Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 62
UMRÆÐAN
62 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Úlpur, frakkar, dragtir o.fl.
Stærðir 36-52
Cartíse
Hamraborg 1
sími 554 6996
Garðarsbraut 15
Húsavík sími 464 2450
Gl
æs
ile
gt
úr
va
l!
Ótrúlegt
verð!
Sunddeild
Ármanns
• Ungbarnasund
• Framhald ungbarnasunds
• Börn 2–3 ára (með foreldrum)
• Börn 4–6 ára (með foreldrum)
Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 (Stella).
Hin sívinsælu sundnámskeið
eru að hefjast
FYRIR síðustu
kosningar riðu fulltrú-
ar stjórnarflokkanna
um héruð, blésu í
lúðra og lofuðu lands-
byggðarfólki að ef þeir
héldu völdum þá
myndu þeir breyta
álagningarstofni fast-
eignaskatts þannig að
hann miðaðist við
raunvirði fasteigna en
ekki uppreiknað fast-
eignaverð í Reykjavík.
Fasteignaskattar
áttu að lækka á lands-
byggðinni.
Nú er loksins búið
að samþykkja þetta á
Alþingi.
En er það þá í takt við það sem
þeir lofuðu? Nei, svo er ekki.
Sú breyting sem Alþingi gerði
nýlega á fasteignagjaldsstofninum
og stjórnarflokkarnir hældu sér af,
þ.e. skattalækkun á landsbyggðar-
fólk upp á 1.125 milljónir, lítur
svona út. (tölur úr fylgigögnum
tekjustofnanefndar.)
Um 625 milljónir af þessari fjár-
hæð eru vegna lækkunar fasteigna-
skatta á atvinnuhúsnæði á lands-
byggðinni og það er kannski eina
bótin sem er að þessari breytingu.
Þessi breyting er því kærkomin
búbót fyrir atvinnurekstur á lands-
byggðinni.
Fasteignaskattar einstaklinga
En ef við lítum til fasteigna-
skatta einstaklinga þá er sagan allt
önnur.
Fasteignaskattar af íbúðarhús-
næði á landsbyggðinni lækka ein-
göngu um rúmar 500 milljónir
króna af þessum 1.125 milljónum
kr.
Vegna kostnaðarauka af flutningi
verkefna frá ríki til sveitarfélaga
hafa þau mörg hver lent í miklum
fjárhagserfiðleikum, þar sem flutn-
ingur tekjustofna var ekki í sam-
ræmi við kostnaðinn. Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að hækka skatta með
því að heimila sveitarfélögunum að
auka tekjuöflun sína
með hækkun útsvars.
Sveitarfélögunum er
heimilað að hækka út-
svarið um 0,66% á
næsta ári og 0,33% á
árinu 2002.
En lækkaði ríkis-
tjórnin tekjuskatts-
hlutfallið til samræm-
is? Nei aldeilis ekki.
Ríkisstjórnin ætlar
einungis að lækka sitt
hlutfall um 0,33%.
Flest sveitarfélög, sér-
staklega þau á lands-
byggðinni, verða að
nota þessa skatta-
hækkun ríkisstjórnar-
innar að fullu. Af því leiðir að þessi
breyting mun hafa í för með sér
skattahækkun á almenning.
Lítum á dæmi um það hvaða
áhrif þessar skattbreytingar hjá
sveitarfélögum á landsbyggðinni
hafa á einstaklinga:
Eins og sjá má á þessari töflu
munu einstaklingar í sveitarfélag-
inu Skagafirði greiða 24 m.kr.
minna í fasteignaskatta á árinu
2001 en á yfirstandandi ári. Hins
vegar mun samþykkt skattahækk-
un ríkisstjórnarinnar verða u.þ.b.
34 milljónir króna, m.ö.o. munu
íbúar í Skagafirði þurfa að greiða
10 milljónum króna meira í skatta
heldur en þeir gerðu í ár.
Þetta er það sem stjórnarflokk-
arnir kalla kjarabót fyrir lands-
byggðarfólk.
Þetta var jólagjöfin í ár frá rík-
isstjórnarflokkunum til lands-
byggðarfólks.
