Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Finns-son fæddist 24. júlí 1927. Hann lést 16. desember. For- eldrar hans voru Finnur Níelsson, f. 24. febrúar 1899 á Hallandi í Svalbarðs- strandarhr., d. 28. mars 1966 og Sigur- ey Sigurðardóttir, f. 11. nóvember 1899 á Akureyri, d. 3. jan- úar 1959. Barn Sig- urðar: Arnar Sig- urðsson, f. 13. febrúar 1964 með Hrafnhildi Þorsteinsdóttur, f. 26. júní 1932. Eftir loftskeytapróf 1948 starf- aði Sigurður sem loftskeytamað- ur á norsku skipi 1949-52, á togar- anum Hafliða frá Siglufirði í mörg ár og á skipum Eim- skipafélags Íslands frá 1959 til 1966. Sigurður starfaði einnig við afleysing- ar sem loftskeyta- maður við Siglu- fjarðarradio og nokkur sumur við síldarleitina á Rauf- arhöfn. Eftir 1966 starfaði hann sem framkvæmdastjóri við útgerðarfyrir- tæki á Siglufirði sem hann stofnaði til ásamt fleirum. Þetta fyrirtæki sá m.a. um rekstur á togbátnum Margrét og togurun- um Dagný og Sigurey. Útför Sigurðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Siggi. Okkur systurnar langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þú bjóst á heimili okkar og varst okkur nánast sem þriðja foreldrið þegar við bjuggum öll heima á Siglu- firði. Margar góðar minningar eigum við systurnar og einnig okkar bestu vinkonur frá Sigló þegar þú komst úr siglingunum, eins og var sagt í þá daga. Það fengu allir nóg af allskonar sælgæti og ýmislegt sem var sjaldséð þá. Ég man að Helgi Kristinn sem bjó við hliðina á okkur sagði einu sinni: „Siggi frændi á fullan bílskúr af sælgæti.“ Ég og Bára systir fengum einu sinni að fara með Sigurey, skipinu sem þú áttir, í siglingu. Við stopp- uðum aðeins of lengi á sveitaballi á Ketilási. Þegar við komum í bæinn var skipið farið og þú varst ekki ánægður með okkur þá. En það var fljótt úr þér og við flugum með þér út nokkrum dögum síðar. Þar hittum við Jóhönnu systur okkar en hún kom til okkar frá Danmörku og hitti okkur systurnar og einnig Finn bróður en hann var háseti á Sigurey. Finnur drukknaði 1986 og var það mikið áfall fyrir þig, ekki síður en okkur hin. Ég man að þú komst heim á Sigló þegar þetta gerðist og þú gast ekki talað. Við systkinin áttum frábæran tíma með þér og ég gleymi því ekki hvað mér þótti gaman að versla með þér því ég vissi að þú myndir borga. Það voru heldur ekki fá skiptin sem þú minntist á myndina sem var tekin af Júlíu, vinkonu Báru, þegar hún stóð ofan á maganum á Báru til þess að það væri hægt að renna upp renni- lásnum á buxunum hennar. Jóhanna og Bára áttu góðan tíma með þér í Flórída en þangað fóruð þið saman í boði Classic, bar sem þær áttu í Portúgal. Við áttum líka góðan tíma saman á Hjallaveginum en þar bjó ég á meðan ég var í Fiskvinnslu- skólanum. Það var kjötfars fimm daga vik- unnar og buðum við Dóru vinkonu minni oft í mat og alltaf spurði hún hvað væri í matinn og þegar það kom ekkert svar spurði hún: „Er kjöt- fars?“ Eitt sinn þegar ég var í prófum og pínulítið kvíðin hringdir þú í mig og spurðir hvort það væri ekki allt í lagi. Þú varst erlendis og hafðir áhyggjur af mér og heyrðir að ég var kvíðin. Viti menn, Gunnar Hafsteins vinur þinn var komin til mín með mjólk og kjötfars tveimur tímum seinna. Ég man líka þegar ég var lítil og veð- urhrædd og spurði þig og pabba sí- fellt að því hvernig spáin væri. Þá settir þú mig fyrir framan sjónvarpið og kenndir mér að skilja veðurfrétt- irnar. Elsku Siggi, við viljum þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst okkur. Við munum aldrei gleyma þér og þín verður sárt saknað af okkar fjöl- skyldu. Mamma hefur misst mikið við frá- fall þitt þar sem þið voruð mjög náin alla tíð og hún saknar þín sárt og bið- ur guð um að geyma bróður sinn. Hvíldu í friði, elsku Siggi, og við vitum að