Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 32
FERÐIR 32 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 7. janúar n.k. ætlar Ferðafélagið Útivist að hefja starfs- ár sitt með kirkjugönguferð eins og venjulega. Ekki man ég hver átti hugmyndina í upphafi, en fyrsta ferðin tókst svo vel að ákveðið var að gera þessar sérstöku ferðir að árlegum viðburði. Ferðir þessar fel- ast í því, annaðhvort að ganga ákveðna leið til þeirrar kirkju sem verður fyrir valinu hverju sinni, eða fara beint til kirkju og ganga svo á eftir. Þetta veltur svolítið á því hvort messað er í þeirri kirkju sem valin er, eða hvort haldin er sam- veru- og helgistund í kirkjunni með presti eða öðrum á vegum kirkj- unnar, eða einhver úr okkar hópi tekur að sér að stjórna samveru- stundinni. Lesið er úr ritningunni, sungnir tveir eða þrír sálmar og blessunarorð og fyrirbænir fylgja okkur úr hlaði. Þar sem nú eru liðin 25 ár frá því fyrsta kirkjuferðin var farin, er ákveðið að fara nú í sömu kirkjuna og þá, Krýsuvíkurkirkju. Þetta litla yfirlætislausa guðshús, byggt 1857 sem stendur á bæjarhólnum rétt við tóftir gamla og síðasta bæj- arhúss Krýsuvíkur var komið í mikla niðurníðslu. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og er hún eign Þjóðminjasafns. Við fengum leyfi til afnota af kirkjunni og stór- an, gamlan kirkjulykil fengum við í hendur. Það var varla orðið bjart þegar við lögðum af stað kl.10.00 um morguninn og nístingskalt, en stillt og bjart veður, nema mikill skýja- bakki var í austrinu. Þegar komið var að kirkjunni þurfti að byrja á því að moka stóran skafl frá kirkju- dyrum. Inni í kirkjunni var kalt og dimmt. Enginn hiti er í henni og ekkert rafmagn, eina ljósmetið voru kertastubbar í gömlum stjökum, þrír á hvorum langvegg og svo á altarinu. Litlu gluggarúðurnar voru þaktar þykku lagi af hinum feg- urstu frostrósum. Sólin var enn á bak við skýjabakkann og það var varla lesbjart inni. Þarna sátum við kappklædd og reyndum að rýna í sálmabækurnar. Með okkur var séra Emil Björnsson sem m.a. fór með pistil og guðspjall dagsins í eigin frumsömdu, bundnu máli, mjög svo eftirminnilegt. En svo skeði undrið. Rétt sem presturinn er að hefja upp raust sína á síðasta sálminum „Hvað boðar nýárs bless- uð sumarsól“ kom sólin upp fyrir skýjabakkann og sendi geisla sína inn í kirkjuna, gegnum þykkt lagið af frostrósum á rúðunum. Kirkjan ljómaði allt í einu roðagullnu ljósi og frostrósirnar urðu rósrauðar. Það litu allir upp í undrun og prest- urinn missti tóninn eitt andartak, en síðan hljómaði þessi fallegi, gamli sálmur með meiri krafti á eft- ir. Ég held að enginn sem þátt tók í þessari stundu gleymi þessu augna- bliki. Á bak við kirkjuna, í miklum halla niður af hólnum er kirkju- garðurinn. Þar eru margar ómerkt- ar þúfur, en nú stóð aðeins einn legsteinn uppi á leiði Árna Gísla- sonar fyrrverandi sýslumanns í Skaftafellssýslum og stórbónda sem lést 1898. Nú nýlega er komin ann- ar minnisvarði í garðinn, yfir list- málaranum Sveini Björnssyni sem m.a. gaf kirkjunni altaristöflu, en þessi tafla er aðeins í kirkjunni á sumrin. Eftir stundina í kirkjunni var far- ið niður á Selatanga og staðurinn skoðaður í nýju