Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Matthildur Sig-ríður Magnús- dóttir, Hverfisgötu 46, Hafnarfirði, fæddist á Giljum í Mýrdal, V-Skafta- fellssýslu 14. nóvem- ber 1901. Hún lést 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magn- ús V. Finnbogason, bóndi í Reynisdal, Mýrdal, f. 20.12. 1874, d. 11.1. 1959 í Hafnarfirði, og Guð- rún Jónsdóttir, f. 20.8. 1879, d. 30.7. 1907 í Reyn- isdal. Magnús var tvíkvæntur en missti fyrri konu sína, Guðrúnu, 30.7. 1907, frá fjórum ungum börnum sínum, en kvæntist aftur og átti þrjú börn með seinni konu sinni. Sigríður var elst systkina sinna, en alsystkini hennar voru: Finn- bogi, f. 1903; Áslaug, f. 1905, og Jónína, f. 1907. Hálfsystkini henn- ar voru: Gunnar Kristinn, f. 1912; Haukur, f. 1913, og Auður Sigrún, f. 1916. 23.12. 1933 giftist Sigríður Páli Hjör- leifssyni sjómanni, f. 9.11.1895 í Sandaseli í Meðallandi, en hann lést á heimili þeirra 16.12. 1985. Þau hjónin voru því bæði Vestur-Skaft- fellingar. Þau eignuðust tvö börn, fyrra barnið dó í fæðingu, síðara barnið er Guðrún S. Pálsdóttir, f. 14.9. 1939, gift Halldóri Sigurðssyni, f. 25.3. 1936. Guðrún eignaðist fimm börn, sem öll eru á lífi: Ragnar, f. 1958, Hallfríður, f. 1961, Sigurður Páll, f. 1969, Emil Andres, f. 1972, og Ásgeir, f. 1978. Útför Sigríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á annan í jólum fórum við Hauk- ur með ömmu Diddu að heimsækja Siggu frænku sem lögð hafði verið á sjúkrahús í fyrsta skipti á ævinni, 99 ára gömul. Hauki þótti mikið til frænku sinnar koma eins og okkur öllum í fjölskyldunni. Hafði hann einstaklega gaman af því að heim- sækja Siggu á Hverfó og mest þótti honum um vert að fá að leiða hana í kjallarann að sækja rifsber eða rab- arbara. Hún þreyttist aldrei á að segja honum hvað hann væri fal- legur og myndarlegur drengur, svo líkur afa sínum eins og hann var á þessum aldri, hann hefði þó ekki hárliðina sem afi Haukur hefði haft. Afi Haukur, sem var yngsti bróðir Siggu, hafði greinilega verið í miklu uppáhaldi hjá systur sinni. Í heimsókninni á sjúkrahúsið færði Haukur Siggu mynd, myndin var af sjúkrabíl. Hann stóð við rúm- gaflinn hjá henni og spurði fullur eftirvæntingar: „Sigga fórstu í sjúkrabíl?“ Svarið var já, aðdáunin leyndi sér ekki. Við amma stóðum á milli þeirra og bárum spurningarnar og svörin á milli barnsins og öld- ungsins sem höfðu fullan hug við samræðurnar, þótt milligöngumenn væru nauðsynlegir að þessu sinni. Þetta var aðdáunarvert og kærleik- urinn á milli þeirra leyndi sér ekki. Það var því í anda þessarar heim- sóknar að sex ára gamall drengur- inn tók í hönd frænku sinnar og kyssti á handarbak hennar í kveðju- skyni eins og sannur hefðarmaður. Við kveðjum vinkonu okkar og frænku með trega en full þakklætis fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hulda Mjöll, Friðrik og börn. Hinn 31. desember árið 2000 and- aðist í hárri elli á Landspítala í Fossvogi, Reykjavík, Matthildur Sigríður Magnúsdóttir frá Reynis- dal, Hverfisgötu 46, Hafnarfirði. Sigríður eða Sigga eins og hún var venjulega kölluð var fædd á Gilj- um í Mýrdal hinn 14. nóvember 1901. Elsta barn foreldra sinna, Magnúsar Finnbogasonar bónda í Reynisdal og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Giljum, alsystkinin urðu fjögur en móður sína missti hún árið 1907 en faðir hennar giftist aftur 1909 Kristbjörgu Benjamíns- dóttur og átti með henni þrjú börn. Sigríður eða Sigga föðursystir eins og mér er eðlilegast að minnast hennar ólst upp í stórum