Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 28

Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 28
ERLENT 28 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BILL Clinton Bandaríkjaforseti veitti á sunnudag heimild til að fulltrúi Bandaríkjanna undirritaði samning sem kveður á um að stofn- aður verði alþjóðlegur stríðsglæpa- dómstóll á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Á hinn bóginn sagði Clinton að samningurinn myndi ekki verða lagð- ur fyrir öldungadeild þingsins fyrr en búið væri að tryggja betur að dóm- stólnum yrði ekki misbeitt gegn bandarískum hermönnum. Er sam- þykkt forsetans því einkum táknræns eðlis. Hörð andstaða er við samning- inn í varnarmálaráðuneytinu banda- ríska og meðal repúblikana á þingi. „Ég tel að alþjóðlegur stríðsglæpa- dómstóll, sem styðst við vandaðar reglur og gott skipulag, geti átt mik- inn þátt í að sporna við vaxandi tíðni mannréttindabrota um allan heim,“ sagði Clinton í yfirlýsingu sem gefin var út í Hvíta húsinu. „Ég tel að Clinton forseti hafi með undirrituninni ýtt undir vonir ótal- inna milljóna manna um allan heim um að réttlæti nái fram að ganga er hann gaf til kynna stuðning Banda- ríkjanna við mikilvægasta alþjóða- dómstól frá því að Nürnberg-dóm- stóllinn var og hét,“ sagði Richard Dicker, einn af ráðgjöfum mannrétt- indasamtakanna Human Rights Watch. Sem stendur eru tveir alþjóðlegir dómstólar á vegum SÞ starfandi, annars vegar vegna átakanna í Júgó- slavíu og hins vegar þjóðarmorðsins í Rúanda. Settur var á sínum tíma frestur sem rann út á sunnudags- kvöld; þau ríki sem ekki hefðu þá undirritað samninginn fyrir þann tíma hefðu þurft að staðfesta hann skilyrðislaust ef þau ætluðu sér að taka einhvern þátt í samstarfinu um gerð hans. Gert er ráð fyrir að dómstóllinn taki til starfa eftir tvö ár. Árið 1998 voru nokkrar grundvallarreglur um starfsemi hans samþykktar af fulltrú- um 120 ríkja á ráðstefnu í Róm. Öldungadeildarþingmaðurinn Jesse Helms, sem er repúblikani og mjög hægrisinnaður, gagnrýndi ákvörðun Clintons af mikilli hörku. Sagði hann Clinton vera að reyna að binda hendur verðandi forseta, George W. Bush, í málinu. Helms er formaður utanríkismálanefndar þingdeildarinnar. Stríðs- glæpadóm- stóll sam- þykktur SÞ. AP. Clinton Bandaríkjaforseti NEÐRI deild kambódíska þings- ins samþykkti í gær lagafrumvarp sem kveður á um að stofnaður verði sérstakur dómstóll til að sækja helstu leiðtoga Rauðu khmeranna til saka fyrir þjóðar- morð á árunum 1975–79. Dómstóll- inn verður skipaður kambódískum og erlendum dómurum samkvæmt samkomulagi Kambódíustjórnar og Sameinuðu þjóðanna frá því í apríl. 92 þingmenn af 120 voru við- staddir atkvæðagreiðsluna og frumvarpið var samþykkt einróma. Umræðan um dómstólinn stóð að- eins í tvo daga þar sem leiðtogar allra þingflokkanna höfðu sam- þykkt frumvarpið. Öldungadeild þingsins og stjórn- lagaráð Kambódíu þurfa að sam- þykkja frumvarpið áður en það verður að lögum. Stjórnin og Sam- einuðu þjóðirnar þurfa síðan að undirrita samning um framkvæmd réttarhaldanna til að hægt verði að stofna dómstólinn. Norodom Ranariddh prins, for- seti þingsins, sagði á föstudag að undirbúningur réttarhaldanna gæti tekið allt að tvö ár. Sam- kvæmt frumvarpinu á að saksækja „hátt setta leiðtoga Rauðu khmer- anna og þá sem