Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 47 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Olsen útfararstjóri. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 andi mágar bjuggu í Bolungavík en mágkonurnar í Reykjavík og Lond- on. Það var Imba sem bjó í Reykja- vík. Hjá henni og manni hennar Guðmundi Kr. Jónssyni, jafnan kallaður Diddi, hafði konan mín verðandi búið í nokkur ár við nám í kjólasaumi. Það voru því mjög sterk tengsl á milli þeirra systra. Kaja, eins og konan mín er jafnan kölluð, var litla systir og lang yngst þeirra systkina. Imba var var aftur á móti elsta systirin. Sambandið milli þeirra var því næstum eins og móður og dóttur. Þegar ég kom heim hafði hún fljótlega samband og vildi fá að sjá tilvonandi „tengdason“ sem af varð strax á fyrsta degi. Sú kona sem ég kynntist þarna var kraftmikil og ákveðin í skoð- unum og framgöngu. Hún stýrði miklu rausnar heimili. Þau héldu stórveislur á tyllidögum meiri og veglegri en við höfðum annars stað- ar séð. Við Kaja vorum fyrstu árin undir verndarvæng þeirra Imbu og Didda og bjuggum í sama húsi þar til þau höfðu komið sér upp veg- legu heimili í Vatnsholti. Þannig liðu árin fram að þjóðhátíðinni 1974. Það sumar er í minningunni samfellt sólskin og góðviðri og há- tíðarstemmning, sérstaklega þó á Vatnsfjarðar-hátíðinni fyrir vestan. Seinni hluta þessa sumars, að af- loknum hátíðum dó Imba á leið til vinnu. Hún fékk hjartastopp. Það tókst að lífga hana við og fá hjartað til að slá en heilaskemmdir voru töluverðar. Smám saman reis úr öskustónni ný Imba, miklu hæglát- ari og þrekminni en sú fyrri. Sú Imba lifði hæglátu lífi í 26 ár og lauk því á fjórða í jólum í jólaboði hjá Dódó, bestu vinkonunni allt frá barnsaldri. Hjartað hafði stoppað í annað sinn. Ég votta börnum hennar og barnabörnum innilega samúð. Haukur Tómasson. Svo hverfult getur lífið verið. Æskuvinkona mín situr við hlið mér á heimili okkar Haraldar í vinahópi, hallar sér upp að mér – og hefur kvatt hinstu kveðju. Minningarnar hrannast upp. Barnungar lékum við okkur saman á æskustöðvunum vestur í Bolung- arvík. Seinna fórum við svo saman á böllin. Við fundum okkur báðar góða eiginmenn frá Önundarfirði. Meira að segja saumaði Imba brúð- arkjólinn minn með miklu, síðu slöri. Margar í fjölskyldunni hafa síðar gift sig í þessum kjól. Seinna var svo saumaður skírnarkjóll úr slörinu sem börnin mín og barna- börn hafa verið skírð í. Vinátta okkar Ingibjargar var því orðin æði löng. Hún var mikill gleðigjafi og tryggur vinur. Leið hennar lá til Reykjavíkur þar sem hún lærði kjólasaum. Hún fór á húsmæðraskólann á Laugalandi en gerðist síðar kennari á Blönduósi um nokkurra ára skeið við góðan orðstír. Eljan og starfsgleðin voru persónueinkenni Ingibjargar og þessi skapgerð hennar var smit- andi. Öllum leið vel í návist hennar. Ingibjörg giftist Guðmundi Kr. Jónssyni, heildsala, og ráku þau um áraraðir, ásamt Guðmundi Ísfjörð klæðskera, verslunina Pandóru sem var vel þekkt í bænum. Heimili þeirra Ingibjargar og Guðmundar var fallegt og listrænt og þar var ávallt gott að koma og njóta samvista við þau hjónin og börn þeirra þrjú. Ingibjörg eignaðist líka síðar notalegan sumarbústað á æsku- stöðvum sínum fyrir vestan. Þar naut hún þess að vera sumar hvert með vinum og vandamönnum hin síðari ár. Það var 1974 sem Ingibjörg varð fyrir sínu stóra heilsufarsáfalli sem fylgdi henni síðan. Blessun var það þó að hún náði umtalsverðum bata. Hún gat dvalið á heimili sínu í skjóli fjölskyldu sinnar og notið síns góða og trygga vinahóps. Við Haraldur þökkum samleið kærrar vinkonu okkar og sendum fjölskyldunni samúðarkveðjur. Minning um góða og skemmtilega konu lifir. Halldóra Einarsdóttir. Vinkona mín, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir (Imba) frá Bolungavík, hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Það eru 70 ár síðan við Imba vorum kynntar hvor fyrir annarri, þá sjö ára gamlar. Mæður okkar sem voru vinkonur frá æskudögum, höfðu sest að í sitt hvoru sjávarþorpinu, Bolungavík og Suðureyri, áttu nú vinafund og þar hófst vinátta okkar. Á þessum árum hófst skólaskylda ekki fyrr en við 10 ára aldur, en foreldrar voru ábyrgir fyrir uppfræðslu barna sinna fram að þeim tíma en prestur „húsvitjaði“ einu sinni á ári og fylgdist með framförum. Við Imba fórum fljótlega að bera sam- an bækur okkar, um nám og leiki, miðluðum hvor annarri af reynslu okkar og kepptum einnig hvor við aðra. Leikir barna eru spegilmynd af lífi fullorðna fólksins og okkar spegilmynd var góð, þar sem flétt- aðist saman vinna og sjálfsvirðing. Árin liðu og 18 ára fór Imba til Reykjavíkur í nám í kjólasaumi hjá frú Henny Ottoson, sem þótti fremst í þeirri iðn á þeim tíma. Fljótlega kom í ljós hvílíkur snill- ingur Imba var í handverki og hvað hún hafði gott næmi fyrir sköpun, það sem nú er kallað hönnun. Um tíma hafði hún saumanámskeið á vegum Kvenfélagasambands Vest- fjarða og blés lífi í tuskurnar í eig- inlegri merkingu, m.a. á Ísafirði, Bolungavík og Suðureyri. Haustið 1943 vildi svo skemmtilega til að við höfðum báðar kosið að fara í Kvennaskólann að Laugalandi í Eyjafirði. Við vorum 32 námsmeyj- ar undir skólastjórn frú Svanhvítar Friðriksdóttur, kennarar voru: frk. Lena Hallgrímsdóttir, frú Þuríður Kristjánsdóttir og sr. Benjamín Kristjánsson auk tveggja aðstoð- arkennara. Fljótlega varð Imba hvers manns hugljúfi, hún hafði einstaka hæfileika til að umgangast fólk og með glaðværð sinni og hjálpsemi gerði hún sitt til þess að skólaandinn yrði jákvæður og spennandi. Námið var bæði verk- legt og bóklegt og í mörgum verk- legu greinunum unnu þrír og þrír í hóp, sem varð til þess að þarna myndaðist vinátta sem hefur hald- ist síðan. Eftir þennan vetur und- irbjó Imba sig undir það að taka við kennslu í Kvennaskólanum á Blönduósi, þar sem hún kenndi svo í nokkra vetur. Þegar Imba fluttist svo til Reykjavíkur giftist hún miklum ágætis manni, Guðmundi Kr. Jónssyni heildsala. Hún var þá komin með réttindi sem kjólameist- ari og rak saumastofu í Kirkju- hvoli, sama húsnæði og hún hafði verið við nám hjá frú Ottoson, seinna opnaði hún kápuverslunina Pandoru á sama stað. Það, að við skólasystur frá Laugalandi höfum enn gott vináttu- samband, er ekki hvað síst Imbu að þakka, hún var óþreytandi að blása til athafna ef einhver af lands- byggðinni var stödd í borginni og alltaf var hún lífið og sálin í endur- fundum. 1974 varð Imba fyrir því áfalli að fá blóðtappa við heilann, hún lamaðist og varð málvana um nokkra hríð, en með þrotlausri ein- beitni og elju náði hún smátt og smátt valdi á líkama og máli og var hennar góði eiginmaður þar mikill styrkur, en sína gömlu snerpu fékk hún ekki aftur. Ég þóttist hafa tek- ið eftir því, að hjá fólki sem varð fyrir áföllum, efldust þeirra sterk- ustu eðlisþættir, þetta gerðist hjá Imbu. Við fundum skólasysturnar hvað hún varð þolinmóð og skiln- ingsrík við aðra, lagði alltaf gott til málanna og við fundum að hún var komin á æðra þroskastig en við. Hann Guðmund sinn missti hún langt um aldur fram en þau höfðu einast þrjú börn sem nú önnuðust móður sína af nærgætni, en hún lét innrétta litla íbúð í húsinu sem þau Guðmundur byggðu, þar sem hún bjó með alla sína fögru hluti í kring um sig. Nú kveðjum við vinkonu okkar með söknuði og sendum börnum hennar og þeirra fjölskyld- um og systkinum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Edda Jónsdóttir. „Trúr vinur er öruggt athvarf og auðugur er sá sem finnur hann.“ (Sírak.) Þegar ég kveð Ingibjörgu vinkonu mína verður mér hugsað til þess dags er ég kom fyrst í skóla, dauðfeimin og þekkti engan. Þá kom hún til mín, tók í höndina á mér og sagði: „Þú skalt koma og sitja hjá mér.