Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR litið er á söluferil þessara margumtöl- uðu skífa Glasgow-drengjanna í Travis er ekki annað hægt að segja en að stundum eru rokk- unnendur æði seinþroska. Það er ekki bara á Íslandi sem menn hafa verið hreint ótrúlega seinir að fatta þennan eins og hálfs árs gamla grip heldur voru heimamenn einnig heldur seinir fyrir. En í kjölfar vinsælda lagsins „Why Does it Always Rain On Me“ tóku þeir við sér og er platan nú ein af allra mest seldu plötum Bretlands síðustu árin og var á dög- unum valin besta hljóm- sveitin í heim- inum ídag af les- endum tímaritsins Q – hvorki meira né minna! Seinþroska! JÆJA, platan með yf- irgengilega nafninu aftur komin á toppinn og end- urspeglar það betur en nokkuð annað að jóla- tíðin er senn á enda, flóðið yfirstaðið og ískaldur hversdagsleik- inn aftur tekinn við. Eins og oft gerist í upphafi árs hefur íslenska jólaútgáf- an nú vikið fyrir þeim er- lendu titlum sem slógust um hituna fyrir tíð flóðsins mikla. Einnig má hugsanlega lesa út úr Tónlistanum að þessu sinni það sem menn eru að fá sér í staðinn fyrir jólagjafirnar sem þeir skiptu. Limp Bizkit virðist vera efst á þeim óskalistanum og athygli vekur að þær fjórar sem á eftir fylgja eru einnig af erlendu bergi brotnar. Heitar pylsur!                 !   "  #!$ %&' ( ( ( )) * $  #!  +     ,   -$ . /$    01 - +$2&  *  ! *  .) - $  , (  *   & 3$ 4  4  . $    #!$  5  /                               ! ""   #     ! "$$$ % &''$("$$$ ) *#     + , - & )  . / 0  -   *     12 3 4 56 7    89 8     8 ,+ +) ):+;,) 6 : <1 + - + )           = 5 *> 5 * 5   1 6 < <     &2 "2 ?2 @2 A2 B2 C2 D2 '2 &$2 &&2 &"2 &?2 &@2 &A2 &B2 &C2 &D2 &'2 "$2 "&2 ""2 "?2 "@2 "A2 "B2 "C2 "D2 "'2 ?$2 66 16 67 8 91 : ; : 8 67 61 69 9 < = 66 6 << > 9> 1 : 6 1< 9 17 68 8 1 8 0    ".? ".?  / 0    4 !&&  @A *+  @A B !  * "  * ".? 0     C '+ *  * . * .% 3   ".? * .% B !  !& * ".? 1 9 6: > ; 6 < 17 6> 67 66 18 >; : 1> 69 96 8< = 97 >= 8= 67> 1: 9; 9< 6< 6= >6 8; D -!    2      + &  E &F -!       / G $     * )  $ !2   &   .  ) && +     &      H !  , I ! I 4  I # +   $ I # +   I # +   I .'+  .  ,  J I .'+  .  . !I *  !    I *+   I *+    1; &2 "2 ?2 @2 A2 B2 C2 D2 '2 &$2 &&2 &"2 &?2 &@2 &A2 &B2 &C2 &D2 &'2 "$2 "&2 ""2 "?2 "@2 "A2 "B2 "C2 "D2 "'2 ?$2         POPPSVEITINNI Buttercup hefur greinilega langað „inn“, eins og seg- ir í samnefndu lagi þeirra, og í þetta sinnið er það inn á topp 30 á Tónlist- anum. Plata þeirra, Buttercup- .is, sem er þriðja plata sveitarinnar, kom út fyrir síð- ustu jól og vakti verðskuldaða athygli þótt sitt sýndist hverjum svona eins og gengur og gerist. Popprusl eða poppsnilld – það var spurningin. Íris og félagar láta sér hins vegar fátt um finn- ast, halda sínu striki og sigla einarðlega inn í 17. sæti og hækka sig þar með um heil 14 sæti frá því áður. Inn! HLJÓMSVEITIN Rage against the machine er nú á tímamótum. Söngvarinn Zack de la Rocha hefur ákveðið að skilja við sveitina til þess að hefja sólóferill sinn en hinir meðlimirnir hafa ákveðið að halda ótrauðir áfram en eru ekki svo vissir um hvort þeir haldi nafninu eður ei. Einnig hefur B-Real, einn af röpp- urum Cypress Hill, verið orðaður sem arftaki Zacks. Á síðustu breiðskífu Rage „Renega- des“, sem nú er í 13. sæti Tónlistans, gæla félagarnir við mörg af sínum uppáhald- stökulögum. Þar má m.a. finna lög eftir Roll- ing Stones, Bob Dylan, Bruce Springsteen og Cypress Hill. Gæla við tökulögin! ÞAÐ ER ekki oft sem tónlist gríp- ur mann þvílíku heljartaki að bæði líkamlegar og andlegar breytingar verða sjáanlegar í fari hlustandans. Þetta gerist eiginlega aldrei, a.m.k. ekki fyrir mig, og því ber að fagna slíkri tónlist með jafnmiklum látum og stórafmælum. Ætli þær séu ekki eitthvað að nálgast annan tuginn, plöturnar í safninu sem innihalda fjársjóði sem verða mér alltaf mun meira virði en öll núllin sem hægt er að troða fyrir aftan aðra tölustafi í banka- innistæðunni. Ástæðan er einföld. Þó allt annað þrjóti verða lögin alltaf til staðar. Þú getur misst vinnuna, konuna, húsið, börnin, aleiguna, heilsuna, málið, útlimina og rænuna en eins lengi og þú ert á lífi með heyrn