Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 57 DAGBÓK Árnað heilla LJÓÐABROT UM ÞÁ FYRRI OG ÞESSA ÖLD Mjög var farsæl fyrri öld í heimi, undi sér við akurplóg, af honum þóttist hafa nóg fráskilin þeim illa óhófs keimi... Í grasinu var sofið sætt með yndi, þorsta létti lindin af, laufgað tré, sem skugga gaf, forsvar var það fyrir sólu og vindi... Herlúðrarnir þögðu þá um stundir, enginn vildi fús á ferð að fyrra bragði reiða sverð, því blóðs voru launin ei nema sollnar undir. Stefán Ólafsson. „ÁSAR eru til að drepa kónga.“ Þetta eru forn bridssannindi, en ekki al- gild. Lítum á óvenjulega undantekningu: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ ÁDG ♥ D ♦ KDG1092 ♣ 842 Vestur Austur ♠ 8643 ♠ K7 ♥ 862 ♥ KG1093 ♦ 8764 ♦ 3 ♣ 53 ♣ ÁK976 Suður ♠ 10952 ♥ Á754 ♦ Á5 ♣ DG10 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 hjarta Pass Pass 2 tíglar 3 lauf 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: Hjartatvistur. Það er allt í lagi að líta strax á allar hendur, því eft- ir sagnir og útspil vesturs er spilið nánast sem opin bók: Vestur er staurblankur af mannspilum og er að sýna þrílit í hjarta með því að spila út þriðja hæsta og væntanlega á austur 5-5 skiptingu í hjarta og laufi og spaðakónginn valdaðan. Sagnhafi sér átta örugga slagi. Besti möguleikinn á þeim níunda er að spila austri inn í lokin á hjarta eða lauf og fá sendingu upp í spaðagaffalinn. En er þetta hægt? Vestur á þrjú hjörtu og þar með innkomu til að spila spaða, hvort sem það er strax eða síðar. Segjum að suður taki fyrsta slaginn á hjartaás og rúlli niður öll- um tíglunum. Austur mun halda eftir ÁK í laufi, Kx í spaða og tveimur hjörtum – einu háu og síðan þristinum, sem er leiðin yfir til á áttu makkers. Ef suður dúkkar hjartað tvisvar, gæti vestur komist inn og séð þörfina á að skipta yfir í spaða. En eins og hjartaliturinn er getur suður alltaf komið í veg fyrir að vestur komist inn. Hann dúkkar hjarta- kóng austurs í fyrsta slag. Ef austur spilar næst milli- hjarta dúkkar suður aftur. Og þá er málið leyst. Hið skemmtilega er ef austur spilar hjartaþristi í öðrum slag. Það er er staðan þar sem rétt er að drepa smáspil með ás – undantekningin frá reglunni! Þótt vestur sé með eitt hjarta eftir er það áttan og austur á ekkert spil undir henni og verður að sætta sig við innkastið í lokin. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ljósmyndastofan Grafarvogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. nóvember sl. í Grafarvogskirkju af sr. Sig- urði Arnarsyni Sigþrúður Þorfinnsdóttir og Hjálmtýr Rúnar Baldursson. Heimili þeirra er í Breiðavík 23, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29.júlí sl. í KFUM og K húsinu Langagerði 1 í Reykjavík af sr. Pálma Matthíassyni Erla Gígja Garðarsdóttir og Stefán E. Petersen. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Stefanía Elín. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 2.889 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Fríða Dögg Ragnarsdóttir, María Sigríður Ágústsdóttir, Margrét Lóa Ágústsdóttir og Kristín Vilbergsdóttir. ÍSLENSKI skákmaðurinn Hrannar Baldursson er nú um stundir búsettur í Merida í Mexíkó. Þar eru haldin alþjóðleg mót, í lok ársins og um sumartímann. Nýverið lauk þar sterku al- þjóðlegu móti og kom stað- an þar upp á milli Valery Filippov (2.593) og Ken- neth Frey (2.405). Rúss- neski stórmeistarinn hafði hvítt og notfærði sér yfir- burðastöðu til að gefa and- stæðingnum rothögg. 27. Bxc6! bxc6 28. Rxc6 Hbb7 28. ...Heb7 hefði litla björg veitt þar sem eftir 29. Rxb8 Hxb8 30. a5 Rd7 31. Rxd7 Hxb3 32. Hxc8 vinnur hvítur auðveldlega. 29. a5 Rd5 30. Rxb7 Hxb7 31. Hxb7 Bxb7 32. Rxa7 riddari þessi á eftir að veita svörtum marga skráveifuna! 