Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 27                          !  " ##                               !"    #        $ %       %              & ' " (!" (  $ ) "  "         *     '  "            &   $%   & '    ( " ) VINSÆLDIR léttrar Vínartón- listar hér á landi láta greinilega ekki að sér hæða þegar Sinfón- íuhljómsveitin hyggst fylla stærsta samkomuhús lýðveldisins í þrí- gang. Jafnframt vekur undraverð ending vínarvalsanna til umhugs- unar um hversu lítið virðist á boð- stólum af vandaðri hljómsveitar- tónlist frá okkar tíma með almennri tilhöfðun. Kvikmyndum, útvarpi og sér- staklega sjónvarpi hefur oft verið kennt um minnkandi tónleikaað- sókn á ofanverðri 20. öld og kunna einnig að hafa tekið fyrir þá ný- sköpun í skemmtitónlist sem hljómskálasnillingar eins og Ro- bert Farnon og Leroy Anderson stóðu að um miðja öldina. Þá hefur og verið bent á hvað rekstur sin- fóníuhljómsveita er orðinn þyngri en áður var og samkeppnin við sjónrænu fjölmiðlana erfiðari. En með tilliti til þess, hvað þó reynist unnt að styrkja af einnota fram- úrstefnuverkum, vekur eftir á að hyggja óneitanlega undrun, hversu litlu fé er varið til sköpunar á nú- tíma millitónlist. Eða hvert eiga hlustendur að venda í dag, þegar klassíkinni sleppir, sem elzt hafa úr unglingapoppi en geðjast hvorki að framsæknum djassi né módern- ískri fagurtónlist? Hin fádæma tryggð almennings við 150 ára af- þreyingartónlist góðborgarastétt- ar í Vín gefur flestu fremur óræka vísbendingu um að tónskáld og stofnanir okkar tíma hafi í raun skilið meirihluta hlustenda eftir á köldum klaka. Varla þvældust þó slíkar hug- leiðingar fyrir manngrúanum sem sótti fyrstu af þremur vínartónleik- unum í Laugardalshöllinni í gær enda mun hefðin fyrir að skemmta sér við ljúflingsdillur Straussanna um áramót þegar orðin blýföst í sessi, líkt og aðventutónlistin í des- ember og passíur Bachs um páska. Efstur á blaði var Jóhann Strauss yngri (1825-99), arftaki Jóhanns eldri (1804-49) sem ásamt Josef Lanner (1801-43) hleypti valsaæð- inu af stað um alla álfu upp úr 1830. Sinfóníuhljómsveitin lék fyrst blúndusvífandi forleik að óperettunni Das Spitzentuch (1880) og hraðpolkann Express, þar sem stjórnandinn greip í fiðl- una að hætti Boskoskys og fjölda fyrirrennara. Arndís Halla Ás- geirsdóttir söng glettnislega inn- komu greifynjunnar úr Wienerblut (1899), „Grüss dich Gott, du liebes Nesterl“ og hljómsveitin lék renni- legan vals, Die Schönbrunner, eina lag Josefs Lanner á þessum tón- leikum. Sperl-Galopp eftir Jóhann eldri var herská en fremur þunn tónsmíð. Áhugi vínardanshöfunda á nýjustu tækni og vísindi, sbr. „Express“, „Extrapost“ og „Durchs Telephon“ kom fram í síð- asttalda polkanum eftir Jóhann jr., þar sem valsakóngurinn bað óvænt fyrir áramótakveðju um GSM-tæki stjórnandans. Óperukórinn söng þvínæst O habet acht úr Sígauna- baróninum (1885); dável heppnað utan smá tilhlaups til feilinnkomu. Eftir Schatzwalzer, sem var meðal bitastæðari númera kvölds- ins og einnig eftir Jóhann yngri, var komið að Ævintýrum Hoff- manns eftir Jacques Offenbach, þar sem Arndís Halla söng aríu Ol- ympiu, Les Ouiseaux dans la char- mille, með bravúr, þó að annars bláeðlileg söngkonan virtist þar ekki laus við að vera svolítið vél- ræn og jafnvel upptrekkt á köflum. Síðast fyrir hlé söng KÍÓ An der schönen blauen Donau, keisarann meðal valsa, og var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem þessi af- bragðsgóði kór skilaði þvílíku dagsverki að óskandi væri að hann gæti einhvern tíma látið ljós sitt frekar skína í söngför um helztu óperusvið álfunnar. Með síðustu stóru vínarópe- rettutónskáldunum var Franz Lehár (1870-1948), meistari kannski vinsælasta verksins í geir- anum, Kátu ekkjunnar (1905). Það- an voru tekin Introduktion, Dans og Vilja-söngurinn með kór og ein- söng Arndísar. Í þessum seinni hluta tónleikanna var eins og hljómsveitin, sem framan af virtist eilítið kraftlaus, hefði tekið fulla gleði sína því nú small hvert atriði á fætur öðru eins og klukka. Í Weiber-marsinum sungu gleði- mennirnir Sigurður Björnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson, Steinarr Magnússon, Snorri Wium og Hjálmar Pétursson og skemmtu sér auðsjáanlega ekki síður en áheyrendur. „Grísettur“ í Grisetten-Lied sungu Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Hulda Dögg Proppé, María Jónsdóttir, Sigur- laug Jóna Hannesdóttir og Sigur- laug Knudsen við einsöng Arndísar Höllu og sópandi can-can pilsaþyt sem vakti mikla kátínu. Að afloknum Lehár var komið að yngsta syni Jóhanns eldri, Ed- uard Strauss (1835-70), eftir hvern var leikinn galoppinn Mit Extra- post. Næstyngstur þeirra bræðra var Josef (1827-70) og var eftir hann leikinn polkinn Pläpper- mäulchen! en auglýstur vals, Sphärenklänge, féll niður án skýr- inga. Arndís söng að því loknu hláturaríuna frægu, Mein Herr Marquis úr Leðurblöku Jóhanns yngri frá 1874 með mjúkum eleg- ans og flört við stjórnandann, ásamt kliðfríðum kór í viðlagi. Síðasta atriði tónleikanna söng sextett þeirra Sigurlaugar Knud- sen (Rosalinde), Arndísar Höllu (Adele), Nönnu Maríu Cortes (Or- lofsky), Snorra Wium (Eisenstein), Hjálmars Péturssonar (Falke) og Ólafs Sveinssonar (Frank), nánar tiltekið Kampavínsfínalinn úr Leð- urblökunni, „Bróðir þú og mín sæta systir þú“ („Brüderlein“) úr lokakafla 2. þáttar, og heppnaðist það með miklum glæsibrag. Í heild var fagmennskuleg fágun og fjör yfir þessum tónleikum. Stjórnandinn kunni sitt fag fram í fingurgóma og kynnti af alúð og þónokkrum húmor og ekki spillti heldur fyrir hvað hljómburður virtist nú loksins orðinn þokkalega viðunandi í Laugardalshöllinni sem lengst af hefur þótt til annars hæf- ari en hljómlistarflutnings. VínarfjörTÓNLISTL a u g a r d a l s h ö l l i n Vínartónlist eftir Straussfeðga, Lanner, Offenbach og Lehár. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, Kór Íslenzku óperunnar (kórstjóri: Garðar Cortes) og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Peter Guth. Fimmtu- daginn 4. janúar kl. 19:30. VÍNARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.