Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 9 LÖGREGLAN í Hafnarfirði þurfti að beita maze-varnarúða til að verjast hópi ungmenna sem gerði aðsúg að lögreglumönnum í miðbæ Hafnarfjarðar á nýársnótt. Tíu ungmenni voru færð á lögreglu- stöð og þrjú gistu fangageymslur lögreglunnar. Á annað hundrað ungmenni, flest á aldrinum 15-18 ára, höfðu safnast saman við Strandgötu. Mörg voru áberandi ölvuð. Um kl. 5 um morguninn hafði lögreglan afskipti af nokkrum í hópnum en kvartað hafði verið undan hávaða. Flöskum og fleiru lauslegu var þá kastað að lögreglunni og brotnuðu rúður í lögreglubíl. Þegar lögreglumenn hugðust handtaka þá sem mest höfðu sig í frammi var gerður aðsúgur að þeim. Lögreglumenn beittu þá maze-varnarúða sér til varnar. Tíu voru fluttir á lögreglustöðina, þar af tveir 14 ára unglingar. Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar. Útivistarreglur ekki virtar Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar, segir brögð að því að for- eldrar hafi ekið börnum sínum að Strandgötu og skilið þau þar eftir. „Við höfum áhyggjur af því að þarna var mjög mikið af ungum krökkum langt fram eftir nóttu,“ segir Árni. Það sé umhugsunarefni hvers vegna foreldrar sjái ekki til þess að börn þeirra virði útivist- arreglur. Nokkuð bar á 13-14 ára unglingum í hópnum. Skömmu fyrir áramót var orð- sending borin í hús í Hafnarfirði þar sem minnt var á útivistarregl- urnar og að þær væru ekki síður í gildi um áramót. Svo virðist hins vegar sem foreldrar hafi sett aðrar reglur á gamlárskvöld. Árni Guðmundsson segir að slíkt sé alvarlegt mál. Ungmennin hafi greinilega haft vín um hönd og jafnvel verið grunur um að ólögleg vímuefni hafi verið í umferð hjá þeim þótt erfitt sé að staðfesta það. Árni segir að ef sá atburður sem varð undir morgun þegar all- nokkur hópur ungmenna lenti í átökum við lögregluna sé undan- skilinn hafi flestir unglinganna hegðað sér vel. Aðsúgur gerður að lögreglunni Fjöldi ungmenna í miðbæ Hafnarfjarðar á nýársnótt HANNES Hlífar Stefánsson sigraði á nýársmóti Skeljungs með 16 og hálfan vinning af 19 mögulegum, en teflt var laugardaginn 30. desemb- er. Jafnir í öðru til fjórða sæti með 14 og hálfan vinning urðu þeir Helgi Áss Grétarsson, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Alls voru tefld- ar 19 umferðir og hafði hver kepp- andi 5 mínútna umhugsunartíma í hverri skák. Flestir sterkustu skák- menn landsins tóku þátt í mótinu, þar á meðal 7 stórmeistarar og 2 al- þjóðlegir meistarar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hannes Hlífar Stefánsson, til hægri, teflir við Jóhann Hjartarson á nýársmóti Skeljungs á laugardag. Hannes Hlífar sigraði á nýársmóti Skeljungs FORSÆTISRÁÐHERRA hefur á ný skipað úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál til fjögurra ára frá 1. janúar 2001. Í nefndinni eiga sæti Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem jafnframt er formaður, Valtýr Sigurðsson, hér- aðsdómari í Reykjavík, sem jafn- framt er varaformaður og Elín Hirst fréttamaður. Varamenn þeirra eru Steinunn Guðbjarts- dóttir héraðsdómslögmaður, Arn- fríður Einarsdóttir, skrifstofu- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, og Ólafur E. Friðriksson blaða- maður. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál er starfrækt samkvæmt 5. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Úrskurðir nefndarinnar eru end- anlegir á stjórnsýslustigi og hafa því fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld við framkvæmd upplýs- ingalaga. Frá því er upplýsinga- lögin tóku gildi 1. janúar 1997 hef- ur úrskurðarnefnd kveðið upp 110 úrskurði. Úrskurðir nefndarinnar eru birtir í ársskýrslum hennar og verða senn birtir á Netinu jafn- framt. Úrskurðar- nefnd um upplýsinga- mál skipuð  HAFDÍS Guð- jónsdóttir varði þann 28. júlí síð- astliðinn dokt- orsritgerð í sér- kennslufræðum við University of Oregon, í Eu- gene, Oregon, Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist: Responsive pro- fessional practice: Teachers analyze the theoretical and ethical dimens- ions of their work in diverse class- rooms. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að öðlast betri skilning og þekk- ingu á því hvernig íslenskir kenn- arar sem glíma við þann vanda að koma til móts við þarfir allra nem- enda í mikið getublönduðum bekk móta og þróa kennsluna, innleiða og nota fræðilegan skilning og vinna að faglegri þróun. Hafðir voru í huga tveir andstæðir pólar fræðimanna, þeirra er álíta kennara byggja starf sitt á fræðilegri þekkingu og sið- ferðilegum skilningi, og hinna sem álíta kennara lítið ígrunda fræði- legan bakgrunn kennslunnar og séu fyrst og fremst að koma til skila ákveðinni þekkingu og færni. Rannsóknin var byggð á að- ferðafræði eigindlegra þátt- tökurannsókna og unnin í náinni samvinnu við sex grunnskólakenn- ara. Umræðurammi var þróaður og notaður í endurteknum viðtölum við kennarana þar sem þeir greindu starfskenningu sína og ígrunduðu framkvæmd, siðferðileg rök og fræðilegan grunn starfsins. Með því að ganga út frá sérþekkingu og fag- mennsku kennaranna og innleiða félags- og menningarlega sýn á starfið þróaðist ferli til að skoða, greina og fjalla um hið margbrotna kennarastarf á gagnrýninn, upp- byggilegan og heildrænan hátt. Rannsóknin leiddi í ljós að kenn- ararnir sex sinna margvíslegu hlut- verki til viðbótar við kennslu- og uppeldishlutverkið, m.a. taka þeir þátt í rannsóknum, skólaþróun, ný- sköpun þekkingar, ígrundun og lausnaleit, ritun greina og bóka, kennslu fullorðinna og samfélags- legri umræðu. Einnig kom í ljós að þeir deildu með sér ákveðinni fag- legri reynslu og þeir töldu hafa haft mikil áhrif á viðleitni sína við að skapa námsumhverfi fyrir alla nem- endur, þ.e.a.s. virkt skólaumhverfi, samvinnu, símenntun og tækifæri til þátttöku í nýsköpun þekkingar. Niðurstöður benda til þess að mikilvægir þættir í að skapa náms- umhverfi fyrir alla séu jákvæð við- horf gagnvart margbreytileikanum og kennslu- og uppeldisfræðileg þekking sem dugar kennurum til að bregðast við þeim margvíslegu mál- efnum sem upp geta komið í mikið getublönduðum bekkjum. Aðalleiðbeinandi við ritgerðina var dr. Robert Horner. Andmæl- endur við doktorsvörnina voru dr. Deborah Olson, dr. Diana Oxley, dr. Virpi Zuck og dr. Rannveig Trausta- dóttir. Verkefnið var styrkt af: Claire Wilkins Chamberlin Memorial Graduate Research, Minningarsjóði Heiðar Baldursdóttur, Orlofssjóði menntamálaráðuneytisins, Náms- leyfasjóði sveitarfélaga og Verk- efna- og námsstyrkjasjóði Kenn- arasambands Íslands. Hafdís Guðjónsdóttir fæddist þann 26. maí 1952 á Akureyri. For- eldrar hennar eru Guðjón K. Þor- steinsson, kaupmaður og bryti, og Björk Arngrímsdóttir húsmóðir. Eiginmaður Hafdísar er Þór Braga- son, rafvirki og verslunarmaður, börn þeirra eru Helga Sigríður og Nína Björk háskólanemendur og Jón Grétar framhaldsskólanemi. Hafdís lauk kennaraprófi 1973, stúdentsprófi 1974 frá Kenn- araskóla Íslands og B.A.-prófi í sér- kennslufræðum 1990 frá Kenn- araháskóla Íslands. Hún lauk M.A.-prófi í sérkennslufræðum frá University of Oregon 1993. Hafdís starfaði sem grunnskólakennari frá árinu 1974 við Fellaskóla í Reykja- vík, Engidalsskóla og Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hún hefur stýrt kenn- aranámskeiðum, þróunarverkefnum og verið stundakennari við Kenn- araháskóla Íslands. Þann 1. ágúst hóf Hafdís starf sem lektor við Kennaraháskóla Íslands. Doktor í sérkennslu- fræðum FÓLK Bankastræti 14, sími 552 1555 Útsala – sérverslun – Fataprýði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, sími 553 2347. Útsalan byrjuð Frábært fataúrval Sérhönnun St. 42–56 Suðurlandsbraut 6 Sími 568 3841 AUKIN ÖKURÉTTINDI (MEIRAPRÓF) Leigubíll, vöru bifreið, hópbifreið og eftirvagn. Ný námskeið hefjast vikulega. Fagmennska í fyr i r rúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.