Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Rúnar Kristjáns-son var fæddur í
Reykjavík 30. októ-
ber 1955. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu að morgni
gamlársdags, 31. des-
ember síðastliðins.
Foreldrar hans eru
hjónin Kristján Jóns-
son, bifreiðastjóri frá
Súgandafirði, f. 27.
mars 1930 og Eyþóra
Elíasdóttir frá Odd-
hóli, f. 7. maí 1930.
Systkini Rúnars eru:
Jón Ásgeir, f. 25.
september 1951; Elías, f. 31. ágúst
1954; Sveinbjörn, f. 10. febrúar
1958; Kristján, f. 15. október 1961
og Kristín, f. 3. desember 1964.
Rúnar kvæntist Ingunni Guð-
mundsdóttur 11. desember 1976.
Hún er fædd 13. nóvember 1957.
Foreldrar hennar eru hjónin Guð-
mundur Jónsson, járnsmiður frá
Eystri-Loftsstöðum, f. 10. apríl
1930 og Aðalheiður Ólafsdóttir
frá Syðra-Velli, f. 4. september
1930. Rúnar og Ingunn eignuðust
þrjú börn og tvö barnabörn. Þau
eru: 1) Ágústa, f. 25. janúar 1976,
háskólanemi og flugkennari, sam-
býlismaður hennar er Vilberg
Tryggvason, börn
hennar eru Steinn
Vignir, f. 26. nóvem-
ber 1992 og Aðal-
heiður, f. 23. júlí
1996; 2) Aðalheiður,
f. 24. mars 1977, há-
skólanemi, unnusti
hennar er Michele
Breveglieri; 3) Sig-
urður Rúnar, f. 10.
febrúar 1988, grunn-
skólanemi.
Fyrir tilstuðlan
séra Sigurðar Sig-
urðarsonar, nú
vígslubiskups í Skál-
holti, átti Rúnar heimili frá 12 ára
aldri hjá foreldrum hans, séra Sig-
urði Pálssyni vígslubiskupi og frú
Stefaníu Gissurardóttur, að Ár-
túni 2 á Selfossi. Á unglingsárum
vann Rúnar hjá Eiríki Guðjóns-
syni, bónda í Ási í Ásahreppi. Frá
árinu 1977 starfaði Rúnar sem
fangavörður á Litla-Hrauni. Hann
hefur einnig verið til sjós og unnið
á vinnuvélum í fyrirtæki tengda-
föður síns. Rúnar og Ingunn
bjuggu allan sinn hjúskap á Sel-
fossi, síðustu 10 árin að Ártúni 2.
Útför Rúnars verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Síðasta dag ársins bárust okkur
hjónum þau skelfilegu tíðindi að
bróðir minn og mágur hefði orðið
bráðkvaddur þann morgun á heimili
sínu á Selfossi. Okkur hjónin setti
hljóð, horfðum hvort á annað og sögð-
um ekki orð, yndislegur, traustur og
góður vinur hafði verið kvaddur á
braut, maður á besta aldri í blóma
lífsins. Þegar atburður eins og þessi
gerist þá greinilega skilur maður
ekki tilgang lífsins en svona er víst
þessi tilvera hvort sem manni líkar
nú betur eða verr. Þegar maður
hugsar til baka finnst manni að sam-
verustundirnar hefðu mátt vera
miklu fleiri með Rúnari því þar fór
góður drengur. Geymum við hjónin
að eilífu frábærar minningar í okkar
hjarta með þeim hjónum Rúnari og
Ingunni.
Jæja kæri bróðir og mágur, með
þessum fátæklegu orðum langar okk-
ur að kveðja þig og biðja góðan guð
að vera með þér að eilífu.
Til ykkar, Ingunn, Ágústa, Aðal-
heiður, Sigurður Rúnar og aðrir að-
standendur, sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og megi guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Kristín systir, Kristinn
og börn.
Hvað boðar nýjárs blessuð sól?
Að þessu sinni boðar hún sorgar-
tíðindi fyrir okkur sem tengjumst
Rúnari Kristjánssyni fjölskyldu-
böndum. Skyndilegt fráfall hans kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Minningar dofna með árunum.