systkina- hópi í miklu þéttbýli miðað við sveitabúskap þess tíma, því á þess- um tíma var Reynishverfið ákaflega þéttbýlt og mikill barnaskari sem þar ólst upp, og minnist ég þess að hún sagði mér að fermingarsystkini hennar hefðu verið yfir tuttugu (man ekki nákvæmari tölu) og fór hún létt með að muna nöfn þeirra og afdrif í lífinu. Nú mun aðeins ein kona lifandi af þessum stóra hópi, Þorgerður Einarsdóttir í Vík, áður húsfreyja í Þórisholti. Þetta mikla þéttbýli, og ég vil segja þröngbýli, byggðist á fugla- tekju í fjallinu og fiskiróðrum frá ströndinni. Sigga átti þarna góð æskuár, þó ekki áfallalaus eins og fram er komið. Mýrdalurinn og þó sérstaklega Reynishverfið átti alla tíð sterk ítök í huga hennar, enda manneskjan trölltrygg og langminn- ug. Æska hennar eins og annarra sem ólust upp á þessum tíma byggð- ist á vinnu og aftur vinnu og að nýta þau gæði sem umhverfið lagði fram. Skólagangan var farskóli eins og hann gerðist á þessum tíma. Heim- ilið einkenndist af framfarahug og miklu félagsmálastarfi því afi minn og nafni, faðir hennar, var mikill félagsmálamaður, sem skipaði sér í framvarðasveit í ýmsum málum, var m.a. einn af stofnendum Kaupfélags V-Skaft. í Vík og lengi stjórnarfor- maður þess. Af þessu leiddi að börn og annað heimilisfólk hefur oft orðið að taka á sig auknar byrðar. Þetta félagsmálauppeldi hafði örugglega mikil áhrif á lífsskoðanir hennar síð- ar á ævinni. Um þrítugt flutti hún til Hafnarfjarðar, sem þá var vaxandi útgerðarbær. Þar kynntist hún manni sínum, Páli Hjörleifssyni frá Sandaseli í Meðallandi, þá togara- sjómanni og síðar fiskvinnslumanni. Þau giftu sig á Þorláksmessu árið 1933. Dóttir þeirra er Guðrún Pálsdótt- ir f. 14. sept. 1939. Mann sinn missti Sigríður 1985. Saman byggðu þau húsið á Hverf- isgötu 46, það hús hefur ábyggilega þótt stórt og glæsilegt á þeim tíma og glæsilegt er það enn í dag, en þröngbýlt þætti þar nú fyrir tvær fjölskyldur, en í áratugi bjó þar mágur hennar og svilkona. Þá var þar einnig tengdamóðir hennar og síðar faðir auk þess oft gestir og vandamenn um lengri eða skemmri tíma. Mátti með sanni segja að þar hafi sannast hið fornkveðna að þar sem hjartarúmið er þar er húspláss einnig. Fyrstu árin hennar í Hafn- arfirði voru kreppuárin, þá voru mikil pólitísk átök, þar sem átökin voru milli atvinnurekendavaldsins og ungrar verkalýðshreyfingar. Óvíða hygg ég að átökin hafi verið harðari en einmitt í Hafnarfirði þar sem öflug hreyfing jafnaðarmanna byggði upp fjölþætta atvinnu, þar sem Sigga var ötull liðsmaður því við komuna til Hafnarfjarðar skipaði hún sér í raðir jafnaðarmanna enda eru þær alsystur, Samvinnuhreyf- ingin og Jafnaðarhreyfingin. Þessari lífsskoðun og lífsstefnu fylgdi hún til æviloka. Þá starfaði hún lengi að málefnum Slysavarn- arfélagsins og örugglega víðar að málefnum þeirra sem minna máttu sín. Hún var vinmörg og ávallt veit- andi en fátt var henni fjær skapi en að auglýsa það. Sigga átti því láni að fagna að geta búið ein og hugsað um sig sjálf að mestu leyti þar til á að- fangadagsmorgun en þá var hún flutt á sjúkrahúsið í Fossvogi í sína fyrstu og síðustu sjúkrahúsvist á ævinni, en þar lést hún á gamlárs- dag. Hún var ferðbúin og hlakkaði til endurfunda við látna ástvini, viss- an um það dregur úr söknuði okkar sem eftir lifum. Magnús Finnbogason. Það er sólríkur dagur, friðsæld ríkir þar sem tvær fullorðnar konur sitja við eldhúsborð og ráða kross- gátu. Ingibjörg Þorsteinsdóttir sú yngri fylgist með og reynir eftir bestu getu að hjálpa húsráðanda Sigríði Magnúsdóttur. Oftast er þetta lokasprettur gátunnar, örfá orð vantar og gátan er ráðin. Sigga hefur leyst þær margar um dagana. Með frjórri hugsun, þolinmæði og hyggindum hefur henni tekist að loka þeim hverri og einni, hugurinn skýr og rór, fullur af vilja, tilbúinn að leita lausnar – leiða verkefnið til lyktar. Eins og glíma við krossgátur get- ur og lífið birst mönnum. Óþrjótandi verkefni eru einstaklingnum ætluð, stór og smá. Þegar einu verkefni lýkur tekur annað við er krefst þol- inmæði, tíma, getu, vilja og kær- leika. Þá reynir á einstaklinginn, hefur hann allt þetta til að bera? Spurningar sem við öll þurfum að leita svara við ævina á enda. Sigríður Magnúsdóttir hafði þetta allt til að bera. Krossgáturnar, hvort sem var á eldhúsborðinu eða á lífs- veginum, leysti hún af kostgæfni. Þær gengu upp. Við sem stóðum álengar sáum glampa í augum, frið- sæld og jafnframt festu sem færist yfir andlit þess er rétt breytir. Þessum línum er ætlað að færa þakklæti fyrir áratuga vináttu, tíma sem var varið í umræður um um- hverfi, náttúru og bækur sem Sigga las alveg fram á síðasta dag. Þegar hlé var gert á umræðunum voru bornar fram heimabakaðar rúgkökur og gómsæt kæfa sem hún viðhafði sérstaka meðferð á. Var þetta svo einstakt? Já, vegna þess að húsráðandinn á 99. aldursári bjó alein, bakaði sitt brauð, eldaði mat, sáði fyrir sumarblómum, ræktaði kartöflur að ógleymdum prjóna- skapnum sem hún var hvað þekkt- ust fyrir. Hann stundaði hún af ákefð og hafði að atvinnu. Minnast margir Hafnfirðingar hennar af þeim vettvangi en prjónlesið var frá- bært að gæðum og naut mikilla vin- sælda. En það væri ekki rétt að segja að Sigga væri alein þótt hún byggi ein. Dóttursonur hennar Ragnar, Lára kona hans, dóttir, tengdasonur og barnabörn voru alltaf til staðar ef þörf var á og voru henni öll ákaflega kær. Þá og komu fleiri til sögunnar hin síðari misseri, umhyggjusamt fólk sem litu til með heilsufari henn- ar. Á sinni löngu lífsgöngu sagðist Sigga aldrei hafa mætt öðru en góðu samferðafólki, fólki sem hefði reynst henni vel og verið henni innanhand- ar og velviljað á allan hátt. Öllu þessu fólki var hún ákaflega þakklát. Heiðurskona er látin. Konu sem gott er að minnast sak- ir þess hve heilsteypt hún var, fróð, víðsýn og kærleiksrík. Blessuð sé minning Sigríðar Magnúsdóttur. Auður Kristinsdóttir. Er mér barst andlátsfregn Sigríð- ar sannaði það mér enn einu sinni hvað margir Skaftfellingar geta orð- ið gamlir. Hún hét fullu nafni Matthildur Sigríður Magnúsdóttir, f. 14.11. 1901 að Giljum í Mýrdal, en 1902 fluttist fjölskylda hennar að Reyn- isdal í Mýrdal og þar bjó Sigríður til 1933, að hún hleypti heimdraganum og gifti sig hinn 23. des. 1933, Páli Hjörleifssyni, f. 9.11. 1895 frá Sandaseli í Meðallandi. Ekki fara langar sögur af skóla- göngu Sigríðar í æsku, en þess meira hefur hún numið í skóla lífs- ins. Í þeim skóla var hún góður nem- andi alla ævi og bætti sífellt við fróð- leik sinn og visku. Sigríður lærði það í æsku, að vinna þurfti til að lifa, en eitt hennar aðalsmerkja var prjónaskapurinn. Hún stundaði ekki listprjónaskap til að skapa sér nafn í listaheiminum, heldur var prjónaskapurinn í því fólginn að prjóna nærföt á ungbörn og svo þekkt var hún af handverki sínu, að fólk kom langar leiðir til að fá hin þekktu barnaföt. Á Hverfisgötunni byggðu þau fal- legt heimili og þangað fluttu inn Ingimundur og fjölskylda, mágur hennar, ásamt tengdamóður, og síð- ar faðir hennar. Þetta var því fjöl- skylduhús, sem búið var góðum anda og þegar gestir komu þar var þeim tekið opnum örmum og oft varð úr mikil gleði sem hún þakkaði gjarnan öðrum meðlimum fjölskyld- unnar, en raunverulega var það hún sem skapaði þennan góða anda og samheldni, með geðprýði sinni og tillitssemi við hina. Það var mikið gæfuspor sem Páll maður hennar sté er þau giftust, því það þarf heilsteypta og sterka konu til að vera sjómannskona og standa ein, oft nokkuð lengi er maður henn- ar er á brott vegna starfa síns, en Sigríður stóð sig ávallt með prýði í þeim vanda, enda heimkoma Páls ávallt gleðistund í hennar heimi. „Sigga mákka“, eins og hún var oftast kölluð af sínu nánasta, var ákveðin í því er hún taldi sannast og rétt, leiðrétti hún alla strax, ef hún taldi fólk ekki fara rétt með. Minni Sigríðar var frábært og ef minnst var á ætt hennar kom breitt bros og hún iðaði af gleði því flesta þekkti hún eða vissi deili á þeim. Sigríður var skörp og skýr og ekk- ert farin að tapa sér andlega þrátt fyrir háan aldur. Fjölskylda Margrétar mágkonu hennar á Hallveigarstíg 9 þakkar henni góð kynni og kveður hana með vinsemd og virðingu og biður af- komendur hennar blessunar Guðs. Haukur Bjarnason. „Þegar dagur er að kveldi kom- inn, þá er gott að geta kvatt svona.“ Þessi orð komu mér í hug, þegar Sigríður föðursystir mín kvaddi þennan heim á gamlársdag eftir langt og farsælt líf, en þannig komst hún sjálf að orði þegar Páll, eig- inmaður hennar, varð bráðkvaddur fyrir réttum 15 árum. Hún sagði ekki fleira, en tók and- láti Páls af sama æðruleysi og kjarki sem einkenndi líf hennar allt. Eftir fráfall Páls bjó hún áfram í fallegu húsi þeirra hjóna á Hverfisgötunni í Hafnarfirði en það var einlæg ósk hennar að fá að búa þar til hinstu stundar, enda var hún að eigin sögn fullfær um að búa ein. Henni varð að ósk sinni en um jólin veiktist hún og átti þá sína fyrstu og síðustu sjúkra- húsvist. Margs er að minnast og margt ber að þakka að leiðarlokum en allt frá barnsaldri hef ég og systkini mín og síðar fjölskyldur okkar notið velvildar og gæsku föð- ursystur minnar. Sigga var víðsýn og umburðar- lynd kona. Hún tilheyrði þeirri kyn- slóð sem kennd hefur verið við alda- mót og sem stóð styrkum fótum í íslenskri sveitamenningu eins og hún gerist best. Höfuðatriði var að gera kröfur til sjálfrar sín og vinna öðrum gagn. Hún lét til sín taka í félagsmálum og var um árabil í stjórn Slysavarnafélagsins Hraun- prýði. Hún var afar handlagin og fékkst alla tíð við prjónaskap. Ég er þess fullviss að ekki bar hún alltaf mikið úr býtum fyrir vinnu sína. Oft prjónaði hún fyrir basara Slysa- varnafélagsins og ég varð þess einn- ig áskynja að lítið fór fyrir vinnu- launum hennar ef í hlut átti efnalítið fólk. Ég naut góðs af handlagni og kunnáttu frænku minnar um prjóna- skap og þegar skólasystur mínar voru enn að læra að prjóna einfalda þvottapoka með garðaprjóni var Sigga búin að kenna mér alvöru prjónaaðferðir svo sem klukku- prjón, perluprjón og kaðlaprjón. Uppskriftirnar sótti hún oftast í dönsk eða sænsk handavinnublöð og oft rýndum við lengi í textann til þess að fá munstur og uppskriftir til þess að ganga upp. Ég vissi allt um úrtökur á laskaermum og ísettum ermum og hafði lært að lykkja sam- an prjónles jafnt á réttunni sem röngunni áður en ár mín höfðu fyllt fyrsta tuginn. Alla tíð dáðist ég að handbragði frænku minnar og síðast í sumar prjónaði hún handa mér og eiginmanni mínum forkunnarfalleg- ar lopapeysur. Á langri ævi umgekkst Sigga fólk sem lifað hefur eða lifa mun á þrem- ur öldum. Hún var kona allra alda og þeirrar gerðar að hún laðaði til sín jafnt unga sem aldna. Með glettni og kærleiksríku viðmóti tókst henni einhvern veginn að kalla fram það besta í fólki og einstakt lag hafði hún á börnum. Nutu barna- börnin og síðar barnabarnabörnin ekki síst góðs af því. Hún forðaðist umvandanir en gætti þess að láta börnin hafa nóg fyrir stafni. Þá viðhafði hún allt önn- ur og jákvæðari orð um hegðun barna, en maður á almennt að venj- ast hjá fullorðnu fólki. Þannig lét það vel í eyrum mínum og annarra líflegra frændsystkina að vera aldrei sögð óþæg eða fyrirferðarmikil heldur einungis dugleg, athafnasöm eða kraftmikil. Og það sem meira var, það var ekki laust við að hún lýsti þessu yfir með nokkurri að- dáun í röddinni! Ein aðferð hennar við uppeldisstörfin var að gefa böldnum krökkum hlutverk og oft mátti sjá harðsvíraða óþekktaorma í hverfinu standa vörð um fuglana í garðinum hennar eða gæta þess að blómin fengju að vera í friði. Henni fannst mikilvægt að vilji hvers og eins fengi að njóta sín og ekki taldi hún ráðlegt fyrir foreldra að ráðsk- ast um of með framtíð barna sinna, því eins og hún sagði svo oft: „Þótt náttúran sé lamin með lurk hún leit- ar út um síðir.“ Sigga var frændrækin með af- brigðum og gestrisni var henni í blóð borin, enda var alla tíð gest- kvæmt á heimili hennar og Páls. Heimilið var rekið með einstökum myndarbrag og eftirminnileg eru boð um jól og páska þegar stórfjöl- skyldan kom saman á Hverfisgöt- unni. Þá var oft glatt á hjalla. Oft var tekið í spil eða sungið og á með- an Lárus, móðurbróðir Siggu, lifði lék hann undir á orgelið. Og ekki skorti á góðgerðirnar því Sigga var fyrirmyndarhúsmóðir og rausnar- skapur þeirra hjóna annálaður. Hún bakaði brauð og kökur og „reiddi fram þúsund ára gamlan mat“ eins og Pétur Gunnarsson kemst að orði um sveitamat í nýrri skáldsögu sinni. Áhugi hennar á ættfræði var með eindæmum og var hún flestum fróð- ari um ætt okkar. Oft var hugurinn hjá frændfólki og vinum fyrir austan og þó hún væri ekki kona margra orða fór hún ekki dult með að henni þættu grösin grænni fyrir austan Markarfljót og náttúran óvíða feg- urri en þar. Sigga var bókelsk og las alla tíð sér til gagns og gamans. Bóka- smekkurinn var fjölbreytilegur en meðal bóka á náttborði hennar mátti jafnan sjá Passíusálmana, Biblíuna, Íslendingasögur, nýjar og eldri skáldsögur og fræðandi rit um sögu og samtíð. Fyrir u.þ.b. tveimur ár- um sagði hún mér að hún væri að lesa verk Einars Kárasonar en til- efnið var sýning Djöflaeyjunnar í sjónvarpinu. Ég spurði hana hvern- ig henni félli bókin og svaraði hún að bragði að henni þætti hún nokkuð þung. Ég samsinnti því þegar í stað og bætti við að erfitt væri að henda reiður á öllum persónum bókarinn- ar. Sú fullorðna var fljót að leiðrétta misskilning minn og sagði að sér þætti bókin ekki þung í þeim skiln- ingi. Hún hefði hins vegar þann leiða vana að lesa í rúminu og þar sem um trílógíu væri að ræða sigi stórbókin í. Innihaldið vafðist þann- ig ekki fyrir henni frekar en endra- nær þegar um texta var að ræða. Einu sinni spurði ég Siggu hverju hún þakkaði háan aldur sinn. Hún svaraði því til að það væri einna helst það, „að hún hafi hvorki haft vit né vilja til þess að æsa sig upp við fólk“. Fáar konur hef ég þekkt vitrari en frænku mína en hitt er satt að aldrei átti hún í útistöðum við nokkurn mann. Það sem gerði hana svo síunga var lifandi áhugi hennar á öðru fólki, virðing hennar SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.