Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 26

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 26
VIÐSKIPTI 26 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útsalan er hafin Strandgötu 11, sími 565 1147 Opið laugardag frá kl. 10.00—16.00 NUDDNÁM hefst 10. janúar nk. Kvöld- og helgarnám. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og Félagi íslenskra nudd- fræðinga. Útskriftarheiti er nuddfræðingur. Upplýsingar og innritun í síma 897 2350 og 511 1085 virka daga frá kl. 13—17. Nuddskóli Guðmundar, Hólmaslóð 4, Reykjavík. NETSÖLUFYRIRTÆKIÐ Lets- buyit.com hefur sótt um greiðslu- stöðvun og hefur hætt að taka við pöntunum frá viðskiptavinum. Stephen Cox, sem sér um samskipti fyrirtækisins við fjárfesta, segir á AP-fréttavefnum að einn möguleik- inn í stöðunni sé að draga starfsemi fyrirtækisins verulega saman. Höf- uðstöðvar Letsbuyit.com eru í Amsterdam í Hollandi og rekur fyr- irtækið verslunar- og þjónustuvef víða í Evrópu. Gengi hlutabréfa í Letsbuyit.com var 1,25 evrur þegar viðskiptum með þau var hætt á Neuer Markt hlutabréfamarkaðnum í Frankfurt í Þýskalandi 29. desember síðastlið- inn. Útboðsgengi fyrirtækisins var hins vegar 3,5 evrur þegar það fór á markað í júlí 2000. Íslenskir fjár- festar og sjóðir eiga hlut í Letsbuyit.com. Styrkurinn átti að vera í fjöldanum Tilkynningin um að Letsbuyit.- com hefði sótt um greiðslustöðvun kom eftir að nokkurrar bjartsýni gætti hjá fyrirtækinu á meðan jóla- innkaupin stóðu sem hæst og tekjur þess jukust. Verðbréfasérfræðingar höfðu hins vegar látið í ljós efasemd- ir um að viðskiptahugmyndin, sem fyrirtækið byggist á, geti gengið upp. Letsbuyit.com tekur við pönt- unum frá viðskiptavinum um kaup á vörum, sér síðan um að útvega þær og reynir að semja um lækkun á verði þeirra frá birgjum. Hugmynd- in gengur út á að styrkurinn búi í fjöldanum, þ.e. því fleiri sem kaup- endurnir séu því lægra verð þurfi að greiða fyrir keyptar vörur. Reynt var að laga stöðu Letsbuy- it.com með 20% fækkun starfsfólks í ágúst síðastliðnum. Tap fyrirtækis- ins lækkaði við þær aðgerðir og var 26,4 milljónir evra, um 2,1 milljarður íslenskra króna, á ársfjórðungnum frá júlí til september 2000 í sam- anburði við 43,3 milljónir evra, um 3,4 milljarða íslenskra króna, næstu þrjá mánuði þar á undan frá apríl til maí. Stjórnendur Letsbuyit.com hafa reynt að útvega fjármagn til að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtæk- isins. Martin Coles, framkvæmda- stjóri Letsbuyit.com, segir á AP- fréttavefnum að viðræður hafi átt sér stað við hluthafa um hugsanlegt aukið rekstrarfé, en Stephen Cox segir hins vegar að það hafi ekki skilað sér enn. Hann segir jafnframt að ekki liggi fyrir hvort til greiðslu- stöðvunar muni koma. Það sé hins vegar vilji stjórnenda Letsbuyit.com að starfsemi fyrirtækisins haldi áfram. Letsbuyit.com sækir um greiðslustöðvun Starfseminni verði haldið áfram Lundúnum, AP. BÚNAÐARBANKI Íslands sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun Verð- bréfaþings Íslands 29. desember sl., síðasta viðskiptadag ársins. Þar kom fram að afkoma bankans verði tals- vert undir áætlunum. Í fréttatilkynningu Búnaðarbank- ans í lok nóvember vegna uppgjörs bankans fyrir fyrstu níu mánuði árs- ins var á það bent að aðstæður á fjár- magnsmarkaði jafnt innanlands sem erlendis hafi verið mjög erfiðar á árinu. „Á fjórða ársfjórðungi hafa að- stæður á fjármálamörkuðum áfram farið versnandi. Sveiflur á fjármála- mörkuðum hafa talsverð áhrif á rekstrarafkomu bankans og því er ljóst að rekstrarniðurstaða ársins verður talsvert undir áætlun. Al- mennur bankarekstur hefur hins veg- ar gengið mjög vel á árinu og er tekjuaukning af grunnstarfsemi bankans í takt við áætlanir,“ segir í tilkynningu bankans. Hagnaður Búnaðarbankans fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam 438 milljónum króna og var það nokk- uð minni hagnaður en gert hafði verið ráð fyrir í rekstraráætlunum. Loka- gengi bréfa í Búnaðarbankanum var 4,75 fyrir áramótin en viðskipti voru með bréf félagsins fyrir tæpar 11 milljónir króna 29. desember sl. Rekstur Búnaðarbankans undir áætlunum SALA Flugleiða mæld í seldum sæt- iskílómetrum jókst um 14,6% í nóv- ember í ár frá sama mánuði í fyrra en framboðið mælt á sama mælikvarða var 4,7% minna. Sætanýting var því 71,6%, eða rúmlega 20% betri en í sama mánuði 1999. