Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 51
✝ Clara Jenný Sig-urðardóttir
fæddist á Melum í
Árneshreppi á
Ströndum 21. ágúst
1920. Hún lést á Elli-
heimilinu Grund 22.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Sveinsína Guðrún
Steindórsdóttir, f.
13.5. 1898, d. 13.12.
1988, og Sigurður
Bjarnason, trésmið-
ur, f. 6.6. 1894, d. 7.3.
1926. Þau eignuðust
þrjú börn: Clöru, sem var elst
þeirra; Steindór Emil, f. 4.2. 1922,
d. 9.6. 1979, og Sigríði, f. 23.11.
1924.
firði og svo aftur á Akranesi.
Lengst af, eða frá 1954, hafa þau
svo búið á Langholtsvegi 178 í
Reykjavík. Börn þeirra eru: 1)
Halldór, framkvæmdastjóri í
Stykkishólmi, f. 26.11. 1943,
kvæntur Sigríði Pétursdóttur,
meinatækni, f. 25.7. 1945, og eiga
þau fjögur börn og fimm barna-
börn. 2) María Jenný, banka-
fulltrúi, f. 1.11. 1945, gift Jóhanni
Diego Arnórssyni skrúðgarð-
yrkjumeistara, f. 13.12. 1949, og
eiga þau tvö börn. 3) Sigurður,
leiðbeinandi, f. 2.3. 1953, kvæntur
Elsu Hrönn Búadóttur, röntgen-
tækni, f. 26.10. 1953, og eiga þau
fjögur börn. 4) Jónas, bílasmiður,
f. 7.5. 1961, kvæntur Júlíönu Björk
Garðarsdóttur, f. 21.6. 1965, og
eiga þau eitt barn.
Clara og Jónas hafa dvalið á
Elliheimilinu Grund frá því
snemma á síðasta ári.
Útför Clöru Jennýjar fer fram
frá Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Clara ólst upp á Ísa-
firði fram undir tíu
ára aldur. Þá fluttist
hún á Akranes og óx
þar upp.
Hinn 30. október
1944 giftist Clara eft-
irlifandi maka sínum,
Jónasi Halldórssyni,
skipasmið, f. 30.6.
1921 í Bolungarvík.
Hann er sonur
hjónanna Maríu Jenn-
ýjar Jónasdóttur, f.
27.9. 1895, d. 24.2.
1979, og Halldórs
Kristinssonar, læknis,
f. 20.8. 1889, d. 18.6. 1968. Þau
hófu búskap á Akranesi, þar sem
Jónas lagði stund á skipasmíðar.
Þá bjuggu þau nokkur ár á Siglu-
Elskuleg tengdamóðir mín hefur
nú tekist á hendur ferðina löngu og í
dag verður hún til grafar borin, eftir
rúmlega áttatíu ára jarðvist.
Það var fyrir um þrjátíu árum að
ég hóf að gera hosur mínar grænar
fyrir einkadóttur hennar. Varð ég
þess vegna tíður gestur á Langholts-
veginum og að endingu dagaði ég þar
uppi. Var mér vel tekið af öllu heim-
ilisfólkinu, og þegar sýnt var hvert
stefndi gekkst hún í að hagræða svo
hlutum á heimili sínu, að við hjóna-
leysin gátum hafið búskap okkar þar.
Við fengum til afnota tvö herbergi og
gerðum annað að eldhúsi, en hitt að
svefnherbergi. Þetta fyrirkomulag
gerði okkur kleift að eiga vísan sama-
stað og að vera út af fyrir okkur. Það
jók einnig á áræði okkar til að takast
á við lífið. Við fórum að byggja nýtt,
og búa okkur eigið heimili. Okkur var
þetta fyrirkomulag þess vegna alveg
ómetanlegur stuðningur. Ekki leið
heldur á löngu áður en við urðum svo
þrjú í vistinni, þegar drengurinn
okkar fæddist. Varð hann þegar
augasteinninn hennar ömmu sinnar.
