Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 15 YFIR 20 starfsmenn, 13 hjá Stáltaki á Akureyri og átta hjá Vélaverk- stæði Dalvíkur, hafa fengið upp- sagnarbréf á síðustu dögum. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, sagði að staðan hjá járniðnaðarmönnum á svæðinu væri engan veginn nógu góð „og ekki í neinu samræmi við það góð- æristal sem ég heyri hér allt í kring- um okkur, því miður“. Hákon sagði að ekki hefði verið mikil verkefni að fá á þessu svæði og menn hefðu ekki borið gæfu til þess í nógu ríkum mæli að sækja út fyrir svæðið til að afla verkefna. „Útgerðarmenn munu væntanlega halda að sér höndum en þeir standa frammi fyrir nokkuð grimmri kjara- deilu, að því er virðist. Það getur leitt til þess að útgerðarmenn dragi það að panta slipptökur og koma með skip í umfangsmiklar aðgerðir sem hægt er að fresta.“ Hákon sagði að því væri ekki að leyna að verkefnastaðan nú um áramót væri mun verri en verið hefur og að það ylli mönnum miklum vonbrigði. Allir járniðnaðarmenn á Vélaverkstæði Dalvíkur, átta að tölu, hafa fengið uppsagnarbréf en að sögn Hákons hefur verið lítið að gera hjá fyr- irtækinu undanfarna mánuði. Þá sagði Stáltak á Akureyri upp 13 manns á dögunum vegna verkefna- skorts en þar er um að ræða járn- iðnaðarmenn og verkamenn. Þurfum að sækja á stóriðjumarkaðinn „Það er því ekki eins bjart yfir okkur og við vildum og þetta er ekki heldur í takt við það sem við heyr- um hjá öðrum starfsstéttum. Við þurfum með einhverjum ráðum að gera útrás frá þessu svæði og koma okkur fyrir í öðru vinnuumhverfi en þessum hefðbundna skipaiðnaði. Þar er ég að tala um virkjanafram- kvæmdir, bæði við ný verkefni og viðhaldsverkefni sem til falla hér norðanlands. Einnig þurfum við að gera innrás á stóriðjumarkaðinn og blanda okkur í slaginn sem þar er ef við ætlum að standa jafnfætis öðr- um landshlutum.“ Uppsagnir hjá fyrirtækjum í járniðnaði á Akureyri og í Dalvíkurbyggð Verkefnastaðan um áramót mun verri en verið hefur „BÍLLINN stendur fyrir utan Síðuskóla tilbúinn til notkunar en starfsleyfi hefur ekki fengist enn,“ sagði Egill Jónsson tannlæknir á Akureyri aðspurður um hvort hann væri farinn að stunda tannlækning- ar í sérinnréttuðum rútubíl sínum fyrir slíka starfsemi. Bíllinn er tæp- lega 12 metra langur, í honum er aðstaða fyrir tvo tannlækna og eins og komið hefur fram hyggst Egill nota bílinn við grunnskóla bæjarins og jafnvel utan Akureyrar. Egill stendur í stórræðum á fleiri sviðum, því sem kunnugt er fékk hann fyrstu verðlaun í samkeppni Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á síðasta ári. Verðlaunin hlaut hann fyrir nýstárlega viðskiptahugmynd um framleiðslu staðlaðra postulíns- fyllinga sem komið geta í stað hefð- bundinna plast- og silfurfyllinga. Stofnað hefur verið fyrirtækið Globodent vegna verðlaunahug- myndarinnar og er undirbúnings- vinna í fullum gangi að sögn Egils. Ekki hefur enn fengist starfsleyfi til tannlækninga í bílnum og stóð Egill frammi fyrir því að sækja um slíkt leyfi til Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Hann sættir sig hins vegar ekki við að geta ekki fengið starfsleyfi hjá yfirvöldum á Akureyri og hyggst reyna fyrir sér aftur og til þrautar á heimslóðum. Hvorki bíll, flugvél né skip „Ég ætla að láta á það reyna hvort eitt bæjarfélag getur ekki af- greitt smámál áður en því verður skotið til ráðherra. Ég sætti mig ekki við svona „af því bara“ og „ekki benda á mig“ svör. Tækni- deild bæjarsins vísaði málinu frá en ég hef skrifað deildinni aftur. Heil- brigðisfulltrúi lýtur á þetta sem fasteign en tæknideildin sem bíl en þetta er hvorki bíll, flugvél eða skip og það verður að taka á þessu máli eins og það er. Og ef bæjarfélagið getur ekki tekið á því, sem það hef- ur heimild til, á þessi staður ekki framtíð fyrir sér. Mér finnst það vera grundvallaratriði að fá úr því skorið hvort Akureyringar og Norðlendingar ætli að skjóta öllum málum til ráðherra af því þeir geta ekki ákveðið sig heima fyrir.“ Fjölmargir tannlæknar á Akur- eyri hafa kvartað yfir þeirri ætlan Egils að bjóða upp á tannlækna- þjónustu fyrir grunnskólabörnin í rútubílnum og telja að með slíkri starfsemi sé verið að stíga skref afturábak. Einnig telja þeir að loft- hæðin í bílnum sé ekki boðleg. Egill sagði að foreldrar hins vegar hafi lýst yfir mikilli ánægju með þetta framtak. Einnig væru tannlæknar í Reykjavík búnir að lýsa yfir ánægju með þetta framtak og hefðu tekið svo djúpt í árina að lýsa því yfir að þetta væri framtíðin í tann- lækningum og að bjóða þjónustuna með þessum hætti. Tannfyllingarverksmiðja í undirbúningi Egill sagði að undirbúningur vegna reksturs tannfyllingarverk- smiðju væri í fullum gangi, m.a. samsetningu hennar, hvernig fyll- ingar væru best gerðar og eins væri unnið að því að ráða fram- kvæmdastjóra. Sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir hugmyndinni á al- þjóðavísu en slíkt ferli tekur um eitt ár. „Ég hef rætt þetta mál við ýmsa kollega og þeir eru þess fullvissir að þetta sé hluti af framtíðartann- læknastofunni. Það var selt hlutafé í fyrirtækinu fyrir tugi milljóna króna fyrir áramót, m.a. meðal vina og kunningja, en stærsti einstaki hópurinn er starfsfólk í tæknigeir- anum. Kaupþing er að leita eftir fagfjárfestum, aðilum með þekk- ingu á sölu- og framleiðslumálum til að taka þátt í uppbyggingu fyr- irtækisins.