Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ hjónin héldum til Puerto Vall- arta í Mexíkó 20. nóv. og komum heim 6. des. eftir frábæra dvöl þar. Þetta átti að vera sannkölluð há- tíðarferð þar sem frúin átti 60 ára afmæli í ferðinni og ekki mikið úr- val ferða á þessum tíma árs. Það var því mjög gleðilegt þegar þessi valkostur bauðst. Nýr stað- ur! Við höfum ferðast heil ósköp og sérstaklega nú á síðustu árum þar sem við erum nýhætt að vinna og t.d. á þessu ári höfum við farið í fjórar ferðir til útlanda. Við förum árlega á seinni árum til Kanaríeyja og Portúgal og víð- ar. Áður var Flórída okkar staður. Til Mexíkó fóru 150 farþegar í fyrstu ferðina en farnar verða ferðir þangað í beinu leiguflugi með Flugleiðum á 14 daga fresti til marzloka. Við, ásamt fimmtán öðrum hjón- um og einum 14 ára dreng, völdum gistingu á hótel Allegro Resort, sem er 5 stjörnu hótel með fullu fæði. Meira að segja ein hjónin höfðu verið á sama hóteli með okk- ar ferðaskrifstofu á sama tíma í fyrra og voru komin aftur, jafn- ánægð og þá. Það var samdóma álit allra Ís- lendinganna sem þarna dvöldu að þetta tæki öllu fram. Fimm stjörnu hótelið var með glæsilegum garði, tveimur upphit- uðum sundlaugum, þremur veit- ingastöðum, hverjum öðrum betri, og var þjónustan frábær og elsku- leg. Alla eftirmiðdaga er skemmti- dagskrá við sundlaugina sem er ekki yfirþyrmandi í hávaða (14 ára drengurinn, sem við öll eignuðum okkur, tók þátt í öllu sem fulltrúi okkar). Á kvöldin var ávallt kvöld- skemmtun með prógrammi sem aldrei var það sama í þá 15 daga sem við dvöldum þarna. Hótelið stendur á glæsilegri strönd með pálmatrjám, fallegri en við höfum áður séð. Möguleikum á göngu á stöndinni voru engin tak- mörk sett. Til vinstri 30 mín. til hægri 3-5 klst. Á daginn var alltaf 30+ hiti. Aldrei dró ský fyrir sólu. Við fórum í nokkrar ferðir og nutum þeirra enda þessi hluti Mexíkó eitt fegursta land sem við höfum komið til. Þrír íslenskir elskulegir farar- stjórar sáu um ferðirnar og að auki var dugnaðarleg og ábyrg innlend stúlka alltaf til taks, hún Ana Rosa sem kom frá umboðsskrifstofunni í Mexíkó. Fararstjórarnir voru ávallt tilbúnir fyrir okkur ef við þurftum á þeim að halda. Þegar afmælisdagurinn rann upp langaði okkur að gera eitthvað sérstakt. Annar ferðafélagi átti merkisaf- mælisdag sama dag. Fararstjór- arnir sáu um að velja veitingastað- inn og sjá um pantanir. Þetta kvöld var okkur ógleymanlegt á veitingastaðnum Panorama í gamla bænum. Fararstjórarnir komu daglega í heimsókn til að ræða við hópinn okkar, einnig komu þeir daglega með fréttafax frá Íslandi. Íslendingarnir 32 sem bjuggu á Allegro Resort héldu oftast hópinn og oft var borðað saman og mikið rabbað við sundlaugarnar. Einn framtakssamur ferðafélagi er búinn að bjóða hópnum heim þann 12. janúar nk. og til stendur að hafa myndakvöld og rifja upp minningar um frábæra ferð, ynd- islegt land og þægilega þjónustu. Við spáum því að flestir sem upplifa ferð til Puerto Vallarta vilji fara sem fyrst aftur þangað, alla vega bíðum við hjónin með óþreyju eftir að sjá staðinn og fólkið aftur. MARGRÉT OG PÁLL JÓNSSON Kringlunni 79, 103 Reykjavík. Puerto Vallarta – Frábær ferð Frá Margréti og Páli Jónssyni: Þakkir til Úrvals-Útsýnar og fararstjóra Frá Puerto Vallarta – Það var samdóma álit allra Íslendinganna sem dvöldu þarna, segja greinarhöfundar, að þetta tæki öllu fram.                                               BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.