Þungaskattur –
landsbyggðarskattur
Ríkisstjórnin beitti sér fyrir
breytingum á þungaskatti sl. vor
rétt áður en Alþingi fór í sumarfrí.
Ég varaði strax við þessari þunga-
skattsbreytingu og sagði í þing-
ræðu að breytingin myndi lækka
þungaskattinn hjá þeim sem keyra
lítið en stórhækka þungaskattinn á
þeim sem keyra mikið. Þetta á sér-
staklega við um þá sem annast
vöruflutning til landsbyggðarinnar.
Ef tekið er dæmi af vöruflutn-
ingabíl sem keyrir 70–120 þúsund
km á ári (vöruflutningar til mið-
hluta Norðurlands og Austurlands)
þá hefur þungaskatturinn hækkað
frá árinu 1998 um 30–40%.
Þetta er stórhækkun, hækkun
sem fór beint út í vöruverð bæði á
neysluvörum til almennings, svo og
á öllum aðföngum til atvinnufyr-
irtækja á landsbyggðinni, að maður
tali ekki um flutning hráefnis til
iðnaðarframleiðslu á landsbyggð-
inni og flutning fullunninna afurða
til höfuðborgarsvæðisins.
Þetta er mikil og lymskuleg
skattahækkun á íbúa og atvinnu-
rekstur á landsbyggðinni, sannkall-
aður landsbyggðarskattur.
Það var ekkert gert með þessi
viðvörunarorð mín þá en nú hefur
þetta verið staðfest í frumvarpi
sem fjármálaráðherra hefur flutt á
Alþingi um 10% lækkun á þunga-
skatti hjá öllum en þar kemur fram
að þungaskattstekjur ríkissjóðs
hafa stóraukist á þessu ári vegna
þeirra breytinga sem gerðar voru
sl. vor.
Ég tel að við eigum að taka upp
nokkur þungaskattsstig eins og
gert er í Noregi þannig að þeir
sem keyra lengst fá lækkun á
þungaskatti í hlutfalli við aksturs-
lengd.
Mismunandi þungaskattur þekk-
ist nú þegar á Íslandi. Þannig er
strætisvagnaakstur, t.d. í Reykja-
vík, niðurgreiddur þar sem veittur
er 70% afsláttur á þungaskatti.
Lækkun þungaskatts mun verða
til þess að lækka vöruverð til al-
mennings á landsbyggðinni og
flutningskostnað atvinnufyrirtækja.
Flugmiðaskattur –
landsbyggðarskattur
Ríkisstjórnin ákvað einnig síð-
astliðið vor að taka upp flugmiða-
skatt. Þetta er skattur sem gefur
ríkissjóði 50–60 milljónir á ári.
Flugrekendur vöruðu við þessari
skattheimtu og sögðu að þessi
skattur myndi fara beint út í far-
miðaverðið. Flugfélögin væru ekki
það vel stödd að þau gætu greitt
þennan skatt. Þetta er komið á
daginn. Flugfélag Íslands og Ís-
landsflug hafa þrisvar sinnum á
síðustu mánuðum hækkað flugfar-
gjöld sín, m.a. út af þessum flug-
miðaskatti. Það er alveg með ólík-
indum hvað ríkisstjórninni er annt
um að búa til íþyngjandi skatta á
íbúa landsbyggðarinnar.
Íbúar landsbyggðarinnar þurfa
allt annað en skattahækkun um
þessar mundir. Núverandi ríkis-
stjórn er sannkölluð landsbyggð-
arskattastjórn, sem gerir sér leik
að því skattleggja landsbyggðina.
Ég sendi lesendum blaðsins
bestu óskir um gleðilegt ár.
Ríkisstjórnin heldur áfram að
hækka skatta á landsbyggðarfólk
Kristján L.
Möller
Stjórnmál
Strætisvagnaakstur
er í Reykjavík, segir
Kristján L. Möller, nið-
urgreiddur þar sem
veittur er 70% afsláttur
á þungaskatti.
Höfundur er alþingismaður
Norðurlandskjördæmis vestra fyrir
Samfylkingu jafnaðarmanna.
