Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 84

Morgunblaðið - 03.01.2001, Side 84
AUSTFIRÐINGAR og íbúar á suð- austurlandi hafa fengið að finna fyrir vetrinum nú í árs- og ald- arbyrjun. Snjó hefur kyngt niður og valdið samgöngutruflunum á þjóðvegum og innan þéttbýlis. Einnig varð að fresta sumstaðar áramótabrennum og flugeldasýn- ingum á Austurlandi fram á þrett- ándann sökum veðursins en þó rétt náðist að halda brennu og flugeldasýningu á Egilsstöðum áð- ur en óveðrið skall á. Þannig urðu Seyðfirðingar að fresta sinni brennu til þrettándans. Snjóflóð féll í gærmorgun á veg- inn undir Grænafelli í Fagradal, skammt frá Reyðarfirði, og á leið- inni til Egilsstaða. Flóðið var 2–3 metra djúpt og 40–50 metra breitt. Engan sakaði í flóðinu en á meðan starfsmenn Vegagerðarinnar ruddu leið í gegn er vitað til þess að nokkrir Reyðfirðingar hafi misst af flugi frá Egilsstöðum. Ekkert lát er á veðurhamnum en hætta þó ekki talin á frekari snjóflóðum eystra. Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi suðaust- anlands í dag af norðlægum átt- um, með vindhraða allt að 20 metrum á sekúndu og yfir. Él verða norðan- og austanlands en annars léttskýjað á landinu öllu. Norðanáttin á að fara minnkandi næstu daga sem og éljagangurinn. Morgunblaðið/Hafdís Erla Á skömmum tíma um áramótin kyngdi niður snjó á Austfjörðum og bíla fennti víða í kaf. Þessir krakkar á Egils- stöðum tóku fönninni fagnandi og veltu sér um á stöðum í bænum sem leyfa ekki slíkt þegar snjólaust er. Snjóflóð í Reyðar- firði og samgöngu- truflanir eystra Nokkru áður varð harður árekstur á Reykjanesbraut vestan Vogaveg- ar. Tveir fólksbílar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman. Fjórir voru í öðrum bílnum, þar af tvö börn, en ökumaður var einn í hin- um bílnum. Sá sem var einn í bílnum hafði tekið fram úr öðrum bíl. Hann sá þá að framúraksturinn myndi ekki takast og sveigði út í vegkantinn, á röngum vegarhelmingi. Þar lenti hann á bifreið sem kom úr gagn- stæðri átt. Allir í bílunum voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Þá lentu fimm bílar í árekstri á Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut. TVEIR harðir árekstrar urðu á Reykjanesbraut í gær. Skömmu eftir hádegi lést eldri karlmaður þegar fólksbifreið hans skall framan á vöruflutningabíl. Slysið varð á Reykjanesbraut til móts við Moldu- hraun í Garðabæ. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði virðist sem fólksbifreiðinni hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelm- ing þar sem hún skall á vöruflutn- ingabílnum sem ekið var í norðurátt. Fólksbifreiðin er ónýt eftir árekst- urinn en vöruflutningabíllinn er mik- ið skemmdur og óökufær. Lögreglan í Hafnarfirði lokaði Reykjanesbraut í þrjár klukkustundir vegna slyssins. Karlmaður beið bana í árekstri á Reykjanesbraut Harðir árekstrar í Garðabæ og við Voga MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STJÓRN Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, hefur ráðið Björn Vigni Sigurpálsson, sem verið hefur ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, fréttaritstjóra blaðsins og þá Karl Blöndal blaðamann og Ólaf Þ. Steph- ensen, forstöðumann stefnumótun- ar- og samskiptasviðs Samtaka at- vinnulífsins, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins. Björn Vignir Sigurpálsson er 54 ára gamall. Hann starfaði sem blaða- maður við Morgunblaðið frá 1964 til 1979. Sama ár tók hann þátt í stofn- un Helgarpóstsins og var annar af ritstjórum blaðsins til 1982 er hann varð framkvæmdastjóri hjá Ísmynd/ Framsýn. Í ársbyrjun 1985 kom Björn Vignir á ný til starfa á Morg- unblaðið sem umsjónarmaður við- skiptablaðs. Hann tók einnig við um- sjón sunnudagsblaðs sumarið 1990. Hann var ráðinn ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins í júní 1991. Eiginkona hans er Kristín Ólafs- dóttir upplýsinga- og bókasafns- fræðingur og eiga þau tvö uppkomin börn. Karl Blöndal er 39 ára gamall. Hann lauk B.A.