Finnur bróðir tekur vel á móti þér. Sendum Arnari syni þínum sam- úðarkveðjur. Bylgja, Bára og Jóhanna Hauksdætur. Hjónin Anna Sigurleif Björnsdótt- ir, bónda á Ytrahóli í Kaupangssveit Guðmundssonar, bónda að Svert- ingsstöðum í Eyjafirði (systir Sig- mundar föður Finns landsbókavarð- ar), og Níels Friðbjarnarson, Sigurðssonar, bjuggu að Hallanda á Svalbarðsströnd. Börn þeirra vóru átta talsins. Þrjú Hallandasystkina, Finnur, Friðbjörn og Sigurlína, fluttu til Siglufjarðar snemma á 20. öldinni. Þar var heimili þeirra og starfsvettvangur lengst af síðan. Hin systkinin bjuggu í Eyjafirði og á Svalbarðseyri: Helga, búsett í Tungu, Aðalheiður í Leifshúsum, Valdimar að Meyjarhóli, Matthildur í Hrísey og Sveinbjörn að Skáldalæk. Öll eru Hallandasystkinin löngu látin – og frá þeim er kominn mikill ætt- bogi. Sigurður Finnson útgerðar- maður, sem hér er kvaddur, var grein á ættmeiði Hallandahjónanna. Hjónin Sigurey Sigurðardóttir og Finnur Níelsson fluttu til Siglufjarð- ar um 1930. Þeirra blómaskeið og blómaskeið Siglufjarðar var sama blómaskeiðið. Börn þeirra vóru tvö: Sigurður, loftskeytamaður og út- gerðarmaður, sem í dag er borinn til grafar, og Erla, húsmóðir, lengst af búsett í Siglufirði. Við Sigurður vórum bræðrasynir og nánast jafnaldrar, hann fæddur 1927, ég árið 1928, og saman uxum við úr grasi í siglfirzka síldarævintýr- inu – í ys þess og fjölbreytileika. Það fór því ekki hjá því að með okkur tækjust góð kynni, þegar á barns- aldri, sem entust meðan báðir lifðu. Mér í minni lifir minningin um dug- legan athafnamann, góðan dreng í þeirra orða fornu merkingu og marg- ar skemmtilegar stundir, sem við átt- um saman fyrr á tíð. Sigurður nam loftskeytafræði og starfaði sem loftskeytamaður við Siglufjarðarradíó, síldarleitina á Raufarhöfn, á Siglufjarðartogurum og á farmskipum Eimskips. Hann vann sér gott orð sem fagmaður og var mjög eftirsóttur til starfa. Áhugi hans og þekking á íslenzkum sjávar- útvegi var og með fádæmum. Var nánast hægt að fletta upp í honum eins og heimildariti þegar sá mála- flokkur var annars vegar. Þessir hæfileikar hans komu honum og sam- félaginu að góðu gagni á útgerðarár- um hans, þegar skipin hans, Dagný og Sigurey, báru skipsfarm eftir skipsfarm af sjávarfangi til Siglu- fjarðar. Sigurður Finnsson skilaði ís- lenzkum sjávarútvegi og Siglufirði drjúgu og farsælu ævistarfi. Siggi Finns er allur – genginn til feðra sinna, genginn gegnum dauð- ans hlið, sem sérhvers einstaklings bíður. Handan þess er það sem við tekur. Það er ekkert líf án dauða – og enginn dauði án lífs. Ég veit að Siggi frændi minn á góða heimkomu. Sá sem sáir góðu starfi á lífsferlinum uppsker svo sem hann hefur til sáð. Ég og fjölskylda mín kveðjum góðan dreng með söknuði, þakklæti og fyr- irbæn. Við sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson. Þegar mjög góður vinur verður bráðkvaddur, snertir það innstu til- finningar. Við Sigurður vorum nær jafnaldra og góðir kunningjar og vinir í marga áratugi. Jafnan gekk Sigurður undir nafn- giftinni Siggi Finns meðal vina og kunningja. Siggi var mikill Siglfirðingur og unni æskustöðvunum mjög og fann til með þeim, er þar bjuggu og máttu horfa upp á hnignun staðarins. Sigurður ólst upp við venjuleg störf ungra manna á þessum árum, fyrir og eftir stríð. Fyrstu minningar voru kreppuárin og atvinnuleysið. Hann studdi mjög alla þá, er lögðu lið að bæta kjör almennings og sjó- manna. Hann skildi vel hvað var að hafa vinnu og fara vel með fenginn hlut. Atvinnuleysisárin sátu föst í minningunni. Siggi fór á Loftskeytaskólann 1946-48. Fyrstu árin eftir það var hann um borð í norsku skipi, 1948-52, og var svo um borð í togaranum Haf- liða frá Siglufirði í mörg ár. Svo vildi til að Benedikt Gröndal var með sér- staka