Svipmyndir leiftra í gegnum hugann
þegar hugsað er til baka.
Ein fyrsta minningin um Rúnar er
dag einn, sennilega vorið 1973. Þá
stóð ljóshærður ungur maður ósköp
heimilislegur og talaði í símann á
Skólavöllum 10, þegar húsmóðirin
birtist allt í einu. Þeim brá báðum í
brún, hvorugt átti von á hinu. Hann
kynnti sig kurteislega. Þarna var þá
kominn Rúnki prests, eins og hann
var stundum kallaður í bænum, en
viðurnefnið fékk hann vegna þess að
hann var fóstursonur í prestshúsinu
fyrir utan á. Erindi átti hann brýnt í
okkar hús, hann var að elta stelpu,
var í fylgd með einni af heimasæt-
unum fimm, henni Ingunni, sem þá
var aðeins 15 ára, en hann 17. Ekki
voru margir mánuðir liðnir áður en
þau voru búin að trúlofa sig og hann
orðinn einn af fjölskyldunni. Tuttugu
og eins árs var Rúnar orðinn tveggja
barna faðir og farinn að byggja, al-
vara lífsins var hafin.
Rúnar var eins og sonurinn og
bróðirinn sem við aldrei eignuðumst
því þau Ingunn voru barnung þegar
þau fóru að vera saman. Rúnar var
þannig gerður að okkur fannst eins
og við hefðum alltaf átt hann að. Rún-
ar var yfirmáta ástfanginn og stoltur
af konu sinni og ófeiminn að láta það í
ljós. Hann studdi hana á allan hátt,
enda trú hans ótakmörkuð á getu
hennar í því sem hún hefur verið að
sýsla. „Hún Ingunn mín“, sagði hann
oft með glampa í augunum.
Stoltur var hann yfir frumburðin-
um Ágústu og Aðalheiður yngri dótt-
irin, með breiða brosið hans föður
síns, var líka augasteinn hans, og
þegar sonurinn Sigurður Rúnar
fæddist ætlaði hann hreinlega að tak-
ast á loft. Þau hjónin hafa átt barna-
láni að fagna og hann kunni svo sann-
arlega að meta það og studdi börnin
sín af heilum hug í því sem þau tóku
sér fyrir hendur. Ekki minnkaði
stoltið þegar barnabörnin fæddust,
þau Steinn Vignir og Aðalheiður, sem
nú sakna afa síns.
Rúnari var gefin mikil atorka og
iðjusemi, hann þurfti alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni. Hann var hand-
laginn og nákvæmur, smíðaði, málaði
og gerði yfirleitt allt sem þurfti heima
við. Hjálpsemi var honum í blóð borin
og nutum við tengdaforeldrar og
mágkonur hans góðs af henni og vin-
um sínum og nágrönnum lagði hann
oft lið og þurfti þá sjaldnast að biðja.
Hans er sárt saknað.
Elsku Ingunn og fjölskylda, í upp-
hafi vitnuðum við í orð sálmaskálds-
ins Matthíasar Jochumssonar „Hvað
boðar nýárs blessuð sól“. Með þessu
erindi úr sálminum góða viljum við
biðja Guð að blessa ykkur öll.
Sem Guðs son forðum gekk um kring,
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar tár.
Guð blessi minningu Rúnars Krist-
jánssonar.
Guðmundur, Aðalheiður,
Jóhanna, Ólafía,
Sigrún, Kristín.
Þegar ég stend frammi fyrir því að
Rúnar Kristjánsson er fallinn frá er
það sannarlega bæði óvænt og ótíma-
bært í mínum augum. Raunar hafði
ég aldrei hugleitt að kynnum okkar,
sem nú hafa staðið í nær 35 ár, mundi
ljúka með þessu móti. Þegar við
kynntumst var Rúnar 10 ára gamall
fjörmikill drengur. Hann vakti auð-
veldlega athygli fullorðinna fyrir
gáskafulla glaðværð og skýrleika
sem kom fram í eftirminnilegum til-
svörum og hugvitsamlegum upp-
átækjum. Minningarnar mörgu sem
upp koma í hugann nú eru um margt
líkar frá hinu fyrsta til hins síðasta.
