Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 35 Setbergs- er dregin 989 m) og jafnframt unkti F er yfir Hof- punkt G í , þaðan er nkt neðst í punktur n bein lína heiði (909 annig síð- þeirri línu ðurfljót á mörkunum erður það ðfylgjandi unktur í ra á Mýr- punktur í ður A hér. tin í Við- nu, sem ðst í Hof- t á Sand- verður þá punkti er t neðst í em verður jökulrót- l, allt þar línu fyrir d (863 m). verður þá indur E. mark. Frá n lína yfir an Heina- F sem er r þar sem n og jafn- Skálafells það loka- nnig með- 4. Suðursveit: „Fyrsti punktur í kröfulínu fjármálaráðherra um þjóðlendumörk í Suðursveit er sá sami og síðasti punktur á Mýrum og er hann kallaður A. Hann er þar sem landamerkjalína Skálafells að austan sker Skálafellsjökul neðst (í landamerkjabréfi er þessari línu lýst sem línu sem liggur úr Hánípu og í Snjófjall vestast). Frá punkti A er dregin lína meðfram jökulrönd- inni og í skurðpunkt (punktur B), en hann er í jökulröndinni að vest- anverðu, þar sem lína dregin úr punkti A beint í Kálfafellstind (663 m) (punktur C) sker jökulinn. Þessi lína frá jöklinum liggur yfir Skála- fellshnútu, Borgarhafnarfjall og Staðardal. Frá hornpunkti C er far- ið í punkt D, sem er í Kálfafells- fjöllum fyrir vestan Kaldárgil, og verður það hornpunktur. Frá horn- punkti D er dregin bein lína yfir Kálfafellsdal í Staðarfjallstind (928 m) í Staðarfjalli, sem verður punkt- ur E. Frá punkti E er dregin bein lína í Breiðamerkurjökul við Þröng vestan Fellsfjalls. Verður það punktur F og hornpunktur. Frá þessum hornpunkti er dregin lína niður í sjó og verður punkturinn við ströndina punktur G. Hann ákvarð- ast, sem framhald af línu, sem dreg- in er beint frá Prestfelli gegnum punkt E og verður punktur G þann- ig framhald af þeirri línu. Í punkti G lýkur kröfulínu fjármálaráðherra um þjóðlendumörk í Suðursveit.“ Sjá einnig meðfylgjandi kort. 5. Öræfi: „Fyrsti punktur í Öræf- um er þar sem Kvískerjaland byrj- ar við ströndina og er það punktur A. Þessi punktur er á línu, sem ligg- ur eins og segir í landamerkjabréfi Kvískerja: „Að hæsta nef á Miðaft- anstindi á Breiðamerkurfjalli beri í mitt skarðið efst á Eiðnaskarðstindi í sama fjalli.“ Frá punkti A er farið í punkt B sem er þar sem sama lína sker jökulrönd Fjallsjökuls. Punkt- ur B verður hornpunktur. Frá punkti B er dregin lína meðfram jökulrönd Fjallsjökuls og Hrútár- jökuls og frá jaðri Hrútárjökuls (þar sem bein lína milli punkta B og C sker jökulröndina) í punkt C, sem er í Múla fyrir norðan Múlagljúf- ur. Frá punkti C er dregin bein lína í punkt D sem er framarlega í Vatnafjöllum við Kvíárjökul. Frá punkti D er dregin lína meðfram jökulrönd Kvíárjökuls og um- hverfis og allt að punkti E. Þaðan yfir Staðarfjallið í punkt F, sem er neðst í Hólárjökli. Þaðan er dregin bein lína í Stórhöfða (784 m) fyrir ofan Fagurhólsmýri og verður það punktur G. Úr punkti G er farið beina línu yfir Hofsfjall og í punkt í Goðafjalli (651 m) og verður það punktur H og jafn- framt hornpunktur. Frá punkti H er dregin lína í punkt I sem er neðst í Kotárjökli. Þaðan farið yf- ir Sandfellsheiði í punkt J, sem er