Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 67

Morgunblaðið - 03.01.2001, Page 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 67 G Æ A F R A M K Ö L L U N EINS og venja er verður fyr- irhuguð starfsemi í félagsheim- ilunum Gullsmára og Gjábakka fyrir tímabilið janúar til maí kynnt í upphafi nýs árs. Kynn- ing á fyrirhugaðri starfsemi í Gullsmára verður í félagsheim- ilinu Gullsmára 13, miðviku- daginn 3. janúar. Kynning á fyrirhugaðri starfsemi í Gjá- bakka verður í félagsheimilinu Fannborg 8, fimmtudaginn 4. janúar. Kynningarnar hefjast kl. 14 á báðum stöðum. Á kynningardögunum kynna Félag eldri borgara í Kópavogi, Frístundahópurinn Hana-nú og áhugamannahóparnir fyrirhug- aða starfsemi auk þess sem félagsheimilin kynna fyrirhug- aða starfsemi á vegum Kópa- vogsbæjar. Innritað verður á sama tíma á væntanleg námskeið sem hefjast mánudaginn 8. janúar í Gjábakka og þriðjudaginn 16. janúar í Gullsmára ef þátttaka reynist næg. Bent er á að hægt er að koma með hugmyndir um starfsemi, hvort sem er á kynn- ingardögum eða aðra daga, í bæði félagsheimilin. Allir eru velkomnir og veitingar verða seldar á vægu verði. Kynning á starfsemi í Gull- smára og Gjábakka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.