bera mesta ábyrgð“ á grimmdarverkum kommúnistahreyfingarinnar frá apríl 1975 til janúar 1979. Áætlað er að ógnarstjórn Rauðu khmer- anna hafi kostað 1,7 milljónir Kambódíumanna lífið. Margir fyrrverandi liðsmenn Rauðu khmeranna gengu í flokk Huns Sens forsætisráðherra, Kambódíska þjóðarflokkinn, og lögðust gegn stofnun dómstólsins af ótta við að þeir yrðu dregnir fyrir rétt. Þeir ákváðu þó að styðja frumvarpið vegna ákvæðisins um að aðeins þeir sem bæru „mesta ábyrgð“ á grimmdarverkunum yrðu sóttir til saka. Varað við óeirðum Ekki hefur enn verið ákveðið hverjir verði ákærðir. Aðeins tveir af helstu forystumönnum Rauðu khmeranna, Ta Mok, fyrrverandi yfirmaður hersveita þeirra, og Kaing Khek Iev, sem stjórnaði af- tökum hreyfingarinnar, eru nú í varðhaldi. Leiðtogi Rauðu khmer- anna, Pol Pot, lést fyrir tveimur árum en margir af fylgismönnum hans dvelja nú óáreittir nálægt landamærunum að Taílandi. Hun Sen sagði í síðasta mánuði að ekkert væri því til fyrirstöðu að ákæra tvo af helstu forystumönn- um kommúnistahreyfingarinnar, Nuon Chea, helsta hugmyndafræð- ing hennar, og Khieu Samphan, sem var leiðtogi hennar að nafninu til. Þeir sögðu sig úr hreyfingunni skömmu áður en hún leystist upp fyrir tveimur árum og búa í bæn- um Pailin, nálægt landamærunum að Taílandi. Hun Sen varaði hins vegar við miklum óeirðum ef reynt yrði að saksækja Ieng Sary, sem var utan- ríkisráðherra á valdatíma Rauðu khmeranna og gekk til liðs við stjórn Huns Sens árið 1996 ásamt þúsundum félaga í kommúnista- hreyfingunni. Forsætisráðherrann sagði að fylgismenn Sarys myndu gera uppreisn ef hann yrði leiddur fyrir rétt. Réttarhöld yfir Rauðum khmerum samþykkt Phnom Penh. Reuters, AP. SORG ríkti í Hollandi í gær vegna eldsvoðans sem varð að minnsta kosti níu ungmennum að bana á dansstað í borginni Vol- endam, skammt norðan við Amst- erdam, á gamlárskvöld. 60 að auki slösuðust og voru um 30 þeirra með mikil brunasár og sum í lífshættu. Embættismenn brunavarna álíta að kviknað hafi í skreyt- ingum í lofti salarins en vitað er að deilt var út stjörnuljósum meðal gestanna til að tendra þeg- ar nýja árið gengi í garð. Húsið sjálft var ekki mikið skemmt af eldinum og margt bendir til þess að orsök manntjónsins hafi frem- ur verið fát og skelfing sem greip um sig þegar eldurinn varð laus. Talsmaður borgaryfirvalda sagði að eldurinn hefði staðið stutt en verið öflugur og honum hefði fylgt geysimikill reykur. Frank IJsselmuiden, borgar- stjóri Volendam, sagði að tvennar af þrennum neyðardyrum stað- arins hefðu verið lokaðar. „Þetta var hryllingsnótt. Ég sá ráðvillta unglinga, augnatillitið var fullt af ótta. Ég sá einn þeirra deyja,“ sagði hann. Þrjár krár voru á staðnum. Ör- yggisráðstafanir í húsinu hafa verið gagnrýndar og hefur lög- reglan hafið rannsókn á þeim þætti málsins. Eigandinn var í hópi þeirra sem slösuðust og því ekki hægt að yfirheyra hann strax. Fullyrt er að brunastigi hafi á sínum tíma verið fjarlægð- ur vegna framkvæmda í næsta húsi og sjónarvottar sögðust hafa séð gesti taka flugelda með sér inn í húsið. Um 700 manns voru innandyra er eldurinn braust út sem mun hafa verið um klukkan hálfeitt að morgni nýársdags. Fórnarlömb slyssins voru flutt á sjúkrahús víða um landið, sum með þyrlum til Þýskalands og Belgíu þar sem þau fengu