-prófi í stjórnmála- fræði frá University of Massachu- setts í Boston árið 1990 og hélt síðan í meistaraprófsnám í stjórnmála- fræðum í Massachusetts Institute of Technology sem hann lauk árið 1993. Karl starfaði sem fréttaritari Morg- unblaðsins í Vestur-Berlín og Hann- over árin 1982-85 er hann gerðist blaðamaður Morgunblaðsins. Árin 1987-88 starfaði hann sem frétta- maður Sjónvarpsins og síðan frétta- ritari Morgunblaðsins í Bandaríkj- unum árin 1989-95 er hann sneri á ný til starfa á Morgunblaðinu þar sem hann hefur starfað síðan. Eiginkona hans er Stefanía Þor- geirsdóttir, líffræðingur á Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði að Keldum, og eiga þau tvö börn. Ólafur Þ. Stephensen er 32 ára gamall. Hann lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1992 og M.Sc.-prófi í al- þjóðastjórnmál- um frá London School of Economics and Political Science 1994. Ólafur starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu árin 1987 til 1998. Árin 1998-2000 var hann forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssíma Íslands hf. Ólaf- ur hefur að undanförnu verið forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífs- ins. Eiginkona hans er Halldóra Traustadóttir, markaðsstjóri Glitnis hf. Þau eiga eina dóttur. Ýmsar fleiri breytingar urðu á rit- stjórn Morgunblaðsins um áramótin. Breytingar á ritstjórn Morgunblaðsins Ólafur Þ. Stephensen Björn Vignir Sigurpálsson Karl Blöndal  Nýtt skipulag/42-43 SALA sjófrystra afurða Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hf. gekk vel á síðasta ári, að sögn Kristjáns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra SH- þjónustu. Fyrirtækið hefur styrkt stöðu sína verulega á Bretlandsmark- aði, einkum með sölu þorskflaka og er Bretland nú í fyrsta sinn orðinn stærri markaður fyrir þorsk en Bandaríkin sem þó er áfram mjög sterkur markaður. Þá varð á síðasta ári 50% aukning í rækjusölu hjá Icel- andic UK, söluskrifstofu SH á Bret- landseyjum, miðað við árið á undan, að sögn Magna Þórs Geirssonar, framkvæmdastjóra Icelandic UK. Kristján segir sölu á sjófrystum af- urðum almennt hafa gengið vel á síð- asta ári og að SH hafi t.d. náð að skapa sér sterka stöðu fyrir karfa á Asíumarkaði. Hann segist bjartsýnn á að næsta ár verði einnig hagstætt í sjófrystingunni. Magni Þór segir ástæður aukning- ar í rækjusölu á Bretlandi eiga rætur í markvissu markaðsstarfi. Hann segir að útlitið sé bjart og að samkvæmt áætlun sé markmiðið að auka söluna um 20 til 25% á þessu ári. Þá vonar hann að verð á rækju hækki en það var í sögulegu lágmarki um jólin. Um 50% aukin rækjusala hjá SH  Nýliðið ár/F1 og F2 VERKFALL framhaldsskólakenn- ara er orðið það lengsta sem skráð er frá stofnun embættis ríkissátta- semjara, eða 57 dagar. Fundur deiluaðila í gær var sá 55. frá því kjaradeilunni var vísað til ríkissátta- semjara. Á síðasta ári voru haldnir tæplega 1.150 fundir í húsnæði rík- issáttasemjara og hafa aldrei fyrr í sögu embættisins frá stofnun þess árið 1980 verið haldnir svo margir fundir á einu ári. Um er að ræða bæði fundi í mál- um sem vísað var til ríkissáttasemj- ara og eins í þeim kjaradeilum sem leystust án afskipta embættisins. Hægt miðar í viðræðum framhaldsskólakennara Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkissáttasemjara hafa aðeins verið haldnir fleiri fundir í fjórum sáttamálum frá árinu 1925. Hægt miðaði í viðræðum fram- haldsskólakennara og ríkisins í gær. Elna Katrín Jónssdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, seg- ir að kennarar bíði eftir svari frá samninganefnd ríkisins um hvað ríkið sé tilbúið að ganga langt í til- færslum á vinnuþáttum. Kennarar hafi sett fram hugmyndir um að ganga lengra í því efni en áður hafi verið rætt um. Jafnframt því sem þeir hafi sett fram hugmyndir um að nýtt launakerfi verði tekið upp strax í vetur en ekki næsta sumar eins og áður hafi verið ráðgert. Verkfall kennara það lengsta frá upphafi  Tekist á/14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.