Börnum okkar var hún líka ævinlega
elskuleg amma og gaf þeim svo
margt úr fortíðinni að byggja framtíð
sína á. Þau áttu sér kærar stundir
hjá ömmu Clöru á Langó, sem alltaf
var tilbúin að grípa inn í, ef við for-
eldrarnir þurftum að bregða okkur
frá. Síðar gafst mér ánægjulegt
tækifæri á að fá að launa hjálpsemi
tengdaforeldra minna, er ég sá um
eitt og annað smástúss fyrir þau við
lagfæringar á Langholtsveginum.
„Nú er hún Snorrabúð stekkur.“
Engan óraði fyrir því að örlögin
tækju svona skjótt öll völd af þeim
hjónum Jónasi og Clöru. Heilsu
þeirra fór skyndilega að hraka, og
það svo ört að þau treystu sér ekki
lengur til að sjá um sig sjálf. Þau
fengu vist á Elli- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund og þau hafa notið þar
góðrar forsjár og umönnunar. Þökk
sé öllu því góða fólki er þar starfar.
Nú í sumar gátum við samt opnað
þeim heimili okkar og haldið upp á
áttatíu ára afmælið hennar Clöru.
Þar nutu þau sín í návist glaðra vina
og ættingja.
En þrátt fyrir allt er það auðna
sem ræður för hvers manns. Bráð
lungnabólga að morgni, og svo...?
Söknuður og tregi verða eftir á skiln-
aðarstund. Blessun Guðs veri með
þér, hvíl þú í friði.
Góði faðir,
lát ekkert verða af því vér viljum það,
heldur verði allt sem þú vilt.
(Lúther.)
Elskulegur tengdafaðir, Jónas
Halldórsson. Guð veiti þér og þínum
styrk í sorginni.
Jóhann Diego Arnórsson.
Svo skjótt skipast veður í lofti, að
okkur auðnaðist ekki stund til að
kveðja þig. Elsku amma á Langó,
það er svo erfitt að sætta sig við að
nú sért þú horfin á braut. Þú varst
alltaf svo ánægð þegar við komum í
heimsókn til þín, og líka þegar þú
komst í heimsókn til okkar. Nú eig-
um við þig aðeins í minningunni,
ógleymanlegar myndir flögra um í
huganum. Við kveðjum þig með
söknuði. Megi guðs hönd leiða þig í
ljósinu, elsku amma.
Nú sofa menn og saklaus dýr.
Nú sofa dagsins ævintýr.
Nú ríkir þögn að ysta ós,
svo ekkert vekur þyrnirós.
(Davíð Stef.)
Markús Már og Barbara Rut.
CLARA JENNÝ
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Margrét Kjart-ansdóttir var
fædd á Bægisstöðum
í Þistilfirði 13. mars
1920. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
20. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Soffía Jónsdóttir og
Kjartan Jónsson.
Hún missti föður
sinn sex ára gömul
og fór þá í fóstur til
föðursystur sinnar,
Kristínar Salínar
Jónsdóttur og manns hennar
Guðjóns Þórðarsonar á Jaðri á
Langanesi. Margrét átti þrjú
systkini, Jónínu, f.
16. desember 1922,
og Björn, f. 9. febrú-
ar 1925, d. 8. des-
ember 1998, og
hálfbróðurinn Þor-
leif Gunnarsson, f.
23. nóvember 1931.
Margrét vann við
ýmis störf er til
féllu, lengst af þó
við matreiðslu á
Mjólkurbarnum, hjá
Hjálpræðishernum
og síðast í eldhúsi
Landspítalans. Hún
var ógift og barn-
laus.
Útför Margrétar fór fram frá
Háteigskirkju 29. desember.
Þegar við systurnar fæddumst
voru báðar ömmur okkar dánar.
Það kom þó aldrei að sök í upp-
vextinum því hún mamma útvegaði
okkur ömmu sem reyndist und-
urgóð. Af stríðni kenndi mamma
okkur að kalla eina sína bestu vin-
konu, Margréti Kjartansdóttur,
ömmu, en það sem byrjaði sem
grín varð fljótlega alvara því
Margrét, eða amma Kjartans eins
við kölluðum hana alltaf, tók hlut-
verkið að sér. Sjálf var hún ógift
og barnlaus en umhyggja hennar
fyrir okkur og gæði voru slík að
engu var líkara en við værum
henni náskyldar.
