Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 57
✝ Dagný Helgadótt-ir fæddist í Kald-
árholti í Holtum hinn
30. ágúst 1944. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
24. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Helgi Jónsson, bóndi í
Kaldárholti, f. 6. júlí
1897, d. 3. ágúst 1972,
og Þorbjörg Pálsdótt-
ir, húsfreyja í Kaldár-
holti, f. 18. október
1904, d. 4. desember
1991. Bræður Dag-
nýjar eru Páll Helgasson, f. 24.
ágúst 1935; Jón Helgason, f. 2. nóv-
ember 1937, maki Guðrún Birna
Garðarsdóttir; Kristinn Helgason,
f. 27. mars 1943; Gísli Helgason, f.
27. mars 1943, maki Guðrún Lauf-
ey Magnúsdóttir.
Dagný giftist hinn 29. apríl síð-
astliðinn, eftir 30 ára sambúð,
Loga Helgasyni, kaupmanni, f. 5.
mars 1941. Foreldrar hans voru
Karl Helgi Jónsson,
bóndi í Keldunesi, f.
13. febrúar 1904, d.
28. júní 1969, og
Þóra Stefansdóttir,
húsfreyja, f. 12. maí
1920. Systkini Loga
voru Kristín Helga-
dóttir, f. 25. febrúar
1943, maki Erlendur
Hauksson; Stefanía
Helgadóttir, f. 26.
september 1945,
maki Bergþór Engil-
bertsson; Bryndís
Helgadóttir, f. 25.
janúar 1949; Jón
Tryggvi Helgason, f. 14. júní 1953,
maki Hrönn Ísleifsdóttir; Helgi
Þór Helgason, f. 31. mars 1960,
maki Soffía Jónsdóttir.
Börn Dagnýjar og Loga eru
Kristín Logadóttir, viðskiptafræð-
ingur í London, f. 2. ágúst 1971;
Helgi Þór Logason, viðskiptafræð-
ingur í Reykjavík, f. 7. október
1974, maki Guðrún Vala Davíðs-
dóttir.
Fyrir einum þrjátíu árum var hóp-
ur ungmenna að norðan að basla við
að finna sér tilverugrundvöll í
Reykjavík. Örlögin eða tilviljunin
réð því að sex okkar ásamt börnum
og betri helmingum tóku upp þann
sið að hittast reglulega. Fyrst var
þetta einu sinni á ári og var kallaður
vorfagnaður. Síðar fannst einhverju
okkar að ekki mætti gleyma að fagna
þorra einnig og þannig urðu árlegu
samkomurnar tvær. Þessi sam-
kvæmi hafa verið að festa sig í sessi
síðustu tuttugu árin og nú er svo
komið að varla nokkurn tíma missir
nokkur úr skipti, svo dýrmætir eru
þessir viðburðir orðnir. Í upphafi var
allt fullt af börnum sem síðan hafa
smám saman verið að eldast frá okk-
ur. Fyrir skömmu gafst svo það síð-
asta og yngsta upp á félagsskapnum
þannig að úr þessu er orðinn hópur
miðaldra hjónafólks sem þekkist svo
vel að fátt kemur á óvart. Þegar svo
er komið málum á fólk sér enga ósk
heitari en að félagsskapurinn geti
haldist óbreyttur sem lengst. En nú
hefur hópurinn orðið fyrir áfalli.
Dagný verður ekki oftar með okkur.
Þetta bar ekki óvænt að. Síðustu
ár hefur hún oft verið mikið veik.
Strax þegar veikindi hennar greind-
ust var ljóst að mikil alvara var á
ferðum. Baráttan hefur verið erfið
hjá henni og við höfum ekki getað
annað gert en fylgst með milli vonar
og ótta. Og núna þegar baráttunni er
lokið stöndum við eftir með sorg og
söknuð í hjarta. Við höfum misst eina
af okkur, mikils metinn vin og félaga.
Logi vinur okkar hefur misst ástvinu
sína og lífsförunaut og börnin, Stína
og Helgi sem eru ekki lengur börn,
hafa misst móður sína. Þeirra börn
verða einnig fátækari en þau hefðu
annars orðið.
En þótt sorg og söknuður séu efst
í huga okkar og tilfinnanlegt sé
óréttlætið sem felst í svo ótímabær-
um missi dýrmætrar vinkonu á besta
aldri verðum við að hafa hugfast að
enginn missir neitt nema áður hafi
átt. Við vorum forréttindafólk að
hafa Dagnýju í okkar vinahópi og
góðu minningarnar munu gera okk-
ur léttara að feta veginn sem við eig-
um ófarinn. Svo mun einnig verða
um ástvini hennar. Minningarnar
munu verða þeim sá grunnur sem
þarf til að byggja á nýja tilveru þeg-
ar daginn lengir á ný.
Helga og Gísli.
Í dag kveðjum við kæra vinkonu
sem við viljum minnast í örfáum orð-
um. Í lífinu skiptast á skin og skúrir,
gleði og sorg, vonir og vonbrigði. Svo
sannarlega höfum við oft vonað að
Dagný væri að sigrast á illvígum
sjúkdómi sem að lokum hafði yfir-
höndina, þrátt fyrir hetjulega bar-
áttu og einstakt æðruleysi hennar.
Fyrstu kynni okkar af Dagnýju voru
er við hjón hittumst af tilviljun í
fyrsta danstíma okkar fyrir líklega
hálfum öðrum áratug, en Hulda og
Logi þekktust frá heimabyggð. Í
dansinum myndaðist vinahópur sem
saknar góðs félaga. Annar vinahóp-
ur, samsettur af Þingeyingum og
mökum, myndaðist um ferðalög,
gönguferðir, þorrablót og fleira.
Helguhóll, sumarbústaður Dagnýjar
og Loga á heimaslóðum hennar, var
oft gististaður í þessum ferðum. Þar
var gestrisni þeirra hjóna og örlæti
við brugðið. Dagný var þessi hæg-
láta, milda og góða kona sem gott var
að vera nálægt. Það fundum við svo
oft á þessum góðu stundum. Margar
eru minningarnar sem við eigum og
getum geymt í huga okkar og enginn
tekur frá okkur, þótt Dagnýjar sé
sárt saknað. Við erum þakklát fyrir
að hafa þekkt hana.
Logi, kæri vinur, Stína og Helgi,
við biðjum góðan Guð að styrkja
ykkur og geymum í hjarta okkar
minningar um yndislega vinkonu.
Hulda og Þröstur.
Kveðja frá
Gamla húsfélaginu
Í dag kveðjum við vinkonu okkar
Dagnýju Helgadóttur sem við
kynntumst fyrir tæpum 30 árum
þegar við fluttum öll í nýju blokkina
við Vesturbergið. Flest áttum við
börn á svipuðum aldri og upphófust
þá góð kynni sem haldist hafa ætíð
síðan. Þarna bjuggum við saman í
sátt og samlyndi. Við stofnuðum
fljótlega saumaklúbb sem enn starf-
ar, ekki var handavinnan alltaf aðal-
atriðið en síðastliðin ár höfum við all-
ar setið saman við föndur fyrir jólin
og hafði Dagný mjög gaman af því
ekki síður en við hinar. Þau eru
ógleymanleg gamlárskvöldin þegar
allar dyr voru opnaðar og allir
skemmtu sér saman jafnt börn sem
fullorðnir og tók Dagný virkan þátt í
því eins og allir aðrir.
Það sýnir samstöðuna í þessum
hópi að þegar Dagný og Logi tóku
sig til að fara að byggja sumarbústað
austur í Kaldárholti, þaðan sem
Dagný var ættuð, þá drifu þau hús-
félagið með sér austur til að grafa
grunninn fyrir húsið. Þar hefur fjöl-
skyldan átt margar góðar stundir
síðan. Þetta var yndisleg helgi og
upphafið að sameiginlegum ferðum
okkar sem hefur verið næstum ár-
legur viðburður síðan, bæði innan-
lands og utan. Þó fólkið hafi flutt úr
stigaganginum höfum við alltaf hald-
ið hópinn.
Dagný var mikill náttúruunnandi
og naut þess að ferðast. Það gladdi
okkur mikið að hún gat komið með
okkur í haustferðina í október sl.
Þrátt fyrir veikindi naut hún ferð-
arinnar og við ekki síður að fá að
njóta samveru hennar.
