Morgunblaðið - 03.01.2001, Qupperneq 74
FÓLK Í FRÉTTUM
74 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ROBERT Kelly er rosalegur, þið
munið kannski eftir honum syngj-
andi lög eins og „I believe I can
fly“ og nú síðast „I wish“. Hann
samdi þau bæði sem og fleiri
smelli og hefur fengið nokkur
Grammy-verðlaun fyrir vik-
ið. R. Kelly ætlaði alltaf að
verða körfuboltaleikari til
að komast úr skítahverfinu
sem hann ólst upp í en fór
svo að semja og syngja og
varð frægur. Hann leikur
samt ennþá smáatvinnu-
bolta, hjálpar bágstöddum,
semur fyrir Aaliyuh,
Whitney, Toni og Michael
Jackson og var að gefa út
sína fimmtu sólóskífu sem
er hér gerð að umtalsefni.
Þegar ég fékk TP-2.COM
með R. Kelly í hendurnar
hugsaði ég mér nú gott til
glóðarinnar þar sem mað-
urinn er R’n’B-kóngurinn
sjálfur. En kóngurinn er
kelling. Byrjum á umslag-
inu. Aldrei hef ég séð eins
örvæntingarfulla tilraun til
að sýna kynþokkann. Hann
notar allt, pels (rauðan og
hvítan), sólgleraugu, klúta um
hausinn, hatta, olíu, þrýstir
fram vörunum og er með tonn af
skartgripum. En allt kemur fyrir
ekki því hann ofgerir svo illilega í
þessu R’n’B-útliti að það er bara
bjánalegt og ekki vitund kyn-
þokkafullt.
En tónlistin er það sem skiptir
kannski meira máli. Útsetning og-
hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar
enda velur Kelly aðeins besta fólk-
ið til að vinna með. Hljómurinn á
plötunni er nánast óaðfinnanlegur,
annað en sagt verður um tónsmíð-
arnar. Nokkur lög á diskinum eru
alveg einstaklega vond og má þar
nefna lög eins og „Just Like That“
þar sem hann syngur 4 sekúndna
„whooa“
á undan hverri einustu setningu
– þ.e.a.s. 38 sinnum. Ofsalega pirr-
andi
og leiðinlegt lag og það er fárán-
legt að enginn hafi sagt Kelly að
slaka aðeins á í „whooa-inu“. Í
„Don’t You Say No“ er hann við
sama heygarðshornið og vælir
stanslaust yfir textann sem bak-
raddirnar syngja og maður heyrir
varla laglínuna. „A Womans
Threat“ er líka mjög einhæft og
leiðigjarnt lag en textinn er um
eftirsjá manna sem eru vondir við
konurnar sínar.
Í gegnum plötuna syngur Kelly
um hvað hann sé góður í rúminu,
réttlátur, æðislegur við fjölskyld-
una sína, bestur, flottastur og
meira um hvað hann sé góður í
rúminu. Á tímum finnst manni
eins og hann sé annaðhvort að
sannfæra sjálfan sig eða að egóið
sé að drepa hann. Það er líka sér-
staklega ófyndið þegar hann eyðir
heilli mínútu í Eminem-brandar-
ann... „Now will the real R. Kelly
please stand up?“ á undan óðnum
til sjálfs sín „One Me“. Ekki mjög
töff.
TP-2.COM er samt ekki alvond
plata og R. Kelly kann að búa til
góð lög eins og hann kann að búa
til vond. „R’n’B Thug“ er til dæmis
alveg frábært lag og allt í einu er
Kelly hættur að vera kelling og
orðinn „true baller“. Í þessu lagi
er líka þessi dæmigerði „offbeat“
taktur sem maður heyrir svo oft í
þessari tegund tónlistar og þetta á
án efa eftir að heyrast mikið á
Píanóbarnum. „Like A Real
Freak“ og „Fiesta“ eru líka töff og
fönkí R’n’B-smellir með góðu
grúvi. Spænsku gítararnir setja
flottan svip á þau og svo auðvitað
rappararnir General („Like A Real
Freak“) og Boo og Gotti („Fiesta“)
sem algjörlega setja lögin á hærri
stall. Fleiri lög eru flott eins og
endurhljóðblöndunin af „I Don’t
Mean It“ sem heitir „Mean It“ en
rólegu lögin eru lösturinn. Hann
vælir einfaldlega of mikið, er of
væminn, of mikil vægð. Aðdáendur
R. Kelly ættu nú samt að tékka á
plötunni og gera upp við sig sjálfir
hvort Kelly er eins mikill töffari
og hann vill vera í þessum 11 bún-
ingum á umslaginu eða einfaldlega
væmin vælandi kelling.
