Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 41
KARLAKÓR REYKJAVÍKUR 75 ÁRA MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 41 FRIÐRIK S. Kristinssonhefur verið söngstjóriKarlakórs Reykjavíkur írúmlega tíu ár en segist hafa lent í því starfi fyrir tilviljun. „Ég ætlaði ekkert að stjórna kórn- um upphaflega. Ég ætlaði bara að radd- þjálfa hann í tvo mán- uði. Þetta var að hausti til 1989 en ein- hvern veginn vatt þetta upp á sig og haustið 1990 tók ég við kórnum,“ segir Friðrik. Þegar rætt er við kórfélaga tala þeir all- ir um hversu skemmtilegt sé að vera í kórnum. Hvað er svona skemmtilegt? „Við æfum tvisvar í viku og erum yfirleitt að æfa mjög skemmti- lega tónlist, ólíka efn- isskrá, bæði fyrir jól og vor. Við höfum haldið jólatónleika á aðvent- unni í Hallgrímskirkju í nokkur ár sem hefur gefið kórnum fjöl- breytni. Áður var aðeins stefnt á vortónleika og þá vorum við að æfa efnisskrá þeirra allan veturinn. Núna hefur þetta verið að breytast og fjölbreytnin er meiri. Síðan er það félagslífið og önnur starfsemi, eins og utanlandsferðir sem flestar eru farnar á veturna – þótt tvö til þrjú ár líði á milli þeirra. Svo er þorrablótið í janúar og árshátíðin sem haldin er eftir vor- tónleikana okkar. Þar fyrir utan stendur kvenfélagið fyrir ýmsum uppákomum sem ganga allan vet- urinn. Þar eru í flokki eiginkonur kórfélaga. Þær eru mjög virkar í félagsstarfinu og standa fyrir skemmtunum sem eru um leið fjár- öflun.“ Þið bara syngið og þær puða. „Já, það lítur þannig út. Þær hafa verið mjög duglegar. Þær stofnuðu til dæmis flygilssjóðinn og þegar húsið var opnað færðu þær kórnum konsertflygilinn sem er núna í Ými. Þetta eru hörkuduglegar konur og eru til dæm- is með sínar fjárafl- anir fyrir utanlands- ferðirnar – það er að segja, ef þær sjálfar vilja nýta ferðirnar.“ Hverjar eru helstu breytingarnar hjá kórnum eftir að þú tókst við? „Helstu breytingarnar eru þær að söngmönnum hefur fjölgað. Það er eðlileg þróun miðað við flesta aðra karla- kóra á landinu. Við teljum á milli sextíu og sjötíu félaga sem er nokkurn veginn sá fjöldi sem er í þessum stærri kórum. Síðan hef ég komið á þessum aðventutónleikum sem þekktust ekki hjá neinum öðr- um karlakór; við erum fyrsti karla- kórinn sem byrjar að syngja á að- ventunni – og alltaf fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju. Á síðustu að- ventu vorum við með þrenna tón- leika og alltaf fullt út úr dyrum.“ Byggið þið þá aðsókn eingöngu upp á styrktarfélögum? „Nei. Styrktarfélagar fá bréf þar sem tónleikarnir eru auglýstir og síðan eru þeir auglýstir fyrir almenning sem getur keypt sér miða í forsölu eða við innganginn.“ En hefur efnisskráin breyst hjá ykkur á seinustu árum? „Já, ég vil meina það. Hér áður fyrr voru þetta kannski meira hefðbundin ættjarðarlög, sungin nokkuð oft, ár eftir ár. En nú er kórinn farinn að syngja fjölbreyttari efnisskrá, bæði trúarleg og veraldleg lög – og meira á erlendum tungumálum. Það hefur að vísu alltaf verið eitt- hvað til staðar, til dæmis í tilefni af ferðum kórsins til útlanda. Þegar við fórum til dæmis til Lettlands, sem var mín fyrsta utanlandsferð með kórnum, heimsóttum við kór í Riga og sungum eitt lag á lettn- esku.“ Í ferð ykkar til Kanada í haust tókuð þið tvær tónlistarkonur með ykkur, þær Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur og Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur. Er það nýtt í starfi ykkar að fá kvenlistamenn til starfa með ykkur? „Nei, það er ekkert nýtt. Það hefur fjöldi kvenna starfað með okkur, við raddþjálfun og ann- að. Sigrún hefur oft komið til liðs við okkur og Anna Guðný hefur starfað lengur með kórnum en ég. Þær eru frábærir listamenn.