þætti í Ríkisútvarpinu á þess- um árum, þar sem hlustendur gátu fengið að velja sér efni. Eitt sinn er Siggi að hlusta um borð og nær til Benedikts og biður um lestur Helga Hjörvars á Bör Börson. Benedikt gerir þetta fyrir Sigga og jafnframt með kveðju til allra sjómanna. Svo vel vildi til, að Siggi var með upptöku- tæki við höndina og nær þessum þætti. Mér er sagt, að þessi einstæða upptaka sé sú eina með Helga á upp- lestri á sögunni um Bör Börson. Þessi upptaka er nú í safni úrvarpsins. Síðar var hann loftskeytamaður á Siglufirði og farhöfn við síldarleitina og í fjöldamörg ár hjá Eimskip, lengst af um borð í Tungufossi. Siggi var mikill tæknimaður og gaman að koma til hans. Þar voru við- tæki, sjónvörp, myndatökuvélar og fleira. Hann leiðbeindi mér við kaup á fyrstu tökuvél minni snemma árs 1960 og þess vegna er nú til fjöldi af ómetanlegum myndum af margvís- legum atburðum innan lands sem er- lendis. Hann hafði líka áhrif á aðra til kvikmyndatöku. Honum ber að þakka hversu margt hefur varðveist. Siggi var mikill veiðimaður á stöng og jafnan fengsæll. Einhver athygl- isverðasta veiðisaga, sem hér er til, er af Sigga í Víðidalsá. Sagan er svo með ólíkindum, að flestir myndu ekki leggja trúnað á hana. En hún sýnir vel færni og snilli Sigga með stöng- ina. Siguður Finnsson gerðist útgerð- armaður árið 1967 og var það allt til 1983. Hann átti þessi skip: Sigurey og Dagný. Honum farnaðist vel og var gætinn og glöggur á rekstur skip- anna. Ekki var bruðlað. Mér er minn- isstætt, er hann var að undirbúa út- boð að verulegum breytingum. Þá var ég með honum og gekk eða skreið um vélarrúmið og afturmeð að stefn- islegu. Ég mældi rými eins og nauð- synlegt var, og kallaði upp málin, sem hann tók og færði á blað og teiknaði afstöðumyndir. Seinustu árin hafði hann mestan áhuga á íþróttum. Áhugi hans var svo mikill, að varla sleppti hann úr leik í enska boltanum. Það sama má segja hér á landi og var áhugi hans á hand- bolta verulegur og þar fór ekkert framhjá honum. Sem dæmi má nefna, að í síðustu ferð hans til útlanda, dag- ana 6.-14. desember, töluðum við saman daglega og fyrsta spurningin um íþróttir var: Hvernig gekk hjá Haukunum? Það var venja hjá okkur nokkrum kunningjum að koma saman og spjalla um það, sem efst var á baugi. Fyrir fjörlegar umræður og langa og trygga vináttu er nú þakkað. Arnari syni hans og öðrum ættingjum eru hérmeð færðar innilegar samúðar- kveðjur. Jón Árm. Héðinsson. Kær vinur er kvaddur í dag. Sigurður Finnsson, fyrrv. útgerð- armaður frá Siglufirði, lézt á heimili sínu 16. þ.m. Ég vil með örfáum orðum þakka vini mínum Sigurði Finnssyni fyrir samfylgdina. Það er margs að minnast frá þeim rúmlega þrjátíu árum frá því ég kynntist Sigurði. Þegar við Sigurður kynntumst starfaði hann sem framkvæmdastjóri öflugs útgerðarfélags á Siglufirði, sem hann á sínum tíma hafði stofnað með góðum vinum sínum og kunn- ingjum, flestum frá Siglufirði. Rekst- ur þessa fyrirtækis gekk vel og var hann vakandi og sofandi yfir velferð þess og rak það af hagsýni og heið- arleika. Það voru margar ferðir sem við fórum saman til útlanda. Ferðir þess- ar voru í tengslum við starf okkar Sigurðar við útgerð, sölu fiskafurða og við innkaup á nauðsynjum í samb- andi við útgerðarrekstur. Í þessum ferðum okkar kynntumst við mæta vel og ræddum ýmis mál starfinu við- komandi, svo og persónuleg mál. Sigurður var mikill og slyngur stangveiðimaður, stundaði stangveið- ar um árabil og var einkar fengsæll. Hann tók mig oft með sér í veiðiferðir og lagði sig allan fram við að leið- beina mér og reyndi mikið að örva áhuga minn á þessari tómstundaiðju. Enginn var jafn ánægður ef mér tókst að krækja í fisk. Það var sönn ánægja hjá honum þegar vel tókst til hjá veiðifélögum