32. ...Kf8 33. b4! Ke7 33...Rxb4 væri svarað með 34. Hb1 og hvít- ur vinnur. 34. b5 Rec7 35. b6 Ra6 36. Rc8+ Kd7 37. Rd6 Bc6 38. Rxf7 Bb7 39. Rd6 Bc6 40. Re8! Rdb4 41. Rxg7 og svartur gaf saddur lífdaga. Skákþing Íslands í barnaflokki fer fram kl. 16 í dag, 5. janúar. Þátttökurétt eiga þeir sem fæddir eru 1990 eða síðar en mótið er jafnframt úrtökumót fyrir Norðurlandaskákmótið sem haldið verður í febrú- ar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Glæsileiki fyrir allar konur Kringlunni, sími 533 5500 Ú T S A L A Jákvæð hugsun Meira sjálfsöryggi Upplýsingar í síma 694 5494 Næstu námskeið hefjast 15/1 í Reykjanesbæ og 18/1 í Reykjavík. Með sjálfsdáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Námskeið og einkatímar Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Hvað fá þátttakendu r út úr slíkum námskeiðu m? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf Námskeið í Reykjavík 10.— 12. jan. I. stig kvöldnámskeið 15.—17. jan. II. stig kvöldnámskeið 20.—21. jan. I. stig helgarnámskeið. Morgunblaðið/Sverrir STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú ert kraftmikill og æv- intýragjarn og nýtur þess að vera í sviðsljósinu. Þér er margt fyrirgefið vegna gamansemi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er engin skömm að því að leita sér aðstoðar þegar byrð- arnar verða manni ofviða. Gerðu ekki ómannlegar kröf- ur til sjálfs þín. Gamall vinur mun færa þér gleði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér býðst einstætt tækifæri til að láta ljós þitt skína svo nú skiptir sköpum að taka skjótar ákvarðanir því annars rennur tækifærið þér úr greipum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki útlit fólks og blíðan róm blekkja þig því að enn sannast hið fornkveðna að oft er flagð undir fögru skinni. Vertu því vandlátur í vali vina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu hæfileika þína til að tala við þá sem hafa það á valdi sínu að geta gert breytingar í þína þágu og annarra. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Mundu að þótt þú sért sann- færður um ágæti eigin skoð- ana þá eru ekki allir á sama máli og því er nauðsynlegt að virða skoðanir hvers annars. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Búðu þig vandlega undir að taka ákvörðun í viðkvæmu máli. Margar lausnir virðast vera fyrir hendi en flýttu þér hægt því aðeins ein er rétt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess að geta leyst það mál sem þyngst hvílir á þér. Lausnin er innan seilingar og kemur skemmtilega á óvart. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engin ástæða til þess að velta sér upp úr öllum sköp- uðum hlutum. Sumt er bara svona og við því er ekkert að gera nema viðurkenna stað- reyndir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú verður að taka þátt í því að koma málum á hreint jafnvel þó ekki sé það þér að kenna að þau fóru úrskeiðis. Árangur- inn verður betra andrúmsloft á vinnustaðnum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn og ætla að breyta hlutum sem eru löngu liðin tíð. Byggðu þig frekar upp fyrir framtíðina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er auðveldara að sætta sig við breytingar ef maður hefur hæfileika til að horfa til fram- tíðar. Slepptu því tökum á for- tíðinni og fagnaðu því nýja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert árvökull og útsjónar- samur í daglega lífinu en hætt- ir til að loka eyrunum sé þér hampað á einhvern hátt. Farðu að hlusta og leyfðu þér að njóta sannmælis. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.        Settu brúna niður aft- ur. Það var örugglega einhver að kalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.