Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 64
UMRÆÐAN
64 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á GAMLÁRSDAG í
fyrra varð okkur á að
staðhæfa á síðum
Morgunblaðsins, að
menntun, þekking og
reynsla vegi þungt í
frama ungs fólks. Við
máttum þó lúta í
lægra haldi fyrir rök-
um pólitískra afla og
sannreyna að ekkert
slær út flokksskírteini
í Framsóknarflokkn-
um þegar skipað er í
stöður á vegum hins
opinbera. Í ár eru þeir
sem stunda nám á
framhaldsskólastigi
nauðugir viljugir látn-
ir beygja sig eftir sápunni. Nem-
endur eru enn og aftur vanvirtir og
látnir yfirgefa skóla sína og þessi
gengisfelling menntunar gerir þá
verr í stakk búna til að takast á við
háskólanám. Þetta vekur upp
margar spurningar um framhalds-
skóla og gildi menntunar.
Menntun, þekking
og reynsla?
Menntun er það ferli, sem þrosk-
ar og eykur víðsýni einstaklingsins
undir eftirliti skóla og kennara.
Uppskeran aukin þekking viðkom-
andi einstaklings. Reynsla er þessu
náskyld, sú tegund þekkingar sem
við öflum okkur gegnum leik og
störf og óháð hefðbundu skóla-
starfi. Þessi þrjú hugtök eru því
allt fyrirbæri sem við, hvert og eitt
okkar, notum til að auka við hið
persónulega virði okkar. Í nútíma
viðskiptaumhverfi er samkeppnis-
hæfni einstaklinga, fyrirtækja og
landa nátengd þekkingu. Nægir
okkur að byggja upp þjóðfélag á
reynslu einni saman og láta aðrar
þjóðir um að mennta fólk og auka
þar með þekkingu sína í heild?
Þörf á framhaldsskólum?
Verkfall sem hefur verið jafn
óbrigðull vorboði og koma lóunnar
með sitt dirrindí endurspeglar til-
vistarkreppu framhaldsskólastigs-
ins. Eftir 8 vikna verkfall dregur
lungi þjóðarinnar enn andann, ung-
börn fá sína mjólk, spítalar lands-
ins starfa, samgöngur góðar, jóla-
verslun blómstraði, ungir sem
aldnir héldu heilög jól og komu
saman til að skiptast á hlutabréfum
og/eða pokémon-kortum. Vinnu-
veitendur fá langþráð og ódýrt
vinnuafl kennara og nemenda.
Framleiðsla og þjónusta hafa ekki
beðið skaða af verkfallinu. Það er
skiljanlegt, þar sem hinn áþreif-
anlegi hluti þeirrar afurðar sem
framhaldsskólarnir framleiða að-
eins er hvítur kollur nýstúdenta.
Það er erfitt að mæla þekkingu
samkvæmt hefðbundnum mæliein-
ingum og sömuleiðis erfitt að gera
sér grein fyrir raunvirði þess að
skarta hvíta kollinum. En hvert er
hlutverk framhaldsskóla? Eru þeir
dulbúnir letigarðar þar sem ungu
ráðvilltu fólki, því sem ekki nennir
að vinna, er safnað saman og
skammtað verkefni í 4 ár? Eða eru
þeir félagslegt athvarf, forvarna-
starf og betrunarhús ungs fólks á
því tímabili ævinnar sem flestir
nota til að hlaupa af sér hornin og á
sama tíma er reynt að koma ein-
hverri þekkingu í kollinn á nem-
endum? Slíkar staðreyndir kalla á
nýtt ráðherraembætti forvarna og
betrunar ungmenna og réttlæta
tæplega tilveru ráðherraembættis
menntamála.
Hærri laun
til kennara?
Kennarar eru og hafa verið lág-
launastétt um árabil og er engin
haldbær ástæða til þess að víkja
frá þeirri stefnu (eða stefnuleysi!?).
Kennarar hafa í raun ágætis laun.
Starfsárið er 9 mánuðir, klukku-
tíminn er í raun aðeins 45 mín.
Tímatalskerfið er ólíkt því sem
hinn almenni launþegi býr við og
hér hallar ekki á kennarastéttina.
