Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 13 reiðar. Fyrirtækið hefur gert sam- starfssamning við Olíufélagið hf. um dreifingu og sölu á metani og var fyrsta metanáfyllingarstöðin opnuð 29. júní sl. á Bíldshöfða 2. Jón Atli Benediktsson, prófessor við Verkfræðideild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Metan hf, segir að kosturinn við notkun metans sé í fyrsta lagi sá að það sé umhverfis- vænn orkugjafi auk þess sem að auðlindin sé innlend og því í rauninni óskynsamlegt að nýta hana ekki. Að sögn Jóns Atla hníga sterk umhverf- isrök að því að nota metan til að knýja bíla áfram. Þegar metan er brennt í vélum bifreiða myndast kol- díoxíð í útblæstrinum sem í reynd er eingöngu tilflutningur á því koldíox- íði sem annars verður til við bruna hauggassins í Álfsnesi. Þannig eykst koldíoxíð ekki í andrúmsloftinu við brennslu metans í bílvélum en við notkun metans sparast jafnframt sú koldíoxíðmengun sem annars hefði orðið til vegna bruna þess eldsneytis sem metanið kemur í staðinn fyrir. Mestur ávinningurinn er þó vegna þess að metan er mun hreinna elds- neyti en bæði bensín og dísilolía. Við brennslu metans verða skaðleg út- blástursefni talsvert minni, t.d. er 20% minna koldíoxíð í útblæstri frá metanvélum en bæði frá bensín- og dísilvélum. Kolmónoxíð er 90% minna en í dísilvélum og 74% minna en í bensínvélum og þá kemur 60% minna af sóti frá metanvélum heldur en frá bensínvélum og 80% minna af sóti en dísilvélar gefa frá sér. Þá segir Jón Atli annað eftirsókn- arvert atriði vera það að vélar, sem brenna metani, séu hljóðlátari en aðrar bílvélar og af þeim sökum sé mun þægilegra að aka þeim. Einnig sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að metan er ekki eitruð loffteg- und, auk þess sem það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp. Góður árangur náðst í hreinsun á metani Vinnsla á metani fer þannig fram að hauggasi er dælt úr sorphaugn- um á Álfnesi og þaðan í hreinsistöð Metan. Í hreinsistöðinni er metanið skilið frá koldíoxíðinu og dælt á flöskur, eða kúta, sem safnað er saman í sérhannaðan geymslugám. Gáminum er síðan ekið að áfylling- arstöð fyrir bíla. „Þetta er ákveðinn flöskuháls sem stendur, að hafa bara einn gám, en það þýðir að þegar metanið klárast þarf að keyra með gáminn upp í Álfsnes til að fylla hann og síðan til baka. Þetta er eitt af því sem við erum að bæta úr með því að fjölga sérhönnuðum gámum í umferð,“ segir Jón Atli. Hreinsistöðin er fremur lítil enda er starfsemi Metans enn þá á þróun- arstigi en stöðin hefur þó komið vel út og framleiðir mjög hreint metan. „Okkar litla hreinsistöð hefur komið ágætlega út og er að hreinsa metan sem er yfirleitt 98% hreint þótt það geti farið niður í 94%, þannig að hún nær mjög góðum árangri í að hreinsa metanið frá.“ Tæknin við hreinsun metans er vel þekkt en fyrsti metanbíllinn kom fram árið 1930. Jón Atli segir að miðað við umhverfisvæna orkugjafa, eins og vetni, sé kostur metans sá að tæknin sé þegar til reiðu og fram- leiðsla komin í gang. Á Íslandi eru nú 20 bílar með svokallaða tvíorku- vél sem fluttir voru hingað síðasta sumar. Þeir eru ræstir með bensíni en geta síðan gengið bæði fyrir met- ani og bensíni. Vélarnar eru eins og annarra bíla, aðeins hefur verið bætt við innspýtingarbúnaði fyrir metan. Sorpbílar knúnir með metani loka hringnum Í síðasta mánuði kom til landsins sorpbíll til kynningar, sem gengur eingöngu fyrir metangasi, og var hann notaður hér í eina viku. Jón Atli segir að mikil ánægja hafi verið með bílinn enda sé það spennandi