sér- staka aðhlynningu vegna bruna- sára. Alls fengu um 90 manns að- stoð á sjúkrahúsi vegna elds- voðans en af þeim fengu 40 að fara heim samdægurs. Hin látnu voru á aldrinum 13 til 22 ára. Aðeins eitt sjúkrahús í Hol- landi er með sérfræðimiðstöð vegna brunasára. Einn af starfs- mönnum stöðvarinnar, dr. Martin Hunseld, sagðist óttast mjög um líf a.m.k. 15 þeirra sem slösuðust. Sérfræðingar unnu að því í gær að bera kennsl á þá sem létust eða slösuðust illa. Mikil óvissa ríkti síðdegis í gær hjá ættingjum margra ungmenna sem ekki hafði spurst til. Öldruð kona sagðist vita að 25 ára gömul frænka hennar hefði fengið meðhöndlun á sjúkrahúsi í Rotterdam. „Bróðir hennar, sem er bara 17 ára, var þarna líka en við vitum ekkert um afdrif hans. Við höfum ekki heyrt neitt,“ sagði konan. Kráin sem brann heitir Het Hemeltje eða Litla himnaríki og er mikið sótt af ungu fólki. Hún er í hverfi gamalla timburhúsa við höfnina en þar er nú fjöldi diskóteka, kráa og veitingahúsa. Margir slösuðust er þeir stukku út um glugga til að forða sér en staðurinn er á annarri hæð. Einn- ig þjáðust margir af reykeitrun. Slökkviliðsmaður sagði að ofboðs- leg hræðsla hefði gripið um sig meðal fólksins, sumir hefðu troð- ist undir og fátið svo mikið að hópar hefðu orðið fastir í dyrum þar sem enginn komst áfram eða aftur á bak. Allir hefðu í ofboði reynt að komast burt frá eldtung- unum. Datt niður stiga og bjargaðist Ung stúlka sem var á staðnum og slapp lifandi segist hafa séð blossa en síðan hafi ljós slokknað. Fólk hafi æpt og grátið. „Eld- urinn virðist fljótlega hafa verið slökktur en margir höfðu þegar stokkið út um gluggana eða þá að eldurinn hafði náð til þeirra á gólfinu.“ Átján ára drengur sagði að í ringulreiðinni hefði hann dottið niður stigann niður á fyrstu hæðina og hefði þannig bjargað lífinu, aðeins brunnið á höndum. Flestir íbúar í Volendam eru kaþólskir og prestar safnaðarins fóru á milli ættingja til að hug- hreysta þá eftir mætti. Sjálfboða- liðar mönnuðu neyðarmiðstöð sem sá um að veita fólki upplýs- ingar jafnóðum og þær bárust. Níu fórust í eldsvoða í borginni Volendam í Hollandi á gamlárskvöld Reuters Einu af fórnarlömbum eldsvoðans í diskótekinu ekið inn í sjúkrabíl að morgni nýársdags. Vitað er að minnst níu manns fórust. Reuters Beatrix Hollandsdrottning ræðir við syrgjandi ættingja í Amsterdam í gær. Hollendingar eru harmi slegnir vegna eldsvoðans. Skelfing greip um sig á dansstaðnum Volendam. AP, Daily Telegraph, Reuters. EINN af þriggja stjörnu kokkunum í Frakklandi, Alain Passard, til- kynnti sl. föstudag, að hann ætlaði að hætta að bjóða upp á kjöt á hin- um fína Arpége-veitingastað í Par- ís. „Þegar kemur fram á vorið verð- ur matseðillinn upp á grænmeti og raunar hef ég sjálfur ekki etið kjöt í langan tíma,“ sagði Passard í við- tali við dagblaðið Libération. Kvaðst ekki lengur hafa neina ánægju af því að matreiða kjötrétti og vildi verða fyrsti þriggja stjörnu kokkurinn sem helgaði sig græn- metinu. Arpége verður þó ekki al- veg grænn í gegn því að á matseðl- inum verður áfram einn kjúklingaréttur. Passard sagði, að einn af kostunum við grænmetið væri, að það væri miklu ódýrara en kjötið og því yrði unnt að lækka verðið á réttunum. Arpége helgaður græn- metinu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.