“ En hvers vegna fer karlakór með kveneinsöngvara? Það var nú líka baritón í ferðinni með okkur, Björn Björnsson. Hins vegar svo skemmtilegt að fá konu til að brjóta upp raddprógramið, auk þess sem heilmikið hefur verið skrifað af tónlist fyrir kvenrödd og karlakór, eins og Ave Maria eftir Kaldalóns og fleira, bæði úr óp- erum og söngleikjum og kvik- myndatónlist. Í ferðinni voru við með íslenska efnisskrá, en hvernig sem efnisskráin er samsett þá er mikil tilbreyting að hafa kven-ein- söngvara – og þær konur sem hafa starfað með okkur eru mjög góð- ar.“ Helst vel á mönnum Þótt konur hafi átt þátt í að setja sterkan svip á kórstarfið hjá Karla- kór Reykjavíkur, má þó ekki gleyma sjálfu söngstarfinu. Ykkur hefur haldist býsna vel á kórfélög- um, ekki satt? Jú og þegar þeir hætta fara þeir gjarnan í kór eldri félaga. Við höfum ekki haft neitt aldurs- takmark hjá okkur ennþá og það eru sumir búnir að vera í aðalkórn- um í fjörutíu ár.“ Kórnum hefur líka haldist vel á stjórnendum. Heldurðu að þú eigir eftir að stjórna honum næstu tutt- ugu árin? „Það er aldrei að vita. Páll P. Pálsson stjórnaði honum í tuttugu og sex ár og í dag á að af- hjúpa brjóstmynd af honum í Ými. Ég held að það sé miðað við tutt- ugu til þrjátíu ár. Ég bíð spenntur að komast meðal þessara höfða þarna.“ Þetta er býsna stór arfleifð sem þú tókst við. Já, og þegar maður er að lesa í Öldinni okkar, frásagnir af því þeg- ar kórinn var að fara til Ameríku og annarra landa, verður manni ljóst hversu frábær stofnun þetta er og ég óska Karlakór Reykjavík- ur innilega til hamingju með af- mælið og vona að hann muni eiga bjarta framtíð í söng og leik.“ Björt framtíð í söng og leik Hús Karlakórs Reykjavíkur, Ýmir. Karlakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju á aðventunni . Friðrik S. Kristinsson JÓN G. Bergmann gekk í Karla- kór Reykjavíkur starfsárið 1957- 58 og starfaði af fullm krafti til 1970 þegar hann færði sig yfir í hóp eldri félaga. Hann var þó ekki nema fimmtugur en segist hafa haft svo mikið að gera annars staðar að hann hafi þurft að velja. „Ég var á kafi í félags- málum í banka- mannasambandinu og var mikið erlendis,“ segir hann, „sér- staklega á Norð- urlöndum, í norræna bankamanna- sambandinu.“ Var ekki erfitt að þurfa að fórna kórnum? „Jú. Það var erfitt. Ég hef verið í mörgum félögum en ekkert hefur verið eins skemmtilegt og Karlakór Reykja- víkur eins og hann var á þeim tíma.“ Hvers vegna gekkstu upp- haflega í kórinn? „Vinnufélagi minn, Sigmundur Helgason, hafði verið í kórnum og söng einnig í kvartetti sem hét Smárakvartettinn. Hann fór að ýta á mig að fara ganga í kórinn. Ég hafði verið í kór í barnaskóla og í menntaskóla, í stúdenta- kórnum og ýmsum kvartettum og hafði ákaflega mikla ánægju af því, bæði því að syngja og félags- starfinu sem fylgdi. Ég hef alla tíð haft ánægju af að syngja. Það var orgel á heimilinu þegar ég var að alast upp. Móðir mín spilaði á orgelið og það leið aldrei sá dagur að ekki væri eitthvað sungið á heimilinu. Svo má líka segja að kórinn hafi staðið mjög ná- lægt mér á þessum tíma. Formaður hans var Haraldur Sigurðsson, frændi minn og sonur eins af stofnendum kórsins.“ Hvað er eftir- minnilegast úr kór- starfinu? „Það er nú svo margt. En ég held að ég hafi aldrei átt skemmtilegri stund á ævinni en eftir vor- tónleikana 1958. Tón- leikarnir voru í Gamla bíói og á eftir var mikil veisla í kjallaranum þar. Það voru allir glaðir og í svo miklu hátíðarskapi að ég hef aldr- ei á ævinni skemmt mér eins vel.“ Þegar Jón, sem söng 1. bassa, er spurður hvað hafi verið svona skemmtilegt við kórstarfið, svar- ar hann: „Það er svo skemmtilegt að syngja. Svo var þetta mjög góður félagsskapur og menn voru svo viljugir að starfa saman. Það var nóg að gera við að safna styrktarfélögum og síðan fór ákveðinn hópur manna með miðana til styrktarfélaganna og til að innheimta greiðslur. Það voru ýmsir snúningar og öllum var svo ljúft að gera það sem þurfti að gera. Við vorum samtaka eins og einn maður og skemmtum okkur alltaf vel.“ Samtaka eins og einn maður Jón G. Bergmann EINN af yngstu meðlimum kórsins er Ólafur Halldórsson. Hann gekk í Karlakór Reykjavíkur árið 1997 og segist búinn að vera þar sleitulaust síðan. Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi gengið í karlakór, segir hann einn af vinum sínum, sem er kórfélagi, hafa bent sér á þennan möguleika. „Ég hef áð- ur verið í kórum og alltaf haft gaman af að syngja,“ segir Ólafur, „þannig að eftir að vin- ur minn hringdi í mig ákvað ég að sækja um. Síðan þurfti ég að fara upp í Skaftfellingabúð, þar sem kórinn var til húsa, í prufu hjá söng- stjóranum, Friðriki S. Kristinssyni. Það gekk ágætlega og ég var tekinn inn í kórinn. „Síðan var ég svo heppinn að það tóku á móti mér nokkrir gamlir jaxlar í minni rödd,“ segir Ólafur sem er 1. bassi, „og þeir sungu í eyrað á mér fyrst til að byrja með – sem var alveg ljóm- andi.“ Ólafur segir félagsstarfið í kring- um kórinn ekki síður skemmtilegt. „Ég tek þátt í öllu sem viðkemur kórnum og starfið er mjög fjöl- breytt. Nú síðast fórum við í frábæra söngferð til Kanada og Bandaríkj- anna, sem Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir tóku þátt í með okkar. Við ungu pollarnir tókum ferðina upp á myndband sem við höfum nú klippt saman og gefið út fyrir kórfélagana. Eitt af því sem er nefnilega svo skemmtilegt við svona kór, er að menn koma úr öllum áttum og búa yfir ólíkum hæfileikum sem geta gert félagsstarfið svo skemmtilegt.“ Pollarnir? Eruð þið með polladeild? „Já, við hittumst reglulega, fimmtán strákar, og skipuleggjum eitthvað skemmtilegt. Næsta pollamót er skipulagt í febrúar. Á þessum mótum fáum við yfir- leitt einhvern skemmtilegan mann úr eldri hópnum sem seg- ir okkur eitthvað skemmtilegt úr kór- starfinu, borðum sam- an og förum svo eitt- hvað út á lífið. Síðast fórum við á skýlisball hjá Landi og sonum, tókum gestinn með okkur og skemmtum okkur konunglega. Síðan er mikið stuð hjá okkur við að skipuleggja félagsstarf í kringum ýmislegt sem er að gerast hjá kórn- um, til dæmis hér í húsinu. Við erum auðvitað alltaf tilbúnir til að mæta þegar kórinn, eða hluti hans, þarf að koma fram hér í húsinu og núna er- um við að undirbúa aðalfund og þorrablót.“ Það er 1. bassi sem sér um þorra- blótið í ár en Ólafur er einmitt í þeirri rödd. „Við erum fimm ungir fyrstu bassar sem sjáum um þorra- blótið núna, en við erum einmitt oft settir í skemmtilegustu verkefnin; að sjá um sprellið. Síðan koma til liðs við okkur sterkir menn úr eldri hópnum sem velja ýmsa þætti með okkur, eins og hljómsveit.“ Gengur vel að fá unga menn til að ganga í kórinn? „Já, ungum strákum er alltaf að fjölga. Á næsta pollamóti verða nokkrir nýir teknir inn og þá verðum við pollarnir líklega orðnir tuttugu – sem er mjög gaman. Það er alltaf pláss fyrir góða söngvara.“ Hvers vegna ganga ungir strákar í karlakór? „Við höfum gaman af að syngja. Í minni ætt hefur verið sungið stans- laust frá því að ég man eftir mér. Strákurinn sem hvatti mig til að ganga í kórinn er æskuvinur minn. Mæður okkar eru vinkonur og hafa meðal annars verið saman í sauma- klúbb þar sem mikið er sungið – og við höfum sungið saman síðan við vorum smástrákar. Svo er það nú einu sinni þannig að þegar maður er kominn í kór vill maður alls ekki fara þaðan aftur. Í Karlakór Reykjavíkur hef ég kynnst frábærum mönnum og alveg ein- stökum söngstjóra og vildi alls ekki hafa farið á mis við þá ánægju.“ Nú er þetta mjög tímafrekt áhugamál. Hvernig fellur það að fjöl- skyldulífi? „Ágætlega. Við æfum tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudög- um, og hvor æfing tekur tvo tíma. Þetta er tími sem er frátekinn fyrir kóræfingar, þannig að það kemur engum á óvart. Síðan syngjum við við ýmsar uppákomur og erum með okkar söngskemmtanir og það er skipulagt með góðum fyrirvara. Þeg- ar svo kemur að félagslífinu í kórn- um – þá eru konurnar með okkur.“ Í minni ætt hefur verið sungið stanslaust Ólafur Halldórsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.