Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 03.01.2001, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 49 var misjafn eins og oft gerist í þeim geira. Sigurður hlustaði mikið á útvarp og sjónvarp, sérstaklega fréttir. Hann tók upp á segulband ýmsa þætti í útvarpi og sjónvarpi. Ríkisút- varpinu virðast hafa verið mjög mis- lagðar hendur um það að gæta þess að varðveita raddir ýmissa þjóð- kunnra útvarpsmanna. Eitt sinn kom það fram í útvarpi, að hlustandi hafi beðið um að útvarpað yrði sýnishorni af upplestri Helga Hjörvars á Bör Börssyni eftir Johan Falkberget. Helgi hafði á sínum tíma lesið upp sögu þessa í útvarpinu við svo mikla hrifningu landsmanna, að göturnar og skemmtistaðirnir, þar á meðal kvikmyndahúsin, tææmdust með Helgi las upp, því allir flykktust heim til sín að hlusta á Bör Börsson. En viti menn Útvarpið átti ekkert sýn- ishorn af lestri Helga Hjörvars. Þá gaf sig allt í einu fram Sigurður Finnsson og sagði frá því, að hann hefði í sínum fórum sýnishorn af upp- lestri Helga. Hljóp Sigurður þarna undir bagga með Ríkisútvarpinu og varð landsþekktur af. Sigurður var framan af ævi mjög heilsuhraustur, en heislu hans fór hrakandi síðustu árin. Systur Sigurðar, Erlu og fjöl- skyldu hennar, eru færðar innilegar samúðarkveðjur, svo og syni Sigurð- ar, Arnari. Agnar Gústafsson. „Vinir berast burt með tímans straumi.“ Þessi ljóðlína kom í hug minn þegar Gunnar Hafsteinsson hringdi til mín andlátsfregn sameig- inlegs vinar okkar Sigurðar Finns- sonar. Við áttum þrír saman stund fyrir nokkru en við höfum haft þann sið í langan tíma að hittast þegar ég á leið til Reykjavíkur, fá okkur að borða í hádeginu og spjalla um mál- efni líðandi stundar. Þegar ég ók Sigga heim ræddum við um heilsu hans, mér þótti hann slappur og sagðist hann hafa lítið blóðstreymi í hægri fót. Ekki grunaði mig að þetta væri okkar síðasti fundur, en ég er feginn að við náðum að hittast þarna og blanda geði við sameiginlegan vin. Samferðamenn á lífsleiðinni verða oft áhrifavaldar í lífi hver annars í starfi og leik. Leiðir okkar Sigga lágu saman þegar hann stofnaði útgerðarfélagið Togskip árið 1970 með Kristjáni Rögnvaldssyni skipstjóra o.fl. Það var mér mikil gæfa þegar hann og Knútur Jónsson fengu mig til sam- starfs við sig, en með þeim var ég í stjórn félagsins frá stofnun þar til því var slitið árið 1987. Á þessu tímabili urðu mikil umskipti í fiskveiðum Ís- lendinga, keyptir voru skuttogarar í stað síðutogaranna og útgerðarhætt- ir breyttust. Sigurður keypti togara frá Þýskalandi sem skírður var Dagný SI 70 og var gerður út frá Siglufirði. Þessi togari varð fyrstur til að heilfrysta fisk og selja á bresk- an markað. Dagný var seld 1977. Siggi keypti þá togara frá Frakklandi sem breytt var í frystiskip, Sigurey SI 71. Hann var mjög stoltur af því skipi enda bar það nafn móður hans. Knútur fór með honum til Frakk- lands til að ganga frá kaupsamning- um og það var mikil hátíð í Siglufirði þegar Kristján Rögnvaldsson sigldi þessu skipi í Siglufjarðarhöfn. Fjöldi siglfirskra sjómanna minnist þessa tíma með hlýhug enda margir sem áttu sín fyrstu handtök á sjó um borð í þessum skipum. Samstarf Sigga og Kristjáns var byrjað áður en Togskip var stofnað og ég veit að aldrei bar skugga á þeirra samstarf. Sigurey fiskaði ágætlega en þegar markaður- inn í Bretlandi fór að dala með versn- andi afkomu ákvað Siggi að hætta í útgerð og var skipið selt árið 1982. Ég man að ég var honum ekki sam- mála um það, ég vildi halda áfram og breyta útgerðarmynstri, hann gat hinsvegar ekki hugsað sér að halda áfram, vildi gera upp við þá einstak- linga sem lögðu fram fé til hluta- bréfakaupa í fyrirtækinu. Við ræddum þessi mál aldrei eftir að ákvörðun var tekin, en lögin um stjórn fiskveiða voru sett árið 1983 og framsal á kvóta leyft 1990. Á þessum tíma gaf Togskip að stórum hluta slysavarnafélögunum hús og lóð við Tjarnargötu 18, sem kallað var Jarl- stöð en er nú aðstaða slysavarna- félaganna og heitir Þormóðsbúð. Við Siggi vorum um tíma saman í stjórn Þormóðs ramma hf., á þeim ár- um var hraðfrystihúsið klárað og tek- ið í notkun. Siggi var