neðst í Falljökli. Þaðan er dregin bein lína í Öskuhnútu (917 m), sem verður punktur K og næsti punktur verður í jökulrönd Svína- fellsjökuls þar sem lína beint úr Öskuhnútu og í punkt efst í Hafrafelli í 1174 m hæð sker jök- ulröndina. Verður það punktur L. Síðan er farið úr punkti L niður með jökulrönd Svínafellsjökuls og niður fyrir og síðan frá neðri hluta Svínafellsjökuls nyrst, og í jökul- rönd Skaftafellsjökuls þar sem bein lína, sem er framhald af línu sem dregin er frá Vesturhnútu (919 m) í syðri Kristínartind (979 m) sker Skaftafellsjökul. Verður þetta punktur M. Síðan er jökul- röndinni fylgt vestur fyrir tung- una og á punkt í jökulröndinni þar sem fyrrnefnd lína sker jökulinn og verður það punktur N. Frá punkti N er farið í punkt O sem er syðri Kristínartindur (979 m). Þarna verður hornmark. Frá Syðri Kristínartindi er dregin bein lína yfir Morsárdal og Jök- ulfellið og í Krossgilstind (698 m) og verður það punktur P. Frá punkti P er dregin bein lína að upptökum Skeiðarár (punktur R). Frá punkti R er dregin bein lína til sjávar og þar verður punktur S. Verður sú lína dregin þannig að hún sé framhald línu, sem dregin er beint á milli punkts N og Blá- tinds (1177 m) og verður þannig framhald þeirrar línu til sjávar. Frá þessari línu og að sýslumörk- um í vestri verður með þessu þjóðlenda, en hún afmarkast í vestri af línu, sem lýst er svo í landamerkjalýsingu Skaftafells: „Að Súlutinda beri hvorn í ann- an,“ en þar er jafnframt komið að mörkum þessa kröfusvæðis, sem fjallað verður um í þessu máli fyr- ir óbyggðanefnd.“ Sjá einnig meðfylgjandi kort.“ Gengur miklu lengra Albert Eymundsson, bæjar- stjóri á Hornafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að kröfur fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkisins gengju miklu lengra en menn hefðu átt von á. Hann hefði að vísu ekki heyrt í mörgum landeig- endum ennþá, en hann ætti von á hörðum viðbrögðum þeirra í ljósi þessarar kröfugerðar eins og raunin hefði orðið á varðandi kröfugerð fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins á Suðurlandi. „Segja má að allt land í Austur- Skaftafellssýslu hafi verið talið í einkaeign nema jöklarnir, þannig að nú reynir á,“ sagði Albert enn- fremur. Hann sagðist gera ráð fyrir að sveitarfélagið og Búnaðarfélag A- Skaftafellssýslu myndu í fram- haldinu standa sameiginlega að kynningar- og upplýsingafundi um málið þar sem það snerti öll svæði í sýslunni og þar með í sveitarfélaginu. Kröfugerðin snerti ótrúlega margar jarðir í sýslunni. Albert tók sem dæmi að í kröfugerð fjármálaráðherra væri alveg farið í sjó fram á Breiða- merkursandi og á Skeiðarár- sandi. Þá væru gerðar kröfur til stórs hluta fjalllendisins milli Nesja og Hornafjarðar, sem hefði verið talið að væri í einkaeigu enda hefðu sumir verið skikkaðir til að smala þessi lönd vegna þess að þeir væru eigendur þeirra. Þannig væri til dæmis um Núp- ana inn af Hoffelli, svo dæmi væri tekið.   "$      " #"          !  " #     !                    