Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSVARSMENN skipulagsmála í nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur lýsa almennt ánægju með fram- setningu á þeirri framtíðarsýn sem birtist í sjónvarpsþætti Hrafns Gunn- laugssonar, „Reykjavík í öðru ljósi“, sem sýndur var í Sjónvarpinu 30. des- ember sl. Fram kemur í máli þeirra að hugmynd um flugvöll í Skerjafirði sé raunhæf hugmynd sem þarfnist mikillar skoðunar. Í þættinum beinir Hrafn spjótum sínum að þróun byggðar í Reykjavík og segir til- hneiginguna hafa verið þá að dreifa byggðinni í stað þess að þétta hana. Hann setur fram hugmyndir um íbúðarbyggð í Engey og Viðey og há- hýsabyggð víða um borgina. Einnig víkur Hrafn að skrúðgörðum borgar- innar og sýnir á myndrænan hátt flutning Árbæjarsafns úr Árbæ í Hljómskálagarð. Sú hugmynd sem hvað mesta athygli hefur e.t.v. vakið er gerð nýs flugvallar á Lönguskerj- um í Skerjafirði. Þessa hugmynd þró- aði Trausti Valsson skipulagsfræð- ingur fyrir tæpum 30 árum og var myndræn framsetning á henni í þætti Hrafns. Morgunblaðið leitaði álits hjá forsvarsmönnum skipulagsmála hjá þremur sveitarfélögum um þær hug- myndir sem fram koma í þættinum. Kópavogsbúar greiði atkvæði um framtíð flugvallarins Birgir H. Sigurðsson, skipulags- stjóri hjá Kópavogsbæ, segir að búið sé að setja á laggirnar nefnd um flug- vallarmálið sem í eiga sæti fulltrúar Reykjavíkur og Kópavogs. Kópavog- ur óskaði eftir því að koma að ákvarð- anatöku varðandi flugvöllinn vegna þess að hann hefur mikil áhrif á íbúa og byggð í Fossvogsdal og á Kárs- nesi. Sú hugmynd hefur verið reifuð að íbúar í Kópavogi fái að taka þátt í kosningu um framtíð flugvallarins. Aðspurður um hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum, sem fram kemur í sjónvarpsþættinum, segir Birgir að hún sé að sínu mati afar spennandi. „En allt er þetta spurning um krónur og aura en framhjá því verður ekki heldur horft að fjármunir eru stór hluti af öllu skipulagi. Sýnt hefur verið fram á að það er mun dýrara að leggja flugbraut á Lönguskerjum. Þetta er samt kostur sem ég tel að við ættum að skoða mjög vel. Með þessari lausn er komið svæði sem gefur kost á aðflugi að mestu fyrir utan byggð og einnig er það kostur að hægt verði að nýta landið í Vatnsmýrinni undir byggð. Með því er miðborgin í höfuðborg okkar styrkt. Þá hefði ég viljað stíga skrefið alveg til fulls og tengja Álfta- nesið við Vatnsmýrina með vegi, eins og sýnt er í myndinni. Það er nauðsynlegt að hafa flug- völlinn við höfuðborgina og hefði stór- vægileg áhrif að hafa hann fjær því að flugleiðirnar eru svo stuttar hér á landi. Ekki þyrfti heldur að lengja flugbrautir mikið til þess að þarna gæti orðið millilandaflugvöllur en það er önnur saga. Mér finnst að menn þurfi að leggjast undir feld áður en ákvörðun er tekin því þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða og lang- an framkvæmdaferil,“ segir Birgir. Honum finnst það jafnframt at- hyglisverð hugmynd að koma Árbæj- arsafni fyrir í Hljómskálagarðinum. Þótt aðsókn sé ágæt í safnið núna yrði hún eflaust mun meiri ef það væri í miðborginni og jafnframt bæjar- prýði. Birgir segir að skipulagsyfir- völd í Kópavogi hafi lagt hart að sér að nýta land bæjarins vel og sér hafi fundist hann finna öflugan talsmann í Hrafni Gunnlaugssyni hvað þetta varðaði. „Mér fannst koma vel fram í myndinni að háhýsabyggð eykur opnu svæðin og rýmið í kringum byggingarnar. Mér finnst vera meiri borgarmynd á þéttbýlinu þegar háir turnar fyrirfinnast í því,“ segir Birg- ir. Það er mín skoðun að önnur sveit- arfélög en Kópavogur hafi hin síðari ár verið alltof feimin við