byggingastjóri við það verk, frystihúsið var eitt það fullkomnasta á landinu þegar það var tekið í notkun. Við þetta verk nýttust vel eiginleikar Sigga, hagsýni, ráð- deildarsemi og einstök lagni við að semja við framleiðendur búnaðar, iðnaðarmenn o.fl. sem að þessu ko- mu.Við leigðum Hafþór RE af Haf- rannsóknastofnun til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið og var Kristján Rögnvaldsson með skipið þar til hann tók við starfi hafnarvarðar á Siglu- firði. Þessir vinir og samstarfsmenn hans eru báðir látnir langt um aldur fram. Knútur andaðist á afmælisdegi Sigga, 24. júlí 1992, og Kristján 18. apríl 1999. Vinir berast burt með tímans straumi. Minningar sem í hug minn koma við fráfall Sigga eru ekki aðeins bundnar við samstarf í útgerðinni þar sem Siglufjörður og þjóðin öll naut dugnaðar hans, frumkvæðis og út- sjónarsemi, heldur einnig í tóm- stundum sem gáfust. Við áttum ýmist einir eða í hópi félaga og vina ógleym- anlegar stundir við laxveiðar. Siggi var í vinahópi sem um langt skeið var með Víðidalsá og Vatnsdalsá á leigu. Átti ég þess kost að veiða með honum eða félögum okkar þar á þessum tíma. Um þær veiðiferðir mætti skrifa heila bók. Ég held að þessu tímbili sé best lýst með orðum hans sjálfs sem hann færði mér á 60 ára af- mælisdegi mínum. Mappa með gylltu letri: Laxveiði 1, Sverrir Sveinsson 60 ára, í þessa möppu hafði hann fært lýsingu af veiðistöðum í Víðidalsá sem hann gerþekkti, ásamt ljósriti úr veiðibók sumarsins 1979 og ljós- myndum en þetta sumar áttum við saman þá mestu veiði sem ég veit um sem voru um 100 laxar á eina stöng á fjórum dögum. Með möppunni skrifaði Siggi: „Nú er 1. heftið tilbúið og ég er glaður að geta rifjað upp gamlar ánægjustund- ir með þér, ég efast um að margir aðrir hefðu um meira að tala en við. Hjartanlega til hamingju með daginn og ég þakka þér ánægjuleg kynni. Þinn einlægur vinur, Sig. Finnsson.“ Eftir að Siggi flutti frá Siglufirði fór- um við í ótal laxveiðiferðir, ýmist tveir eða með fleiri vinum okkar, og á ég ógleymanlegar minningar frá þeim sem ég vil þakka fyrir. Þær síð- ustu voru e.t.v. farnar aðeins til að rifja upp fyrri ferðir og borða alvöru kjötsúpu að hætti Sigga. Ég á ekki von á að Laxveiði 2 verði gefin út þótt vissulega væri nægt efni í það líka, en ef það kæmi út skipti veiðimagnið minna máli en 1979, en nú væri hver lax eftirminnilegri. Þær ferðir rifjum við upp seinna. Hann vann mörg ár á sjó sem loft- skeytamaður og þekkti baráttu sjó- manna við hafið og þær hættur sem sjómenn búa við. Hann fékk líka að reyna slys þegar Páll sonur Kristjáns féll fyrir borð frá Dagnýju 7. ágúst 1976 og hann missti systurson sinn Finn Hauksson sem drukknaði af Stálvík 23. nóv. 1986. Siggi samdi við listamennina Ragnar Kjartansson og Ragnhildi Stefánsdóttur um gerð af- steypu af listaverkinu Lífsbjörg. Minnismerkið var síðan steypt í brons í Bretlandi, á það eru skráð nöfn allra siglfirskra sjómanna sem farist hafa frá 1900–1988. Hann stofnaði minningarsjóð um þá. Minn- ismerkið var staðsett á grasflöt fram- an við hraðfrystihús Þormóðs ramma hf. og afhjúpað á sjómannadaginn 1988. Þetta framtak hans munu Sigl- firðingar ætíð meta enda margir sem um sárt eiga að binda og öll eigum við afkomu okkar undir fórnfúsum störf- um sjómanna. Hann reyndist fjölskyldu minni vel og ég veit að börn mín minnast hans með virðingu og þökk, einn afastrák- urinn minn náði að fara með okkur í veiðiferð og var tekinn í hópinn að- eins 15 ára gamall eins og fullgildur veiðimaður, þannig var Siggi. Ég sakna vinar en verð þó að við- urkenna að þótt andlát sé ætíð erfitt fyrir þá sem eftir lifa hefði ég ekki viljað vita af Sigga vini mínum lengi veikum. Við Auður og fjölskylda sendum Arnari syni hans, Erlu systur hans og fjölskyldu ásamt ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Sveinsson. Í dag er góðvinur minn, Sigurður Finnsson útgerðarmaður frá Siglu- firði til moldar borinn. Siggi, eins og hann var ávallt nefndur milli vina og kunningja, var á sinn hátt einstakur maður. Hann var sérstaklega viðkvæmur og góðhjart- aður. Vildi öllum vel, og gat í rauninni aldrei séð