Við vissum að hverju stefndi en
gerðum okkur ekki grein fyrir að
þetta yrði síðasta ferðin okkar sam-
an. Hún var svo sæl og glöð að hún
ljómaði, þetta var greinilega stund
milli stríða í veikindum hennar.
Elsku Logi, Stína, Helgi og Guð-
rún, megi algóður Guð hugga ykkur
og styrkja í ykkar miklu sorg. Við
söknum Dagnýjar mikið en geymum
minningu um yndislega vinkonu í
hjörtum okkar.
Vinirnir í Gamla húsfélaginu.
Kæra Dagný. Ekki er hægt að
halda fram að það hafi komið manni
alveg í opna skjöldu fregnin um að
þú hafir orðið að láta í minni pokann
fyrir manninum með ljáinn á að-
fangadag. Þegar við heimsóttum þig
á Þorláksmessu, var greinilega mik-
ið af þér dregið, en fljótlega settistu
nú samt upp og færðist öll í aukana
þegar við minntumst á litla fallega
jólatréð sem þú sagðir að Helgi væri
nýbúinn að færa þér. En alveg setti
okkur hljóð þegar þú fórst að segja
frá öllum smávinningunum sem þú
hafðir fengið síðustu dagana. Það fór
ekki hjá því að við hugsuðum að þeir
kæmu bara allir of seint, en það var
heldur ekki alveg rétt, því þú gladd-
ist yfir þeim og hafðir gaman af.
Á heimleiðinni glöddumst við
Adda yfir að hafa hitt á þig þó svona
hressa og hvað við vonuðum að þér
entist líf a.m.k. fram yfir jólin. Þú
varst líka svo ákveðin í því að komast
heim á aðfangadag, vissir vel að
hverju dró og sagðir að þú vissir svo
sem ekkert hvað þú næðir að vera
mikið heima, en heim ætlaðirðu. Það
er líka eitt af því sem lýsir best
hvernig þú tókst þeim válegu tíðind-
um þegar þú vissir um krabbann.
Þrátt fyrir hversu alvarlegt þetta
var, ætlaðirðu að lifa lífinu lifandi, og
mikið höfum við oft dáðst að þér fyr-
ir það. Þið Logi hafið verið alveg
samstíga með að fá það sem hægt
var út úr þeim tíma sem þið áttuð
eftir saman og er ég viss um að það
hefur bætt miklu í safn góðra minn-
inga handa Loga að ylja sér við. Full-
vissan um hvað þú naust þín mikið
síðustu árin, þrátt fyrir mikil veik-
indi, hjálpar líka vonandi til að
minnka sársaukann þegar frá líður,
og enda eru Logi og krakkarnir búin
að fara með þér í mörg ferðalögin í
huganum síðustu daga.
Nú þegar leiðir skilja um sinn,
langar mig að þakka þér aðstoðina
sem þú veittir mér á sínum tíma þeg-
ar ég þurfti á að halda. Ég fann
vissulega fyrir því á sínum tíma, en
vissi ekki fyrr en þó nokkru seinna,
að þú hafðir gert þér ferð suður með
sjó að leita hjálpar fyrir mig, en
þannig varst þú nú líka alltaf.
Það fór ekki mikið fyrir þér, en
vissulega varstu þarna og hafðir þín-
ar skoðanir á hlutunum og gerðir oft
það sem þér þótti þurfa að gera. Því
miður tókst mér ekki að endurgjalda
hjálpina með eins góðum árangri, en
vona að eitthvað hafi gagnast samt.
Síðustu daga er hugurinn oft bú-
inn að reika með ykkur til Spánar,
Kanarí, Köben, í Helguhól og víðar,
og erum við þakklát fyrir þær góðu
stundir sem við áttum saman. Þessar
minningar eigum við áfram með
þeim sem eftir lifa og munum halda
minningu þinni á loft í gegn um þær.
Fyrir dauða þinn baðstu Loga,
Stínu, Helga og Gunnu að lesa góða
bók.
Minningin um góða konu, lestur
bókarinnar, hjálp guðs og góðra
manna veiti ykkur styrk á þessum
erfiðu dögum. Hugur ættingja og
vina er hjá ykkur.