Við fundum því aldrei fyrir því
að eitthvað vantaði í líf okkar þó
við ættum enga ömmu á lífi.
Oft þegar við heimsóttum ömmu
vorum við systur ærið uppivöðslu-
samar, en aldrei missti amma þol-
inmæðina gagnvart okkur, en var
ákveðin og föst fyrir. Okkur lærð-
ist líka fljótt að bera virðingu fyrir
henni og eftir því sem við uxum að
þroska (og viti vonandi) gerðum
við okkur æ betur grein fyrir því
hvílík afbragðskona amma var og
lærðum að meta hana á nýjan hátt.
Við fundum fljótt hvað hún var
bráðgreind, vel lesin og viðræðu-
góð og bar gott skynbragð á menn
og málefni. Það var nánast sama
hvar var borið niður, alls staðar
hafði amma einhverja þekkingu og
á flestum hlutum hafði hún
ákveðnar skoðanir. Réttlætiskennd
hennar var sterk, hún þekkti fá-
tæktina og skortinn sem var við-
varandi á Íslandi á fyrstu áratug-
um þessarar aldar enda alin upp í
kreppunni. Hún hafði alltaf mikla
samúð með lítilmagnanum, var
mikil jafnaðarmanneskja í eðli sínu
og taldi æðsta skyldu hvers sam-
félags að sjá þegnum sínum fyrir
viðunandi lífskjörum, að samhjálp
væri mikilvægasta tækið til að svo
mætti verða. Fannst henni mikill
ójöfnuður og spilling ríkja í okkar
þjóðfélagi og þráði breytingar þar
á.
Ein okkar systra bjó heilan vet-
ur hjá ömmu og fékk þá að kynn-
ast enn betur örlæti hennar, gest-
risni og óeigingjarnri umhyggju
fyrir öðrum. Síðar hóf hún búskap
með manni sínum í sama húsi og
amma bjó í á Laugaveginum, og þá
munaði um að eiga hauk í horni
hinum megin við ganginn.
Það sem einkenndi ömmu einnig
auk greindar hennar og mann-
gæsku, var hversu heiðarleg og
hreinskiptin hún var. Rétt skyldi
vera rétt. Henni lét heldur ekki að
vera með látalæti, hún talaði tæpi-
tungulaust um hlutina. Hún var
einnig afskaplega greiðvikin og
fannst ætíð óþarfi að þiggja laun
fyrir greiða, en væri henni greiði
gerður launaði hún hann margfalt.
Síðustu árin var amma sjúkling-
ur og þrátt fyrir að oft ætti hún
erfitt æðraðist hún aldrei, enda
ekki vön að kvarta þótt eitthvað
bjátaði á. Hún stóð meðan stætt
var en að lokum varð jafnvel dugn-
aðarforkur eins og hún að láta
undan síga og nú er hún farin. Við
systurnar höfum misst mikið og við
viljum kveðja hana ömmu okkar og
votta henni innilegt þakklæti okkar
fyrir allt sem hún hefur verið okk-
ur. Við huggum okkur við að minn-
ingin um ömmu lifir með okkur og
viðkynningin við hana mun vonandi
verða til þess að gera okkur að
betri manneskjum en ella. Far vel
amma okkar, við vitum að þú átt
góða heimkomu í öðrum heimi.
Margrét, Steingerður
og Helen Sjöfn
Steinarsdætur.
MARGRÉT
KJARTANSDÓTTIR
! "#
!" # $# " !"#
$%
!"
#$
!!" %
&%#$
'($
!!" % ) %!#$
*
!!"
+ +* " + + +* ,
!"#!$$ $"%&
''( $"%&
) *"$ !""
) "$ +' $"%&
!" , "#!$$
! '-* $"%&
. +' #!$$
- -* - - -* /
!
!
"
#
$
%&&'
! "
# # " # # # $