Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „REGLA 144“ í bandarískum lög- um um verðbréfaviðskipti frá árinu 1933 kveður á um skilyrði fyrir sölu hlutabréfa sem eru takmark- andi á einhvern hátt. Hún á þannig við um hlutabréf sem hafa verið keypt í beinum viðskiptum, þ.e. ut- an skráðra markaða. Reglan nær einnig til hlutabréfa í eigu stjórn- enda viðkomandi félags og hluthafa sem eiga stóran hlut í því. Mik- ilvægir þættir sem reglan nær til snerta eignartíma áður en hægt er að selja hlutabréf, hvernig þau eru seld og magntakmarkanir við sölu þeirra á hverjum tíma. Sá sem átt hefur hlutabréf, sem eru takmörkunum háð, í tvö ár eða lengur, og er ekki á nokkurn hátt tengdur útgefanda þeirra, getur selt þau að þeim tíma liðnum án til- lits til þeirra skilyrða sem annars þarf að uppfylla. „Regla 144“ á því ekki við ef tvö ár eru liðin frá kaup- um hlutabréfa sem eru takmörk- unum háð. Máli skiptir því hvenær hlutabréfin voru gefin út. Með út- gáfu er átt við útgáfudag eða þann tíma sem félagið sjálft eða aðili tengdur því seldi bréfin frá sér. Sala á bréfum í deCODE fellur undir „reglu 144“ Sala á hlutabréfum í deCODE fellur undir umrædda „reglu 144,“ ef liðið er eitt ár frá útgáfu þeirra og skemur en tvö ár. Samkvæmt skráningarlýsingu deCODE losna 28.787.592 hlutir strax og læsing- artímabili með hlutabréf félagsins lýkur 14. janúar næstkomandi. Þá losna 4.602.751 hluti á næstu mán- uðum eftir það. Einhverjir íslensk- ir hluthafar eiga væntanlega bréf í deCODE sem eru orðin tveggja ára gömul, bréf sem voru keypt á árinu 1998. Bréf sem fjármála- stofnanir seldu á vormánuðum 1999 falla undir „reglu 144“ þar sem þau teljast útgefin þegar de- CODE framseldi þau til fjármála- stofnananna. Nánar tiltekið eru fimm skilyrði sem uppfylla þarf til að hægt sé að selja hlutabréf sem eru háð tak- mörkunum. Í fyrsta lagi er lág- markseignatími hlutabréfanna eitt ár, talið frá útgáfudegi. Í öðru lagi verða að liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um útgefanda bréf- anna. Þetta þýðir að viðkomandi félag þarf að hafa lagt fram upplýs- ingar um árshlutaafkomu sam- kvæmt sérstökum reglum banda- ríska fjármálaeftirlitins þar um frá árinu 1934. Þriðja skilyrðið fyrir því að hægt sé að selja hlutabréf, sem eru takmörkum háð, varðar magntakmarkanir við sölu. Eftir að eins árs tímabilið frá kaupum hlutabréfanna er liðið má eigandi þeirra ekki selja meira, á þriggja mánaða tímabili, en það sem hærra er; 1% af fjölda útgefinna bréfa eða 1% af meðalvikuveltu síðustu fjög- urra vikna fyrir tilkynningu um söluna. Í fjórða lagi verður sala hlutabréfanna að fara fram eftir venjubundnum leiðum í gegnum verðbréfamiðlara sem má einungis innheimta venjulega þóknun fyrir. Í fimmta lagi verður að tilkynna um sölu á hlutabréfum, sem eru takmörkunum háð, til bandaríska fjármálaeftirlitsins, ef verið er að selja meira en 500 hluti eða ef sam- anlögð sala á þriggja mánaða tíma- bili fer yfir 10.000 Bandaríkjadali. Salan verður að