að byggja hátt. Birgir sagði að það væri sín skoðun að Reykjavík í öðru ljósi væri ein af bestu myndum Hrafns Gunn- laugssonar. Margar raunhæfar hugmyndir Bergljót Einarsdóttir, arkitekt og skipulagsfulltrúi Garðabæjar, segir að í þættinum séu settar fram bæði nýjar og gamlar hugmyndir en það sé gert á myndrænan hátt sem veki marga til umhugsunar. „Þær hug- myndir sem þarna komu fram þykja mér flestar skemmtilegar með ein- hverjum hætti en misjafnlega raun- hæfar. Háu byggingarnar voru kannski það sem ég hrökk hvað mest við og ég set spurningarmerki við hvort þær séu það sem við viljum. En hugmyndir um flugvöll á Lönguskerj- um og flutning Árbæjarsafns í Hljómskálagarð fannst mér skemmtilegar og sumar raunhæfar en þær þyrfti eigi að síður að skoða mun betur. Þátturinn er aftur á móti þarft innlegg í skipulagsumræðuna og það vekur mann ekki síst til um- hugsunar að sjá hvað það er áhrifa- mikið og auðveldar fólki að skilja og fjalla um skipulagsmál þegar hug- myndir eru settar fram svona mynd- rænt,“ segir Bergljót. Hún segir að spurningin um flugvöll á Reykjavík- ursvæðinu sé vissulega umfangsmikil og flókin. Taka þurfi tillit til margra þátta, s.s. kostnaðar, aðgengis að nýju byggingarsvæði við flutning vallarins, umferðar, öryggis og byggðastefnu. Hún segir að í ljósi þess að flugsamgöngur innanlands hafa verið að dragast saman sé það í raun pólitísk spurning hvort ástæða sé til að verja miklum fjármunum í nýjan flugvöll. Gunnar Valur Gíslason er bæjar- stjóri og yfirmaður skipulagsmála í Bessastaðahrepp og á jafnframt sæti í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að nefndin hafi látið athuga staðsetningu flugvallar fyrir áætlunarflug innan- lands og breytta nýtingu lands sem nú er undir Reykjavíkurflugvelli verði hann fluttur. „Meðal annars hefur verið gerð forathugun á flug- velli vestan Hafnarfjarðar og nokkrar tillögur að breyttu skipulagi á Reykjavíkurflugvelli hafa verið settar fram. Stefnt er að því að leggja fram yfirlit yfir þessar athuganir nú í jan- úar. Þar á meðal geri ég ráð fyrir að eitthvert álit verði gefið á þeirri hug- mynd að byggja nýjan flugvöll á Lönguskerjum. Að minni hyggju eru ekki nægar forsendur til þess að segja til um hvort hugmynd að innan- lands- eða millilandaflugvelli á Lönguskerjum í Skerjafirði sé raun- hæf eður ei. Það er þó ekki hægt að segja annað en að hugmyndin sé stór- brotin og allra góðra gjalda verð í þeirri umræðu um framtíð Reykja- víkurflugvallar sem nú er í gangi. Í mynd Hrafns Gunnlaugssonar, „Reykjavík í öðru ljósi“, sem sýnd var í sjónvarpinu nú um jólin, var hug- myndin kynnt með einkar skemmti- legum hætti. Það er eflaust vel fram- kvæmanlegt að byggja flugvöll á Lönguskerjum, en hvort staðsetning- in er góð þegar allt kemur til alls er ekkert hægt að segja um fyrr en að lokinni umfangsmikilli undirbúnings- vinnu og rannsóknum. Góð myndræn framsetning ein og sér nægir þar ekki. Kostnaður við að flytja Reykja- víkurflugvöll og byggja nýjan flugvöll á Lönguskerjum með tilheyrandi mannvirkjum og vegtengingum yrði eflaust vel á þriðja milljarðatuginn svo það er eins gott að vanda vel til verkanna,“ segir Gunnar Valur. Hagkvæmni vegtengingar yfir Skerjafjörð hefur verið könnuð Hann segir að á vegum samvinnu- nefndar um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins hafi einnig verið könnuð hagkvæmni vegtengingar yf- ir Skerjafjörð. „Miðað við gefnar for- sendur leiddi sú könnun í ljós að veg- tenging yrði ekki hagkvæm nema hún yrði mun innar í firðinum en sýnt var í fyrrnefndri mynd Hrafns Gunn- laugssonar, en vera má að umferð að og frá flugvelli á Lönguskerjum gæfi aðra niðurstöðu.