Staður Fasteignaskattur
einstakl. lækkar um:
Skattahækkun
einstakl. hækkar um:
Mismunur
skattahækkun
Skagafjörður 24,0 millj. kr. 34,0 millj. kr. 10,0 millj. kr.
Húsavík 10,0 millj. kr. 20,0 millj. kr. 10,0 millj. kr.
Dalvíkurbyggð 9,1 millj. kr 14,5 millj. kr 5,4 millj. kr
Siglufjörður 8,2 millj. kr. 13,0 millj. kr. 4,8 millj. kr.
Skagaströnd 3,5 millj. kr. 6,5 millj. kr. 3,0 millj. kr.
EINSTAKA lög-
fræðingar hafa haldið
því fram að dómur
Hæstaréttar hinn 19.
desember í máli ÖBÍ
gegn Tryggingastofn-
un sé óljós.
Til að sýna óljós-
leikann eru hér birt
dómsorð meirihlut-
ans:
„Dómsorð: Viður-
kennt er, að aðal-
áfrýjanda, Trygg-
ingastofnun ríkisins,
hafi verið óheimilt frá
1. janúar 1994 á
grundvelli 2. mgr. 4.
gr. reglugerðar nr.
485/1995 að skerða tekjutryggingu
örorkulífeyrisþega í hjúskap með
því að telja helming saman-lagðra
tekna beggja hjóna til tekna lífeyr-
isþegans í því tilviki, er maki hans
er ekki lífeyrisþegi.
Einnig er viðurkennt, að óheim-
ilt hafi verið að skerða tekjutrygg-
ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap
frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5.
mgr. 17. gr. laga nr.
117/1993, sbr. 1. gr.
laga nr. 149/1998.
Aðaláfrýjandi greiði
gagnáfrýjanda, Ör-
yrkjabandalagi Ís-
lands, samtals 900.000
krónur í málskostnað í
héraði og fyrir Hæsta-
rétti.“
Til að gæta jafn-
vægis eru einnig birt
lokaorð minnihluta
dómara:
„Niðurstaða okkar í
málinu er þá sú, að
aðaláfrýjanda hafi frá
1. janúar 1994 verið
óheimilt að skerða
tekjutryggingu örorkulífeyrisþega
í hjúskap á grundvelli reglugerð-
ar-ákvæða, sem brast lagastoð. Á
hinn bóginn hafi aðaláfrýjandi
mátt skerða tekjutrygginguna frá
1. janúar 1999, eftir að heimild til
þess hafði verið leidd í almanna-
tryggingarlög með lögum nr. 149/
1998. Þá er rétt, að aðaláfrýjandi
greiði gagn-áfrýjanda hluta máls-
kostnaðar í héraði og fyrir Hæsta-
rétti.“
Í stuttu máli fallast allir dóm-
arar á fyrri kröfuna, um að óheim-
ilt hafi verið að skerða tekjutrygg-
ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap
með því að telja helming saman-
lagðra tekna beggja hjóna til
tekna lífeyrisþegans í því tilviki, er
maki hans er ekki lífeyrisþegi.
Meirihlutinn fellst einnig á að
óheimilt hafi verið að skerða tekju-
tryggingu örorkulífeyrisþega í hjú-
skap frá 1. janúar 1999 með lögum
frá 1998.
Öllum má vera ljóst að það tek-
ur nokkurn tíma að reikna aftur í
tímann, sérstaklega þegar gömul
gögn eru ekki aðgengileg og
greiða þarf úr flækju vegna þeirra.
En það er ekkert sem aftrar
Tryggingastofnun frá því að greiða
öryrkjum óskertar bætur frá og
með 1. janúar 2001.
Sem löghlýðinn þegn í lýðræð-
isríki með aðskildu löggjafarvaldi,
framkvæmdavaldi og dómsvaldi,
krefst ég þess að Tryggingastofn-
un ríkisins fari að lögum eins og
aðrir.
Öryrkjar
Björn
Tryggvason
Dómur
Ég krefst þess, segir
Björn Tryggvason, að
Tryggingastofnun rík-
isins fari að lögum eins
og aðrir.
Höfundur er formaður Málbjargar,
félags um stam.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Ofn
æmisprófað
Úr ríki náttúrunn
ar
Bakpoki
aðeins 1.600 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is