Erlingur og Valgerður.
Hún Dagný okkar allra er farin.
Hún var okkar en þó alveg sérstak-
lega og mest hans Loga, hennar
Stínu og hans Helga Þórs. Hún vissi
að förin var fram undan og hún ef-
aðist ekki um hvert hún færi. Af
sjálfri sér hafði hún ekki áhyggjur,
en hún bar kvíðboga vegna ástvin-
anna.
Það þykir ætíð tíðindum sæta þeg-
ar hver og einn úr ungmennahópi fer
að festa ráð sitt og það var að vonum
að við vorum spennt að sjá og kynn-
ast nýju vinkonunni hans Loga.
Dagný hét hún, það var ekki algengt
nafn í okkar heimasveit. Dagný var
grönn og fínleg, með fallegt hár og
heillandi glampa í augum, sem bar
vott um góða greind og mikla mann-
kosti. Þessi fyrstu áhrif reyndust
ekki svíkja neinn, hún varð traustur
hlekkur í vinakeðjunni og mikils
metin.
Minningarnar svífa fyrir ein af
annarri. Dagný og Logi að dansa,
létt og leikandi, ferðalögin öll þar
sem seigla hennar og úthald var
undri líkast, glæsileg húsmóðir á
heimili og rausnarlegur vert í Helgu-
hól. Hagmælt varð hún þegar þurfti
að kveða okkur Þingeyingana í kút-
inn og kímnigáfan var alltaf óbrigð-
ul. Úr öllum þessum stóra sjóði
minninga er erfitt að velja, en sú sem
einna bjartast skín er góðviðrishelgi
í Helguhól. Værð og leti ríkti í hópn-
um á sunnudegi eftir stórveislu laug-
ardagsins með viðeigandi varðeldi
um nóttina. Sól skein í heiði og
breyskjuhiti var. Fuglasöngurinn
var margraddaður og reynt var að
telja tegundirnar. Ekkert okkar gat
nærri um það hve margar tegundir
væri að finna í landinu þeirra, nema
Dagný. Hún vissi það nákvæmlega.
Okkur hinum þótti nú súrt í broti að
vera flest úr sveit og geta ekki í snar-
heitum fundið þetta út og nokkrar
stælur urðu um málið. Dagný sagði
okkur einnig hve mörg hreiður væri
að finna að lágmarki. Þetta var svo
mikil ögrun að við drifum okkur til
að leita. Að ítarlegri leit lokinni kom í
ljós að náttúrubarnið Dagný hafði
vitanlega rétt fyrir sér. Hún hreykti
sér ekki af því né öðru, hroki var
henni fjarri. Þessi minning er hluti
fyrir heild allra þeirra góðu, sem
hópurinn hefur. Hlekkur er brostinn
úr vinakeðjunni, en líf er enn fyrir
okkur hin. Dagný óskaði þess að
sorgin eftir hana skemmdi ekki held-
ur yrði að uppbyggjandi afli. Við
höldum áfram.
Elsku Logi, Stína, Helgi Þór og
Guðrún. Um leið og við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð þökkum við
fyrir allt það sem þið voruð Dagnýju,
við máttum okkar svo lítils. Við
þökkum einnig fyrir að hún var ein af
okkur. Það er dýrmæti að hafa átt
mannkostakonu að móður, konu og
tengdamóður og vini. Guð styrki
ykkur og alla aðra aðstandendur
Dagnýjar Helgadóttur.
Þórey og Leif,
Hulda og Þröstur,
Inga og Sigmar,
Maríus og Ásdís
og fjölskyldur.
DAGNÝ
HELGADÓTTIR
! "
#$
% !
!! "# $%& '!
(
!!" #!!
$ %& $ ' $()& $ *
$ +#, !!
!
"#$ %&
!
"#$ %
&
' !$"" ()" "
$* +, "" #)$
"-$# #)$ !$""
. ""
/ " /0 " * / " / " /0 "
* 1 2$" +,
3+$ 3,"#"4
!"#$ %&#'
!( ) **
+* !, -
.*& .*! ! ) /' -
! 0$1 ) ** !( &-
)% ) /' )-
2$ /' )) ** 34 /$ * & '
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein-
ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfundar/sendanda
fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd – eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.