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að þetta gefi vonir um að nýting verði töluvert betri í upphafi næsta árs en hún var í upp- hafi þessa árs. Í heild hefur sætanýt- ing hjá Flugleiðum aukist um tæp 2% á árinu. Í yfirliti um framboð og flutninga í nóvember segir að í þeim mánuði hafi komið fram fyrstu vísbendingar um árangur þeirra breytinga á rekstri millilandaflugs Flugleiða sem kynnt- ar voru í tengslum við níu mánaða uppgjör félagsins á dögunum. Kom- inn sé til framkvæmda verulegur hluti þeirrar 8–10% minnkunnar framboðs sem boðuð var yfir vetrar- mánuðina og eins og vonast hafi verið til hafi það ekki dregið úr sölu heldur bætt sætanýtinguna. Í nóvember fjölgaði farþegum í millilandaflugi Flugleiða um 15,2% samanborið við nóvember 1999 og voru farþegar alls 99.465. Farþegum fjölgaði meira á flugleiðum til og frá Íslandi en á leiðum yfir Norður-Atl- antshafið, eða um 17,5%. Farþegum á almennu farrými fjölgaði í nóvember um 16,1% og á viðskiptafarrými um 5,3%. Farþegum í innanlandsflugi fjölgar um 18,5% Fyrstu ellefu mánuði ársins hefur millilandafarþegum félagsins í heild fjölgað um tæp 8% ef miðað er við sama tíma í fyrra, en farþegum til og frá Íslandi hefur fjölgað mun meira, eða um 13,7%. Farþegar í innanlandsflugi Flug- félags Íslands, dótturfélags Flug- leiða, voru í nóvember 26.732 og fjölg- aði um 18,5% frá fyrra ári. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru farþegar í innanlandsflugi 328.201 og hefur þeim fjölgað um 19,9% frá 1999. Í nóvember fluttu Flugleiðir– Frakt, dótturfélag Flugleiða, 3.316 tonn af frakt, sem er 21,4% meira en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu ellefu mánuði ársins jukust fraktflutningar um rúm 43% og urðu vel yfir 30 þús- und tonn. Framboð og flutningar Flugleiða í nóvember Sætanýting jókst um 2% árið 2000 Í nóvember fluttu Flugleiðir–Frakt, dótturfélag Flugleiða, 3.316 tonn af frakt, sem er 21,4% meira en í sama mánuði í fyrra. Ljósmynd/Baldur Sveinsson FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Gilding ehf. eignaðist þann 29. des- ember 5% í Kaupþingi hf. og er þar með orðið fjórði stærsti eigandi í félaginu með 5,02% hlut. Nafnvirði hlutarins er 48,63 milljónir króna. Þrír stærstu eigendur í Kaupþingi eru Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis með 20,10%, Sparisjóðurinn í Keflavík með 10,02% og Sparisjóða- banki Íslands hf. með 7,35%. Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) var annar stærsti hluthafinn í Kaup- þingi áður en hann seldi 6,05% hlut í félaginu skömmu fyrir jól. Þau við- skipti eru nú gengin í gegn án þess að forkaupsréttarhafar hafi nýtt sér rétt sinn. SPH á nú 4,95% í Kaupþingi. Gilding eykur hlut sinn í Kaup- þingi hf.VÍSITALA iðnaðarframleiðslu í Bandaríkjunum hefur ekki mælst lægri en í desember sl. frá árinu 1991 og er enn ein staðfesting á að farið sé að draga verulega úr hagvextinum. Margir óttast að lendingin geti orðið hörð og að hætta sé á að niðursveifl- an geti orðið meiri en áður var talið. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum féll í kjölfar fréttanna. Talið er víst að þrýstingur á stjórnendur seðla- banka Bandaríkjanna að lækka vexti nú í lok mánaðarins aukist fyrir vik- ið. Fjármálamaðurinn George Soros hefur sagt að alþjóðleg fjármála- kreppa hljóti að vera yfirvofandi og að stjórnvöld í Bandaríkjunum geti lítið gert til þess að afstýra henni. Soros segir að stjórnendur seðla- bankans hafi verið of seinir að bregð- ast við samdráttarmerkjum. Sumir sérfræðingar telja að of mikið sé gert úr lækkun vísitölu iðn- aðarframleiðslunnar, staðreyndin sé sú að vægi þjónustugeirans aukist stöðugt á kostnað framleiðslunnar og að vöxtur í þjónustustarfsemi sé enn góður en um 80% Bandaríkja- manna vinna við verslun og þjón- ustu. Hægir á í Banda- ríkjunum LOKAGILDI gengisvísitöl- unnar í lok ársins 2000 var 121,49, sem er hæsta lokagildi hennar til þessa. Krónan veikt- ist því um 10,40% á árinu, en upphafsgildi vísitölunnar var 110,05, samkvæmt upplýsing- um frá Íslandsbanka-FBA. Lægst náði vísitalan 107,75 hinn 28. apríl sl. Heildarvið- skipti á millibankamarkaði voru 766,5 milljarðar á síðasta ári og meðalvelta á dag því 3,06 milljarðar en var 1,873 millj- arðar árið 1999 og 1,570 millj- arðar 1998. Mest viðskipti urðu 14. júlí fyrir 20,750 milljarða. Krónan veiktist um 10,4% á árinu LANDSBANKINN spáir 0,45% hækkun á vísitölu neysluverðs milli desember og janúar. Gangi spáin eftir hefur vísitala neysluverðs þá hækkað um 3,84% á síðustu 12 mánuðum. Ennfremur verður verðbólga milli áranna 1999 og 2000 um 5,05%. Helstu forsendur í spánni eru að þensla á húsnæðis- markaði sé minni en á síðasta ári og þá hefur verðlækkun á bensíni um 0,2% áhrif til lækkunar á vísitölunni í mán- uðinum. Landsbank- inn spáir 5,5% verð- bólgu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.