Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGUR dómur Hæstaréttar í máli Ör- yrkjabandalagsins hef- ur vakið mikil við- brögð og verið túlkaður sem sigur ör- yrkja á ríkinu. Ýmsar brotalamir er að finna í velferðarkerfinu og því öryggisneti sem ætlað er að taka við og tryggja afkomu þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki séð sér eða sínum far- borða. Nefni ég þar sérstaklega tvö atriði sem dæmi, margum- rædda tekjutengingu öryrkja við laun maka, ég hef orðið vitni að ör- væntingu ungs fólks sem langar að ganga í hjónaband en hefur dregið það við sig vegna tekjutaps við það að eignast maka og þess að vilja ekki hefja hjúskap sem ,,baggi“ á makanum. Gagnvart þeim er dómurinn tímabær og hefði mátt skoða þeirra stöðu fyrr og grípa til ráðstafana. Hitt atriðið sem ég nefni er skerðing bóta við laun öryrkjans sjálfs, það þýðir að sjálfsbjargarviðleitni viðkomandi einstaklings er nánast kæfð í fæð- ingu því honum er ,,refsað“ með því að bætur hans eru skertar ef hann reynir að drýgja þær með þeirri vinnu er hann treystir sér að vinna. Nýgenginn dómur hjálpar þeim ekki og ekki heldur þeim sem verst standa, þ.e. eru einstæðir með börn á framfæri. Ég hef sjálf fyllstu ástæðu til að fagna þar sem mitt heimili fær ríflega 200 þús. kr. meira á ári, við sem greiðum há- tekjuskatt. Hvaða réttlæti er það? Á sama tíma fær Hrafnhildur vin- kona mín, einstæð móðir, öryrki með tvö börn ekki meira en áður. Menn setja lög og menn túlka lög. Ég held að það hafi áreiðanlega ekki vakað fyrir þeim sem settu lögin á sínum tíma að þau yrðu túlkuð með þeim hætti að bætur kæmu til einstaklinga en ekki til fjölskyldna. Öryrkjar hefðu átt að ræða við stjórnvöld og krefjast leið- réttingar og víðtækari endurskoð- unar á kerfinu öllu. Það vill svo til að ég veit að formaður Öryrkja- bandalagsins hefur ekki viljað ræða við ráðherra og þar af leiðandi ekki reynt það. Þess í stað var valin sú leið sem farin var og höfðað mál á hendur ríkinu í einstöku atriði sem sýnt þótti að stæðist ekki stjórn- arskrána. Ég er sannfærð um að ef önnur leið hefði verið valin og sam- vinna við stjórnvöld ræktuð væri staða Hrafnhildar og þeirra sem dómurinn nær ekki til mun væn- legri í dag. Fulltrúar okkar í for- ystu ÖBÍ verða að starfa með stjórnvöldum á hverjum tíma óháð eigin pólitískum skoðunum. Mark- mið okkar er að ná árangri en ekki standa í illdeilum. Öryrkjar eiga að hafa áhrif á sín mál og vinna með stjórnvöldum hverju sinni. Við erum að sækja í samtryggingu þjóðarinnar fjár- magnaða af skattpeningum hennar. Það skiptir því máli að þær sneiðar sem sneiddar eru af kökunni skili sér þangað sem þörfin er mest. Við berum öll ábyrgð þar á og okkur ber skylda til að haga okkur eins og siðmenntað fólk í samskiptum við alla þá sem hlut eiga að máli. Dómur Hæstaréttar – er hann sigur fyrir öryrkja? Vilborg Traustadóttir Hæstaréttardómur Fulltrúar okkar í forystu ÖBÍ verða að starfa með stjórnvöld- um á hverjum tíma, segir Vilborg Traustadóttir, óháð eig- in pólitískum skoðunum. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. www.mbl.is Vinningar í Jólahappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 29. desember 2000 Fólksbifreið Volkswagen Bora 1.6 kr. 1.725.000 41320 Fólksbifreið Volkswagen Golf 1.6 kr. 1.635.000 45144 Ferðavinningur með Úrval Útsýn að verðmæti kr. 150.000 Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 40.000 681 5591 9355 9471 9775 10422 11871 12555 16723 19828 23215 23427 23564 24403 26346 27774 29995 30879 38883 42221 46564 53473 55080 56514 56836 57088 57451 62416 63536 64980 Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík, sími 552 9133 135 10973 21482 29210 34454 39740 48361 57229 1915 13814 22199 29927 34518 41021 48502 59433 2648 14067 22470 31113 35153 41177 51290 59936 2675 15049 22513 31722 35256 41480 53161 60068 4457 15819 22875 31855 36014 42016 53517 60538 5072 16786 24079 31937 36049 43952 53856 61000 5481 18138 24430 32112 36217 45870 53918 61260 6010 18203 26407 32424 37913 46835 54315 62508 6498 19724 27185 32656 38742 46881 55244 63078 8485 21194 27805 33533 38762 47085 55307 63109 8966 21479 28477 33628 39287 47883 56999 64425 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.