fara fram innan þriggja mánaða frá því tilkynning þar um er send til fjármálaeftirlits- ins, að öðrum kosti verður eigandi hlutabréfanna að tilkynna eftirlit- inu sérstaklega um breytingar á fyrirætlunum sínum varðandi söl- una. Verðbréfasali hefur einungis heimild til að sjá um sölu á hluta- bréfum, sem eru takmörkunum háð, ef öllum skilyrðunum fimm samkvæmt „reglu 144“ er fullnægt og eftir að fyrir liggur heimild til að afnema takmarkanir af viðkom- andi bréfum. Í skýringum með „reglu 144“ segir að algengast sé að slík heimild sé í formi bréfs frá viðkomandi útgefanda. Í skýring- unum er jafnframt tekið fram að eðlilegasta fyrsta skref eiganda hlutabréfa, sem eru takmörkunum háð, sé að hafa samband við við- komandi útgefanda eða verðbréfa- sala og spyrjast fyrir um heimild til sölunnar. Aðstoð við sölu á hluta- bréfum í deCODE Arnar Bjarnason, framkvæmda- stjóri Viðskiptastofu SPRON, sagði í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær, að Viðskiptastofa SPRON muni, í samstarfi við bandarískan fjárfestingabanka, bjóða þeim hluthöfum í deCODE, sem hyggist selja hlutabréf sín eft- ir að viðskiptabannstímabili með bréfin lýkur þann 14. janúar næst- komandi og falla undir „reglu 144“, sérstaka afleiðusamninga. Helga Hlín Hákonardóttir, lög- fræðingur hjá Íslandsbanka-FBA, segir að bankinn hafi verið að skoða hvernig best væri að standa að því að aðstoða viðskiptavini sína varðandi hugsanlega sölu á hluta- bréfum í deCODE, sem falla undir „reglu 144,“ í samstarfi við erlenda aðila. Stefnt verði að því, að sögn Helgu, að ganga þannig frá málum að fyrirhöfn viðskiptavinanna verði sem minnst og með áherslu á að hinu flókna bandaríska regluverki verði fylgt í hvívetna. Bragi Smith, sérfræðingur í er- lendum verðbréfum hjá Búnaðar- bankanum – verðbréfum, segir að bankinn muni miðla hlutabréfum í deCODE á markað erlendis. „Regla 144“ í bandarískum lögum um verðbréfaviðskipti og takmarkanir á sölu hlutabréfa Engar takmarkanir á sölu eftir tvö ár Morgunblaðið/Ásdís Bréf sem fjármálastofnanir seldu á vormánuðum 1999 falla undir „reglu 144“ þar sem þau teljast útgefin þegar deCODE framseldi þau. Í TÖFLU sem birt var í við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt farið með ávöxt- un hlutabréfa Íslandsbanka– FBA á nýliðnu ári. Rétt ávöxt- un er neikvæð um 8,4% en í töfl- unni kom fram að hún hafi verið neikvæð um 24,2%. Jafnframt voru upplýsingar um ávöxtun hlutabréfa í Pharmaco rangar. Rétt ávöxtun er 92,8% en sam- kvæmt töflunni var hún 91%. Tekið skal fram að í töflunni var ekki tekið tillit til greiðslu arðs. Biðjast Morgunblaðið og Ís- landsbanki–FBA, sem lét blaðinu í té upplýsingar um ávöxtun skráðra félaga á VÞÍ, velvirðingar á þessum mistök- um. Leiðrétt ávöxtunFJÁRFESTINGARSJÓÐUR Búnaðarbankans hf., ÍS-15, lækk- aði á síðasta ári um 27%, en úr- valsvísitala Verðbréfaþings Ís- lands, sem sjóðurinn hefur að markmiði að keppa við, lækkaði þá um 19%. ÍS-15 var stofnaður 10. júlí 1998 og hafði ári síðar