Rúnar bjó yfir skýrum mannkostum,
sem urðu skýrari með aldrinum án
þess að ég fyndi gerð hans breytast
svo mjög í grundvallaratriðum. Að
leiðarlokum hlýt ég að minnast hans
sem heilsteypts drengskaparmanns
sem gott og lærdómsríkt var að eiga
að vini.
Eins og margir vita sem kynntust
Rúnari var hann mikill iðjumaður,
sem lagði krafta sína fúslega fram til
uppbyggingar heimili sínu. Hann var
líka greiðamaður og minnugur á þá
sem hann tók og vildi gott gera. Síð-
asti greiðinn sem ég leitaði til Rúnars
með segir nokkuð um það hvernig
hann reyndist mér og mínum og
hvernig við hann var að eiga. Þetta er
í sjálfu sér einfalt atvik en ekki ein-
stakt í samskiptum okkar. Ég hringdi
í hann á aðventunni til að biðja hann
aðstoðar við að koma fyrir lýsingu á
leiði foreldra minna í Selfosskirkju-
garði. Það var meira en sjálfsagt
enda var hann þegar búinn að koma
lýsingunni fyrir. Þetta var hann ekki
vanur að gera fyrir mig, en í þetta
sinn sá hann að það hafði dregist og
þá var það einfaldlega gert. Þannig
áttum við mörg hauk í horni þar sem
Rúnar var, þessi vakandi og verkfúsi
maður.
Rúnar hafði gjarnan mótaðar
skoðanir á mönnum og málefnum í
samtíð sinni. Alltaf hafði ég gaman af
að ræða þær skoðanir við hann vegna
góðrar dómgreindar hans og frum-
legrar hugsunar. Sjálfur á ég því
margs að sakna og þá ekki síst þess
hve strjálir samfundirnir voru hin
síðustu ár. Í því efni þóttist maður af
mannlegri skammsýni geta geymt
sér hlutina. Sárastur harmur er þó
kveðinn að nánustu fjölskyldu Rún-
ars við þessi snöggu umskipti. Þeim
var hann hollur alla tíð og missir
þeirra mikill. Mín vegna og fjölskyldu
minnar votta ég þeim innilega samúð.
Síðast hittumst við Rúnar á jóla-
nótt er hann sótti messu hér í Skál-
holti ásamt fjölskyldu sinni. Þá geng-
um við saman að borði Drottins. Í
bæninni í messulok var þess beðið að
við mættum svo halda minningu Jesú
Krists hér á jörðu að við mættum
neyta hinna dýrlegu kvöldmáltíðar á
himnum. Guð varðveiti okkur sem
eftir stöndum í þeirri trú sem stefnir
að endurfundum í þeirri miklu máltíð
Drottins. Guð blessi svo minningu
Rúnars Kristjánssonar að í þá minn-
ingu sæki eftirkomendur hans styrk
og uppbyggingu á komandi tíð.
Sigurður Sigurðarson.
Í örfáum orðum langar okkur að
minnast Rúnars Kristjánssonar sem
lést á gamlársdagsmorgun í blóma
lífsins, langt um aldur fram.
Í gegnum árin hafa myndast góð
tengsl milli þeirra sem standa að bæj-
arstjórn sveitarfélagsins hverju sinni
sem og mökum þessa fólks. Það á
einnig við um þann hóp sem nú starf-
ar í sveitarstjórninni.
Með þakklæti minnumst við góðra
stunda með góðum dreng, Rúnari,
sem var einn af mökunum. „Rúnar
hennar Ingunnar“ eins og við sögðum
oft þegar minnst var á hann í þessum
hópi.
Gott er að minnast skemmtilegrar
samverustundar með þeim hjónum
núna um miðjan desembermánuð
þegar þau buðu okkur í hópnum heim
til sín til að njóta skemmtilegrar
kvöldstundar. Þar var Rúnar hrókur
alls fagnaðar, glaður og góður heim
að sækja.
