Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórdís Lárus-dóttir fæddist í Hafnarfirði 12. sept- ember 1923. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut aðfaranótt 23. desember síðastlið- ins. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Elínrósar frá Siglu- firði, f. 16.11. 1892, d. 16.11. 1959 og Lárus- ar Frímanns Lárus- sonar húsasmíða- meistara frá Sauðadalsá, Vatns- nesi, f. 28.2. 1889, d. 17.1. 1968. Þórdís var yngri dóttir þeirra hjóna, systir hennar: Jónheiður Kristín Lárusdóttir, f. 21.3. 1917, d. 27.10. 2000. Börn Þórdísar: 1) Lárus, f. 1942. 2.) Rósmarý, f. 1945. 3) Atli Rafn, f. 1948. Þórdís giftist hinn 20. mars 1954 Kristni Daníel Haf- liðasyni, vélstjóra frá Reykjavík. Börn þeirra: 1) Halldóra Kristín, 7.9. 1954. 2) Hafliði Brands, f. 11.7. 1962. Útför Þórdísar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er farin í ferðalagið langa elsku móðir mín, ferðalagið inn í ei- lífðina. Það er sárt að vita til þess að þú sért ekki lengur meðal okkar, þú sem varst svo mikið að fyrir jólin, byrjaðir að kaupa gjafir nokkrum mánuðum fyrr til þess að enginn yrði útundan. Það var eins með þessi jól, þú hafðir munað eftir öllum, allt var klárt, en svo um nóttina 23. desem- ber var hringt frá Landspítalanum við Hringbraut og mér sagt að móðir mín væri látin. Það voru margar hugsanir sem fóru af stað, líkt og þetta væri ekki raunveruleikinn. Seinna um daginn gerði ég mér grein fyrir því að móðir mín væri far- in. Ó, hvað það var erfið stund þegar ég var að merkja jólapakkana, vit- andi að þú værir ekki með í því. Með vot augu og tár á kinn tókst mér þetta að lokum. Elsku móðir mín, ég veit að þér líður miklu betur núna, þú sem varst búin að standa í svo miklum veik- indum öll þessi ár. Frá því að ég var lítill drengur man ég hvað þú áttir oft erfitt, en þú náðir að hressast á milli og við áttum margar góðar stundir. Þar má telja utanlandsferðir til Spánar, Ítalíu og nú síðast í sept- ember á 77 ára afmælisdeginum þín- um vorum við komin til Kaupmanna- hafnar sem var lengi búið að vera draumur þinn, ég og pabbi leigðum hjólastól handa þér svo þú ættir auð- veldara með að komast ferða þinna. Þó að þú værir sárkvalin sá ég gleðina í augum þínum. Svo eru ógleymanlegar sumarbú- staðarferðirnar í Svignaskarði, á Flúðum og Laugarvatni og þangað komu Kristín, Guðmundur og börnin þeirra, þá var grillað, spjallað saman og haft gaman. Þeir sem fengu að kynnast þér vissu af góðmennsku þinni og gjaf- mildi og þegar þú fékkst heimsókn þá fór hinn sami ekki hungraður út. Þú varst mikill fagurkeri og áttir marga fallega muni, en hugsaðir mikið um þá sem stóðu þér næst, t.d Jónheiði systur þína sem þú fylgdist með alveg fram að andláti hennar. Ég man eftir því þegar ég var strákur hvað þú hugsaðir vel um okkur Kristínu, að við værum vel til fara og hegðuðum okkur sómasam- lega, og það uppeldi fórst þér vel úr hendi, þar sem pabbi var til sjós og dvaldi löngum fjarverum að heiman. Einn var sá staður sem var þér kær- astur og þar leið þér vel, það var á Kárastíg í litla dalarkofanum einsog þú kallaðir hann oft. Ég, pabbi, Kristín og ömmubörnin eigum eftir að sakna „Múttu“ eins og við köll- uðum þig. En minningin um góða og hlýja móður varðveitist um alla ei- lífð. Ég bið góðan Guð að umvefja hana örmum sínum, þangað til fundum okkar ber saman á ný, en þá verður aftur fögnuður í hjörtum okkar. Þinn ástkæri sonur, Hafliði Brands Kristinsson. Okkur systkinin langar að minn- ast elsku ömmu okkar, hennar ömmu Dís eins og við kölluðum hana. Ástkær amma okkar var mjög gjafmild, hjartahlý og góð kona. Hún var okkur góður vinur og gátum við alltaf leitað til hennar þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf geislaði góðmennskan af ömmu og hún gaf miklu meira en hún vildi þiggja. Hún gaf okkur oft góð ráð og leið- beindi okkur í gegnum lífið. Hennar er sárt saknað. Kveðju- stund er sársaukafull, en minning- arnar sem hún skilur eftir láta sárin gróa með tímanum. Amma hefur ekki alltaf verið