“ Ekki hefur enn fengist starfsleyfi fyrir tannlæknastofu Egils Jónssonar á hjólum Reynir af- greiðslu á heimaslóðum Morgunblaðið/Kristján Tannlæknabíll Egils Jónssonar hefur verið staðsettur við Síðuskóla á Akureyri en ekki hefur enn fengist starfsleyfi fyrir þessa 7–8 milljóna króna fjárfestingu hans. ROSKINN maður slasaðist alvar- lega í hörðum árekstri á Eyjafjarð- arbraut á Akureyri í gærmorgun. Maðurinn var fluttur á slysadeild FSA og þaðan áfram í sjúkraflugi til Reykjavíkur. Lögreglan á Akureyri hafði af- skipti af fimm umferðaróhöppum frá því í gærmorgun og fram á miðjan dag. Í þremur tilfellum urðu slys á fólki og fjórir bílar úr tveimur hörð- um árekstrum eru gjörónýtir. Á Eyjafjarðarbraut, á móts við flugskýlin á Akureyrarflugvelli, var fólksbíl ekið í veg fyrir jeppa og hafnaði fólksbíllinn utan vegar og jeppinn úti í vegkanti við árekstur- inn. Ökumaður fólksbílsins, sem var einn í bílnum, var sem fyrr sagði fluttur með sjúkraflugi til Reykja- víkur. Ökumaður og farþegi jeppans voru fluttir á slysadeild til aðhlynn- ingar en meiðsli þeirra voru ekki tal- in alvarleg. Eftir hádegi skullu tveir bílar saman í Skarðshlíð, við gatnamót Smárahlíðar, og voru ökumenn beggja bílanna fluttir á slysadeild FSA til aðhlynningar. Meiðsli þeirra voru ekki talin mjög alvarleg en báð- ir bílarnir eru ónýtir. Bílunum var ekið í gagnstæða átt en ökumaður annars bílsins sveigði yfir að röngum vegarhelmingi til að koma í veg fyrir að lenda aftan á bíl sem var á undan en skall þá á bíl sem kom á móti. Á Leiruvegi, rétt við gatnamót Drottningarbrautar, skullu svo tveir fólksbílar saman um miðjan dag í gær. Farþegi úr öðrum bílnum kenndi eymsla í baki og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Báðir bílarnir voru ökuhæfir eftir árekst- urinn en nokkuð skemmdir. Maður slasaðist alvarlega í hörðum árekstri á Akureyri Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristján Lögreglumenn skoða aðstæð- ur í Skarðshlíð þar sem tveir bílar skullu saman og eru þeir báðir taldir gjörónýtir. Roskinn maður slasaðist al- varlega í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut í gærmorg- un og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. KONA á þrítugsaldri hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmd í 30 daga fangelsi skilorðs- bundið til tveggja ára vegna líkams- árásar. Konan var ákærð fyrir að hafa í júlí síðastliðið sumar veist að tveimur ungum konum fyrir utan skemmti- staðinn Club 13 og skallað þær í and- litið. Játaði konan fyrir dómi skýlaust þá háttsemi sem henni var gefin að sök. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að skömmu fyrir árásina hafi hún mátt þola svigurmæli frá manni sem var í tygjum við stúlkurnar sem fyrir árásinni urðu. Háttsemi hennar var ekki af þeim sökum réttlætt, en með hliðsjón af ungum aldri, svo og því að hún hefur samþykkt að greiða skaða- bætur þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Skaðabætur stúlknanna voru að upphæð 2.370 krónur hjá hvorri, þ.e. vegna komu á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Skilorð fyrir að skalla tvær stúlkur SÝNING sem fjallar um grænlenska óvættinn Tupilak verður opnuð á kaffihúsinu Kaffi Karólínu á laugar- dag, 6. janúar. Óvættinn skera Aust- ur-grænlenskir listamenn úr beini af miklu listfengi. Á sýningunni verða slíkir gripir auk stækkaðra ljós- mynda sem undirstrika ógn og ófreski Túpilaksins. Haraldur Ingi Haraldsson mun halda fyrirlestur um Tupilak og ýmislegt fleira for- vitnilegt í grænlensku samfélagi kl. 14 á laugardag. Galdramaðurinn safnar saman dauðum hlutum. Til dæmis hluta af sel, hundi, fugli og hluti barnslíks er ómissandi þáttur. Yfir þessari hrúgu fer hann með rammar særingar. Tupilak er einungis skapaður í ill- um tilgangi. Forvitnilegt er að grunnatriði túpilaksagna samsvara íslenskum sögum um uppvakninga. Sýninguna gerði Haraldur Ingi Haraldsson Hann er menntaður í myndlist og sagnfræði og hefur hald- ið fjölmargar listsýningar og fyrir- lestra um listir, sagnfræði og þjóð- fræðileg efni. Hann var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins. Sýning og fyrirlestur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.