Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 29
ERLENT B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w w w . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! Umsóknarfrestur til 9. janúar kl. 16.00 Allar nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 15:30. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 10. janúar kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 3ja herb. Miðholt 1 Mosfellsbæ 81m2 íbúð, 103 Alm.lán Búseturéttur kr. 1.401.324 Búsetugjald kr. 51.691 Afhending í mars Klapparstígur 20, Reykjavík Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðholt 13 Mosfellsbæ 70m2 íbúð, 202 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.206.791 Búsetugjald kr. 33.805 Afhending í febrúar N Ý T T H Ú S - 26 Í B Ú Ð I R KIRKJUSTÉTT 7 - 13, Grafarholti - Reykjavík Umsóknarfrestur til 15. janúar nk. Þrjár 5 herbergja, 114,3m2. Búseturéttur kr. 2.012.903 Búsetugjald kr. 78.482 Tuttugu og ein 4ra herbergja, 99,3m2 til 112,2m2 Búseturéttur frá kr. 1.756.542 til kr. 1.970.176 Búsetugjald frá kr. 68.725 til kr. 76.856 Tvær 3ja herbergja, 86,7m2 og 86,9m2 Búseturéttur kr. 1.528.667 Búsetugjald kr. 60.052 Áætluð afhending íbúðanna er í júní 2001 Íbúðirnar eru allar með almennum lánum Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 15:30. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 17. janúar kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 2ja herb. STARFSMENN ríkissjónvarpsins í Tékklandi lýstu yfir verkfalli í fyrradag til að leggja áherslu á kröfu sína um að Jiri Hodac, ný- ráðinn sjónvarpsstjóri, léti af störf- um. Starfsmennirnir sögðust þó ætla að halda áfram að senda út fréttir. Stéttarfélag starfsmannanna lýsti yfir verkfalli til að koma í veg fyrir að lögreglan réðist inn í fréttastofu sjónvarpsins sem tugir sjónvarpsmanna lögðu undir sig skömmu fyrir jól til að mótmæla ráðningu Hodac. Tékknesk lög kveða á um að lögreglan megi ekki grípa til aðgerða gegn friðsömum verkfallsmönnum og ekki sé hægt að segja þeim upp. Fréttamenn ríkissjónvarpsins segja að tékkneska útvarpsráðið hafi ráðið Hodac sjónvarpsstjóra af pólitískum ástæðum og saka hann um að draga taum Vaclavs Klaus, fyrrverandi forsætisráðherra. Uppreisnarmennirnir í frétta- stofunni krefjast þess að fréttir þeirra verði sendar út og örygg- isverðir sem staðið hafa við frétta- stofuna frá því á sunnudag verði fjarlægðir. Einn fréttamannanna sagði að Hodac hefði farið inn í fréttastofuna í fyrradag ásamt fimm lögreglumönnum og byrjað að skoða persónuskilríki um 40 sjónvarpsmanna sem taka þátt í uppreisninni. Einn af aðstoðar- mönnum Hodac sagði að lögreglan hefði verið beðin um að skoða per- sónuskilríkin til að ganga úr skugga um hvort fólkið væri í leyf- isleysi í sjónvarpsbyggingunni. Sjónvarpsstjórinn hefur rekið upp- reisnarmennina og krafist þess að lögreglan fjarlægi þá úr fréttastof- unni en yfirvöld hafa neitað því. Uppreisnarmennirnir segja að tveir þriðju starfsmanna ríkissjón- varpsins styðji aðgerðir þeirra. Vaclav Havel forseti styður upp- reisnarmennina og talið er að þeir njóti stuðnings mikils meirihluta Tékka. Flokkur Klaus, Borgara- legir demókratar, er eini flokkur- inn sem styður enn ráðningu Ho- dac. Uppreisn hjá tékkneska ríkissjónvarpinu AP Starfsmaður tékkneska ríkis- sjónvarpsins dregur matvæla- poka upp á aðra hæð sjónvarps- byggingar í Prag. Sjónvarps- mennirnir lýsa yfir verkfalli Prag. AP. DYRUM hinnar umdeildu Þúsald- arhvelfingar í London var lokað í síðasta sinn á gamlársdag. 27.000 gestir sóttu hana heim á þessum síð- asta degi, þar á meðal Tony Blair forsætisráðherra og Cherie eig- inkona hans ásamt þremur af fjór- um börnum sínum. En þrátt fyrir vel sóttan lokadag breytir það því ekki að gestir hvelfingarinnar á árinu eru nær helmingi færri en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir. Sex og hálf milljón manna skoðaði hvelfinguna á árinu en spár höfðu gert ráð fyrir heimsóknum 12 millj- óna. Þúsaldarhvelfingin stendur á bakka Thames-árinnar sem rennur í gegnum London. Áður en hún var tekin í notkun hafði Blair lýst því yf- ir að hún yrði öfundarefni gervallr- ar heimsbyggðar. Málin snerust aft- ur á móti fljótt á annan veg, m.a. vegna gífurlegs kostnaðar við bygg- inguna en alls voru yfir 800 millj- ónir punda, eða það sem svarar 100 milljörðum ísl. kr., lagðar í hana. Á lokadeginum var Þúsaldarsýn- ingin sýnd í 999. og síðasta skipti og tóku áhorfendur henni afar vel. Framkvæmdastjóri hvelfing- arinnar, Pierre-Yves Gerbeau, faðmaði leikara hennar og lýsti yfir ánægju með frammistöðuna. Spár um aðsókn óraunsæjar Gerbeau sagði í viðtali við Sky- sjónvarpsstöðina fyrr um daginn að dagurinn væri mjög sorglegur. „Okkur tókst að snúa mislukkuðu verkefni yfir í heimsviðburð,“ sagði hann og bætti við að helsta vanda- mál hvelfingarinnar hefði verið spá- in um fjölda gesta. Hún hefði verið óraunsæ og vel mætti una við þann fjölda gesta sem skoðuðu hvelf- inguna á árinu. Óháð úttekt á framkvæmdastjórn hvelfingarinnar sýndi hins vegar að rekstur hvelfingarinnar var óskipu- lagður og skortur á yfirsýn og að- haldi með útgjöldum var verulegur. Opnunarhátíðin þótti einnig takast illa, en miklar tafir urðu á henni. Umfjöllun fjölmiðla um hvelfinguna var einnig mjög neikvæð en þeir sögðu sýninguna vera smekklausa. Vangaveltur um framhaldið Nú þegar byggingunni hefur ver- ið lokað er þegar farið að velta vöngum yfir framhaldinu. Talið er líklegast eins og mál standa nú að Legacy-samsteypan, sem lýtur stjórn auðkýfings sem er í góðum tengslum við Verkamannaflokkinn, taki yfir lóðina. Hún hefur boðist til að kaupa hana fyrir sem svarar tæplega 16 milljörðum ísl. króna sem er sex sinnum minna en hún kostaði og breyta svæðinu í vísinda- og tæknisafn. Gerbeau hefur hins vegar stutt keppinaut Legacy sem vill halda svipaðri starfsemi áfram á svæðinu og nú. Þúsaldarhvelfingin, sem er 50 metra há og einn kílómetri í þver- mál, var upphaflega hönnuð til þess að endast í 40 ár. Leikar fóru aftur á móti svo að nýliðnum áramótum var ekki einu sinni fagnað í hvelf- ingunni. Þúsaldarhvelf- ingunni lokað London. AFP. þ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.