ljósi, snjó og kulda. Þegar 20 ár voru liðin frá þessari fyrstu kirkjuferð var komið við í Krýsuvíkurkirkju á leið til kirkju dagsins sem var Selfosskirkja. Í það sinn var milt og stillt veður og blautt á. Þá höfðum við með okkur kerti og hver þátttandi, en kirkjan var yfirfull, fékk logandi kerti í hendur. Það var stigið í stólinn og upp var lesinn pistill og guðspjall séra Emils frá fyrstu ferðinni. Það var stórkostleg stemmning í kirkj- unni þar sem allir sátu með sín kertaljós. Þetta var eftirminnileg stund og gleymist víst ekki frekar en fyrsta ferðin. Síðan var farið að Kaldaðarnesi og gengið þaðan með bökkum Ölfusár að Selfosskirkju. Í tilefni 25. kirkjugöngunnar er ætlunin að fara enn á ný í Krýsu- víkurkirkju. Nú verður með okkur í för séra Pétur Þorsteinsson, Úti- vistarmönnum að góðu kunnur. Eft- ir samverustund í kirkjunni verður gengið á vit stórskáldsins og hug- sjónamannsins Einars Benedikts- sonar í Herdísarvík þar sem hann bjó síðast og til dauðadags. Það er fallegt í Herdísarvík og margt að skoða. Farið verður frá Umferð- armiðstöðinni kl.10.00. Kirkjuferðir Útivistar hafa ekki aðeins verið skemmtilegar heldur einnig lærdómsríkar. Við fáum að heyra sögu viðkomandi kirkju og skoðum kirkjugripi. Í þessum gömlu kirkjum vítt og breitt um landið er að finna ómetanlega fjár- sjóði dýrgripa sem þar hafa varð- veist um aldir og segja má að komi í stað lista- og minjasafna. Altaris- töflur, málaralist, gull- og silfur- smíði, tréskurður og listasaumur oftast unnið af sjálflærðum bænd- um og konum sveitanna. Einhver sú eftirminnilegasta kristsmynd sem ég hefi séð er í litlu Saurbæj- arkirkjunni á Kjalarnesi, máluð á tré 1836 af Sveinunga Sveinunga- syni, svo undarlega sviphrein og sterk. Gaman er að fá að skoða þá frægu sálmabók, Leirgerði, sem prentuð var í Lerárgörðum 1801 og þótti svo vond bók að henni var gef- ið þetta uppnefni og fyrirfinnst í Leirárkirkju eða þá hinn stórkost- lega fagra kaleik í kirkjunni að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann var gefinn þangað álfkonu í þakklæt- isskyni fyrir veitta hjálp og á að fylgja lækningamáttur og svo mætti lengi telja. Ég er einnig sannfærð um að þau blessunarorð og fyrirbænir sem fylgt hafa okkur úr hlaði við hverja árlega kirkjuheimsókn, hafi verið félaginu til góðs og einnig öllum sem þátt hafa tekið. Sjáumst og gleðilegt nýtt ár. Nýársferð Útivistar í Krýsuvík Krýsuvíkurkirkja Höfundur er fararstjóri hjá Útivist. FERÐAFÉLAGIÐ Útivist hefur starfið á nýju ári með kirkjugönguferð eins og áður. Ferð í Krýsuvíkurkirkju var fyrsta ferð Útivistar fyrir aldarfjórð- ungi. Nanna Kaaber segir frá, en ferðin verður endurtekin nú á sunnudag. KNICKERBOX Útsalan er hafin Allt brjálað!!! KNICKERBOX Ótrúlegur afsláttur 20-70% afsláttur áður nú Satínnáttföt 4990 1990 Náttserkur 3990 1199 Nærbuxur 1299 389 Brjóstahaldarar 2999 899 Silkibuxur 7699 5389 Silkitoppar 3999 2799 Bikini-sett 4599 2759 Sendum í póstkröfu Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & gleri. Langur laugardagur opið til kl. 17.00 Útsala Algjört verðhrun Ath. allar vörur á útsölu Stærðir frá 36—56 OPIÐ kl. 10-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.