heilsuhraust en bar sig ávallt mjög vel þótt hún væri kvalin af ýmsum veikindum. En amma átti merkilega ævi og hafði upplifað mikið og ferðast og kynnst ólíkum menningarheimum. Amma sagði okkur margar sögur af lífsreynslu sinni og alltaf var jafn gaman að hlusta á sögurnar hennar ömmu þótt við hefðum heyrt þær margoft áður. Hún sagði okkur frá því er hún einn daginn ákvað að skella sér til Bandaríkjanna og stuttu síðar var hún stödd þar og fór meðal annars upp í Empiere state building, en hún hafði mikið dálæti á þeirri byggingu. Þessi saga hvatti eitt okkar til að fara til Bandaríkjanna og dvelja þar í eitt ár og auðvitað varð að skoða Empiere state building. Amma hafði búið í Danmörku á sínum yngri árum. Hún fór einnig oft til Spánar, en á sínum efri árum ferð- aðist hún minna. Hún talaði oft um að fara aftur til Danmerkur og end- urnýja gömul og góð kynni við borg- ina við sundin. Sumarið 2000 varð sá draumur loks að veruleika þegar hún fór með afa og Hafliða syni þeirra til Danmerkur. Enginn vissi að þetta yrði hennar síðasta ferð, jafnvel þótt veikindi hennar ágerðust héldum við öll að henni myndi batna eins og allt- af. Tveimur mánuðum eftir heim- komuna lést systir hennar, Jónheið- ur Lárusdóttir, og ömmu hrakaði. Amma var mikil smekkmanneskja og mikil félagsvera. Við héldum allan tímann að léttari og betri tímar væru framundan og þess vegna finnst okkur bæði ósann- gjarnt og óréttlátt að hún skuli hafa verið hrifin á brott frá okkur, sér- staklega þar sem hún var ekki sátt við að fara strax. En hún kvelst ekki lengur og er komin á fund systur sinnar á betri stað. Okkur langar að kveðja elsku ömmu okkar með fallegum lokaorð- um. Við elskum þig, amma Dís, og geymum minninguna um þig í hjarta okkar. Barnabörn þín, Hanna Dís Guðmundsdóttir, Daníel Halldór Guðmundsson, Sólrún Sandra Guðmundsdóttir og Þórir Kristinn Guðmundsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þinn frændi, Sigurður. Með þessum fáu línum langar mig að minnast góðrar kunningjakonu minnar, Þórdísar Lárusdóttur. Hún kvaddi án fyrirvara en kannski ekki með öllu óvænt því hún hafði átt við veikindi að stríða í all- mörg ár. Engan ókunnan hefði þó grunað að eitthvað alvarlegt amaði að Dísu eins og hún var ætíð kölluð. Hún var alltaf jafn hress og létt í lund. Dísa var glæsileg kona og mikill fagurkeri. Það eru mörg árin síðan við kynnt- umst. Ég var útivinnandi, vann í verslun, og hún kom oft í heimsókn til okkar, oft kom hún með meðlæti með kaffinu o.fl. Síðan liðu mörg ár að við hittumst ekki, ég flutti úr miðbænum en hún var ætíð þar en alltaf var tryggðin söm frá hennar hendi og velvildin. Síðastliðin ár höfum við haft þó nokkuð samband, fórum í kaffi heim til hennar eða á kaffihús. Við eigum eftir að sakna hennar. En sárastur er söknuðurinn auð- vitað hjá nánustu ástvinum hennar, börnunum og barnabörnunum. Hjá þeim er hugur minn, ég bið góðan guð að gefa að sá fjársjóður minninganna sem Dísa eftirlætur verði þeim huggun og styrkur í sorg- inni. Guð blessi minningu Þórdísar Lárusdóttur. Sigrún Þórarinsdóttir. ÞÓRDÍS LÁRUSDÓTTIR                                                       !"#     $%     &    '$   () ' & %   #"$    &%* &  #$  &&   $#    !     +&,!  !,#   -  &  $  $.                          !     "   #      $$   ! " ##$ %                                 ! "# " "  "  $ %     &    '((      !!  "#$%% &$!  #$%% !'# '   (!!  #$%% ' ')        !   ')!   *$     $ #$%%  ! ! ! '' +'!   '   ! !   ! !! ! ,                                                   !  " #$%%   ! "#   # $% & ' !  $ (  ! "# & ) ! * + !    ,"   ! !   &   - "# , # ,. # " , # , # ,. #%                                    !"  # $%    ! "##$ ! " $ % ! "##$ %  "#"  & ' % (! ! "##$ ) ( *%  %#"  +#"(#  , ! "#"  ) #  ' % ##$ $% # ""                            !                                                     !  " ##  $  %&    #  ( )# ##  *   * % ( )# ##   #   ##  %&+%% $%& $%&%        #  ( ",##  %     ##  --. $ ---.(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.