Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 27

Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 27                          !  " ##                               !"    #        $ %       %              & ' " (!" (  $ ) "  "         *     '  "            &   $%   & '    ( " ) VINSÆLDIR léttrar Vínartón- listar hér á landi láta greinilega ekki að sér hæða þegar Sinfón- íuhljómsveitin hyggst fylla stærsta samkomuhús lýðveldisins í þrí- gang. Jafnframt vekur undraverð ending vínarvalsanna til umhugs- unar um hversu lítið virðist á boð- stólum af vandaðri hljómsveitar- tónlist frá okkar tíma með almennri tilhöfðun. Kvikmyndum, útvarpi og sér- staklega sjónvarpi hefur oft verið kennt um minnkandi tónleikaað- sókn á ofanverðri 20. öld og kunna einnig að hafa tekið fyrir þá ný- sköpun í skemmtitónlist sem hljómskálasnillingar eins og Ro- bert Farnon og Leroy Anderson stóðu að um miðja öldina. Þá hefur og verið bent á hvað rekstur sin- fóníuhljómsveita er orðinn þyngri en áður var og samkeppnin við sjónrænu fjölmiðlana erfiðari. En með tilliti til þess, hvað þó reynist unnt að styrkja af einnota fram- úrstefnuverkum, vekur eftir á að hyggja óneitanlega undrun, hversu litlu fé er varið til sköpunar á nú- tíma millitónlist. Eða hvert eiga hlustendur að venda í dag, þegar klassíkinni sleppir, sem elzt hafa úr unglingapoppi en geðjast hvorki að framsæknum djassi né módern- ískri fagurtónlist? Hin fádæma tryggð almennings við 150 ára af- þreyingartónlist góðborgarastétt- ar í Vín gefur flestu fremur óræka vísbendingu um að tónskáld og stofnanir okkar tíma hafi í raun skilið meirihluta hlustenda eftir á köldum klaka. Varla þvældust þó slíkar hug- leiðingar fyrir manngrúanum sem sótti fyrstu af þremur vínartónleik- unum í Laugardalshöllinni í gær enda mun hefðin fyrir að skemmta sér við ljúflingsdillur Straussanna um áramót þegar orðin blýföst í sessi, líkt og aðventutónlistin í des- ember og passíur Bachs um páska. Efstur á blaði var Jóhann Strauss yngri (1825-99), arftaki Jóhanns eldri (1804-49) sem ásamt Josef Lanner (1801-43) hleypti valsaæð- inu af stað um alla álfu upp úr 1830. Sinfóníuhljómsveitin lék fyrst blúndusvífandi forleik að óperettunni Das Spitzentuch (1880) og hraðpolkann Express, þar sem stjórnandinn greip í fiðl- una að hætti Boskoskys og fjölda fyrirrennara. Arndís Halla Ás- geirsdóttir söng glettnislega inn- komu greifynjunnar úr Wienerblut (1899), „Grüss dich Gott, du liebes Nesterl“ og hljómsveitin lék renni- legan vals, Die Schönbrunner, eina lag Josefs Lanner á þessum tón- leikum. Sperl-Galopp eftir Jóhann eldri var herská en fremur þunn tónsmíð. Áhugi vínardanshöfunda á nýjustu tækni og vísindi, sbr. „Express“, „Extrapost“ og „Durchs Telephon“ kom fram í síð- asttalda polkanum eftir Jóhann jr., þar sem valsakóngurinn bað óvænt fyrir áramótakveðju um GSM-tæki stjórnandans. Óperukórinn söng þvínæst O habet acht úr Sígauna- baróninum (1885); dável heppnað utan smá tilhlaups til feilinnkomu. Eftir Schatzwalzer, sem var meðal bitastæðari númera kvölds- ins og einnig eftir Jóhann yngri, var komið að Ævintýrum Hoff- manns eftir Jacques Offenbach, þar sem Arndís Halla söng aríu Ol- ympiu, Les Ouiseaux dans la char- mille, með bravúr, þó að annars bláeðlileg söngkonan virtist þar ekki laus við að vera svolítið vél- ræn og jafnvel upptrekkt á köflum. Síðast fyrir hlé söng KÍÓ An der schönen blauen Donau, keisarann meðal valsa, og var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem þessi af- bragðsgóði kór skilaði þvílíku dagsverki að óskandi væri að hann gæti einhvern tíma látið ljós sitt frekar skína í söngför um helztu óperusvið álfunnar. Með síðustu stóru vínarópe- rettutónskáldunum var Franz Lehár (1870-1948), meistari kannski vinsælasta verksins í geir- anum, Kátu ekkjunnar (1905). Það- an voru tekin Introduktion, Dans og Vilja-söngurinn með kór og ein- söng Arndísar. Í þessum seinni hluta tónleikanna var eins og hljómsveitin, sem framan af virtist eilítið kraftlaus, hefði tekið fulla gleði sína því nú small hvert atriði á fætur öðru eins og klukka. Í Weiber-marsinum sungu gleði- mennirnir Sigurður Björnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson, Steinarr Magnússon, Snorri Wium og Hjálmar Pétursson og skemmtu sér auðsjáanlega ekki síður en áheyrendur. „Grísettur“ í Grisetten-Lied sungu Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Hulda Dögg Proppé, María Jónsdóttir, Sigur- laug Jóna Hannesdóttir og Sigur- laug Knudsen við einsöng Arndísar Höllu og sópandi can-can pilsaþyt sem vakti mikla kátínu. Að afloknum Lehár var komið að yngsta syni Jóhanns eldri, Ed- uard Strauss (1835-70), eftir hvern var leikinn galoppinn Mit Extra- post. Næstyngstur þeirra bræðra var Josef (1827-70) og var eftir hann leikinn polkinn Pläpper- mäulchen! en auglýstur vals, Sphärenklänge, féll niður án skýr- inga. Arndís söng að því loknu hláturaríuna frægu, Mein Herr Marquis úr Leðurblöku Jóhanns yngri frá 1874 með mjúkum eleg- ans og flört við stjórnandann, ásamt kliðfríðum kór í viðlagi. Síðasta atriði tónleikanna söng sextett þeirra Sigurlaugar Knud- sen (Rosalinde), Arndísar Höllu (Adele), Nönnu Maríu Cortes (Or- lofsky), Snorra Wium (Eisenstein), Hjálmars Péturssonar (Falke) og Ólafs Sveinssonar (Frank), nánar tiltekið Kampavínsfínalinn úr Leð- urblökunni, „Bróðir þú og mín sæta systir þú“ („Brüderlein“) úr lokakafla 2. þáttar, og heppnaðist það með miklum glæsibrag. Í heild var fagmennskuleg fágun og fjör yfir þessum tónleikum. Stjórnandinn kunni sitt fag fram í fingurgóma og kynnti af alúð og þónokkrum húmor og ekki spillti heldur fyrir hvað hljómburður virtist nú loksins orðinn þokkalega viðunandi í Laugardalshöllinni sem lengst af hefur þótt til annars hæf- ari en hljómlistarflutnings. VínarfjörTÓNLISTL a u g a r d a l s h ö l l i n Vínartónlist eftir Straussfeðga, Lanner, Offenbach og Lehár. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran, Kór Íslenzku óperunnar (kórstjóri: Garðar Cortes) og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Peter Guth. Fimmtu- daginn 4. janúar kl. 19:30. VÍNARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.