neitt aumt. Við kynntumst þegar á barnsaldri á Siglufirði og bundumst mjög sterk- um böndum, vinarlega. Á fermingar- aldi sórumst við meira að segja í fóst- bræðralag með tilheyrandi, að fornum sið. Ekkert skyldi geta rofið okkar vináttu.Við byrjuðum fyrst að vinna saman í Efnagerð Siglufjarðar, sem faðir minn var eigandi að. Kom þá strax í ljós hve duglegur Siggi var til allrar vinnu og langsterkastur af öllum okkar jafnöldrum. Best kom það í ljós í íþróttum, sem við stund- uðum talsvert á þeim árum. Hann var alltaf mjög kappsamur og aðgangs- harður, og náði yfirleitt því sem hann ætlaði sér. Að loknu gagnfræðaskóla- námi, lauk Siggi prófi frá Loftskeyta- skólanum. Fullyrði ég að vandleitað verði að betri loftskeytamanni. Talið er fullvíst að Sigurður Finnsson hafi með sinni árvekni verið upphafsmað- ur að því að Íslendingar hófu veiðar á einum af þeim gjöfulustu karfa- miðum í sögu Íslendinga, nefnilega „Anton Dohrn“ banka. Þjóðverjar fóru mjög leynt með þessa uppgötv- un, en Sigga tókst með sinni árvekni að hafa uppi á því. Eftirminnilegt er það þegar Siggi starfaði á síldarleit- inni á Raufarhöfn, hvað lítið fór framhjá honum af síldarfréttum. Var þá sama hvort skipin væru norsk eða rússnesk. Þótt hann hafi ekki talað rússnesku, þá var hann málamaður góður og náði því fram sem hann ætl- aði sér. Hvar helst var að fá síld hafði Siggi alltaf á hreinu. Einu sinni fór ég sem farþegi með Fjallfossi, en þar var Siggi þá loftskeytamaður. Auð- vitað gisti ég í klefanum hjá vini mín- um. Eftir langt spjall lögðumst við til svefns og sofnuðum báðir fast. Allt í einu sprettur Siggi upp og kveikir á talstöðinni, til þess að svara kalli. Ég sem var með stýrurnar í augunum, spurði hann þá: „Heyrir þú líka sof- andi?“ En það var nefnilega það sem hann gerði. Einu sinni sem oftar kom ég heim til hans í Reykjavík. Þá var hann að horfa á sjónvarp, hlustaði um leið á útvarp Reykjavík, og var með tæki, sem stillt var á bátabylgjuna, en hann missti ekki af neinu sem fram fór. Siggi fylgdist alla tíð vel með öllum landsmálum, þó sérstaklega öllu er varðaði fiskveiðar. Enda var Sigurð- ur skarpgreindur maður og gekk mjög vel í skóla. Síðar á lífsleiðinni gerðist Siggi útgerðarmaður á Siglu- firði í félagi við mikinn aflamann og skipstjóra Kristján Rögnvaldsson, sem nú er látinn. Skipin sem þeir heiðursmenn gerðu út þaðan voru m/s Margrét, Sigurey og Dagný og voru þau ekki fá tonnin sem frá þeim komu á land á Siglufirði. Ef litið er á atvinnusögu Siglufjarðar, yrði margt fátæklegt ef Sigurðar hefði ekki notið við. Ég var heimagangur á heimili Sig- urðar, og kynntist því mjög vel for- eldrum hans og systur. Öðrum eins sæmdarhjónum held ég, að ég hafi ekki kynnst á lífsleiðinni. Móðir Sig- urðar, Sigurey, var alveg einstök kona. Hún var alltaf tilbúin að stjana í kring um okkur, og það sem mest var um vert voru hennar góðu hollráð, sem alltaf voru sögð af æðruleysi. Erla systir Sigga , sem nú lifir bróður sinn situr mér líka fast í hugskoti mínu, ýmislegt gott sem hún lét af sér leiða, sérstaklega í sambandi við for- eldra mína, og verður aldrei fullþakk- að. Að endingu sendi ég Erlu systir Sigurðar, og syni hans ásamt öllum ættingjum innilegustu samúðar- kveðjur. Vini mínum Sigga Finns vil ég óska góðrar ferðar til nýrra stranda, þar sem ég veit að margir bíða með opinn faðminn, honum til blessunar. Farðu heill Siggi minn til nýrra heima, í Guðs friði. Axel Schiöth.                                       !    "  #    $%%    ! " #  $! !  %  & '   %    !    ('  )*'  +    !    ,! ,!$ ' - . # !'  $ # !'  + '**  # ! *   ' ' !   )*'/                                                        !"#     $%     &    '$   () ' & %   #"$    &%* &  #$  &&   $#    !     +&,!  !,#   -  &  $  $.                        !" # $ % # &                       ! "#$"                  !"# # #  # $ %     & ' (    ) *   % '   !        +   #   %&' ( )*  &  $+ " ( *   &  , + (  ./  ( 0  1 * &"  11 ( 111/                                              !!      !  "#  $    % &$ ' #        (")  ( *  +,   $  -         $  .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.