“ Hreppsnefndar- fulltrúum Bessastaðahrepps hefur þótt rétt að vekja athygli borgaryf- irvalda á því að ýmsar hugmyndir, t.d. nýr flugvöllur í Skerjafirði eins og hann var kynntur í fjölmiðlum, nær inn fyrir stjórnsýslumörk Bessa- staðahrepps. „Hreppsyfirvöldum er ekki ljóst hvaða áhrif mannvirkin geti haft á byggðina þar. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps setur því þann fyr- irvara við niðurstöður sem kunna að fást um slíka hugmynd í almennum kosningum í Reykjavík um framtíð Reykjavíkurflugvallar að hugmynd- irnar hafa ekki fengið neina skipu- lagslega eða stjórnsýslulega meðferð í Bessastaðahreppi,“ segir Gunnar Valur. Mynd úr sjónvarpsþætti Hrafns Gunnlaugssonar sem sýnir flugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði með vegtengingum milli Vatnsmýrarinnar og Álftaness. Telja flugvöll í Skerjafirði raun- hæfa hugmynd Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður setti nýlega fram sýn sína á Reykjavík í sjónvarpsþætti. Leitað var til forsvars- manna skipulagsmála og borgarstjóra um viðbrögð. Forsvarsmenn skipulagsmála nágrannasveitarfélaga um framtíðarsýn Hrafns Gunnlaugssonar ÞAÐ þarf ekki háhýsi til þess að búa til almennilega borgarmynd í Reykjavík, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri þegar hún var innt eftir viðbrögðum við framtíðarsýn Hrafns Gunnlaugs- sonar, „Reykjavík í öðru ljósi“. Þá sagði hún að hugmyndin um flug- völl úti í Skerjafirði væri athygl- isverð en þar sem um stórt um- hverfismál væri að ræða vöknuðu spurningar um hvort ráðlegt væri að leggja út í framkvæmdir á þess- um stað. „En það var mjög sannfærandi mynd dregin upp af þessum mögu- leika og ég held að það sé mjög mikilvægt að menn loki ekki alveg fyrir hann,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. „Það sem mér finnst einkum áhugavert við myndina er að hún skapar ákveðna umræðu um borg- arskipulag, borgarmyndina og þróun borgarinnar. Mér finnst vera heilmikil vakning í þeim mál- um núna og meiri áhugi á því held- ur en almennt hefur verið og mér finnst þetta ýta undir að fólk velti fyrir sér í hvernig borg það vill búa. Viljum við búa í þéttri borg eða dreifðri borg?“ Ingibjörg gagnrýndi hugmyndir um bygg- ingu háhýsa í borginni og sagði í því sambandi að yfirleitt væru menn að feta sig frá hinni amer- ísku úthverfaborg og yfir í hina evrópsku borg. Hún sagði að t.d. væru öll hús í Kaupmannahöfn sex til átta hæðir fyrir utan tvö SAS- hótel og víðast hvar í Evrópu væri skipulag borga eitthvað í þá áttina. „Til þess að búa til almennilega borgarmynd þurfum við ekki há- hýsi, þau skapa ekkert líf í kring- um sig heldur er yfirleitt talsverð eyðimörk í kringum þau. Þessi skýjakljúfa-Manhattan-mynd er ekki Reykjavík. Mér finnst menn alveg horfa framhjá sögu og hefð.“ Ingibjörg sagðist vera sammála Hrafni um það að það vantaði líf í almenningsgarðana og á grænu svæðin í borginni. „Ég get því al- veg tekið undir þær hugmyndir að við nýtum með öðrum hætti þessi svæði og þar verði meira um að vera.“ Varðandi þá hugmynd að flytja húsin af Árbæjarsafni í Hljómskálagarðinn sagði Ingi- björg Sólrún að Hrafn hefði dregið upp aðlaðandi mynd af garðinum en líklega gengi hugmyndin of langt. „Það er búið að koma hugmynd- inni á framfæri og það er allt í lagi að velta henni fyrir sér. Við verð- um samt líka að hugsa út í það að við ætlum ekki að gera miðborgina að minjasafni. Miðborgin á að vera lifandi borg þar sem húsin hafa til- gang og þar sem fólk býr í hús- unum.“ Bygging flugvallar í Skerja- firði stórt umhverfismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.