Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 39

Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 39 www.hanspetersen.is Fáðu filmuna á geisladisk. Deildu minningunum með vinum þínum á hanspetersen.is Fáðu hágæðaútprentun á ljósmyndapappír í gegnum hanspetersen.is Gerðu meira úr myndunum þínum! BÆKUR norska spennusagna- höfundarins Karin Fossum hafa þrisvar orðið fyrir valinu til útgáfu hjá Máli og menningu og fyrir þessi jól kemur út í kiljubroti Sá er úlfinn óttast. Áður hafa komið út Auga Evu (1998) og Líttu ekki um öxl (1999). Hér segir frá rannsóknarlögreglu- manninum „geðþekka“ Konrad Sej- er, sem er rúmlega fimmtugur ekkjumaður, en í þessari sögu glímir hann við að upplýsa hrottalegt morð á aldraðri bóndakonu. Inn í söguna fléttast eltingaleikur við bankaræn- ingja og leit að týndum geðsjúklingi en samkvæmt frásögn unglingspilts af upptökuheimili var geðsjúklingur- inn á staðnum þegar morðið var framið. Frásögnin færist til á milli þessara þriggja þar sem bankaræninginn og geðsjúklingurinn lenda saman fyrir tilviljun og milli þeirra þróast sér- kennilega náið samband meðan á flóttanum stendur. Yfir sögunni er rólyndistónn, þetta er ekki atburða- saga, frásögnin er nákvæm en stíll höfundarins geldur þýðandans þar sem ritleikni höfundarins hverfur að mestu í stirðbusalegri þýðingu. Sagan verður því fremur daufleg aflestrar í þessum búningi og vand- séð hvers vegna hún hefur verið val- in til útgáfu þegar vitað er að fjöldi afbragðsgóðra spennusagnahöfunda er að störfum víða í Skandinavíu. Persóna Sejers er fremur óljós og fjarlæg, hann verður ekki það sjón- gler sem lesandinn virðir fyrir sér sögusviðið í gegnum. Lýsingin sem gefin er á honum er þó giska ná- kvæm. „Alvarlegur og gráhærður. Dálítið valdsmannslegur. Segir fátt. Duglegur. Ljónskarpur. Nákvæmur, þolinmóður, ábyrgur og þolgóður. Veikur fyrir litlum börnum og göml- um konum.“ Þrátt fyrir þessa ná- kvæmu lýsingu lifnar Sejer ekki við á síðum sögunnar og verður ekki minnisstæð persóna. Til samanburðar má nefna Kurt Wallander hinn sænska, sem er mið- aldra einhleypingur af svipaðri sort og Sejer, honum er aldrei lýst á þennan hátt, en er þó mun betur mótuð persóna úr penna Hennings Manckells. Fossum fer þá leiðina að leiða smám saman í ljós að glæpurinn var framinn fyrir hálfgerða tilviljun, meginviðfangsefni höfundar eru hin- ar fjölmörgu birtingarmyndir mann- legra samskipta og ljær það sögunni gildi umfram hinn dæmigerða reyf- ara. Glæpurinn kraumar undir sem áminning um að án hans væri engin saga en í sjálfu sér skiptir hann ekki máli fyrir viðfang höfundarins. Þannig verður sagan aldrei mjög spennandi en andrúmsloft hennar er sterkt þótt persónurnar séu misvel mótaðar. Þetta er ágæt saga sem líð- ur nokkuð fyrir þýðinguna en er engu að síður vel yfir meðallagi sem afþreyingarlesning. BÆKUR S p e n n u s a g a eftir Karin Fossum, þýðandi: Erna Árnadóttir. Útgefandi Mál og menning 2000. 259 bls. Prentað í Danmörku. SÁ ER ÚLFINN ÓTTAST Úlfurinn í okkur Hávar Sigurjónsson Gefið ástinni hlýja gjöf Ekta pelsar verð frá kr. 50.000 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Sigurstjarna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.