Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 59
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 59 ÚTSALAN ER HAFIN 40-70% AFSLÁTTUR Verðdæmi: Buxur 7.990 nú aðeins 1.990 Jakkar áður 7.990 .... nú 1.990 Peysur áður 5.990 ... nú 2.500 Skyrtur áður 5.900 ... nú 1.990 Komdu á alvöru útsölu Kringlunni - Laugavegi VESTFJARÐAVINURINN Mick Jagger lætur gott af sér leiða í fleiru en sköpun rokktónlistar. Yfirvöld karabísku eyjunnar Mustique, þar sem popparinn býr, kusu nefnilega Jagger til þess að verða formaður fræðslusjóða eyjarinnar. Þeir voru víst nokkrir auðkýfingarnir sem sóttu um stöðuna en Jagger þótti af einhverjum ástæðum vænlegasti kosturinn. Starfið felur m.a. í sér höfuðábyrgð á viðhaldi allra skóla og bókasafna eyjarinnar, þá þarf hann t.d. að sjá til þess að bóka- og tölvubirgðir þeirra þrjóti ekki. Sjóðurinn var upphaflega stofn- aður til þess að byggja skóla fyrir börn 50 farandverkamanna sem voru ráðnir í vinnu til eyjarinnar af þeim 200 margmilljónamæringum sem þar búa. Menntun ætti að vera Jagger hjartfólgin þar sem hann er nú sjálf- ur menntaður í viðskiptafræði auk þess sem hann vill örugglega að þau börn sem hann á á eyjunni gangi í góðan skóla. Mick Jagger er velunnari menntunar Kosinn formaður fræðslusjóðs Reuters Ekki væri amalegt ef íslenska menntakerfið ætti slíkan hauk í horni. Venjulegur heiðvirður glæpa- maður Ordinary Decent Criminal G a m a n / S p e n n a  Leikstjóri Thaddeus O’Sullivan. Handrit Gerard Stembridge. Aðal- hlutverk Kevin Spacey, Linda Fio- rentino. (90 mín.) Írsk/bresk/þýsk/ bandarísk 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. THADDEUS O’Sullivan á nokkr- ar myndir að baki, þar á meðal hina firnasterku Nothing Personal. Sú mynd fjallar á myrkan og per- sónulegan máta um ófriðinn á Norður- Írlandi. Svo virðist sem O’Sullivan sé með þessari mynd að vinna sig út úr því tilfinningaflóði sem fylgdi fyrr- nefndri mynd – lyfta sér upp því um er að ræða hressilega og spaugsaman krimma. Spacey er útsmoginn og fluggáfaður þjófur sem metur fjölskyldu sína og heiður ofar öllu – hálfgerður mafíu- bragur á lífinu í kringum hann og því má segja að hann sé hálfgerður guð- faðir. Með sjarma og klækjum hefur honum líka tekist að stinga öllum djúpt ofan í vasa sína, lögreglu, glæpaandstæðingum, IRA og jafnvel konu sinni og mágkonu sem hann sængar hjá til skiptis. Ágætur krimmi. Ristir svo sem ekkert djúpt en fínir taktar írskra og breskra aukaleikara halda manni við efnið. Rembingur Kananna tveggja við írska hreiminn pirrar mann hins- vegar sem og tónlist Damons Al- barns sem á mun síðri dag en í 101 Reykjavík. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Írskur ofurtöffari Bylgjulengd (Frequency) S p e n n u m y n d  Leikstjóri: Gregory Hoblit. Hand- rit: Toby Emmerich. Aðalhlutverk: Dennis Quaid, James Caviezel. (112 mín) Bandaríkin, 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ ER alltaf eitthvað ómótstæði- lega skemmtilegt við sögur sem snú- ast um tímaferðalög. Sú kvikmynd þeirrar tegundar sem líklegast hefur náð hvað mestri frægð er Aftur til framtíðar, en hún hafði það til að bera sem þarf að prýða góða tímaflakks- mynd, þ.e. vandlega úthugsaða fléttu sem gengur upp. Þótt ekki sé um eiginlegt tímaferða- lag að ræða í Bylgjulengd, verður þar ákveðin tímatilfærsla, þar sem reynt er að breyta stöðu mála í nútímanum í gegnum fortíðina. Inn í þessa sögu er síðan fléttað raðmorðingjaþráðum sem gefa atburðarásinni aukna spennu. Dennis Quaid og James Cav- iezel leika aðalpersónurnar og kom- ast vel frá því. Myndin er hin ágæt- asta afþreying, hinir ýmsu snúningar í fléttunni halda áhorfandanum við efnið, og gengur hún nokkuð vel upp á heildina litið. Heiða Jóhannsdótt ir Klukkunni snúið aftur á bak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.