“ Síðan eru liðin 67 ár og aldrei hefur borið skugga á vin- áttu okkar, þó ólíkar værum við, hún síkát og syngjandi en ég feimin og alvörugefin. Unglingsárin liðu óðfluga og margt brölluðum við saman, við vorum reyndar þrjár í hóp því Dódó hafði ég kynnst áður og vor- um við kallaðar „ fjósakonurnar“ af skólabræðrum okkar. Átján ára gömul fór Imba til Reykjavíkur að læra kjólasaum. Næsta vetur á eftir var hún hér heima og saumaði af kappi, ég var þá hjá henni öðru hvoru þegar mik- ið var að gera og lærði mikið af henni. Seinna var hún á húsmæðra- skólanum að Laugalandi og sauma- kennari við húsmæðraskólann á Blönduósi og voru þá mörg og löng bréf sem fóru á milli okkar vin- kvennanna. Eftir að hún giftist og fór að búa í Reykjavík var ekki ónýtt að njóta gistivináttu þeirra hjóna og var það veitt af rausnarskap og hjartahlýju. Þegar búið var að byggja á Skriðu áttum við hjónin margar góðar stundur hjá þeim Didda í sveitasælunni. Og eftir að við vor- um báðar orðnar einar voru það okkur kærar og góðar stundir að sitja saman með prjónana okkar og spjalla. Fyrir allt þetta vil ég þakka og sendi ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingibjargar Jónu. Guðrún Jónsdóttir. Þær smá týna tölunni Lauga- landsskólasysturnar frá vetrinum 1943-44 og nú er Imba okkar farin í ferðina löngu. Hún var í jólaboði hjá bestu vinkonu sinni þegar kallið kom, uppáklædd og fín. Hvað það var líkt henni að kveðja með slíkri reisn. Hún var Vestfirðingur í húð og hár og hafði til að bera alla þeirra bestu kosti. Var fædd og uppalin í Bolungavík og taldi þann stað einn þann besta á jörðu hér. Við hittumst fyrst í Kvennaskól- anum á Laugalandi í Eyjafirði haustið 1943, þar sem við dvöldum vetrarlangt ásamt 32 öðrum náms- meyjum. Þetta var glaður og góður hópur undir stjórn Svanhvítar Friðriksdóttur forstöðukonu. Það var strax augljóst að Imba var mik- il hæfileikamanneskja. Hún kunni til verka miklu betur en flestar okkar hinna. Hún hafði saumað föt sín sjálf og gekk að öllum verkum eins og fagmaður, hvort sem það var vefnaður, útsaumur eða slát- urgerð – allt kunni Imba. Lífsgleðin var henni í blóð borin. Við höfum verið vinkonur í 56 ár og ég hef aldrei séð hana öðruvísi en glaða. Það stafaði frá henni eins- konar gleðigeislum, þannig að öll- um leið vel í návist hennar. Margar góðar stundir höfum við skólasysturnar átt saman á liðnum árum og þar hefur Imba alltaf ver- ið hrókur alls fagnaðar. Þá voru rifjuð upp alls konar axarsköft og brandarar, eins og þegar mýsnar komust í ferðatöskuna hennar Imbu og átu að mestu upp svefn- pokann hennar. Allt var þetta jafn skemmtilegt. Imba var mikil félagsvera og naut þess að hafa fólk í kringum sig. Þær eru ófáar veislurnar sem við, vinir hennar, sátum hjá þeim hjónum, Didda og henni. Skírnar-, fermingar-, giftingar- og afmælis- veislur. Imba alltaf fínust, gekk um eins og drottning og stjórnaði öllu með „elegans“. Hjalti mágur henn- ar við píanóið og allir sungu af hjartans lyst, Imba mest af öllum, hún kunni ógrynni af ljóðum og lögum. Hún var kjólameistari að mennt og rak um tíma saumastofu í Reykjavík og hafði þá saumakonur sér til aðstoðar sem allar urðu vin- konur hennar. Í nokkur ár kenndi hún handavinnu í Kvennaskólanum á Blönduósi og var þar dáð af nem- endum sínum. Seinna vann hún við afgreiðslustörf í Pandóru, verslun þeirra hjóna, seldi þar fínar kápur frá Þýskalandi. Það þótti mikill klassi að vera í Pandórukápu og ekki verra ef Imba hafði hjálpað til við valið. Í júní 1974 varð hún fyrir miklu áfalli og varð aldrei söm eftir það. Hún varð önnur og yndisleg Imba, sem var alltaf jafn gaman að hitta.  Fleiri minningargreinar um Ingibjörgu Jónu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ég heimsótti hana í sumarbústað hennar á Skriðu í Bolungavík, land- inu sem pabbi hennar gaf henni sem ungri stúlku. Þar var hennar sælureitur. Hún var þar oft ein svo vikum skipti og leiddist aldrei. Þangað heimsóttu börn hennar og barnabörn hana, svo og systkini hennar og vinir úr Víkinni. Allt er þetta sérstakt sómafólk. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Imbu, það var mannbæt- andi að eiga hana að vini. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til Vildísar, Jóns Inga, Gunnu og fjölskyldna þeirra, einnig til systkina hennar og vina. Megi hún hvíla í friði. Oddný Ólafsdóttir.                                                   !"  # $      ! %               '               '   ! "#  $ "  %"#  ! & $ "  %"#                                                       ! "  #   $  & $ #  '(  & $ #  #)$$ * +$, $ & $ - '. +$, * #)$$ $   !  #)$$ #  /$0 #)$$ # 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.