og tónlistaráhug- inn er til staðar er komin vinátta sem endist ævilangt. Platan Relationship of command með El Paso-sveitinni At the drive- in hefur einungis orðið til þess að styrkja vináttuböndin. Þetta er alls ekki frumleg tónlist, þetta er hrátt eimað rokk með rúllandi r-i. Relationship of command rís hátt strax á fyrsta lagi sínu. „Arc- arsenal“ byrjar á Cure-legu forspili sem síðar er rofið með slíkum lát- um að hárið á Robert Smith, for- sprakka Cure, myndi líklegast leggjast niður af minnimáttar- kennd. Þetta er einhvers konar blanda af melódísku rokki á borð við Pixies eða Led Zeppelin, rifnari tónum Fugazi og hjarðkjarna- sveiflu þeirri sem Mínus-menn að- hyllast. Það var þetta fyrsta lag sem varð þess valdandi að ég hljóp til og nældi mér í eintak af plötunni, slík voru hughrifin við fyrstu hlustun. Man bara ekki eftir slíku frá því að ég heyrði „Smells like teen spirit“ í fyrsta skipti fyrir rúmlega níu árum síðan. Það sem kannski innsiglaði nú- verandi ástarsamband mitt við þessa plötu er það að hún missir ekki niður um sig brækurnar eftir þrjú fyrstu lögin eins og raunin vill oft verða þegar maður hefur gert sér allt of háar væntingar. Annað lagið, „Pattern against user“, er feikigott og þriðja lagið, „One arm- ed scissor“, er enn betra en bæði lögin á undan. Lokakaflinn í fimmta laginu, „Invalid litter dept“, nægir svo til þess að sann- færa þá sem enn efast um snilli- gáfu sveitarinnar um að sætta sig við hana. Ég fæ gæsahúð í hvert einasta skipti sem ég heyri þann kafla. Þegar líkaminn er sjálfur byrjaður að bregðast við hlustu- ninni með viðbrögðum sem notand- inn pantaði ekki er alveg óhætt að slökkva á „slæma tónlistarvaran- um“ og njóta. Þegar maður einbeitir sér að því að hlusta á textana, sem eru afar súrrealískir (kannski er það bara annað orð yfir það að botna ekkert í þeim?), má þó finna munstur hér og þar. Margir virðast þeir fjalla um miskunnarleysi tímans og hina ósigrandi baráttu við dauðleikann (t.d. lög tvö og þrjú sem ég nefndi áðan), valdabaráttu og óhóflega notkun afls (t.d. fyrsta lagið eða það fimmta með gæsahúðarkaflan- um) auk vangaveltna um trúar- brögð og eftirlíf (t.d. lögin „Quar- antined“ og „Catacombs“). Þessar lýsingar mínar hljóma allar voða- lega dramatískar og alvarlegar en sem lesning eru textarnir það ekki. Sjöunda lagið, „Enfilade“, ber einnig að hefja upp til skýjanna. Það stingur nokkuð í stúf miðað við önnur lög á plötunni, þar má t.d. finna mun meiri áhrif frá níunda áratugnum. Texti lagsins er líka góður en þar leggur mannræningi fram kröfur sínar í gegnum síma og þær eru eins og skrifaðar beint upp úr William Burroughs-sögu. Í áttunda laginu, „Rolodex Propag- anda“, kíkir Iggy Pop svo í heim- sókn en nýtur sín engan veginn því söngvarinn Cedric er mun meira áberandi en poppgoðið mjóa og satt að segja finnur maður ekki fyrir söknuði. Síðustu misseri hefur það verið afar vinsælt að flétta saman elektr- óníska tóna óefnislegri hljóðfæra við tóna þeirra áþreifanlegri með misgóðum árangri. Það er allt gott og blessað, ég kann vissulega að meta góða tilraunastarfsemi eins og næsti maður. Það sem hefur aft- ur á móti ónáðað mig varðandi þessa þróun er sá leiðinlegi fylgi- fiskur að margir vildu setja sam- ansemmerki á milli „tilraunastarf- semi“ og „góðrar tónlistar“. Fyrir vikið fóru poppararnir að skamm- ast sín fyrir að spila popp, raf- tónlistarmennirnir voru metnir eft- ir því hve duglegir þeir voru að smala hljóðbútum úr öðrum tónlist- artegundum og rokkararnir byrj- uðu að styðjast við undirspil á tón- leikum til þess að geta flutt tónlistina „eins og hún er á plöt- unni“. Ég hef ekki gaman af slíkri stærðfræði og greinilega ekki At the drive-in heldur. Þeir spila „bara rokk“ og skammast sín ekk- ert fyrir það, spilagleðin er í al- gleymi. Að mínu mati besta plata síðasta árs, fimm stjörnur og ekki orð um það meir! ERLENDAR P L Ö T U R Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus, fjallar um nýjustu plötu At the drive-in, Relationship of command.  Eimað rokk með rúllandi r-i At the Drive-In – Relationship of command.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.