vegna þjóðlendna í A-Skaftafellssýslu ngra en áð fyrir fjár- um firði, slu. MÓTMÆLIN í Prag ífyrrakvöld vegna ráðn-ingar sjónvarpsstjóratékkneska ríkissjón- varpsins voru þau mestu sem efnt hefur verið til í Tékklandi frá „flauelsbyltingunni“ svonefndu árið 1989 þegar stjórn kommúnista hrökklaðist frá völdum í landinu. Talið er að um hundrað þúsund manns hafi komið saman á Václav- torgi í miðborginni til þess að lýsa yfir stuðningi við baráttu frétta- manna, sem telja ráðningu frétta- stjórans pólitíska, og yfir 130 þús- und Tékkar hafa undirritað yfirlýsingu þar sem afsagnar hans er krafist. Jiri Hodac var ráðinn sjónvarps- stjóri tékkneska ríkissjónvarpsins 20. desember síðastliðinn. Frétta- menn á sjónvarpsstöðinni hófu sama dag mótmæli vegna ráðningarinnar, en þeir halda því fram að tengsl Ho- dacs við Vaclav Klaus, fyrrverandi forsætisráðherra, grafi undan hlut- leysi og trúverðugleika fréttastof- unnar. Um 50 fréttamenn hafa lokað sig inni á fréttastofu ríkissjónvarps- sins síðan 23. desember og sent út eigin fréttir. Minnihlutastjórn jafn- aðarmanna í Tékklandi, undir for- ystu Milosar Zemans, hefur undan- farin tvö ár notið stuðnings flokks Vaclavs Klaus, Borgaralega lýðræð- isflokksins, sem hefur í staðinn hlot- ið ýmis eftirsóknarverð embætti innan stjórnsýslunnar og í ríkisfyr- irtækjum. Vaxandi óánægju með þetta fyrirkomulag hefur gætt með- al almennings og ásakanir frétta- mannanna um meintan klíkuskap varðandi ráðningu Hodac hafa því hlotið hljómgrunn meðal þjóðarinn- ar. Fréttamennirnir amast einnig við því að Hodac hafi ráðið Jönu Bobosi- kovu í starf fréttastjóra, en hún var áður einn af ráðgjöfum Václavs Klaus. Hodac gegndi reyndar fréttastjórastarfinu um fjögurra mánaða skeið á síðasta ári en sagði af sér í ágúst eftir miklar væringar á fréttastofunni. Hodac segir ekkert hæft í ásökunum Áður en Jiri Hodac tók við starfi fréttastjóra hjá tékkneska ríkissjón- varpinu hafði hann meðal annars verið yfirmaður tékkneskudeildar breska ríkisútvarpsins, BBC. Sjón- varpsráð tékkneska ríkissjónvarps- ins valdi hann úr hópi 32 umsækj- enda aðeins 18 klukkustundum eftir að umsóknarfrestur rann út. Hodac segir ekkert hæft í fullyrðingum um pólitísk tengsl sín. „Svar mitt er ein- falt – þetta er þvættingur. Ég hef aldrei verið flokksbundinn,“ sagði hann í samtali við CNN í gær. „Stað- an er skýr – ég er ekki tékkneskur ríkisborgari svo ég gæti ekki einu sinni gengið í stjórnmálaflokk þótt ég kærði mig um það,“ sagði Hodac. Hann greip til þess ráðs að segja 30 af fréttamönnunum upp starfi, en þeir brugðust við með því að lýsa yf- ir verkfalli, sem gerir það að verkum að ólöglegt er að reka þá. Þá óskaði hann eftir því að lögreglan rýmdi fréttastofuna, en lögreglumenn og dómarar hafa ekki fengist til þess að grípa inn í deiluna. Tilraun Hodac til að afla sér samúðar meðal áhorf- enda bar ekki heldur árangur, en hann rauf um tíma útsendingu sjón- varpsstöðvarinnar um jólin og birti svohljóðandi áskorun á skjánum: „Sjónvarpsstjórinn skorar á stofn- anir lýðveldisins að aðstoða við að hefja löglegar sjónvarpsútsendingar á ný með því að beita öllum ráðum til þess að stöðva hinar ólöglegu að- gerðir.