náð 48% ávöxtun en á sama tímabili hafði úrvalsvísitalan hækkað um 8%. Ár- ið 1999 hækkaði sjóðurinn um rúm 60% en úrvalsvísitalan um 47%. Mun vænlegri fjárfestingarstefna til lengri tíma litið Fjárfestingarstefna ÍS-15 gerir ráð fyrir að hann fjárfesti í færri hlutabréfum en hlutabréfasjóðir gera yfirleitt og í upplýsingum um sjóðinn frá Búnaðarbankanum segir að þess vegna fylgi fjárfest- ingum í honum meiri áhætta en í hefðbundnum hlutabréfasjóðum. Í viðtali þáverandi forsvarsmanna sjóðsins við Morgunblaðið fyrir hálfu öðru ári kom fram að fjár- festingarstefna eins og sú sem ÍS-15 rekur sé mun vænlegri til árangurs til lengri tíma litið en sú stefna að vera með dreifðari eign þar sem meira er lagt upp úr því að lágmarka áhættu. Þar var sú skoðun einnig sett fram að það sem hái flestum fjárfestum sé að þeir séu að leitast við að tapa ekki peningum og sjóðstjórar séu hræddir við að tapa fyrir hönd við- skiptavina. Á það var bent í viðtalinu að ekkert væri hægt að fullyrða um ávöxtun í framtíðinni, en þó væri næsta víst, að ÍS-15 ætti að ná betri árangri en úrvalsvísitalan á næstu árum. 27% lækkun hjá ÍS-15 KAUPÞING spáir því að hækkun verðbólgu verði 0,4% milli desember og janúar og að hækkun verðbólgunn- ar hafi þar með verið 3,8% frá upphafi til loka árs 2000. Þetta er lækkun frá spá Kaupþings sem gerð var 20. síð- asta mánaðar, en þá spáði félagið 4,2% hækkun á vísitölu neysluverðs. Spáin fyrir verðbólgu milli ársmeð- altala áranna 2000 og 2001 er einnig lægri en áður, nú er spáð 3,6% verð- bólgu en í desember var spáð 4,0% hækkun vísitölunnar. Frá upphafi til loka þessa árs er einnig um nokkra lækkun spár Kaup- þings að ræða. Nú er spáð 4,0% verð- bólgu fyrir árið 2001, en í desember var gert ráð fyrir 4,2% verðbólgu í ár. Helstu forsendur spár Kaupþings eru að bensínverð hafi lækkað um rúm 4% um síðustu mánaðamót og vísitöluáhrif þess séu um 0,2%. Mjólk og mjólkurvörur hafi hækk- að um 2,5% og að vegna þeirrar hækkunar og hækkunar innfluttra matvæla muni matvara í heild hækka um 0,4%, sem þýði 0,07% hækkun vísitölunnar. Þá segir frá því í spánni að verð á mjólkurafurðum hafi hækk- að mikið í janúar síðustu ár en hafi svo til staðið í stað yfir árið. Gert ráð fyrir að hægt hafi á hækk- un húsnæðisverðs, en að þó verði nokkur hækkun þess í mánuðinum. Hækkun fasteignagjalda muni hækka vísitöluna um 0,3% og 20-30% hækk- un húsnæðistrygginga muni hækka vísitöluna um 0,05%. Búnaðarbanki Íslands spáir 0,35% hækkun verðbólgu milli desember og janúar. 0,18% skýrast af hækkun matvöru og 0,19% af útsölu á fatnaði og skóm. Á móti vegur lækkun bens- ínverðs, sem lækkar vísitölu neyslu- verðs um 0,2% samkvæmt spánni. Í spánni er þar fyrir utan gert ráð fyrir hækkun fasteignagjalda, dag- vistargjalda og afnotagjalda Ríkisút- varpsins. Einnig er búist við svipaðri hækkun fasteignaverðs og síðustu þrjá mánuði. Verðbólguspá Kaupþings og Búnaðarbanka Íslands Spá 0,35%–0,4% hækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.