kostur að nota metan til að knýja sorpbíla áfram. Segja má að hring- urinn lokist þegar sorpbílarnir eru drifnir áfram af hauggasi sem til verður í úrgangi sem bílarnir aka með á haugana. Í Svíþjóð er orðið algengt að sorp- bílar noti metan en að sögn Jóns Atla hafa mörg sveitarfélög þar tek- ið pólitíska ákvörðun um að fara þá leið, þó svo að metan sorpbílar séu heldur dýrari í verði. Jón Atli segir að stjórn Metans vonist til þess að borgaryfirvöld í Reykjavík taki innan skamms stefnumarkandi ákvörðun um notk- un metanknúinna sorpbíla. Laga- breyting um lækkun vörugjalds á tvíorkubifreiðar var samþykkt á Al- þingi sl. vor og batnaði samkeppn- isstaða metans sem orkugjafa við þá breytingu en samkvæmt henni var vörugjald á slíkar bifreiðar lækkað um 120 þúsund krónur. Metan er aðili að ENGVA (European Natural Gas Vehicle Association) en það er félagsskapur 156 félaga í 30 löndum í Evrópu um jarðgasbíla. Í nýlegu fréttabréfi félagsins seg- ir að umhverfisráðherra Þýska- lands, Jurgen Tritten, hafi sett í framkvæmd nýja áætlun sem miðar að því að fjölga metanknúnum leigu- bílum og skólabílum. Ástæður þess að áætlunin snýst eingöngu um fjölgun metanknúinna bifreiða er sú að aðrir umhverfisvænir kostir, s.s. vetni, verða almennt ekki til reiðu fyrir en eftir 10 til 15 ár. Til verkefnisins verður varið 8 milljónum þýskra marka, eða um 320 milljónum íslenskra króna, og fá m.a. fyrstu 400 leigubílstjórarnir sem taka þátt í verkefninu 360.000 króna styrk til að skipta yfir í met- anknúnar bifreiðar. Hauggas nýtt til framleiðslu á rafmagni Jón Atli segir að þótt hauggasið sé nú þegar til staðar, þýði það ekki að þessi orkugjafi geti verið ókeypis. Það ætti hins vegar að geta verið ódýrara og hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að hreinsa og selja metan sem orkugjafa fyrir bifreiðar. Verð- ið á metani er heldur lægra en bens- ínverð í dag. Einn rúmmetri af met- ani kostar 80 krónur en hver rúmmetri gefur sömu orku og 1,12 lítrar af bensíni. „Sé litið til framtíðar er ljóst að við viljum fjölga þeim bílum sem nota metan. Markhópurinn er fyrst og fremst fyrirtæki sem hafa marga bíla í notkun og hafa mörg slík fyr- irtæki sýnt málinu umtalsverðan áhuga. Þetta er auðvitað sterkt ímyndarmál fyrir fyrirtækin. Því miður hefur hins vegar gætt minni áhuga hjá bílainnflytjendum, ef Hekla hf. er undanskilin en fyrir- tækið flutti inn fyrstu 20 bílana og sorpbíllinn sem hingað kom var á vegum fyrirtækisins.“ Jón Atli segir að nái Metan hf ekki fótfestu á þessum markaði, muni fyrirtækið snúa sér að öðrum mörk- uðum. „Það er mikill áhugi víða, eins og í stóriðnaði þar sem hauggasið er annað hvort notað hreinsað eða óhreinsað. Það hafa ýmsar hug- myndir komið fram og ef af slíku yrði myndum við líklega leggja gas- leiðslu beint frá Álfsnesi til þeirra sem myndu nota gasið.“ Í maí sl. var Metan hf. veitt leyfi til framleiðslu á rafmagni sem fer þannig fram að vélar til rafmagns- framleiðslu eru knúnar áfram af hauggasi. Í framhaldi af því var und- irritaður samningur við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup Orkuveitunn- ar á óhreinsuðu hauggasi til raf- magnsframleiðslu. Var samið um að Orkuveitan ætti tækjabúnaðinn en fengi aðstöðu á athafnasvæði Met- ans á Álfsnesi. Samkvæmt samn- ingnum er Orkuveitunni tryggt nægt magn af hauggasi þegar raf- orkuþörf borgarbúa er sem mest frá nóvember til mars. Morgunblaðið/Þorkell Jón Atli Benediktsson, stjórnarformaður Metans hf. Morgunblaðið/Þorkell Fyrsti metanknúni sorpbíllinn var kynntur hér á landi í síðasta mánuði. ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa sölu spariskírteina í áskrift til verðbréfafyrirtækja frá og með 5. febrúar nk. Í bréfi sem Lánasýsla ríkisins hefur sent áskrifendum spariskírteina segir að breytingin sé gerð vegna þess að nú bjóði fjöl- margir aðilar upp á reglulegan sparnað og því þyki rétt að rík- issjóður hætti áskriftarsölu ríkis- verðbréfa og láti hana alfarið í hendur markaðsaðila. Í bréfinu segir að Lánasýslan hafi nýverið kannað hverjir gætu boðið áskrifendum spariskírteina svipaðan valkost varðandi sparnað þeirra. Óskað var eftir að áskrif- endum yrði boðið upp á ríkis- tryggðan verðbréfasjóð og bárust gild tilboð frá þremur aðilum. Hag- stæðasta tilboðið kom frá Lands- bréfum, en þar á eftir komu Kaup- þing/SPRON og Verðbréfamark- aður Íslandsbanka-FBA, VÍB. Þórður Jónasson, forstjóri Lána- sýslunnar, segir að um 10.000 manns hafi sparað reglulega með kaupum á spariskírteinum. Þessi þáttur sé þó ekki mjög stór hluti starfsemi fyrirtækisins. „Við kynntum nýjar áherslur í starfsemi okkar sl. haust og breyt- ingarnar nú taka mið af því. Við viljum setja aukinn kraft í að lækka fjármögnunarkostnað ríkis- sjóðs.“ Þórður sagði líklegt að störfum hjá Lánasýslunni fækkaði eitthvað með þessum breytingum en sam- hliða breytingunum nú hefði verið samið við verðbréfafyrirtækin um að ráða fólk með reynslu af slíkum viðskiptum. Lánasýsla ríkisins Sölu spari- skírteina í áskrift hætt FÁIR ERU á ferli á lóð Háskóla Íslands þessa dag- ana, enda stúdentar í langþráðu jólafríi. Þeir allra samviskusömustu grúska í námsbókunum og velta fyrir sér kenningum lærimeistaranna en láta fagurlega innpakkaðar jólabækurnar bíða betri tíma. Aðrir fara í rösklega heilsubótar- og hressing- argöngu á þessu fyrirtaks útivistarsvæði, enda er fátt betra en góður göngutúr í frísku vetrarloft- inu. Göngugarpurinn á myndinni getur heldur ekki kvartað yfir félagsskapnum þar sem Snati fetar trúr og traustur í hvert fótspor eiganda síns. Morgunblaðið/Þorkell Göngutúr á stilltum degi mér finnst það skrýtið, að nú var hann ráðinn til LÍÚ til þess að koma með einhvern ferskan blæ í þessar viðræður til þess að menn gætu tal- HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir LÍÚ ein- göngu hafa boðið kjarasamninga sem ekki hafa í för með sér neina launahækkun fyrir sjómenn og því sé ekki hægt að ná samkomulagi um nýja kjarasamninga. Þá segir Helgi það ósannindi að forystumenn sjó- manna séu ósamstæðir og tefji fyrir viðræðum líkt og Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, heldur fram í frétt sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Að sögn Helga hefur framkvæmda- stjóri LÍÚ ekkert nýtt haft fram að færa í samningaviðræðunum. „Og að saman. En það eina sem hann hefur til málanna að leggja er að éta upp nákvæmlega það sama og Kristján Ragnarsson hefur sagt í gegnum tíðina. Þetta hefur allt snú- ist um það að við getum ekki talað saman og annað bull. Það liggur fyr- ir að hann hefur sagt að þeir geri ekki kjarasamning sem hefur í för með sér útgjaldaauka. Og ég skil það ekki öðruvísi en svo að það sé ekki verið að bjóða neitt.“ Samn- ingar sjómanna og útvegsmanna runnu út 15. febrúar í fyrra, en næsti fundur samningsaðila verður hjá ríkissáttasemjara 5. janúar nk. klukkan 10. Að sögn Helga er nú verið að afla verkfallsheimildar sem stefnt er að að liggi fyrir 15. mars næstkomandi. Formaður Vélstjórafélagsins segir LÍÚ fara með ósannindi Bjóða einungis samninga án launahækkunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.