“ Fréttamennirnir hafa aftur á móti náð eyrum almennings, sem óttast að meint pólitísk skipun yf- irmanns áhrifamesta fjölmiðils landsins sé liður í baráttunni fyrir kosningarnar á næsta ári. Vonir bundnar við að ný lög lægi öldurnar Samningaviðræður stjórnvalda og fréttamannanna hafa ekki skilað neinum árangri og málið virðist í sjálfheldu. Forsætisráðherrann Mil- os Zemann vísar því alfarið á bug að eitthvað sé athugavert við ráðningu Hodacs og hann hefur fordæmt mót- mæli fréttamannanna. Vaclav Klaus lagði til þá málamiðlun að bæði Hod- ac og leiðtogar mótmælendanna vikju, en fréttamennirnir höfnuðu því og ljá ekki máls á öðru en að Hodac fái að fjúka og allir frétta- menn haldi störfum sínum. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um skipun sjónvarpsráðsins og vonir eru bundnar við að það lægi öldurnar. Þingið hefur hingað til kosið fulltrúa í sjónvarpsráðið, en samkvæmt tillögum ríkisstjórnar- innar yrði ráðið gert óháð. Frum- varpið verður tekið til afgreiðslu í neðri deild tékkneska þingsins í dag. Fréttamennirnir njóta stuðnings Vaclavs Havels, forseta landsins, sem hefur lýst því yfir að tjáning- arfrelsið í landinu sé í hættu ef Ho- dac haldi starfi sínu. Havel er póli- tískur andstæðingur Vaclavs Klaus og er talinn vilja forða því að hann verði eftirmaður sinn á forsetastóli eftir kosningar á næsta ári. Hann hefur líkt mótmælunum við andstöð- una við valdatöku kommúnista árið 1948 og lýsir ástandinu sem „gríð- arlega hættulegu“. Havel ætlaði að fara í frí til Kanaríeyja í gær, en frestaði förinni vegna málsins. Hefur ekki áhrif á umsókn Tékka um aðild að ESB Alþjóðasamband blaðamanna, sem hefur aðsetur í Brussel, styður aðgerðirnar í Prag og hefur skorað á framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins að rannsaka málið, sem sambandið segir prófstein á frelsi fjölmiðla í Tékklandi. Fram- kvæmdastjórnin hefur heitið því að taka málið til skoðunar, en í yfirlýs- ingu sem hún sendi frá sér í gær segir að ekki sé ástæða til að óttast um framtíð lýðræðis í Tékklandi og málið muni ekki hafa áhrif á umsókn Tékka um aðild að ESB. „Við höfum trú á því að hin lýðræðislega stjórn í Tékklandi, sem hefur áður sýnt styrk sinn, muni finna leiðir til þess að leysa þetta mál,“ sagði Jean- Christophe Filori, talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar í stækkunar- málum, á fréttamannafundi í gær. Mótmælin í Tékklandi gætu aftur á móti verið áhyggjuefni fyrir stjórnvöld í nágrannaríkjum sem áður voru undir stjórn kommúnista, til dæmis í Póllandi og Ungverja- landi þar sem ríkisfjölmiðlarnir eru víða álitnir eitt mikilvægasta valda- tækið. Deilt um sjónvarpsstjóra tékkneska ríkissjónvarpsins AP Eva Souhradova, starfsmaður á fréttastofu tékkneska ríkissjónvarpsins, burstar tennurnar á fréttastofunni í gær, á meðan hún horfir á útsendingu félaga sinna. Mestu mótmælin frá „flauelsbyltingunni“ Ráðning sjónvarps- stjóra tékkneska rík- issjónvarpsins hefur valdið mestu stjórn- málakreppunni í Tékk- landi frá því að lýðræð- isleg stjórn tók við völdum í landinu fyrir rúmum áratug. Jiri Hodac Prag. AFP, AP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.