Rúnar var þægilegur í umgengni,
okkur leið vel í návist hans og eft-
irtektarvert var að sjá hvernig hann
kom vel fram við Ingunni og einnig
hvað tengslin við börnin þeirra voru
traust.
Rúnar og Ingunn voru mjög sam-
hent hjón og studdu vel við bakið
hvort á öðru. Í daglegu lífi virtist
hann gera allt til að auðvelda Ingunni
að stunda þau erilsömu störf sem hún
hefur tekið að sér á ýmsum vettvangi.
Við í hópnum munum eftir því þeg-
ar leiðin lá í einn af vinabæjum okkar
erlendis, að Rúnar átti það til að
hverfa inn í blómabúð á göngu okkar
um vinabæinn og koma út með rós
handa elskunni sinni. Við sáum það
svo vel að þetta var ekki gert til að
ganga í augun á okkur hinum, öðru
nær, hann var að sýna konunni sinni
með táknrænum hætti sínar kær-
leiksríku hugsanir.
Með Rúnari er genginn góður
drengur sem gott er að minnast.
Kæra Ingunn og fjölskylda, við
biðjum Guð almáttugan að styrkja
ykkur og leiða.
Mín sál, því örugg sértu,
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
(Þýð. Björn Halldórsson.)
Kveðja frá
bæjarstjórnarfólki í Árborg,
bæjarstjóra, bæjarritara og
mökum þeirra.
Þetta var alltof skammur tími sem
við fengum með þér. Miklu skemmri
en við ætluðum og miklu skemmri en
hægt er að sætta sig við. Þó margt
hafi verið gert á þeim liðlega 30 árum
frá því að við hittumst fyrst var það
hvergi nærri nóg. Hvort sem var tími
okkar í leik á unglingsárum eða allar
þær stundir sem fjölskyldur okkar og
við fjögur áttum saman. Góðar voru
stundirnar við eldhúsborðin í Lamb-
haganum. Góðar voru stundirnar við
grill og glens í sumarbústöðum. Góð-
ar voru stundirnar allar, hvort sem
við stigum dans saman eða ræddum
alvörumál dagsins. Góð voru ráð þín
við hverju sem er og góð var aðstoð
þín og hjálp við lagfæringar húsa eða
annað. Ekki þurfti þau mörg orðin til
að þú værir boðinn og búinn. Það er
svo margs að minnast og sem betur
fer eru það skemmtilegar minningar.
Góðar áttu stundirnar líka að verða
í framtíðinni. Áætlanir um nýbygg-
ingu þar sem ætluðum öll fjögur að
eiga okkar skemmtilegustu stundir,
verða aftur nágrannar og leika sam-
an í ellinni, eru fyrir lítið. Við áttum
eftir að dansa svo mikið meira saman.
Vertu sæll vinur.
Sigurður Þór og Kristín.
Það er fátt sem gerir boð á undan
sér í lífinu.
Elsku drengurinn, ég man svo vel
eftir þegar þú komst með Sigurði
bróður mínum austur á Selfoss til for-
eldra okkar þar sem þú áttir að verða
heimilisfastur. Sigurður fann hversu
vel gerður þú varst, bæði til orðs og
æðis og var því annt um að þú kæmist
í góðra umsjá.
Mikið fann ég til með þér að koma
svona bláókunnugur til okkar aðeins
ellefu ára gamall. Þú áttir að byrja í
skóla strax eftir þessa helgi sem þú
gerðir með dyggri aðstoð fósturfor-
eldra, Stefaníu og Sigurðar Pálsson-
ar, þó að aðalfósturfaðir þinn væri
Sigurður Sigurðarson sem þá var enn
í skóla við að klára sitt nám. Ég var
beðin um að vera þér til aðstoðar með
námið heima fyrir. Við byrjuðum og
þú varst skemmtilegur og fljótur að
segja mér eitthvað af allskonar sög-
um, bæði sem þú hafðir upplifað og
eins held ég að þú hafir búið svolítið
til. Ég sá að einbeiting hafði ekki
náðst svo ég tók mig til og fór að
verða ansi ströng og stundum leið
mér ekki vel yfir að hafa verið svona
vond en þú virtist fara að einbeita þér
betur af því ég var bara leiðinleg. Ég
kveið fyrir að á næstu dögum myndir
þú stræka. Nei, ég þurfti að bíða . . . ,
en svo komstu, brosandi með þinn
sjarma sem var alltaf erfitt að stand-
ast. Svo sömdum við um að klára allt
fyrir vissa dagskrárliði í sjónvarpinu,
þá gekk þetta nokkuð vel nema á
fimmtudögum þegar nægur tími var
þá gekk hægt en hafðist.