Sama námsefni er að jafnaði kennt
ár eftir ár og undirbúningur því í
lágmarki. Þetta er eins og að læra
að hjóla, þegar maður hefur lært
það einu sinni þá býr maður að því
alla ævi. Á að borga mannsæmandi
fyrir að kenna sömu þýsku sagna-
beyginguna í 30 ár, eða greina frá
glímu Grettis við drauginn í hundr-
aðasta skipti?
Þrátt fyrir þessar klisjukenndu
skýringar þá er það staðreynd að
þekking og reynsla kennara á hin-
um ýmsu menntastigum er eftir-
sótt „vara“ meðal stofnana og fyr-
irtækja úti um allan heim. Það er
ekki óeðlilegt að breyskleiki kenn-
ara geri vart við sig þegar þeim
eru boðin betur launuð stöf annars
staðar, á meðan getuleysi stjórn-
valda setur spor sín á íslenska
menntasögu. Verkfallið er ekki
spurning um krónur eða aura í
vasa kennara. Það neyðir okkur til
að taka afstöðu til þess hvort fram-
haldsskólar landsins séu letigarð-
ar, félagslegar betrunarstofnanir
eða hvort þar eigi að skapa ramma
fyrir vitsmunalegan og félagslega
þroska einstaklinga.
„Þekking“
í nútíma þjóðfélagi
Á tyllidögum mana stjórnmála-
menn fram gildi þekkingar eins og
andann í lampa Alladíns, og há-
menntuðum sérfræðingum er
hampað sem væru þeir einu fjör-
egg þjóðarinnar. „Þekkingarþjóð-
félag er framtíðin“ hrópa menn í
kór. Þekking er óáþreifanleg
stærð, en engu að síður ein mik-
ilvægustu verðmæti einstaklings,
fyrirtækis og þjóðar. Leiðandi fyr-
irtæki erlendis halda bókhald yfir
þekkingu sína og meta virði henn-
ar, m.a. til að skýra mun á bók-
færðu virði og markaðsvirði fyr-
irtækisins á hlutabréfamarkaði.
Endurmenntun stuðlar að viðhaldi
þekkingar og/eða víkkar sjóndeild-
arhring fyrirtækisins. Ef við yfir-
færum þennan hugsunarhátt á ís-
lenskt þjóðfélag, sjá sennilega
flestir aðrir en stjórnmálamenn
hversu skammsýnt það er að
hægja á þróunarferli nemenda.
Þekking verður ekki keypt á nið-
ursuðudósum erlendis frá og dælt í
fólk í pilluformi, né sótt á verald-
arvefinn. Framhaldsskólastigið er
hornsteinn – ekki grafsteinn – að
frekari menntun. Kunnáttu sem er
íslensku þjóðfélagi nauðsynleg
verðum við að afla sjálf. Það er
ekki nóg að vísa til þess að nær all-
ir landsmenn kunni að lesa og
skrifa, og telja okkur þar með vera
fremsta meðal jafninga hvað varð-
ar menntun og almenna þekkingu.
Verkfallið setur spor sín á
áframhaldandi nám flestra nem-
enda. Menntamálaráðherra virðist
okkur sammála og segir í pistli á
vefsíðu sinni hinn 10. nóvember
2000: „Þekkingin þarf meiri við-
urkenningu en hún nýtur ... Að
mínu mati er hagfræðileg stærð
hennar almennt vanmetin...“ En er
það ekki að skjóta sjálfan sig í fót-
inn að halda þessu fram og láta
verkfall viðgangast í lengri tíma?
Er tveggja mánaða skortur á fram-
haldskólamenntun í landinu viður-
kenning á þekkingu?
Hvers virði er menntun,
þekking og reynsla?
Árni
Halldórsson
Kennarar
Við verðum að taka af-
stöðu til þess, segja
Árni Halldórsson og
Þorsteinn Tryggvi
Másson, hvort fram-
haldsskólarnir séu leti-
garðar, félagslegar
betrunarstofnanir eða
vettvangur fyrir vits-
munalegan og félags-
legan þroska einstak-
linga.
Árni stundar doktorsnám við
Viðskiptaháskólann í Kaupmanna-
höfn. Þorsteinn Tryggvi stundar
meistaranám í sagnfræði og
heimspeki við Hróarskelduháskóla.
Þorsteinn Tryggvi
Másson
Gullsmiðir
Almanak
Háskólans
Nýtt ár - Nýtt almanak
Almanak Háskólans er ómissandi
handbók á hverju heimili
Fæst í öllum bókabúðum
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganema