessara
efna, heldur ráðlögðu þeir að nota
orðið ávani (dependence) í staðinn.
Ég tók þessi tilmæli svo bókstaf-
lega að ég nota orðið
fíkn aðeins um hástig
ávanans og frekar en
fíkniefni kýs ég að tala
um ólögleg ávanaefni.“
– Hvers vegna voru
þessi tilmæli send út?
„Þessi víðtæka notk-
un á orðinu fíkn þótti
óheppileg þar sem hún
væri niðrandi fyrir þá
sem notuðu þessi efni. Hollending-
ar hafa litið til þess í sinni stefnu
að fordómar torvelda heilsuvernd í
röðum þeirra sem hafa ánetjast
ólöglegum efnum, eins og áður var
um þá sem höfðu ánetjast áfengi
og sátu uppi með vandamál og
voru hjálparþurfi.“
– Hvernig virðist þér ástandið í
þessum efnum vera hér á Íslandi
miðað við það sem þú hefur kynnst
í Hollandi?
„Ég gerði það viljandi að halda
Íslandi svolítið utan við þessa um-
ræðu í skýrslu minni og bar heldur
saman Holland og Bandaríkin, þar
sem stefnumörkunin er svo ólík í
þessum tveimur löndum (stefnu-
mörkun Íslendinga ber keim
þeirrar bandarísku). Niðurstöður
varðandi neysluna, bæði á lögleg-
um og ólöglegum ávanaefnum, eru
að tóbaksreykingar eru heldur al-
mennari meðal ungmenna í Hol-
landi en í Bandaríkjunum og kóka-
ínneysla er trúlega almennari
meðal fullorðinna í Bandaríkjun-
um. Trúlega er notkun á amfeta-
míni og dímu (e-töflur) meiri í
Bandaríkjunum og fer vaxandi
bæði þar og í Hollandi. Það sem er
líkt er að notkun kannabisefna er
áþekk í þessum tveimur löndum
og sama gildir um heróínneyslu.
Umburðarlyndi gagnvart smásöl-
um og neytendum kannabisefna
og harðari efna sýnist mér skyn-
samleg því hún auðveldar heilsu-
vernd fólks í þessum hópum. Lífs-
hættulegir sjúkdómar hafa
hreiðrað um sig í þessum hópi,
sem eru eyðni, lifrarbólga B og C
og berklar. Það hefur komið á dag-
inn að meðferð á eyðnismiti og
berklum er afar vandasöm í þess-
um hópi þar sem með-
ferðarfyrirmælum er
illa fylgt. Það hefur leitt
af sér tilkomu fjöl-
ónæmra eyðniveira og
berklabaktería og er til-
vist slíkra sýkla ögrun
við heilsufar allra. Úr
því að ólíkar stefnur og
lagasetningar í ávana-
og fíkniefnamálum hafa
ekki meiri áhrif á umfang neysl-
unnar en raun ber vitni verðum við
að einbeita okkur að því að draga
sem mest úr skaðsemi neyslunnar
fyrir neytendurna sjálfa og nán-
asta umhverfi þeirra.“
Björn Hjálmarsson
Björn Hjálmarsson fæddist 16.
febrúar 1963 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið
1983 og prófi frá læknadeild Há-
skóla Íslands 1990. Hann hefur
stundað sérnám í barnalækn-
ingum á Sophia-háskólasjúkra-
húsinu í Rotterdam frá 1995 til
2000 og er nú að sérhæfa sig í
smitsjúkdómum barna sem und-
irsérgrein. Hann starfaði í rúm
fjögur ár eftir lok embættisprófs
frá HÍ bæði á sjúkrahúsum og
sem héraðslæknir. Björn er
kvæntur Herdísi Haraldsdóttur
kennara og eiga þau þrjá syni,
Hjálmar, Gísla og Frey.
Verðum að
einbeita
okkur að því
að draga
sem mest úr
skaðsemi
neyslunnar
ÞESSI fálki var í sannkallaðri nýársveislu um há-
degi á nýársdag en á nýársdagsmorgun hafði hann
veitt gulönd sem var svo veislumatur fálkans á
fyrsta degi ársins. Máltíðin átti sér stað úti í veg-
kanti á þjóðvegi eitt austan við Vík í Mýrdal. Fálk-
inn var hinn rólegasti og lét myndatökur fréttarit-
ara og athygli annarra áhugasamra ferðalanga ekki
trufla sig við átið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fálki í nýársveislu
Fagradal. Morgunblaðið.
GREINING á knattspyrnuleik get-
ur verið mikilvæg aðferð til að finna
og skilgreina áhættuatvik í knatt-
spyrnu, segir m.a. í niðurstöðu rann-
sóknar á meiðslum og áhættuatvik-
um í knattspyrnu á Íslandi.
Algengustu áhættuatvikin urðu í
skyndisóknum, þegar athygli leik-
manns var bundin við boltann og í
skallaeinvígum.
Rannsóknin verður kynnt á ráð-
stefnu um rannsóknir í læknadeild
Háskóla Íslands sem stendur á
morgun og föstudag og vísindanefnd
læknadeildar sér um. Ágrip erinda
hafa verið gefin út sem fylgirit
Læknablaðsins.
Rannsóknina gerðu Árni Árna-
son, Stefán B. Sigurðsson, Árni
Guðmundsson, Lars Engebretsen
og Roald Bahr. Segja þeir rann-
sóknir hafa sýnt háa tíðni meiðsla í
knattspyrnu en lítið sé vitað um leik-
aðstæður þegar slysin verði. Mark-
mið rannsóknarinnar hafi verið að
finna og skilgreina aðstæður í leik
sem gætu leitt til meiðsla og er
byggt á myndbandsupptökum af
leikjum.
Leikmenn frá 10 knattspyrnulið-
um í efstu deild karla tóku þátt í
rannsókninni og voru skoðaðir 79
leikir á myndböndum frá keppnis-
tímabilinu 1999. Safnað var á band
þeim atvikum þegar dómari stöðvaði
leik vegna hugsanlegra meiðsla og
leikmaður lá eftir á vellinum lengur
en 15 sekúndur. Í 30 tilvikum af 102
þurfti leikmaður að yfirgefa völlinn
eða gat ekki tekið þátt í leik eða æf-
ingu næsta dag. Meiðslin voru skráð
af sjúkraþjálfurum liðanna og atvik-
in og aðdragandi þeirra greind með
aðferð sem hefur verið þróuð til að
greina leikaðstæður.
Af þessum 102 atvikum urðu 56 í
sókn en 46 í vörn. Varð 91 atvik í ná-
vígi, flest við tæklingar, og þegar
leikmaður hafði ekki fulla athygli á
leikaðstæðum. Algengustu áhættu-
atvikin urðu við skyndisóknir, þegar
athygli leikmanns var bundin við
boltann, vegna skorts á knatttækni
leikmanns eða í skallaeinvígi.
Þróa aðferð til að greina áhættuatvik í knattspyrnu
Algengustu atvikin í
skyndisókn og skallaeinvígi
SIGMUND verður í fríi þessa
viku. Næsta teikning hans
verður birt þriðjudaginn 9.
janúar.
Sigmund
í fríi
VIÐ athöfn á Bessastöðum á nýárs-
dag sæmdi forseti Íslands 14 Íslend-
inga heiðursmerkjum hinnar íslensku
fálkaorðu, sex konur og átta karl-
menn. Þau sem heiðursmerkin hlutu
voru eftirtalin:
Elina Helga Hallgrímsdóttir gæða-
stjóri, Reykjavík, riddarkross fyrir
störf í þágu fiskverkafólks, Elísa
Wíum, Garðabæ, riddarakross fyrir
störf að vímuefnavörnum, Ellert B.
Schram forseti Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands, Reykjavík, ridd-
arakross fyrir störf í þágu íþrótta,
Gunnar Egilson klarínettuleikari,
Reykjavík, riddarakross fyrir störf að
tónlistarmálum, Hörður Ágústsson
listamaður, Reykjavík, riddarakross
fyrir störf í þágu lista og menningar,
Jónína Guðmundsdóttir fv. forstöðu-
maður, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu lamaðra og fatlaðra, Júl-
íus Hafstein framkvæmdastjóri,
Reykjavík, riddarakross fyrir störf að
félagsmálum og í opinbera þágu,
Kristín Rós Hákonardóttir íþrótta-
maður, Reykjavík, riddarakross fyrir
afrek í íþróttum, Kristleifur Þor-
steinsson bóndi, Húsafelli, riddara-
kross fyrir störf að ferðaþjónustu,
Páll Pálsson útgerðarmaður, Grinda-
vík, riddarakross fyrir störf að sjávar-
útvegi og fiskvinnslu, Sigurður Hall-
marsson fv. skólastjóri, Húsavík,
riddarakross fyrir störf í þágu menn-
ingar og lista, Sveinn Áki Lúðvíksson
formaður Íþróttasambands fatlaðra,
Reykjavík, riddarakross fyrir störf í
þágu íþrótta fatlaðra, Unnur Jónas-
dóttir fv. formaður Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur, riddarakross
fyrir störf að líknarmálum og Vala
Flosadóttir íþróttamaður, riddara-
kross fyrir afrek í íþróttum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjórtán Íslendingar
sæmdir fálkaorðunni