Bjuggum við svo öll saman í tvö og
hálft ár og ekki bar á öðru en að þú
samlagaðist fjölskyldunni vel. Ég
gifti mig og fór í burtu í eitt ár. Kom
aftur en hafði þá stutta viðdvöl á Sel-
fossi, bjó í Reykjavík um tíma og þeg-
ar ég kom aftur á Selfoss frétti ég að
pilturinn væri farinn að líta vel í
kringum sig. Um það leyti að verða
búinn að finna sinn góða lífsförunaut.
Yndislegt er hvernig þið hafið vax-
ið saman, bæði svo falleg, góð og heil-
brigð.
Þið komuð með frumburðinn til
mín og þú hvíslaðir að mér: Ég veit
hvernig ég á að fara að ef hún ætlar
að svíkjast um að læra. Og þakkaðir
mér fyrir þig. Ég gat hvíslað á móti:
Gefðu henni bara meira aðhald frá
byrjun og þá gengur allt vel. Svo kom
önnur stúlka árið eftir, ekki var hún
síður myndarleg.
Ég hef ekki heyrt Rúnar fóstur-
bróður minn hallmæla nokkrum
manni, það hefur ekki verið með í
hans sinni og þess vegna hefur svipur
hans alla tíð verið bjartur og fallegur.
Einu sinni kom hann einn augnablik
við hjá mér og sagði: Ég sá að þú
varst heima og langaði aðeins að sjá
þig. Auðvitað var hann velkominn en
þá sagði hann mér að hann væri mjög
heppinn að eiga svona góða tengda-
fjölskyldu og svo okkur hin. Þetta
finnst mér vera svo satt og ég veit að
hann virti og elskaði tengdaforeldra
og alla fjölskylduna.
Þau eignast sitt hús og árið 1988
kemur ungi maðurinn, Sigurður Rún-
ar, sem er óskadraumur allra þegar
tvær dætur eru fyrir.
Barnalán er að mínu mati það
besta sem til er fyrir alla foreldra,
sem ég tel að þau eigi.
Við Rúnar töluðumst oft við í síma
og þau hjónin komu við þegar þau
gátu. Núna í byrjun desember
hringdi til mín maður og segir: Hvað
er þetta Inga, erum við nokkuð óvin-
ir? Nei, það getum við aldrei orðið og
svo töluðum við lengi saman um alla
heima og geima.
En þar sem Rúnar og fjölskylda
hafa verið okkar fjölskylda á Selfossi
eftir að Sigurður bróðir minn flutti að
Skálholti hafa þau séð um að setja
kerti á leiði foreldra minna á aðfanga-
dag.
Síðast töluðum við saman þann
28.des. sl. og vorum við ákveðin í að
hittast nú sem fyrst á nýja árinu.
Ég er ákaflega þakklát fyrir að
hafa átt þetta góða samtal við góðan
dreng og allt var í góðu lagi hjá fjöl-
skyldunni hans.
Megi góður Guð varðveita þig
Rúnar minn og allt sem þér er kært.
Elsku Ingunn, Ágústa, Aðalheiður,
Sigurður Rúnar og fjölskyldur ykkar
allar, ég bið Guð að styrkja ykkur í
sorg og áframhaldi lífsins.
Með kveðju,
Ingveldur Sigurðardóttir.
RÚNAR
KRISTJÁNSSON
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina