Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 51 FERÐAFÉLAG Íslands efnir blys- farar og fjölskyldugöngu á þrett- ándanum, 6. janúar. Lagt verður af stað í gönguna frá Perlunni í Reykja- vík kl. 17 og rétt að vekja athygli á breyttri tímasetningu frá útgefinni áætlun. Gengið verður um Öskjuhlíð og að þrettándabrennu Vals. Ekkert þátt- tökugjald er í göngunni en blys eru seld á 300 krónur. Allir eru velkomn- ir og hægt verður að nálgast nýja ferðaáætlun við upphaf göngunnar. Sunnudaginn 7. janúar verður svo fyrsta lengri gönguferð ársins. Gengið verður frá Stardalshnjúkum að Tröllafossi í Mosfellssveit en foss- inn er sérlega fallegur í klakabönd- um. Fararstjóri verður Eiríkur Þor- móðsson og þátttökugjald er þúsund krónur. Brottför er frá BSÍ kl. 11 og komið við í Mörkinni 6. Blysför og fjölskyldu- ganga með FÍ ÁRLEG þrettándabrenna verður laugardaginn 6. desember kl. 20. Lagt verður af stað í blysför frá miðbæ Mosfellsbæjar og gengið fylktu liði að brennunni. Skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Birgis Sveinssonar verður í broddi fylkingar og stjórnar Mos- fellskórinn fjöldasöng í göngunni. Álfakóngur og álfadrottning verða á staðnum og búast má við að Grýla sjálf og Leppalúði ásamt öllu þeirra hyski láti sjá sig líka. Björgunarsveitin Kyndill mun standa fyrir glæsilegri flugelda- sýningu í lok brennunnar, sem verður um kl. 21. Létt grín og glens í Bæjarleikhúsinu Þá mun Leikfélag Mosfellssveit- ar standa fyrir Þrettándaskemmt- un í Bæjarleikhúsinu kl. 22 þar sem boðið verður upp á fjölbreytta leik og söngdagskrá. Frítt inn. Leikfélagsdansleikur í Hlégarði Þrettándagleðinni í Mosfellsbæ lýkur með hinu árlega leikfélags- þrettándaballi í Hlégarði, þar sem hljómsveitin Sixties mun halda uppi fjörinu, aðgangseyrir er 1.500 krónur. Jólin verða kvödd í Mosfellsbæ á morgun FYRSTA ferð Jeppadeildar Útivist- ar á árinu er þrettándaferð í Bása 6. – 7. janúar þar sem haldin verður ár- leg þrettándagleði í þessu sæluríki vetrar og fjalla. Brottför er frá Hlíð- arenda á Hvolsvelli kl.10 á laugar- dagsmorguninn, og komið inn eftir upp úr hádegi. Á dagskrá í Básum verða skipu- lagðar gönguferðir, sameiginleg kvöldmáltíð, blysför og kvöldvaka. Skráning og farmiðar eru á skrif- stofu Útivistar að Hallveigarstíg 1. Fyrsta dagsferð Útivistar á árinu er nýársferð í Krýsuvíkurkirkju og Herdísarvík sunnudaginn 7. janúar og er brottför kl.10 frá BSÍ. Þrettándaferð í Bása Í LJÓS hefur komið að villur eru í sorphirðudagatali Gámaþjónustunn- ar sem dreift hefur verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Dagana 8.–9. maí á litur að vera ljósblár (hreinsun í Norðurbæ) og gulur 10.–11. maí (hreinsun á Holti, Börðum og Byggðum). Dagarnir 20.–21. ágúst eiga að vera merktir með ljósbláu (hreinsun í Norðurbæ), 21.–22. ágúst með gulu (hreinsun á Holti, Börðum og Byggðum) og 23.–24. ágúst með dökkbláu (hreinsun í Hvömmum, Kinnum og miðbæ). Villur í sorp- hirðudagatali HINN árlegi þrettaándavarðeldur Skátafélagsins Vífils í Garðabæ verður haldinn við skátaskálann Víf- ilsbúð, sunnan Heiðmerkur laugar- daginn 6. janúar og hefst hann kl. 18. Á dagskrá verður skátasöngur, flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Garðabæ, kakó og meðlæti. Skátar, foreldrar og aðrir velunnarar skáta- starfs eru hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á rútuferðir frá skátaheimilinu og Garðatorgi kl. 17.30. Þar sem búast má við því að vegaslóðinn verði ófær öðrum en vel búnum jeppum eru gestir beðnir um að koma vel búnir til fótanna. Þrettánda- varðeldur Vífils í Garðabæ JÓLIN verða kvödd með dansi og söng á Þrettándahátíð á Ásvöllum, Hafnarfirði, laugardaginn 6. janúar. Skemmtidagskrá hefst kl. 18 á plan- inu framan við íþróttahúsið. Þar verður sungið og dansað, álfabrenna, flugeldasýning og óvæntar upp- ákomur. Kaffi, kakó, blys og kyndlar verða til sölu á vægu verði. Ókeypis að- gangur er á svæðið. Næg bílastæði eru kringum íþróttahúsið. Þrettándagleðin er í umsjón Knattspyrnufélagsins Hauka í sam- starfi við Æskulýðsráð Hafnarfjarð- ar og Hestamannafélagið Sörla. Þrettándagleði á Ásvöllum Í MORGUNBLAÐINU í gær varrangt farið með að Jón Reynir Magnússon væri forstjóri SR-mjöls í frétt og grein um horfur í útflutningi fiskimjöls. Hann lét af því starfi í haust og tók Þórður Jónsson við af honum. Jón Reynir er hins vegar formaður Samtaka íslenskra fiski- mjölsframleiðenda. Beðist er vel- virðingar á þessu. LEIÐRÉTT VÍFILFELL ehf. stóð fyrir jólaleik undir slagorðinu „Colagjöfin í ár“ í flestum stærri matvöruverslunum landsins frá lokum nóvember til jóla. Hverri kippu af 2 l Coca-Cola eða Diet Coke flöskum fylgdi lukk- umiði sem lumaði á vinningi, allt frá aðgöngumiða fyrir fjölskyld- una á eitthvert tíu jólaballa sem haldin voru víðsvegar um land á milli jóla og nýárs til utanlands- ferða með Icelandair. Allir miðar voru því vinningsmiðar. Hátt í 3.000 manns hafa þegar sótt vinn- inga sína og svipaður fjöldi mætti síðan á fyrrnefnd jólaböll í sínu fínasta pússi. Aðalvinningurinn, ferð fyrir fjóra til Orlando með Flugleiðum ásamt aðgöngumiðum í Disney World, kom í hlut Jónasar Elíassonar og Bjarkar Ingadóttur. Á meðfylgjandi mynd afhendir Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Víf- ilfells, þeim vinninginn. Afhending aðalvinnings í jólaleik Coca-Cola 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.