TP-2.COM er eins og áður sagði
fimmta plata R. Kelly og greini-
legt er að hann kann á R’n’B-
markaðinn. Hann kann að semja
lög sem eru fullkomin fyrir „bömp-
ið“ og „grændið“ en of mikið af
venjulegu og óspennandi efni fer í
gegnum síuna. Á plötunni eru 19
lög, sum ofsa góð, önnur ofsa vond
og hin liggja á víð og dreif í með-
almennskunni. Ef hann myndi
henda helmingnum af lögunum af
TP-2.COM væri þetta án efa alveg
frábær plata. En því miður lítur út
fyrir að R. Kelly hendi engu og að
hann hafi aldrei fengið hugmynd
sem hann ekki deili með heim-
inum.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Elísabet Ólafsdóttir setur
R’n’B listamanninn R. Kelly
og nýjustu breiðskífu hans,
TP-2.COM, undir smásjána.
Er Kelly kelling?
R. Kelly hefur lengi vel verið eitt af
stærstu nöfnum R’n’B-tónlistarinnar.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
Kennsla hefst 9. janúar 2001
Kennt í Íþróttahúsinu v/Strandgötu
Jazzballett 12 — 14 ára
Í HLAÐVARPANUM
Missa Solemnis
helgieinleikur á síðasta degi jóla
9. sýn. lau. 6. jan kl 17:30 síðasta sýning
„Jórunn Sigurðardóttir flutti einleikinn frá-
bærlega..einstök helgistund í Kaffileikhúsinu“
(SAB Mbl).
Stormur og Ormur
22. sýn. sun. 14. jan. kl 15:00
23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00
„Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur)
„Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint
í mark...“ SH/Mbl
Eva
bersögull sjálfsvarnareinleikur
5. sýn. þri. 9. jan kl 21:00
6. sýn. fös. 12. jan kl 21:00
7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00
8. sýn. lau. 20. jan kl 21:00
„...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri
sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna
og taka karlana með...“ (SAB Mbl.)
Háaloft
geðveikur svartur gamaneinleikur
18. sýn laugardag 13. jan kl 21:00
19. sýn þriðjudag 16. jan kl 21:00
20. sýn föstudag 19. jan kl 21:00
„Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og
vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl)
„... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV)
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!" #$%
!" #$%
&$" #$%
&$" #$
'()*+),+)+-. /&0(1&
&$" #$
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
,*+2*)/ # /&
&$" #$
&$" #$
34(
+)56(78 #9: #
;;; 0$ < <###= 0$ <
!
"
##$
%#
>### &? !@A
B@
C% >@$
B@D
552 3000
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
fös 5/1, C&D kort gilda UPPSELT
sun 7/1, Aukasýning
fim 11/1 UPPSELT
lau 13/1, E&F kort gilda örfá sæti
fim 18/1 Aukasýning
fös 19/1, G&H kort gilda nokkur sæti
lau 27/1 nokkur sæti laus
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG
lau 6/1 kl. 20 nokkur sæti laus
fös 12/1 kl. 20
lau 20/1 kl. 20
fös 26/1
530 3030
SÝND VEIÐI
lau 6/1 kl. 20 örfá sæti laus
fös 12/1 kl. 20
lau 20/1 kl. 20
TRÚÐLEIKUR
sun 7/1 kl. 20 örfá sæti laus
fim 11/1 kl. 20 örfá sæti laus
fös 19/1 kl. 20
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is