hans. Fáir dagar liðu að við hefðum ekki samband í síma, sama hvar sem við vorum staddir, hér heima eða erlend- is. Ávallt var hann reiðubúinn að að- stoða ef erfiðleika bar að höndum og á ég honum mikið að þakka fyrir veitta greiðasemi. Fjölskyldu minni þótti mjög vænt um Sigurð og var ávallt mjög ánægjulegt þegar hann kom í heim- sókn. Það sama á við um systkini mín og vini. Öllum þótti mjög ánægjulegt að hitta Sigurð og ræða við hann á léttu nótunum. Sigurður var við góða heilsu fram eftir aldri en hin síðari ár var heilsu hans farið að hraka. Við vinir hans og kunningjar erum sammála um, að það hefði verið erfitt fyrir vin okkar að þurfa að vera upp á aðra kominn vegna heilsubrests, en hefðum að sjálfsögðu kosið að mega hafa hann lengur hjá okkur. Við hjónin og dóttir okkar kveðjum einlægan og góðan heimilisvin með söknuði og munum varðveita minn- ingu hans í huga okkar. Við sendum syni hans, systur og hennar fjöl- skyldu einlægar samúðarkveðjur fullviss þess að minningin um góðan og traustan mann muni veita þeim styrk. Gunnar I. Hafsteinsson. Þegar aldurinn færist yfir okkur hefur það óhjákvæmilega í för með sér, að við verðum að sjá á bak ýms- um samferðarmönnum okkar, kunn- ingjum, vinum og ættingjum. Þegar minnst er Sigurðar Finns- sonar kemur margt upp í hugann og kemst ekki nema brot af því á blað í stuttri minningargrein. Sigurður var loftskeytamaður og stundaði það starf framan af ævi. Hann rést ungur á norsk flutninga- skip og sigldi m.a. til Miðjarðarhafs- landa Afríku. Hann kunni margar sögur frá þeim árum, m.a. af viðskipt- um sínum við arabíska kaupmenn þar. Enda þótt honum þætti almennt mjög miður að láta leika á sig í við- skiptum hafði hann þó lúmskt gaman af þessum kynnum sínum við hina slægu arabísku kaupmenn, þar sem þeim oftar en hitt tókst að leika á hann. Hér á landi starfaði hann sem loft- skeytamaður við Siglufjarðarradíó og síldarleitina á Reufarhöfn og á togurum. Þá var hann mörg ár loft- skeytamaður á skipum Eimskipa- félagsins. Hann hafði lengi gælt við þann draum að verða útgerðarmaður. Þeg- ar hann lét loks til skarar skríða eftir vandlegan undirbúning réðst hann ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann hafði forgöngu um það á árinu 1966 að kaupa togarann Þorstein Þorskabít af ríkisábyrgða- sjóði. Togaranum gaf hann nafn móð- ur sinnar, sem hafði verið honum mjög ástfólgin, en hún lést 3. janúar 1959. Hét togarinn Sigurey. Með þessu minntist hann móður sinnar með viðeigandi hætti. Sá togari var síðand seldur og keyptur togari frá Þýskalandim, sem hlaut nafnið Dagný, en áríð 1970 var keyptu í Frakklandi togari sem fékk nafnið Sigurey. Var árið 1970 stofnað út- gerðarfélagið Togskip hf., sem átti og rak togarann. Var Sigurður aðaleig- andi og framkvæmdarstjóri og stjórnaði útgerðinni með miklum dugnaði og útsjónarsemi um margra ára skeið. Tókst honum að reka fyr- irtækið með hagnaði, þrátt fyrir það, að ekki væri þá til komin sú tilhögun með kvótann sem síðar varð. Á árinu 1983 sneri Sigurður kvæði sínu í kross, hætti rekstrinum og var togarinn seldur. Það hefði verið æski- legra, að Sigurður hefði stundað út- gerðina lengur, en með fordæmi sínu sýndi hann á þeim tíma, að unnt var að reka togara með hagnaði, ef rétt var að rekstrinum staðið. Eftir að togarinn var seldur stund- aði Sigurður ekki fasta vinnu. Síðari árin tók hann þó nokkurn þátt í einni aðalatvinnugrein Íslendinga hin síð- ustu ár, verðbréfaviðskiptum. Átti það vel við hann, því að hann hafði gaman af happdrættum. Árangurinn SIGURÐUR FINNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Persónuleg þjónusta Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Sigurður Rúnarsson útfararstjóri Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.